Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 DV 10 Fréttir Banar eiginkonu og tveim dætrum Það voru hörmulegar fréttir sem biðu 21 árs stúlku í Haugasundi í Nor- egi á mánudag þar sem hún beið milli vonar og ótta frétta af íjölskyldu sinni í Sveio á Hörðalandi. Hringt hafði ver- ið í hana fyrr um daginn þar sem fjöl- fótluð systir hennar, 12 ára, hafði ekki mætt í skóla þá um morguninn og eng- inn hafði svarað í síma heima hjá henni. Við nánari eftirgrennslan kunn- ingjafólks kom í ljós að öll fjölskylda hennar var látin. Aðstæður á vettvangi bentu til þess að faðirinn hefði myrt móður hennar og tvær systur, 12 og 18 ára, og svipt sig síöan lífi með riffli. Skyndilega stóö hún uppi án fjöl- skyldu. En sú staðreynd að hún hafði flutt að heiman í október síöastliðnum varð henni til lífs. Almenningur í Noregi er felmtri sleginn og stendur skilningsvana frammi fyrir þeirri staðreynd að heil fjölskylda skyldi fmnast látin á heimili sínu i Sveio á Hörðalandi á mánudag. Ekki er vitað hvenær þessi harmleikur átti sér stað. Ekkert sást til fjölskyld- unnar og hallast menn helst að því að hörmungamar hafi orðið um helgina. Lögregla er engu nær um ástæður verknaðarins og segir menn standa skilningsvana frammi fyrir þessum ósköpum. Nánari upplýsingar um til- drög morðanna er ekki að fá sem stendur en líkin fundust hvert á sínum stað í húsinu. Mætti ekki í skóla Grunsemdir vöknuðu um það á mánudag að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Yngsta dóttirin, sem er fjölfótluð og I hjólastól, hafði ekki mætt í skólann þá um morguninn. Það þótti í hæsta máta óvenjulegt en hún missti aldrei úr dag í skóla og foreldr- amir taldir reglufólk. Hringt var heim til hennar en þar svaraði enginn. Þeg- ar leið á daginn fóru kennarar og skólastjóri að ókyrrast. Óttast var að eitthvað hefði komið fyrir. Eftir árang- urslausar hringingar á heimilið var haft samband við elstu dótturina. Fór svo að kunningjafólk fór að heimili fjölskyldunnar, vinalegu einbýlishúsi. Þar svaraði enginn. Ekkert lífsmark var í húsinu og allt læst. Þá fann mað- ur opinn glugga á húsinu og komst þannig inn. Við blasti sjón sem hann vill öragglega reyna að gleyma sem fyrst en hefur skekið fjölmiðla i Noregi síðustu daga. Heil íjölskylda lá í valn- um eftir harmleik sem enginn skilur. Engin skilaboð var að frnna í húsinu né nokkuð sem varpað gæti ljósi á hina voveiflegu atburði en lögreglan vinnur ötullega að rannsókn þess. Þar á bæ er litið á málið sem fjölskyldu- harmleik. Nær útilokað þykir að utan- aðkomandi hafi átt þar hlut að máli. Atvinnulaus frá i sumar Fjölskyldufaðirinn, Oddvard Stölen, hafði verið til sjós í mörg ár, síöast skipstjóri á fragtskipi. Skipinu var lagt í sumar sem leið vegna verkefnaskorts og var hann atvinnulaus upp frá því. Oddvard Stölen hafði kvartað yfir lé- legu heilsufari siðustu misseri, eink- um bakverkjum, en þótti annars áreið- anlegur í vinnu, viðkunnanlegur og geðprúður í alla staði. Vinnuveitandinn gaf honum sín bestu meðmæli í samtali við norska fjölmiðla. Hann sagði Oddvard Stölen hafa verið fyrsta flokks sjómann. Sagði fyrrverandi vinnuveitandi enn fremur að hann hefði spurst fyrir um vinnu undanfarið en ekkert var að hafa. Hefði hann orðið sá fyrsti til að fá vinnu um borð hefði skipið hafið sigl- ingar á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.