Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 DV n Fréttir Nágrannar fjölskyldunnar taka í sama streng og lýsa fjölskyldunni sem ósköp venjulegri fjölskyldu sem lifði reglusömu og rólegu fjölskyldulífi. Fjölskyldufaðirinn þótti húslegur og afar viðfelldinn maður, iðinn við ails kyns vinnu, bæði inni og úti, og sér- lega bóngóður ef nágrannana vantaði aðstoð. „Hann var svolítið farinn að gefa eft- ir líkamlega en geðslagið var gott,“ sagði einn nágranna við norska blaðið Verdens Gang. „Hann fór mikið á veið- ar, hjálpaði nágrönnum að höggva í eldinn og var fyrirmyndamágranni í aila staði. Hvers manns hugijúfi" Húsmóðurinni er lýst sem hæglátri en viðfelldinni konu sem þótti þægileg í umgengni. Hún átti húsið sem íjöl- skyldan bjó í en það var reist á lóð sem var í eigu fjölskyldu hennar. Hún hafði orðið fýrir áfalli fýrir nokkrum árum þegar faðir hennar og bróðir drukkn- uðu þegar ís á firðinum nærri heimili þeirra gaf sig. Þótti hún bera harm sinn vel en var annars fámál um þá at- buröi. Nágrannar fjölskyldunnar eru harmi slegnir og skilja engan veginn hvemig þetta gat gerst. Þessi atburður kórónar heldur válegar fyrstu vikur þessa árs en samtals hafa 11 manndráp átt sér stað í Noregi frá áramótum. Verdens Gang/hlh Válegur janúar: 11 manndráp 1. janúar Sómalskur maður fmnst myrtur i snjónum fyrir utan flóttamannamið- stöð í Nesna. Flóttamaður frá Ge- orgíu er handtekinn, grunaður um verknaðinn. 3. janúar Maður skotinn og myrtur í Roa. Húsráðandi, þar sem hinn myrti var staddur, segist hafa skotið vin sinn í sjálfsvöm. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp. 10. janúar Rúmlega þrítugur maður skýtur rússneska eiginkonu sína til bana í ibúð þeirra í Tromsö. Tvö börn þeirra, 13 og 16 ára, voru heima þeg- ar þetta gerðist. 11. janúar Tæplega þrítugur sómalskur maður ræðst á fyrrverandi eigin- konu og tvö börn, 2 ára og 8 mán- aða, með hnífi. Þau létust af sárum sínum. 18. janúar 43 ára gömul kona deyr á leiðinni á sjúkrahús í Ósló af völdum aivar- legra höfuðáverka. Sambýlismaður hennar hringdi og gerði lögreglu viðvart. Hann var undir miklum áhrifum fíkniefna og hefur verið ákærðm- fyrir manndráp. 20. janúar Hjón og tvö böm þeirra finnast látin í einbýlishúsi í Sveio á Hörða- landi. Fjölskylduharmleikur, segir lögregla, en svo virðist sem eigin- maðurinn hafi myrt konuna og síð- an svipt sig lífí. 20. janúar Par á þrítugsaldri finnst látið í íbúð í Bodö. Fólkið lést af skotsár- um en lögregla telur ekki að utanað- komandi hafi veriö að verki. 20. janúar Maður hringir í lögregluna í Vennesla og segist hafa orðið fyrir skotárás tveggja manna. Maðurinn var fluttur ilia haldinn í sjúkrahús en nær sér væntanlega af sárum sínum. -hlh Vopn, samvistarslit, áfengi og karlmenn: Banvæn blanda Paul Leer-Salvesen, prófessor í fé- lagsfræði við háskólann í Agder í Noregi, segir í viðtali við norska blað- ið Verdens Gang að samverkandi þættir eins og vopn, samvistarslit, áfengi og karlmenn geti stofnað lif og limum fólks i hættu, ekki síst kvenna og bama. Eina leiðin til að leysa þessa hættulegu blöndu upp sé að fjarlægja vopn af heimilum og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða um leið og alvarleg tilvistarkreppa eða önnur vandræði ógna heimilisfriðnum. Um fjórðungur allra drápsmála í Noregi varða fólk í sambúð. Þessi mál geta átt rætur í ósköp hvers- dagslegum vandamálum sem þróast á verri veg vegna almennrar vopna- eigu. Við bætist að margir karl- menn eigi afar erfitt með að horfast í augu við sambúðarslit og þá höfn- unartilfmningu sem slíku getur fyigt- Þekkt mynstur VG ræddi einnig við Peter Isdal sálfræðing sem segir að sú leið nokkuð algenga að drepa maka sinn og fremja síðan sjálfsvíg. Hann seg- ir núverandi eða fyrrverandi sam- býlismenn ábyrga fyrir meira en helmingi morða á konum. Og tölur frá Bandaríkjunum sýna að í þriðj- ungi slíkra tilfella stytti karlinn sér aldur á eftir. í Noregi láta 5-10 kon- ur árlega lífið fyrir tiiverknað sam- býlismanna sinna. Peter Isdal er talsmaður meðferð- arstöðvar sem fæst við heimilis- ofbeldi og hefur langa reynslu af þeim máiaflokki. Hann segist ekki þekkja bakgrunn hinna válegu at- burða í Noregi í um helgina en seg- ir margt sameiginlegt með tilfellum þar sem morð á maka á sér stað og síðan sjálfsvíg í kjölfarið. „Oft verða þessir atburðir í tengslum við samvistarslit þar sem konan hefur yfirgefið manninn eða vill yfirgefa manninn. Sameiginlegt með þessum málum er oft löng saga ofbeldis. Það gerist mun sjaldnar að morð af þessu tagi verði í kjölfar skyndilegs vanda eða komi fólki að óvörum, sérstaklega þegar maður- inn fremur sjálfsvíg í kjölfarið." Ærumorð Sálfræðingurinn segir að líkja megi morðum eins og þeim um helg- ina við ærumorð. Það viðhorf sé nefnilega mjög lífseigt í vestrænni menningu að konan sé eign manns- ins. Og þegar börnin eru einnig myrt geti það verið vegna þess að þau séu eign konunnar. Um sjálfsvíg karlanna í kjölfar voðaverkanna segir Isdal að sá verknaður sé nánast rökrétt afleið- ing. Körlunum finnist tilgangur lífs- ins ekki vera fyrir hendi þegar fjöl- skyldan er ekki lengur til staðar og að auki losni þeir við að taka afleið- ingum gjörða sinna, afgreiði þann þátt málsins sjálfir. -VG/hlh Par í Bodö samtaka um að enda líf sitt: Mun fleiri mann- dráp en í fyrra Allt bendir til að kona og maður í sambúð, sem fundust látin í íbúð í Bodö í Noregi á mánudag, hafi ver- ið sammála mn að enda líf sitt með þessum hætti. Þau létust bæði af skotsárum en engin ummerki eru eftir þriðja aðila í íbúðinni. Lög- regla heldur því fram að maðurinn hafi skotið unnustu sína til bana áður en hann framdi sjálfsvíg. Ástæða þessa harmleiks er sögð per- sónuleg vandamál. Það sem af eru þessu ári hafa 11 látist á voveiflegan hátt í Noregi, ríflega tvöfalt fleiri en á svipuðum tima í fyrra. 17. janúar 2002 höfðu 5 manns látið lífið í manndrápum. Varðandi tölurnar á þessu ári er rétt að nefna að sjálfsvíg eru ekki talin með en í tveimur tilfella um helgina framdi gjörningsmaðurinn sjálfsvíg eftir að hafa annars vegar myrt eiginkonu og tvær dætur og hins vegar sambýliskonu. Allt árið í fyrra voru 40 mann- eskjur fórnarlömb í manndrápsmál- um í Noregi. Til samanburöar má nefna að 5 manndráp voru framin hér á landi á nýliðnu ári. -hlh/VG 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.