Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Side 14
14
______________MIÐVIKUDAGUR 22, JANÚAR 2003
Skoðun Ty%r
Spurning dagsins
Hefurðu séð ísiensku
myndina Stella í framboði?
Ulja Rut Hlynsdóttlr nemi:
Nei, en mig langar mjög mikiö aö
sjá hana, mér fannst fyrri
myndin frábær.
Jóhanna Gelrdal neml:
Nei, en mig langar rosalega
aö sjá hana.
Slgríður Lllja Gunnarsdóttir nemi:
Nei, en langar aö sjá hana.
Logi Björnsson nemi:
Nei, og langar ekkert sérstaklega
aö sjá hana.
Atli Freyr Víðlsson nemi:
Nei.
Hörður Ásbjörnsson nemi:
Já, hún er mjög góö, enda fyrri
myndin frábær.
Byrgið í Rockville
Veröa „landskil“ starfseminni þar aö bráö?
Hvers vegna þarf
Byrgið að víkja?
Ulja
skrifar:____________________________
„Byrgið bíður eftir peningum",
segir í fréttum af starfsemi Byrgisins
sem nú hefur aðsetur í Rockville á
Miðnesheiði. Þar hefur það verið síð-
an úr rættist, frá því það var á hrak-
hólum í Hafnarfirði. Já, það hafði
ræst úr hjá Byrgis-mönnum og varn-
arliðið á Miðnesheiði hafði geflð eft-
ir byggingarnar fyrir sinn part. Allt
var á uppleið og hið opinbera búið
að leggja þarna í púkkiö eitthvað á
milli 90 og 100 milljóna króna. Það
nýjasta er sagt vera það að gera eigi
einhvers konar þjónustusamning við
Byrgið en er þó ekkert fast ákveðið
með hvaða hætti.
Ríkið telur aö flytja eigi starfsem-
ina eitthvað annað og þá helst í
sveitir fyrir austan - rætt hefur ver-
ið um Brjánsstaði á Skeiðum eins og
kemur fram í frétt í DV í des. sl. Það
á eftir að flnna rekstrargrundvöll en
um það hafa nú þrjú ráðuneyti sam-
einast, að leita að varanlegri lausn,
kemur líka fram í frétt DV.
„En hvers vegna þarf þá að
flytja starfsemina austur í
sveitir? Er þarna ekki ein-
faldlega verið að „búa til“
nýtt vandamál, nýtt kostnað-
ardœmi, sem er svo oft raun-
in þegar vinnuhópar hins op-
inbera komast á flug?“
Margir furða sig á því hvers vegna
starfsemi Byrgisins geti ekki verið
áfram í Rockville þar sem búið er að
koma sér þokkalega fyrir. Eldhætta,
t.d., sagði einhver. Varla er útilokað
að búa svo um hnútana að eldhætta
sé lítil. Og Rockville býr nú í
námunda við eitt best búna og
færasta slökkvilið í heimi svo það er
bara fyrirsláttur.
Talsvert hefur verið rætt um
svokölluð „landskil" - skila verði
„svæðinu" í sama ásigkomulagi og
tekið var við því! Skila landinu
hvert? Til vamarliðsins eða hvaö?
Dauðans della er þetta. Þetta land-
svæði var aldrei nýtt til neins, heið-
in er ber og auð og þarna mun eng-
um verða not af landsvæði eftir að
Byrgið verður rekið brott. Allt sem
þarna hefur verið lagt I undanfarin
misseri mun glatast og það þarf að
byggja upp að nýju annars staðar.
En hvers vegna þarf þá að flytja
starfsemina austur í sveitir? Er
þama ekki einfaldlega verið að „búa
til“ nýtt vandamál, nýtt kostnaöar-
dæmi, sem er svo oft raunin þegar
vinnuhópar hins opinbera komast á
flug? Ég segi: Úr því að fallist hefur
verið á að rekstrargrundvöllur verði
tryggður, og það samþykkt af þrem-
ur ráðuneytum, er best að Byrgið fái
að halda starfseminni í Rockville og
þar verði uppbyggingin og rekstrar-
gmndvöllurinn treystur. - Þar hefur
mönnum liðið vel og það verður
erfitt að rífa sig upp - aðalatriðiö er
framtíðin, eins og aðstoðarmaður ut-
anríkisráðherra sagði líka í DV-frétt-
inni í desember.
Hart er í heimi Rottweilerhunda
Karl Karlsson
23 éra, sjálfskipaöur siögæöisvöröur skrifar:
Hinir vinsælu og íslenskumæl-
andi rapphundar í Rottweiler-geng-
inu sendu frá sér nýtt tónlistarband
ekki alls fyrir löngu. Lagið heitir
B.S.Q.D. og stendur það fyrir „bum-
squad“ eða rónagengið. Eins og í
textanum segir þá drekka þeir alla
undir borðið með rússneskum eðal-
vodka. Allir vita að þeir eru al-
ræmdir dónar sem er ekkert heil-
agt, segjandi hitt og þetta um stjórn-
málamenn, jafnvel forsætisráðherr-
ann okkar og raunar flesta virta og
mikilsmetna þjóðfélagsþegna.
Samt sem áður klifar hinn mis-
gáfaði Erpur (Blazrocca) sí og æ á
að hann sé fyrirmynd ungra krakka
vegna þess að hann noti ekki tóbak.
„Vitaskuld er betra fyrir
ungan aðdáanda að sjá hetj-
una sína mígandi drukkna
upp á dag heldur en að sjá
alþýðuhetjuna púandi ban-
eitraðar og um leið stór-
hœttulegar sígarettur. - En
dœmi hver fyrir sig. “
Vitaskuld er betra fyrir ungan aðdá-
anda að sjá hetjuna sína mígandi
drukkna upp á dag heldur en að sjá
alþýðuhetjuna púandi baneitraðar
og um leið stórhættulegar sígarett-
ur. - En dæmi hver fyrir sig.
í nýja myndbandinu eru rottu-
vælandi hundamir hauslausir af
drykkju inni á KafFi Austurstræti,
rappandi og drekkandi með rónum
og ræflum. Þar má einnig sjá barn-
unga stúlku bera brjóst sin fyrir
framan myndavélamar. Dauða-
dmkkin og illa sjúskuð ung stúlka
að reyna að fá hina lauslátu dóna í
rottugenginu til að hrífast af sér.
Ekki kemur í ljós hvort það virkaði
í lok myndbandsins. En hver vill
vera með svona stúlku?? - XXX
Rottweiler góð fyrirmynd? Ég tel
töluvert marga kílómetra frá því.
Endurvekjum gamla og grafna
siðgæðispostula og stöðvum þennan
ósóma. Erum við íslendingar ekki
með svartan stimpil á okkur varð-
andi lauslæti og saurlifnað? Ég vil
hann ekki svartari. Og vonandi
ekki þú heldur.
Garri
Riðið heim til Hóla
DV-MYND GVA
Það var innan við múrvegginn og í sam-
félagi við fombókmenntir sem Jón Helga-
son prófessor átti sitt sæti. Þessar ljóðlin-
ur haföi hver maður á hraðbergi þegar
handritadeilan stóð sem hæst. í dag lifum
við á breyttum tímum. Áfram eigum við
íslendingar - rétt eins og prófssorinn við
Eyrarsund - sæti okkar innan við múr-
vegg. Enn í dag gömnum við okkur ekki
lengur við Eyrbyggju og Eglu - Grettlu og
Víga-Glúms sögu. í ljós er komið hve mik-
ill áhugi þjóðarinnar á ættfræði er, rétt
eins og aösóknin í hina nýju íslendinga-
bók Kára Stefánssonar er. Þar sem við sjá-
um ljós loga fyrir innan glugga og fólk á
sér sæti innan við múrvegginn má víst
telja að þar séu ættfræðingar að grúska.
Kaþólskari en páfinn
Séu menn pikkfastir í einhverri kreddutrú er
stundum sagt að þeir séu kaþólskari en páfinn.
Ljóst er aö Jóni Arasyni, síðasta kaþólska bisk-
upnum, hafa léttvæg þótt þau prinsipp sem trú-
bræöur hins hágöfga manns í Róm eiga eftir að
fylgja.
Skírlífi er ein meginstefna kaþólskrar trúar en
Hólabiskupinn þessi gaf ekki mikið fyrir þau,
heldur var frjósamur og fjölgaði kyni sínu.
Meira að segja svo að nú 450 árum eftir hans
daga kemur í ljós að með traustum rökum er
hægt að rekja ættir hvers einasta íslendings til
hans. Við erum öll frændsystkin einhvers staðar
í ættum fram. í þessu sambandi má minna á þá
speki að gjaman er sagt að Islendingar séu
einsog ein stór fjölskylda þegar i nauðimar rek-
ur. Má nú ljóst vera að það helgast ekki einvörð-
ungu af fámenni þjóðarinnar, heldur lika
genatiskum ástæðum.
Ribbaldar og rustamenni
Nú um stundir lifum við á tímum ribb-
alda og rustamenna. Víða slær í svarra og
aðstæður eru oft ekki ólíkar því sem gerð-
ist á tímum Jóns Arasonar. í baráttu um
auð og völd, áhrif og aðgengi era menn oft
gjarnan óvandir að meðulum. Hver veit
nema sagan endurtaki sig og aö jafnvel
hins vammlausasta fólks á íslandi bíði
þvi sömu örlög og Jóns forfóður þess Ara-
sonar, að verða hálshöggvið.
Hver veit nema leikar fari svo - enda
er tilhneigingin sú að sagan endurtaki sig
með reglulegu millibjli.
Óþarft er á þessari stundu fyrir íslendinga að
bera á þessari stundu að frændur þeirra muni ef
til vill búa þeim sömu örlög og Jón Arason og
synir fengu í kjölfar ferðar sinnar að Sauðafelli í
Dölum. Að verða hálshöggvinn. Áfram skulum
við því lifa í kristilegum kærleika - og til heið-
m-s forfóður sínum, Hólabiskupi sjálfum, munu
islensk böm áfram syngja á kné
pabba; Riðum heim til Hóla. CjXffL
Búnaðarbanklnn
Orösporiö á niöurleiö?
Bankinn setur niöur
Helgi Helgason skrifar:
Þegar maður hefur skipt við sama
bankann allt frá unglingsárum fer
ekki hjá því að manni finnst maður
eiga agnarlítinn hlut í honum, þótt
maður auðvitað eigi ekki krónu sem
hluthafi. En sama er - banki setur
niður við hvers konar misferli hon-
um tengt, beint eða óbeint. Og þessar
nýjustu ákúrur sem bomar em á
stjóm Búnaðarbankans vegna leyni-
samnings sem einn stjómenda bank-
ans á að hafa gert við aðila úti í bæ
hafa óheppileg áhrif á orðspor bank-
ans, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Ábyrgur stjómandi, að ekki sé talað
um þegar einn helsti stjómandi bank-
ans er kominn í sviðsljósið af sliku
tilefni sem nú er í fréttum, á að segja
af sér af sjálfsdáðum. Þetta á að liggja
í augum uppi fyrir bankastjóminni.
íbúöir til sölu
Nékvæm skilgreining á staösetn-
ingu er þaö sem gildir.
1. hæð eða kjallari?
ðrvar hringdi:
Maður fer nú að verða leiður á
þessum auglýsingum fasteignasal-
anna sem auglýsa grimmt, og án þess
að hika, kjallara eða jarðhæð sem 1.
hæð í húsum. Maður rekur sig oftar
en ekki á það að þegar íbúð er auglýst
vera á „1. hæð“ þá er um kjallaraíbúð
að ræða þegar á reynir, eða í besta
falli á jarðhæð. Hér er um óheilindi
að ræða í viðskiptum sem veikir
traust fólks á fasteignasölunni. í hin-
um viðteknu þríbýlishúsum og í
blokkunum er ávallt gengiö upp
tröppur til að komast á 1. hæð og get-
ur því „jarðhæð" aldrei talist til
„fyrstu hæðar“ í þeirri merkingu. Ég
skora á fasteignasölur að skilgreina
betur vaming sinn áður en þær
senda frá sér tilkynningar. Það gagn-
ast öllum betur, líka þeim.
Vesalings presturinn
Sigriður Gunnarsdóttir skrifar:
Mér er ekki sama
hvemig prestar
halda á málum. Ég
tel kirkjuna skipta
máli og ég er ekki
ein þeirra sem telja
það í lagi að prestar
séu að „láta ljós sitt
skína“ um nánast
hvaða dægurmál sem
upp kemur. Mannúð-
armál og mannlegur
harmleikur einstak-
iinga er þar að sjálf-
sögðu undanskilinn,
enda koma þau mál kannski fyrst í
hendur presta áður en lengra er hald-
ið. Stríðsæsingar og friðargöngur tel
ég hins vegar æsingamál sem kirkj-
unni og prestunum væri nær að
minnast í fyrirbænum á kyrrlátum
staö guðshúsanna. Ég vorkenni pre'st-
inum í Neskirkju sem greip til þess
ráðs að gerast ræðumaður á mót-
mælaútifundi gegn Bandaríkjunum.
Hann uppskar auðvitað ekki annað en
áframhaldandi athygli í silfrum og
kastljósum fjölmiðlanna. Það hefur
kannski verið eini tilgangurinn eftir
allt? - Langt í frá trúverðug breytni og
síst til að lægja öldumar.
OV! Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.ls
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Skaftahlíð 24,105 ReyKjavik.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Séra Orn
Báröur
Jónsson
Uppskar fram-
hald
athyglinnar.