Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Page 16
16
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
DV
Náttúruhamfarir
íbúar Mexíkóborgar standa ráöþrota
fyrir utan heimili sitt.
Mexíkó:
Snarpur skjálfti
varð 21 að bana
Snarpur jarðskjálfti skók jörð í
Mið- og Vestur-Mexíkó um tvöleytið
í nótt. Samkvæmt fregnum í morg-
un hafði að minnsta kosti 21 látið
líílð í skjálftanum.
Jarðskjálftinn mældist 7,6 á
Richterskvarða. „Mikill fjöldi húsa
er hruninn. Hér er rafmagnslaust
og það vantar lyf,“ sagði starfsmað-
ur Rauða krossins, sem var staddur
í borginni Colima snemma í morg-
un, í samtali við Reuters.
Borgin Colima virðist hafa farið
mjög illa út úr skjálftanum en þar
búa um 125 þúsund manns. Nítján
hinna látnu voru búsettir í
borginni.
Skelfing greip einnig um sig í höf-
uðborg landsins, Mexíkóborg, þar
sem rafmagnsleysi gerði vart við sig
og nokkrar skemmdir urðu á hús-
um. Skjálftinn vakti upp erfiðar
endurminningar frá árinu 1985 þeg-
ar rúmlega tíu þúsund manns létust
í jarðskjálfta í höfuðborginni. Borg-
arbúar þustu út á götur og stóðu þar
ráðþrota. Höfuðborgin virðist hins
vegar hafa sloppið við meiri háttar
tjón - fyrir utan hræðsluna sem
greip um sig.
Ráðisl úr laun-
sátri í Kúveit
Ráðist var úr launsátri á tvo
Bandaríkjamenn sem voru á ferð í
bíl, skammt frá herstöð Bandaríkja-
hers í Kúveit. Annar mannanna,
sem unnu fyrir herinn, lést og hinn
var alvarlega særður. Mun hafa
rignt yfír bifreið þeirra byssukúlum
úr sjálfvirkum riffli. Sendiráð
Bandaríkjanna í Kúveit fordæmdi
atburðinn og sagði hann hryðju-
verk, en þetta er í þriðja sinn sem
Bandaríkjamaður lætur lífið í álíka
árásum í Kúveit siðan í október síð-
astliðnum.
Upplýsingamálaráðherra Kúveits
sagði vegna þessa að ekki væri
hægt að útiloka tengsl byssumanns-
ins, sem komst undan, við annað
hvort Irak eða al-Qaeda.
termo
HEITUR OGÞURR
Sportvörugerdin
Skipholt 5, s. 562 6363
Suður- og Norður-Kóreumenn ræddu saman í morgun:
Endurtekið efni
hjá Norður-Kóreu
Nágrannar heilsast
Sameiningarráöherrar N- og S-Kóreu, Jeong Se-hyun
(til hægri, frá S-Kóreu) og Kim Ryung-sung takast í
hendur í upphafi viöræðna í Seoul í gær.
Fyrsti dagur viðræðna N-
Kóreu og S-Kóreu hófst í Seoul,
höfuðborg síðamefnda landsins,
í morgun. Þar hvöttu embættis-
menn S-Kóreu nágranna sína í
norðri til að láta af öllum kjam-
orkuáætlun sínum en þvi var
svarað með kunnuglegum til-
svörum, að N-Kórea hafl engar
áætlanir uppi um að framleiða
kjamorkuvopn. Fundur þjóð-
anna er sá fyrsti síðan N-Kórea
sagði sig úr alþjóðlegu sam-
komulagi um takmörkun út-
breiðslu kjarnorkuvopna í heim-
inum.
„N-Kórea lagði áherslu á að
engar áætlanir væru uppi um
framleiðslu kjamorkuvopna," sagði
Rhee Bong-jo, talsmaður sameining-
arráðuneytis S-Kóreu, um viðræð-
umar í morgun. „S-Kórea kom þeim
skilaboðum til skila að ef kjamorku-
deilan verði ekki leyst muni önnur
vandamál nágrannaríkjanna mæta
erfiðleikum."
Hann bætti því við að viðræðum-
ar hefðu hafist á því að fulltrúar S-
Kóreu kröfðust þess að innsigli
yrðu aftur sett á kjarnaofna N-
Kóreu og dragi til baka úrsögn sína
úr NPT-sáttmálanum.
Stjórnvöld í Pyongyang
hafa ætið haldið því fram að
eina leiðin til að þeir láti af
kjamorkustarfssemi sinni er
að Bandaríkjamenn skrifi
undir sáttmála þess efnis að
engin hemaðarieg íhlutun í
N-Kóreu verði gerð af hálfu
Bandaríkjamanna. Þó svo að
þeir síðastnefndu hafi vissu-
lega lofað efiiahagslegum
stuðningi á ný við N-
Kóreumenn láti þeir af áætl-
unum sínum virðast þeir
tregir til að skrifa undir slik-
an sáttmála.
Svo virðist sem að sendi-
nefnd N-Kóreu í Seoul hafi
takmarkaðan áhuga að ræða kjam-
orkudeiluna af mikilli dýpt en þeir
segja að þetta sé fyrst og fremst mál
þeirra og Bandaríkjanna. Þeir hvetja
hins vegar áfram til þess að Kóreu-
löndin sameini krafta sína og berjist
saman gegn erlendum óvinum.
Étur úr lófa lögreglumannsins
Taílenskur lögreglumaður gefur sex mánaöa gömlum fílsunga aö éta. Lögregiumenn i höfuöborginni, Bangkok,
standa í ströngu þessa dagana en þeim er gert aö reka fílahjarðir af umferöargötum. Fílar eru þjóöartákn Taílands en
því miöur valda þeir fjölda umferöarslysa á ári hverju.
Herinn jafnaði 60
verslanir við jörðu
ísrelskar hersveitir jöfnuðu
markað með rúmlega 60 verslunum
við jörðu í gær. Markaðurinn var í
bænum Nazlat Issa, skammt frá
Tulkarm á Vesturbakkanum og
mun þetta ein stærsta aðgerð hers-
ins af þessu tagi á undanfornum
misserum.
Talsmaður ísraelsstjórnar sagði í
samtali við BBCað markaðurinn
hefði verið eyðilagður vegna þess að
ekki hefði verið aflað tilskilinna
leyfa áður en húsin á svæðinu voru
reist.
Palestínumenn segja hins vegar
að aðgerð hersins miði að því einu
að rústa efnahag þjóðarinnar. At-
burðurinn í gær varð til þess að
fjöldi Palestínumanna kom saman á
mótmælafundi. Fundurinn var
leystur upp af hernum sem beitti
m.a. táragasi á fundarmenn.
Allt hrunið
Palestínumaöur viröir fyrir sér rústir
verslunar sinnar eftir niöurrifsaö-
geröir ísraelskra hersveita.
Niðurrifið hófst árla í gærmorg-
un og voru stórvirkar vinnuvélar
notaðar til verksins. Um hádegisbil
var markaðurinn rústir einar.
Palestinumenn segja að þeim hafl
verið gefinn sólarhringsfrestur til
að yfirgefa verslunarhúsin en á
svæðinu sem var eyðilagt var
einnig að fmna heilsugæslustöð og
apótek.
Ziad Salem, formaður borgarráðs
í Nazlat Issa, var harðorður í sam-
tölum við fjölmiöla i gær. „ísraelar
eru enn og aftúr að ráðast gegn
efnahag palestínsku þjóðarinnar.
Israelski herinn mun hafa i
hyggju að jafna fleiri verslunarhús
við jörðu á svæðinu. Talið er að her-
inn hafi í hyggju að koma upp varn-
argirðingu til þess að hindra sjálfs-
morðsárásir frá þessu svæði.
Bolton ræðir við S-Kóreu
Erindreki Banda-
ríkjastjórnar, John
Bolton aðstoðar-
utanríkisráðherra,
hóf í dag viðræður
við embættismenn
S-Kóreu um lausn
kjamorkudeilunn-
ar í N-Kóreu.
Bolton sagði meðal annars að tími
væri kominn til að fara með málið
fyrir Öryggisráð SÞ, að það gæti
fjallað jafn vel um málið eins og það
gerði í íraksdeilunni.
Brottflutningur Japana
Japönsk yflrvöld eru strax farin
að búa sig undir það versta vegna
kjarnorkudeilunnar í N-Kóreu og
eru byrjuð að gera að uppkast að
áætlun um brottflutning japanskra
ríkisborgara frá S-Kóreu, sam-
kvæmt frétt japansks dagblaðs í
morgun.
Enn hætta í Ástralíu
Miklir vindar og skraufþurrt veð-
urfar valda því að eldar brenna enn
víða um Ástralíu og ógna nú tilvist
tuga bæja víðs vegar um landið.
Eldamir í Canberra eru í rénun en
í norðvesturhluta Victoria-fylkisins
loga þeir glatt og hafa nú þegar
brunnið 20 þúsund hektarar af skóg-
lendi.
„Hrein tilviljun"
Skíðamennimir sjö, sem létust í
snjóflóði í Kanada í gær, þeirra á
meðal þekktur snjóbrettamaður,
voru allir vanir því að skíða ótroðn-
ar slóðir i afskekktum fjallahlíðum.
Þeir sem lifðu af sögðu að ekkert
hefði bent til að snjóflóð myndi falla
þegar þeir lögðu af stað og sögðu
slysið vera „hreina tilviljun" af
hálfu náttúrunnar.
Rumsfeld biöst afsökunar
Fyrr í mánuðinum
gagnrýndi Donald
Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Banda-
ríkjanna, herskyldu-
kerfi landsins sem
hafði verið beitt áð-
ur, til að mynda í Ví-
etnam-striðinu, og
sagði að þeir sem væru teknir inn í
herinn, þjálfaðir í nokkra mánuði
og færu svo jafnskjótt og þeir komu,
væru hernum í raun ekki til góðs.
Demókratar mótmæltu þessu harð-
lega og sögðu þetta móðgun við
fjöldamargar striðshetjur landsins.
Rumsfeld hefur beðist afsökunar á
ummælum sínum en sagði orð sín
beinast gegn kerfmu, en ekki ein-
staklingum.
Rómansk-amerískir flestir
Samkvæmt síðasta manntali sem
var framkvæmt í Bandaríkjunum
eru rómansk-amerískir orðnir
stærsti minnihlutahópurinn í
Bandaríkjunum, með 37,7 milljónir
íbúa. Svartir íbúar eru 36,2 milljón-
ir. Þó er þetta ekki svo einfalt því að
margir rómansk-ameriskir flokka
sig einnig sem svertingja og gætir
því ákveðinnar tvíræðni.
Flokkshús Mugabe í rúst
HRáðist var með
bensínsprengjum á
aðalstöðvar stjórn-
málaflokks Roberts
Mugabe, forseta
Zimbabwe. Einn
mun hafa látist og 7
slasast, sumir
þeirra mjög alvar-
lega. Yfirvöld segja að 50 menn hafi
keyrt inn í höfuðborgina Harare og
skemmt víða eignir og ógnað vegfar-
endum áður en ráðist var á flokks-
húsið. Árásin er talin vera af póli-
tískum toga en áætlað er að halda
hliðarkosningar í einu úthverfa
borgarinnar innan skamms.