Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 Les til West Ham Hinn 36 ára gamli Les Ferdinand gekk í gær til liðs við West Ham frá Tottenham og gerði hann samning við félagið út þessa leiktíð. Hann flaug í gegnum læknisskoðun á mánudags- kvöldið og mætti svo á sína fyrstu æf- ingu með Hömrunum í gær. Ferdinand hafði aðeins verið 5 sinnum í byrjunar- liði Spurs á þessari leiktíð og í þeim leikjum skoraði hann 2 mörk. -HBG -r Englandsmeistarar Arsenal eru i mikilli markvarðaleit þessa dagana og nýjasta nafniö sem oröaö er viö þá er Marcos, landsliðsmarkvörður Brasiliu. Aö þvi er BBC greinir frá þá hefur Arsenal náð samkomulagi við félag Marcos, Palmeiras, um kaup- verö og er það sagt rúmar 300 milijón- ir króna. Marcos kom síðan tilEng- lands í gærkvöld til þess að hefja við- ræður viö Arsenal að því er BBC seg- ir. Marcos er 29 ára gamail og vakti mikla athygli á HMsíðasta sumar þar sem hann lék vel með heims- meisturunum. Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle, hefur hug á að styrkja lið sitt fyrir lokaátökin í ensku deildinni og er hann nú sagöur vilja fá þá Jonathan Woodgate og Brasiliumanninn Kleberson tii liðs við félagið. Hann bauð 7 miUjónir punda í Woodgate um daginn sem var hafnað en talið er að Leeds vilji fá á milli 8 og 10 millj- ónir punda fyrir hann og þar sem Fowler fór ekki til Man. City um dag- inn þá eru forráðamenn Leeds vænt- anlega viljugri til að selja en áður þar sem þá vantar pening tU aö rétta fjár- hag félagsins af. Newcastle á síöan að hafa boðið 5 milljónir punda í Kleber- son en Leeds var einmitt á höttunum eftir honum um daginn. Enska úrvalsdeildarfélagiö Fulham fær væntanlega ekki að kaupa nýja leikmenn á næstunni þar sem það hefur ekki greitt franska félaginu Lyon að fullu fyrir Steve Marlet en lokagreiðsla fyrir Marlet átti að ber- ast í gær en gerði ekki. Knattspymu- samband Evrópu tekur alvarlega á slíkum málum og því deginum ljós- ara að Fulham fær ekki að taka þátt á leikmannamarkaðnum fyrr en skuldin viö Lyon hefur að fullu verið greidd. Marlet var keyptur tU Ful- ham árið 2001 og samþykkti Fulham að greiöa tæpan einn og hálfan mUlj- arð fyrir hann en lokagreiðslan upp á tæpar 400 mUljónir er enn eftir. Það eru ekki allir sammála um ágæti þeirra breytinga sem gerðar voru í Formúlu 1: Hörð viðbrögð framleiðenda við nýjum reglum FIA Tilkynnt var um nýjar tækniregl- ur í Formúlu eitt keppninni á fundi FLA í síðustu viku og hafa þær vak- ið hörð viðbrögð bílaframleiðenda. Samband bílaframleiðenda í grein- inni sameinaðist um að láta lið sín berjast gegn spamaðaraðgerðunum á fundi sínum fyrir viku. Samkvæmt fréttatilkynningu frá GPWC Holdings, fyrirtækinu sem ætlar að setja á stofn keppni fram- leiðenda árið 2008, verður Formúla eitt að halda áfram að vera sýning- arpallur fyrir tækninýjungar eins og verið hefur. Þeir gagnrýna einnig að ekki skuli vera veittur frestur til að breyta reglum. „GPWC er tilneytt til að segja að sparnaðar- aðgerðir sem þegar höfðu verið samþykktar í desember með stuðn- ingi framleiðenda, hefur að sumu leyti verið hafnaö af FLA,“ segir í til- kynningunni. Hátækni bönnuö Forseti FLA, Max Mosley sem er einn af höfundum nýju reglnanna, varaði áður við að ekki yrði hætt við reglur sem útilokuðu hátækni- búnað í bílunum. „Ef framleiðanda líkar ekki nýju reglumar verður bara svo að vera,“ er haft eftir Mosley í Guardian í vikunni. „Ef framleiðendi hættir í formúlunni Spólvörnin kom ekki í veg fyrir að Schumacher keyrði Ferrari-bíl sinn út af við fyrstu æfingu sína á árinu í Barcelona á mánudag. Schumacher missti stjórn á bílnum á fyrsta hring og skemmdi afturenda bílsins á dekkjavegg vegna þeirra verður svo líka að vera. Það sem við græðum á nýju regl- unum er miklu meira en það sem við töpum með fráhvarfi þeirra," sagði Mosley. Samkvæmt nýju regl- um FIA verður frá fyrstu keppni ársins bannað að nota samkipta- kerfið milli bíla og viðgerðarliðs i keppni, en með því er hægt að breyta stillingum bílanna frá við- gerðarsvæði. Einnig verður bannað að nota fjarskiptasamband við öku- mann og spólvöm og ræsingarbún- aður verður einnig úti árið 2004 ef það reynist of dýrt að losna viö þann búnað fyrr. GPWC segist hafa tekið vel í það að framleiðendumir fimm, Ferrari, BMW, Daim- lerChrysler, Ford og Renault, sæju öðrum liðum fyrir vélum. Japönsku framleiðendurnir, Toyota og Honda eru ekki aðilar að GPWC. Eldri ökumenn græöa Að sögn fyrmm liðsstjóra Jagúar- liðsins, Niki Lauda, verður forvitni- legt að fylgjast með fyrstu keppn- inni í Melboume og hvað nýju regl- urnar hafa í för með sér. Lauda hafði áður sagt að tæknin væri orð- in þannig að jafnvel api gæti ekið formúlubíl í dag. Samt sem áður náði hann að lenda í malargryfjunni þegar hann prófaði sjálfur Jagúar F1 bíl á síðasta ári. Lauda er sammála Michael Schumacher að reyndari ökumenn munu helst græða á breytingunum. „Ég held persónulega að breyting- amar munu gera Melboume mjög spennandi," sagði hann. „Eldri öku- mennimir, sem ekið hafa áður án alls rafbúnaðarins, munu eiga auð- veldar með að aðlagast. Nýliðarnir, sem aldrei hafa ekið bil án spól- varnar og hafa þess vegna ekki þurft að stýra afturendanum með bensíngjöfinni, munu eiga í meiri vandræðum þegar þeir hafa bara einn hring í tímatöku.“ -NG Miöjumaðurinn Seth Johnson er að öllum líkindum á leið til Middles- brough frá Leeds fyrir tæpar 600 milljónir króna. Forráðamenn Boro voru í viðræðum við Johnson og um- boðsmann hans í gær og er líklegra en ella að kaupin gangi í gegn í dag. Johnson var keyptur til Leeds frá Derby fyrir 15 mánuðum á tæpan milljarð og horfa forráðamenn Leeds því fram á aö tapa miklum peningum á þessum kaupum. Johnson hefur lengi þótt einn efnilegasti miðjumað- ur Englands og hefur leikið einn A- landsleik fyrir Englendinga. Graeme Souness, stjóri Blackbum, er á höttunum eftir vinstri bakveröi þessa dagana og nú hefur hann ákveðið að reyna að fá slóvakíska landsliðsmanninn Vratislav Gresko frá Parma. Souness vill fá Gresko að láni út leiktíðina og svo forkaupsrétt næsta sumar ef hann stendur undir væntingum næstu mánuði. Gresko var hraktur frá Inter síðasta sumar eftir að hafa gert hrapalleg mistök í lokaleiknum gegn Lazio í fyrra. Hann hefur ekki náð fótfestu hjá Parma og aðeins veriö í byrjunarliði félagsins þrisvar i vetur og telst því ekki ómíssandi. -HBG Opna ástralska mótiö í tennis: Ferreira í undanúrslit eftir 11 ára hlé Suður-Afríkumaðurinn Wayne Ferreira tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Opna ástralska mótsins í tennis með þvi að leggja Spánverjann Juan Carlos Ferrero 7-6, 7-6 og 6-1 og mætir hann Andre Agassi, stærsta nafninu sem enn er eftir í keppninni, en Ferrera hefur aldrei unnið Agassi í þau tíu skipti sem leiðir þeirra hafa legið saman. Andre Agassi, sem lagði Sebast- ian Grosjean að velli í þremu sett- um, segir að sér hafi liðið vel í leiknum og þess vegna hafi sigur- inn verið auðveldari en ella. Agassi hefur þrívegis fariö með sigurinn á mótinu og verður að teljast sigur- stranglegur á mótinu nú, en hann er númer tvö á styrkleikalistanum um þessar mundir. Venus Williams tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum með því að leggja Danielu Hantuchovu nokkuð auðveldlega. Þar mætir hún belgísku stúlkunni, Justine Henin-Hardanne sem er í fimmta sæti á heimsstyrkleikalistanum. Systumar, þær Serena og Venus Williams, þykja ekki hafa verið sannfærandi það sem af er mótinu, en þær hafa þó vaxið og frammi- staða þeirra batnað. Það er því ekki ólíklegt að þær mætist í úr- slitaleik í einliöaleik kvenna og það ekki í fyrsta sinn. -PS Championship and qualify for the 2003 Men's World Ihampionships to be played in Portugal So, what is handball? What is it like to play? Who plays the game? The skills, the po: play Handball. brief history of the game from it's very early beginnings, to íts pioneering era in the early 1900s, to 'amateur' era ofessional era. Forsíöa ástralska handboltavefsins þar sem kenndur er handknattleikur og farið yfir sögu hans. Ástralar frumstæö handboltaþjóð: Hvað er handbolti? - er spurt á handboltavefnum í Ástralíu Það þarf vart að fjölyrða um getu ástralska landsliösins í handknatt- leik eftir útreið þá sem það fékk hjá því íslenska, enda var þar slegið met í markaskorun á HM frá upphafi. Handbolti er nú ekki ýkja gömul íþrótt í Ástralíu, en Ástralar hafa þó tekið þátt í stórmótum áður og er þetta í þriðja sinn sem þeir taka þátt i slíku móti. Þeir léku á HM í Egyptalandi þar sem þeir töpuðu öllum leikjum sínum. Ári síðar voru þeir gestgjafar á Ólympíu- leikunum í Sydney þar sem það sama var upp á teningnum. Á sama móti tefldu Ástralar einnig fram kvennaliði, en það voru engir leikmenn né lið til að velja liðið úr og því var auglýst í blöðunum eftir leikmönnum. Það tókst á endanum að fá mann- skapinn saman og þátttakan var tryggð. Ef farið er inn á Ástralska hand- boltavefinn þá er það fyrsta spum- ingin sem blasir við: Hvað er hand- bolti? Hvemig er aö leika hand- bolta? Hverjir leika handbolta? Síð- an gefst gestum á vefnum kostur á að kynnast íþróttinni og reglum hennar á ítarlegan hátt. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.