Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Page 34
34
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
mHDBOlTly
mca 3 posöteQii/ .
t
3*
Sören Hildebrand, þjálfari Grænlendinga:
Var ánægður
með margt
„Ég var ánægður með margt í
þessum leik og við verðum sterk-
ari með hverjum leik. Þetta var
erflður leikur eins og við vissum
fyrir fram enda er íslenska liðið
mjög sterkt. Mínir menn öölast
meiri reynslu með hverjum leik
og við sýndum mun beittari leik
núna gegn íslendingum en gegn
Portúgal i fyrsta leiknum. Við er-
um á uppleið og það væri gaman
ef okkur tækist aö komast áfram
upp úr riðlinum,” sagði Sören
Hildebrand, þjálfari Grænlend-
inga, í spjalli við DV eftir leikinn.
- að þessum leikjum er nú lokið,
sagði Guðmundur Guðmundsson
„Ég er bara dauðfeginn að þessum
fyrstu tveimur leikjum í keppninni er
lokið. Nú getum við farið að einbeita
okkur að verkefninu gegn Portúgal og
það er leikur sem skiptir okkur gríð-
arlega miklu máli. Þetta var enginn
glansleikur af okkar háifu en við
kláruðum þetta samt engu að síður
með 13 mörkum. Við vissum það í
sjálfu sér að Grænlendingar væru
með mun sterkara lið en Ástralar. Við
unnum okkur fljótlega í þá stöðu að
rúlla á liðinu og það var jákvætt. Fyr-
ir leikinn verður ekki hægt að tala
um þreytu og menn geta spilað þann
leik að fullu. Við hlökkum allir mikið
til að mæta Portúgölum og það er
næsta verkefnið,” sagði Guðmundur
Guðmundsson landsliðsþjálfari í sam-
tali við DV.
„Ég vil sem minnst um þetta tala,
nú er bara Portúgal fram undan og
miðvikudagurinn veröur notaður vel
til undirbúnings fyrir þann leik.
Portúgalar hafa öflugu liði á að skipa,
góðar skyttur, góða homamenn og yf-
ir höfuð gott lið og sýndu það á Evr-
ópumótinu í fyrra. Ég veit að þetta er
þrælsterkt lið og svo hafa þeir heima-
völlinn og við þurfum að leika vel ætl-
uðum við okkur að vinna þá,” sagði
Guðmundur Guðmundson. -JKS
tvisvar 1 dag
Guðmundur Guðmundsson
landsliösþjálfari ætlar að vera með
tvær æfingar í dag á frídegi mótsins
en þriðja umferð í riðlakeppninni
verður á fimmtudag. Hluti liðsins
verður á morgunæfmgu og aðrir á
æfingu síðdegis. Á milli æfmga
verður fundur með leikmönnum
þar sem farið verður yflr leik
Portúgala á myndböndum.
Grænlendingar eru meö öflugan hóp stuöningsmanna sem styöja vel viö bakiö á þeim í keppninni í Portúgal. Hér
má sjá hluta þeirra eitt hundraö stuöningsmanna sem lögöu á sig feröalag til Portúgals, en þaö er ekki síður mikill
áhugi heimafyrir þar sem fólk safnast saman til aö horfa á beinar útsendingar í sjónvarpi. Þetta er í annaö sinn sem
Grænlendingar taka þátt í úrslitakeppni HM í handknattleik. DV-mynd Hilmar Þór
Sverðið sneri
í öfuga átt
Það varð uppi fótur og fit í leik
Frakka og Sádi-Araba í fyrrakvöld
Rafmagnsleysiö:
Klukkan fór
seint í gang
Það var á fleiri keppnisstöðum en
í Viseu sem rafmagnið lék menn
grátt. í leik íslands og Ástrala í
Viseu fór rafmagnið af í 35 mínútur
og í Sao Joao da Madeira fór
klukkan ekki i gang fyrr en i síðari
hálfleik í síðasta leiknum þann
daginn og olli þetta ástand að
vonum miklum vandræðum fyrir
leikmenn sem og áhorfendur. -JKS
Guðmundur Hrafnkelsson markvörður:
Góða möguleika gegn Portúgal
„Þetta var allt öðruvisi leikur en
gegn Áströlum en Grænlendingar
eru miklu sterkari á öllum sviðum.
Grænlendingar leika flnan bolta og
eru með tvær öflugar skyttur en að
öðru leyti fannst mér okkar leikur
ekkert til að hrópa húrra fyrir
svona framan af. Við vorum alltaf
að rembast og það var eins og leik-
m- liðsins gengi ekki nógu vel á
köflum. Við vorum líka fullbráðir
og sóknarleikurinn var ekki nógu
agaöur. Þetta er búið og gert og
núna verðum við að fara að huga
að næsta leik,” sagði Guðmundur
Hrafnkelsson, markvörður ís-
lenska landsliðsins, í samtali við
DV.
- Hvemig sérð þú fyrir þér
framhaldið?
„Ég held að við eigum góða
möguleika gegn Portúgal á
fimmtudag. Mér sýnist að heima-
völlurinn komi ekki til með að gefa
þeim mikið og ég hef fulla trú á því
að við getum unnið þá. Þetta er
varla byrjað enn þá en ég er bjart-
sýnn á framhaldið og við erum að
koma okkur í gírinn hægt og síg-
andi,” sagði Guðmundur.
en þá tóku þeir síðarnefndu eftir því
að fáni landsins, sem var uppi á
vegg íþrótta-
hallarinnar,
var ekki eins
og hann átti að
vera. Sverð í
fánanum sneri
í öfuga átt og
tóku Sádi-Ara-
barnir þessu
mjög illa og
hótuðu að leika ekki leikinn. Eins
og flestir vita eru þeir mjög trúaðir
og var þetta meira en þeir þoldu.
Brugðið var skjótt við, fáninn tek-
inn niður og annar og réttur fáni
fenginn í staðinn. Leikurinn gat
hafist á réttum tíma en Frakkar
unnu síðan öruggan sigur í leikn-
um.