Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Síða 35
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
35
HANDBOLTl J
isca Q
Okkar
menní
i Portúgal
Jón Kristján Sigurösson
blaöamaöur
Hilmar Þór Guömundsson,
Ijósmyndari
Patrekur skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik:
eyst verkefni
„Ég var ánægður að sjá hvernig
menn leystu þetta verkefni og liðið i
heild sinni. Það er erfitt að spila gegn
liðum sem maður veit fyrir fram að
við eigum að klára með stórum mun.
Þetta var mun skemmtilegri leikur
en gegn Áströlum en Grænlendingar
eru seigir og sýndu mikla baráttu,”
sagði Patrekur Jóhannesson eftir
leikinn.
- Nú blasir við fyrsti stórleikur
liðsins á heimsmeistaramótinu á
fimmtudaginn kemur. Hvernig
leggst hann í þig?
„Já, það er alveg rétt að þaö verð-
ur fyrsti erfiði leikurinn og við verð-
um að leika vel gegn þeim. Ég er ekki
hræddur og við eigum góða mögu-
leika gegn þeim, það verður erfitt en
við fáum núna góðan tíma til undir-
búnings sem verður nýttur í botn,”
sagði Patrekur Jóhannesson. -JKS
Fengu
góða
dóma
Stefán Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson dæmdu leik Króata og
Argentínu í fyrrakvöld og stóðu
sig vel. Leikurinn var mun
erfiðari að dæma en haldið var í
upphafi enda áttu flestir von á
því að Króatar ynnu öruggan
sigur. Annað kom á daginn því
Argentína sigraði í leiknum með
einu marki og eru þetta
óvæntustu úrslit á mótinu fram
til þessa. -JKS
Patrekur Jóhannesson geröi sjö mörk, öll í fyrri hálfleik og var besti maöur
íslenska liðsins gegn Grænlendingum í gærkvöld. Paö er gleöiefni aö sjá
Patrek ná sér á strik aö nýju. DV-mynd Hilmar Þór
Einar Örn Jónsson:
Kannski ekki
alveg á tánum
„Við vorum kannski ekki alveg
eins á tánum i þessum leik og gegn
Áströlum í fyrrakvöld. Viö ætluð-
um að gera of mikið í hverri sókn
en þetta haíðist að lokum og ég var
aldrei hræddur um að við myndum
ekki hafa þetta af á endanum.
Vissulega hefðum viö getað gert
betur en þetta var allt annað lið en
það ástralska. Grænlendingar
kunna ýmislegt fyrir sér og vita ná-
kvæmlega um hvað þetta snýst.
Þeir hafa innanborðs kröftuga og
sterka leikmenn og eru góðir hand-
boltamenn. Ég hef trú á því að þeir
fari upp úr riðlinum sem fjóröa lið,”
sagði Éinar Örn Jónsson landsliðs-
maður í samtali við DV eftir leikinn
við Grænlendinga í gærkvöld.
-Að hvaða leyti var ykkar leik-
ur öðruvfsi en leikurinn við Ástr-
ala?
„Fyrsti leikurinn var við Ástrala
og við vissum ekki mikið um þeirra
styrk og mættum mjög einbeittir í
leikinn við þá og keyröum gjörsam-
lega yfir þá. Fyrir leikinn við Græn-
lendinga vissum við betur út í hvað
við vorum að fara og vorum ekki
eins einbeittir allan timann. Svona
þróast oft leikimir gegn lakari þjóð-
um en það var gott að við náðum að
hífa sigurinn upp í 13 mörk. - Leik-
urinn viö Portúgala leggst vel í mig
og ég sé fyrir mér sigur. Við leikum
ekkert á miðvikudag og skoðum þá
portúgalska liðið. Við höfum leikið
við þá áður og vitum hvað þeir geta.
Það er pressa á þeim á heimavelii
en við ætlum okkur sigur í riðlin-
um. Fyrst þurfum við að leggja
Portúgala en við unnum þá síðast á
HM i Frakklandi og ég hef fuila trú
á því að við gerum það aftur á
fimmtudaginn,” sagði Einar Örn
Jónsson.
Skvlduverkefni lokið
- þrettán marka sigur á nágrönnum okkar frá Grænlandi
íslenska landsliðið í handknatt-
leik þurfti að hafa talsvert meira
fyrir hlutunum gegn Grænlending-
um en gegn Áströlum í Viseu í
gærkvöld. íslenska liðið vann ná-
granna okkar frá Grænlandi,
30-17, eftir að staðan í hálfleik var
16-8.
Mótspyman sem íslendingar
fengru var talsverð á köflum en sig-
ur íslendinga var samt aldrei í
hættu en Grænlendingar sýndu þó
að þeir kunna ýmislegt fyrir sér þó
að þeir eigi enn þá nokkuð í land.
íslenska liðið þurfti ekki á neinum
stórleik að halda til knýja fram sig-
ur en á köflum var óðagotið þvílíkt
að það var eins og liðið ætlaði að
skora tvö mörk í sömu sókninni.
Engu að síður náði liðið að sýna á
köflum ágætan leik en þess á milli
datt hann niður í meðalmennsk-
una. Það er eflaust erfitt að halda
einbeitingunni gegn tveimur slök-
um þjóðum í röð en að þessum
leikjum loknum má segja að alvar-
an hefjist fyrir alvöru. Á
fimmtudag mæta íslendingar liði
heimamanna í Portúgal og er beð-
ið eftir þeim leik með töluverðri
eftirvæntingu. íslenska liðið virk-
aði eins og vel smurð vél framan af
fyrri hálfleik og enginn lék betur á
þeim kafla en Patrekur Jóhannes-
son sem gerði þá fimm mörk í röð.
Ólafur náöi sér ekki á strik
Liðið virkaði frískt en á sama
tíma náði Ólafúr Stefánsson sér
ekki á strik og var alls ekki sjálf-
um sér líkur. Þegar á leið á hálf-
leikinn dró töluvert úr krafti ís-
lenska liðsins en Grænlendingar
vont samt alltaf langt undan.
í síðari hálfleik hélst leikurinn í
jafnvægi og það var ekki fyrr en á
lokaspretti hans sem íslenska liðið
breikkaði enn frekar bilið og
tryggði sér að lokum 13 marka sig-
ur sem verður að teljast ásættan-
legt gegn þessu grænlenska liði.
Guðmundur Guðmundsson lands-
liðsþjálfari var með miklar manna-
breytingar í leiknum og dreifði
álaginu jafnt á leikmenn. Það verð-
ur því ekki sagt annað en
lykilmenn liðsins mæti óþreyttir
til leiksins við Portúgala á fimmtu-
dag.
Patrekur gleöiefni
Það er gleöiefhi að sjá að Patrek-
ur Jóhannesson finnur sig á ný eft-
ir meiðslin sem hafa plagað hann.
Hann átti ágætis leik og var gaman
að sjá einstaklingsframtak hans í
fyrri hálfleiknum. Gústaf Bjama-
son komst einnig vel frá sínu. Rún-
ar Sigtryggsson og Sigfús Sigurðs-
son unnu vel saman í vörninni á
köflum en vömin átti oft í erfið-
leikum með að stöðva Jakob
Larsen, skyttu Grænlendinga, en
hann gerði stóran hluta marka
liðsins í leiknum.
Vissu verkefni er lokið í keppn-
inni en það vissu allir að leikirnir
við Ástrala og Grænlendinga yrðu
öðruvísi en aðrir en á fimmtudag
mun reyna fyrst á styrk íslensla
liðsins í keppninni. Sá leikur verð-
•ur f öllu falli erfiður enda Portú-
galar vel studdir af heimamönnum
-JKS