Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Side 40
5» * > FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz® Loforð er loforð MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 2003 PAni BESTUR Patrekur Jóhannesson var besti leikmaður íslenska landsliðsins gegn Grænlendingum í öðrum leik okkar manna á HM í handbolta. Hann skoraði sjö mörk í leiknum. ísland vann með þrettán marka mun (30-17). En þrátt fyrir töluverða yfirburði var leikur íslenska liðsins ekki sannfærandi á köflum og spilaði það undir getu. Þetta var enginn „glansleikur", svo notuð séu orð Guðmundar Guðmundssonar landsliðs- þjálfara. Guðmundur segist vera feginn að leikirnir við Ástrala og Grænlendinga skuli vera að baki. Næsta verkefni er leikurinn við Portúgala á morgun, fimmtudag. Ljóst er að íslenska liðið verður að spila betur en það gerði í gær til að leggja Portúgala að velli. Dómtúlka þarf í æ fleiri sakamálum Útlit og framkvæmd allnokkurs hluta sakamála er greinilega að breytast á íslandi. Þegar mánudag- urinn rann upp var sami héraðs- dómari í Reykjavík skráður með fjögur sakamál sem hann tók fyrir í röð sem ekki er í frásögur færandi. Hins vegar þurfti dómtúlka í þrem- ur málanna, þar sem sakborning- amir tala ekki íslensku, en í því fjórða og síðasta var hinn ákærði einnig af erlendu bergi brotinn en talar íslensku. Málin eru hins vegar mismunandi - stórt fikniefnamál, rán, hnífstunga og árás á lögreglu- mann. Fyrir ekki mjög mörgum árum hefði veriö nánast útilokað að þessi staða hefði komið upp. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að það „hafi greini- lega stóraukist" að túlka þurfi til við yfirheyrslur lögreglu vegna er- lends fólks. í fyrsta héraðsdómsmálinu á mánudag kom Þjóðverji fyrir dóm- inn, ákærður fyrir innflutning á hálfu öðru kílói af kókaíni í októ- ber. Hann hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því hann var handtekinn og er því einn þeirra sem bæst hafa í að því er virðist stöðugt stækkandi hóp erlendra afbrotamanna á Litla- Hrauni. Hann talar litla sem enga íslensku og því þurfti þýskur dóm- túlkur að mæta. í öðru málinu var tekið fyrir ann- að mál sem ríkissaksóknari höfðar en þá þurfti dómtúlk sem kann ví- etnömsku. í því er piltur ákærður fyrir að stinga pilt frá sama upp- runalandi en atburðurinn átti sér stað við knattspymuvöll Fram við Safamýri í sumar. I þriðja sakamáli dómarans, sem rikissáksóknari sækir einnig, þurfti líka að fá túlk. Þar eru tveir ungir menn, fæddir árið 1974 og ‘76, ákærðir fyrir rán. Dómtúlkur sem kann arabísku var kvaddur til að túlka fyrir ungu mennina sem er gefið að sök að hafa slegið mann í hnakkann og rænt hann seðlaveski. Fjórða sakamálið er svo gegn 17 ára pilti sem á ættir að rekja til Karíbahafsins en hefur síðustu ár verið búsettur á Vestfjörðum. Hann er ákærður fyrir svokallað brot gegn valdstjóminni með því að ráð- ast að lögreglumanni frá ísafirði og skalla hann í höfuöið. -Ótt DV-MYND GVA Fyrsti túlkurinn af þremur á mánudag Matthías Frímannsson, til hægri, mætti til að túika fyrir þýskan mann sem skýldi sér á bak viö trefil. Stuttu síðar kom fyrir dóminn í öðru máli túlkur fyr- ir tvo arabíska sakborninga en í þriöja málinu kom túlkur sem þýddi fyrir sak- borning á víetnömsku. í fjörða málinu var sakborningur frá Karíbahafinu. GABRIEL HÖGGDEYFAR hagstæð verð G^varahlutir Bfldshöffta 14 • Sími: 567-6744 Sscarpart8@centrum.is SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is UTSALA 40% afsláttur HM I HANDBOLTA DV-SPORT BLS. 33-36 Sportvörugerðin hf. Skipholti 5, s. 562-8383 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRAUÐ / / / / / / / / / / / / / / !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.