Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Qupperneq 14
14
Menning
Æskuár stórskálds
Halldór Laxness og Auöur kona hans
Áberandi er hversu Halldór sýnist roskinn oggjarnan alvarlegur á
myndum frá unglingsárunum og fram undir þrítugt. Þegar hann er oró-
inn gamall geislar hins vegar lífsgleöin af hverri mynd.
Bókin Halldór
Laxness - Lif í
skáldskap kom út í
lok afmælisárs
skáldsins. Þar rekur
útgefandi hans hin
seinni ár, Ólafur
Ragnarsson, kynni
sín af skáldinu og
samræður þeirra
um æsku Halldórs, skáldskap og
margt fleira. Höfundur kallar bókina
sjálfur „fléttubók" og lýsir það henni
vel. Henni er ekki ætlað að vera ævi-
saga Halldórs eða samtalsbók en er
sambland hvors tveggja. Einkum fjall-
ar hún um æsku skáldsins og Ólafur
boðar framhald í formála.
Ólafur kynntist Halldóri Laxness
þegar skáldið var 82 ára. Síðan hittust
þeir reglulega næstu ár og samræður
þeirra frá þessum seinustu árum
áður en heilsu Halldórs tók að hraka
mynda grunn bókarinnar. Ólafur
spyr Halldór um æsku hans, fyrstu
skáldverk, vinnubrögð og fleira for-
vitnilegt, og þó að skáldið sé sjálfu sér
likt, gjarnan með ólíkindalæti og tali
iðulega um sjálfan sig ungan í þriðju
persónu þá er hann líka stundum
bláttáfram og hversdagslegri en við
höfum átt að venjast.
Inn í þetta íléttar Ólafur köflum úr
birtum verkum Halldórs Laxness og
ýmsum gögnum sem hafa komið í
dagsljósið hin seinni ár, til dæmis
bréfum hans til vina og kunningja. Sérdeilis
vel heppnast þetta þegar hann birtir hlið við
hlið tvær frásagnir Halldórs af ferð sinni til
Danmerkur, annars vegar úr einkabréfi til
móðurinnar og hins vegar heldur skáldlegri
frásögn úr minningabókinni Úngur ég var sem
kom út næstum 60 árum seinna.
Ólafur fjallar mikið um bemsku skáldsins
og hvemig höfundarferiU hans hefst. Gerir
hann afar skýra grein fyrir fyrstu skrifum
Halldórs sem komu á prent, skýrari en ég hef
séð annarstaðar. Þar að auki birtir hann í bók-
arlok yfirlit um fyrstu prentuðu skrif Halldórs.
Flest vom þau undir nafni en á þessum árum
skrifaði Halldór líka undir dulnefninu Snær
svinni.
Miðað við bækur Peters Hallbergs er meiri
áhersla á hið hversdagslega og efnislega. Marg-
ir jarðbundnir lesendur sem hafa lesið um tið-
ar ferðir Haildórs til útlanda hafa furðað sig á
því hvemig maðurinn hefði efni á þessu - fyr-
ir daga skáldalauna. í þessari frásögn fæst
nokkur innsýn í það. Um leið kemur fram að
Halldór vann seinast hefðbundna launavinnu
sem móttökusfjóri hjá útvarpinu og
er lýsing hans á því starfi kostuleg.
Sérstaka athygli vekja allar upplýs-
ingar um vinnubrögð Halldórs. í ein-
um áhugaverðasta kafla bókarinnar
er lýst „nótissuheftum" hans og
hvernig hugmyndirnar þróast
stöðugt og krauma jafnvel áratugum
saman, áður en þær rata sumar í
bækur. En einnig kemur fram að
þrátt fyrir staðfasta ætlun Halldórs
að verða stórskáld vafðist söguefhið
iðulega fyrir honum og honum lá
jafnvel við uppgjöf. Um leið er rakin
rækilega hin misheppnaða tilraun
hans til að verða kvikmyndaskáld í
Hollywood. Þær ráðagerðir litu ótrú-
lega vel út um hríð en samt varð
aldrei neitt úr neinu og réðu því lög-
mál efnahagslífsins.
Ólafur ætlar sér ekki að vera gagn-
rýninn ævisagnaritari og er það ekki.
Hann er aðdáandi skáldsins en eigi
að síður er mynd hans af Halldóri
mannleg og jarðbundin. Halldór er
vissulega snillingur en sú snilli er
ekkert yfirskilvitleg heldur afrakstur
ögunar, einbeitni, vinnusemi og
stundum hjálpsemi náungans. Að
hluta til er sú mynd sótt til Halldórs
sjálfs sem var ævinlega mjög írónísk-
ur og hafði mikla íróníska fjarlægð á
eigin æsku þegar þeir Ólafur kynnt-
ust.
Mjög hefur verið vandað til útlits
bókarinnar, kápan er glæsileg og í
henni fjórar myndaarkir með vel
völdum myndum. Um helmingur
þeirra er frá efri árum skáldsins en hinar frá
ævinni ailri. Áberandi er hversu Halldór sýn-
ist roskinn og gjaman alvarlegur á unglingsár-
unum og fram undir þrítugt. Þegar hann er
orðinn gamall geislar hins vegar lífsgleðin af
hverri mynd, eins og kemur líka glöggt fram í
frásögn Ólafs af samræðum þeirra.
Ármann Jakobsson
Ólafur Ragnarsson: Halldór Laxness - Líf í skáld-
skap. Vaka-Helgafell 2002.
Yfir til þín, Reykjavík
Listahátíðin Circuit í Barcelona hefst 7. febrúar og er að þessu sinni helguð Reykjavík
Listahátíðin Circuit í Barcelona verður
haldin í sjöunda sinn 7.-9. febrúar og að
þessu sinni undir heitinu „It’s up to Reykja-
vik“. Þar er ætlunin að fjalla um fatahönn-
un, tónlist, kvikmyndagerð, myndlist og
annað sem gerir Reykjavík að menningar-
borg. 24 listamenn frá íslandi fara til
Barcelona, Gabríela Friðriksdóttir, Ásmund-
ur Ásmundsson, Magnús Jónsson, Steinunn
Sigurðardóttir, Hrafnhildur Hólmgeirsdótt-
ir, Ásgrímur Már Friðriksson, Þuríður Sig-
urþórsdóttir, Hugrún Ámadóttir, hijóm-
sveitimar Gusgus og Trabant og DJ Þór
(Þórhallur Skúlason). Einnig verða verk eft-
ir Finnboga Pétursson og Halldóru Emils-
dóttur á sýningunni.
Circuit hefur verið haldin tvisvar á ári
síðan árið 2000 og er hver hátíð tileinkuð
einu landi. Sú síðasta var tileinkuð Portúgal
og voru þortúgalskir og spænskir listamenn
og hönnuðir saman með sýningar í þá þrjá
daga sem hátíðin stóð.
Upphafsmaður Circuit er Paulinha Rio
... mannsgaman
Gabríela Friðriksdóttir og Ásmundur Ásmundsson
Þau taka bæöi þátt í listahátíðinni Circuit í
Barcelona.
sem er þekktur fatahönnuður á Spáni. Yfir-
skrift hátíðarinnar er „tíska, list, tónlist“ og
brýtur Circuit upp gamlar hefðir í listtján-
ingu og fatahönnun en stór hluti hátíðarinn-
ar er tískutengdur. Á síðustu hátíð vora tíu
tískusýningar ásamt innsetningum, listsýn-
ingum, tónleikum, danssýningum og öðrum
uppákomum.
Circuit hefur notið mikillar athygli á
Spáni og fylgjast um 300 innlendir og erlend-
ir fjölmiðlamenn með hátíðinni sem þykir
einkar glæsileg og fagmannlega unnin.
Circuit er haldin á sama tíma á vorin og
Gaudí-tískusýningin sem er ein sú stærsta í
heimi. Undanfarin ár hafa Circuit og Gaudí
átt góða samvinnu og eru sölusýningar frá
báðum aðilum undir sama þaki. Þetta hefur
opnað dyr fyrir fjölmarga tískuhönnuði sem
hafa gert góða samninga að listahátíðinni
lokinni.
Þeir sem hafa lagt Circuit og íslensku
listamönnunum lið eru Höfuðborgarstofa,
menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar,
iðnaðarráöuneytið, menntamálaráðuneytið
og Flugleiðir.
Þeir sem skipuleggja hátíðina frá Reykja-
vík era Hólmfríöur Ólafsdóttir og Ánna
María McCrann.
Nánari upplýsingar fást i síma 868-1851 og
699-0005, www.circuitonline.net
Sofið hjá svartri konu
Það er nokkur kúnst að sitja í flugvél.
Fyrir það fyrsta eru sætin vélanna gerð fyr-
ir einhverja venjulega stærð af fólki og fari
það að lengd og sverleika yfir þau mörk verð-
ur auðskiljanlegt af hverju sardínur liggja
dauðar í dós.
Þrengslin. Mikil ósköp. Ofboðsleg þrengslin.
Sat þetta sinn í sæti 21f. Einn á ferðalagi og
þó alls ekki einn; við hlið mér svört kona og
frönsk og álíka breið og ég er langur. Strítt hár
hennar lék við axlir mínar og handleggur all-
ur og barmur eins og til að þrýsta mér út í
glugga og vegg. Þama sat ég og reyndi að
borða ommilettu og baunir með hendur mínar
i læstri stöðu langferöar. Hnén keyrð inn í
næsta stólbak, fætur sveittir og sinadráttur í
kálfum. Sumsé líf manns í þrengsta skilningi.
Svo sofnaði konan. Og svaf hjá mér blíðlega.
Höfuö hennar þétt upp að mínu og svo nærri
að ég varð smám saman hluti af svefhi henn-
ar. Hefði í reynd þurft að pissa en því varð
ekki við komið. Ekki í bráð.
Við vöknuðum bæði í skýjunum yfir París.
Hjólin að teygja úr sér undir skrokki vélarinn-
ar og einhvern veginn fannst mér sem ég
þyrfti að teygja úr mér líka. En það var ekki
hægt. Ekki um stund.
Þegar hún stóð upp úr sæti 21e fannst mér
líf mitt stækka, ekki ósvipað því þegar loftpúði
springur út undan þrýstingi. Ég var ekki leng-
ur marineraður farþegi. Ég var aftur oröinn að
manni.
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
DV
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Aukasýning á
Dýrlingagenginu
Vegna mikillar eftirspumar verður auka-
sýning á Dýrlingagenginu (bash!) eftir Neil
LaBute í kvöld kl. 20 í Listasafni Reykjavík-
ur - Hafnarhúsi. Sýning EGG-leikhússins
hefur vakið athygli og umtal og gefst leik-
húsáhugafólki nú enn eitt tækifærið til að
sjá þetta miskunnarlausa verk í óvenjulegri
uppfærslu. Þorir umsjónarmaður menning-
arsíðu að garantera að það gleymist ekki í
bráð.
í sýningunni era sagðar þrjár sögur -
þrír harmleikir úr nútímanum. Leikendur
eru Bjöm Hlynur Haraldsson, Þórunn E.
Clausen, Agnar Jón Egilsson og Ragnheiður
Skúladóttir og leikstjóri er Viðar Eggerts-
son.
Hvað ertu tónlist?
Við minnum á
kynningarkvöld nám-
skeiðs Jónasar Ingi-
mundarsonar í kvöld
kl. 20 í Salnum í Kópa-
vogi. Aðgangur er
ókeypis og allir vel-
komnir meðan hús-
rúm leyfír.
Haustið 2001 hófst í
Salnum námskeiðið
„Hvað ertu tónlist?" í umsjón Jónasar og í
samstarfl Endurmenntunar Háskóla ís-
lands, Salarins og Kópavogsbæjar. Nám-
skeiðið var afar fjölsótt og mikil ánægja
meðal þátttakenda. Þar leiddi Jónas áheyr-
endur inn í undraheim tónlistarinnar með
lifandi tóndæmum úr ýmsum meistaraverk-
um tónlistarsögunnar, innlendum sem er-
lendum, og lokkaði viðstadda til meðvitaðr-
ar hlustunar.
Nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju
vegna fjölda áskorana. Námskeiðið hefst
formlega mánudagskvöldið 10. febrúar kl.
20 og verður alls fjögur kvöld auk kynning-
arkvöldsins. Það fer fram í Salnum og er í
senn byrjun og framhald og hentar öllum.
Skráning fer fram á heimasíðunni
www.endurmenntun.is eða í síma 525 4444.
Einnig má skrá sig í kvöld í Salnum.
Mozarttónleikar
í dag á Wolfgang
Amadeus Mozart af-
mæli og af því tilefni
verða haldnir afmæl-
istónleikar á Kjar-
valsstöðum í kvöld kl.
20. Þar leika Laufey
Sigurðardóttir, Þór-
unn Ósk Marínósdótt-
ir, Sigurður Bjarki
Gunnarsson og Éinar
Jóhannesson Dúó fyrir fiðlu og víólu, tvo
bemskukvartetta og Klarínettukvintett-
inn eftir meistarann, auk þess sem Þor-
steinn Gylfason heimspekiprófessor
spjaUar um ýmislegt viðkomandi tón-
skáldinu.
Söngnámskeið
Nú era að hefjast
söngnámskeið í
söngstúdíói Ingveld-
ar Ýrar söngkonu
sem bæði era ætluð
byxjendum og lengra
komnum. Kennd er
öndun, líkamsstaða,
raddbeiting og
sönglög af ýmsu tagi.
Einnig eru kennd
grunnatriði í tónheym og nótnalestri.
Námskeiðin era ætluð fólki á öllum aldri
og eru tilvalin fyrir þá sem vilja góða
undirstöðu i söng og raddbeitingu og
einnig fyrir þá sem vilja halda sér við.
Kennt er í litlum hópum og einkatímum.
Upplýsingar og skráning í sima 898
0108 og á heimasíðunni songstudio.ehf.is.
-SER