Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Qupperneq 17
16 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 41' DV Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoftarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Breytt Bandaríki Þau kaflaskil hafa orðið í sögu banda- rísku þjóðarinnar að fólk af spænskum uppruna er orðið fjölmennara en blökkumenn í landinu. Svart fólk hefur þar með misst stöðu sína sem stærsti minnihlutahópurinn í landinu og það eru talsverð tíðindi í Vesturheimi, enda er saga Bandaríkjanna að miklum hluta magnþrungnar lýsingar á baráttu svartra íbúa landsins fyrir réttindum sinum. Þáttur spænskumælandi fólks í sögu landsins hefur allt fram til þessa verið langtum veigaminni. í nýrri skýrslu bandarísku manntalsskrifstofunnar seg- ir að ástæðan fyrir þessum skiptum sé giska einfold: fólk af spænsku bergi brotið eignist fleiri börn en blökkumenn og hvítir og reyni allra manna ákafast að flytjast til fyrir- heitna landsins. Frá 2000 til 2001 fjölgaði fólki af spænsk- um uppruna um 4,7 prósent í landinu en blökkumönnum um 1,5 prósent. Þeir fyrrnefndu eru fyrir bragðið orðnir tæplega milljón fleiri en blökkumennimir, eða 37 milljón- ir á móti 36,2 milljónum. Bandaríkjamenn af spænskum ættum eru nú 13 prósent af þjóð sinni en blökkumenn 12,7 prósent. „Þetta eru tákn- ræn kaflaskil í sögu landsins,“ segir Roberto Suro, fram- kvæmdastjóri miðstöðvar fyrir spænskættaða íbúa lands- ins, í viðtali við breska blaðið The Guardian á fimmtudag. „Þetta breytir sjálfsímynd þjóðarinnar,“ segir Suro og tel- ur að þróunin hafi veruleg áhrif á samfélagið. „Ef menn horfa á heiminn í svörtu og hvítu þá er það ekki lengur rétt lýsing á Bandaríkjunum.“ Suro telur að þegar fram líði stundir muni þróunin á samsetningu bandarísku þjóðarinnar breyta að miklu leyti umfjöllun manna um kynþáttahyggju og stjórnmál. Umræðan um kynþætti verði að öllum líkindum ekki jafn einlit og hún hafi oft á tíðum verið í síðari tíma sögu landsins og þar fyrir utan sé fullljóst að hlutfall hvitra íbúa landsins fari minnkandi á næstu árum sem þýði í reynd að pólitíkusar þurfi i auknum mæli að höfða til kjósenda og af öðrum litarhætti en hvitum og svörtum. Ríflega helmingur allra spænskættaðra ibúa Bandaríkj- anna hefur komið sér fyrir i Kaliforníu, Texas og New York-riki. Ef fjöldi þessa fólks er lagður saman við fjölda blökkumanna í ríkjum landsins kemur í ljós að hvítir Am- erikanar eru komnir í minnihluta i Kaliforniu og Nýja Mexíkó og eru enn aðeins lítill meirihluti i Texas. Og hér er vert að muna eftir einni staðreynd: þessi riki sem hér eru nefnd geyma þriðjung þeirra atkvæða sem þarf að ná til í kosningum um forseta landsins. í athyglisverðri grein The Guardian um þessa þróun segir að 80 prósent svartra kjósenda i landinu hafi stutt A1 Gore, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosn- ingunum árið 2000. Þá er einnig vakin athygli á þvi að tveir þriðju hlutar spænskættaðra ibúa landsins hafi stutt demókrata þegar kosið var til Bandaríkjaþings á síðasta hausti. Þetta eru sláandi tölur og tala vissulega sínu máli. Og þær hljóta með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál á næstu árum. Ron Walters, prófessor i stjómmálafræði við Háskólann i Maryland, segir i samtali við Washington Post að það muni velta á samstöðu spænska hluta þjóðarinnar hvem- ig honum muni takast að breyta gerðum stjómmála- manna. Hópur þessa fólks sé fjölbreyttur; allt frá forríkum Kúbverjum á Flórída til fátækra Mexíkóa sem stolist hafi yfir landamærin. Hvað sem þessum orðum líður er nú komin fram ný stærð i Bandaríkjunum. Og aðrar gamal- kunnar stærðir em ekki lengur jafn sjálfsagðar. Sigmundur Ernir MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 Kjallari DV Skoðun Söfnunarkassar og spilafikn „Það er liklega enginn sem hefur meiri hagsmuni af því að koma í veg jyrir misnotkun á söfnunarkössum en ÍSK og samtökin sem standa að þeim. “ farið eftir reglum ÍSK um aldurstak- markanir. Bannað er að greiða út vinninga til fólks yngra en 18 ára og árið 2001 hækkuðu ÍSK aldurstak- mark í söfnunarkassa sína einhliða i 18 ár þrátt fyrir að í lögum séu það 16 ár. Engin aldurstakmörk eru hjá sambærilegum aðilum eins og Lengjunni, Lottóinu og skafmiða- happdrættum. Ný könnun sem Gallup hefur gert sýnir að þessar aðgerðir hafa skilað verulegum árangri. í henni kemur meðal annars fram að meira en helmingur 10. bekkinga hefur aldrei spilað í söfnunarkassa og aðeins einn af hverjum fimm hefur spilað einhvern tíma á síðustu sex mánuð- um. Helstu niðurstöður Rúmlega helmingur 10. bekkinga hefur aldrei spilað í söfnunarkassa. Tæp 70% þeirra sem hafa spilað gera það sjaidnar en einu sinni í mánuði. 18,5% af þeim sem hafa spilað gerðu það síðast fyrir meira en ári. Um 35% þeirra sem hafa spilað gerðu það fyrst með foreldrum, for- ráðamönnum eða öðrum fullorðnum. 10. bekkingum sem spila einu sinni í mánuði eða oftar hefur fækkað um helming á síðustu tveimur árum. Það er líklega enginn sem hefur meiri hagsmuni af því að koma í veg fyrir misnotkun á söfnunarkössum en ÍSK og samtökin sem standa aö þeim. Það er skoðun okkar sem stöndum að Rauða krossinum, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og SÁÁ að málflutningur Ögmundar Jónassonar hjálpi okkur ekki að ráðast að rótum þess vanda sem leiðir fólk út í spilafíkn. Hann hefur ekki einkarétt á samúð. Á undanfornum árum hefur með- vitund um spilafíkn orðið meiri í samfélaginu. Þetta er að verulegu leyti að þakka starfi þessara þriggja félaga og íslenskra söfnunarkassa, sameignarfélags þeirra, sem hefur rekstur söfnunarkassanna með höndum. Stefna ÍSK er að koma í veg fyrir misnotkun á söfnunarkössunum, leggja sig fram um að bjóða upp á aðstoð vegna vandamála sem leiða til slíkrar misnotkunar og skapa meðvitund í samfélaginu um þau vandamál. Meöferö og námskeið Félögin hafa unnið markvisst að því að framfylgja þessari stefnu. Þau hafa kostað gerð vandaðra rann- sókna á spilahegðun íslendinga sem hafa lagt grunninn að skynsamlegri umræðu um vandamálið meðal al- mennings og sérfræðinga. Þau reka hjálparlínu í samvinnu við SÁÁ þar sem fólki er meðal annars hjálpað að komast í samband við ráðgjafa. Félögin reka í samvinnu við Happ- drætti Háskóla íslands vefmn spilafikn.is með ítarlegum upplýs- ingum um vandamálið. Félögin hafa frá upphafi styrkt þá aðila sem hafa boðið upp á meðferð við spilafíkn. Þau hafa kostað komu erlendra sérfræðinga um vandamál- ið til landsins og kostað ferðir með- ferðarfulltrúa Landspítala háskóla- sjúkrahúss og SÁÁ á námskeið er- lendis. Þau hafa einnig staðið að námskeiðum fyrir meðferðaraðila undir stjóm bandarískra sérfræð- inga. Félögin hafa i samvinnu við HHÍ framleitt bækling sem er hafð- ur við alla söfnunarkassa og þess má geta að félögin styrktu gerð heimildarmyndar um spilaflkn sem var sýnd i Ríkissjónvarpinu næst- síðasta sunnudag. Verulegur árangur Á síðustu árum hafa ÍSK einnig gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr aðgengi bama og unglinga að söfnunarkössum. Á síðustu átta árum hefur eftirlit með spilastöðum verið stórlega auk- ið. Settir hafa verið upp fjarstýrðir rofar fyrir staðareigendur til að þeir geti slökkt á kössum ef börn hlýða ekki fyrirmælum. Söfnunarkassar hafa verið fjarlægðir úr vissum sölutumum nálægt skólum. Einnig hafa söfhunarkassar verið fjarlægð- ir þar sem eigendur staða hafa ekki Ég tek eftir því þegar minnst er á verkalýðsfor- ingja að fiestir nefna fyrst nafn Guðmundar J. Þó höf- um við átt og eigum marga öfluga menn í laun- þegahreyfingunum en ein- hvern veginn virðist Jakinn vera mönnum minnisstæð- astur, efst í huga. Nú hefur hinn nýi aflvaki ís- lenskrar skákhreyfingar, Hrafn Jök- ulsson, ákveðið að halda alþjóðlegt skákmót til heiðurs minningu Guð- mundar J. Guðmundssonar og er það vel til fundið. Hugmyndin er að mót- ið veröi atskákmót, þ.e. umhugsun- artími um 30 mínútur á skák, og verði teflt í Borgarleikhúsinu 3.-5. mars nk. Hér verða engir aukvisar á ferð, líklega allir íslensku stórmeistararn- ir og fjöldi erlendra meistara með búlgarska stórmeistarann Topalov, fjórða sterkasta skákmeistara heims í dag, 2743 stig, í fararbroddi. Kimna meistara aðra má nefna Adams, Shirov og Lautier. Aðalatriðið er þó í mínum huga að mótið verður opið öllum. Þarna gefst öllum tækifæri til að vera með og mundi það mjög vera í anda Guðmundar J. sjálfs. Óvenjulegur forystumaöur. Guðmundur J. var á margan hátt óvenjulegur maður. Hann vax vaxinn upp úr lífi alþýðunnar í Reykjavík, hafði unnið flest störf til lands og Þaö er rangt sem Ög- mundur Jónasson segir í kjallaragrein mánudaginn 20. janúar sl. að Rauöi krossinn, Slysavarna- félagið Landsbjörg og SÁÁ „geri út á sjúkt fólk í fjáröflunarskyni“. „Guðmundur J. lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Ahugasvið hans var breitt. Hann var snarpur skákmaður og stóð fyrir því um árabil að Dagsbrún sendi skáksveit í deildakeppnir. “ sjávar og hafði lifandi skilning á hinu hðandi og stríðandi lífi almennings. Hann hafði gríðarlega yfírsýn yfir menn og málefni og ótnilega hæfi- leika til þess að lægja öldur þegar þær risu hæst og bera sáttarorð milli manna. hann var einn helsti verka- lýðsforingi landsins í áratugi, formað- ur Dagsbrúnar og Verkamannasam- bandsins, alþingismaður og borgar- fulltrúi. Minnisstæðust er mér seta hans og áhrif í stjóm Reykjavíkur- hafnar en þar var hann á heimavelli, þekkti hafnarkarlana og gekk um hafnarsvæðið nær daglega. Hrein og óhögguð minning Guðmundur J. hafði mikið vald á íslenskri tungu og orðaval hans og frásagnarmáti var með sérstökum og áhrifaríkum hætti. Bla þótti mér vin- ir hans í Alþýðubandalaginu reynast honum þegar tilhæfulausar og ósanngjamar árásir voru gerðar á hann í tengslum við Hafskipsmálið og för hans sér til heilsubótar til út- landa. Þá hjó sá er hlífa skyldi. Ég held að margir hafi orðið sér til minnkunar í því máli en minning Guómundar stendur hrein og óhögguð eftir þótt þetta mál hafi orð- ið honum erfitt meðan á stóð. Þegar rykið sem þyrlað var upp fór að setj- ast sáu menn hversu ómaklega hafði verið veist að einum fremsta verka- lýðsforingja og einum öflugasta bar- áttumanni alþýðunnar í landinu. Áhugamaður um skák. Guðmundur J. lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Áhugasvið hans var breitt. Hann var snarpur skákmaður og stóð fyrir þvi um ára- bil að Dagsbrún sendi skáksveit í deildakeppnir. Þar voru þá með hon- um vinir hans Sturla Pétursson og Benóný Benediktsson og margir fleiri. Gaman var að hlusta á Guðmund segja frá samskiptum sínum við Ben- óný. Benóný var mjög sérstakur maður og Guðmundi var mjög hlýtt til hans og bar fyrir honum mikla virðingu. Við sem þekktum Guð- mund J. og unnum skák hljótum að þakka Hrafni Jökulssyni þetta fram- tak hans. Mér þykir vænt um að skákmenn skuli halda minningu þessa merka manns á lofti á þennan hátt. Kristbjörn Óii Guðmundsson stjórnarformaður ísl. söfnunarkassa og framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar I minningu Jakans Sandkom Staðið undir nafiii? „Hvar eru Stuðmenn?" spurði út- varpskonan góða Andrea Jónsdóttir hissa og næstum því hneyksluð, þeg- ar hún hafði lokið við að kynna til- nefningar í tilteknum flokki á ís- lensku tónlistarverðlaununum á dögunum - en tók um leið fram að hún ætlaði sér nú ekki að gera neinn ágreining þarna í pontunni. Öðru máli gegndi hins vegar um þá félaga Einar Öm Benediktsson og Sjón. Þeir tóku við verðlaunum fyrir hönd hljómsveitarinnar Sigur Rósar, og notuðu tækifærið til aö gagnrýna Ummæli Ekki gjaldþrota „Sverrir Hermannsson, formaður frjálslynda flokksins, hefur ítrekað fullyrt, innan þings og utan, að Is- lensk erfðagreining sé gjaldþrota. (Það er út af fyrir sig guðsþakkar- vert að maður sem notar þetta hug- tak um fyrirtæki sem er með já- kvætt eigið fé uppá meira en 100 milijónir Bandaríkjadala skuli ekki lengur vera bankastjóri.)" Páll Magnússon, upplýsingafulltrúi íslenskrar erföagreiningar, I grein í Morgunblaöinu. Spennandi tímar Bsækja á Samfylking- una í kosningunum 10. mai n.k. munu þeir augljóslega leggja áherslu að ná til þeirra 45% fylgjenda Samfylkingarinnar sem eru andvigir Kárahnúkavirkjun. Þótt flestum sé ljóst að allar meginákvarðanir varð- andi virkjunina hafi þegar verið sandkorn@dv.is Kárahnjúkavirkjun! Fátítt er að ein- staklingar, sem taka við verðlaunum fyrir hönd fjarstaddra listamanna, láti ekki nægja að þakka fyrir held- ur nýti sér sviðsljósið til ræðuhalda af þessu tagi. Ósagt skal látið hvort þeir stóðu undir nafni sem fulltrúar útgáfufélagsins Smekkleysu, enda málsbæturnar þær aö einhverjir for- sprakka Sigur Rósar eru yfirlýstir andstæðingar virkjunarinnar. Hitt hefði kannski verið smekklegra, ekki síst í ljósi þess að hvorki plata sveitarinnar né lögin á henni heita neitt, að segja einfaldlega ekki eitt aukatekið orð ... teknar, þá er jafnljóst að afstaða flokka og manna til málsins mun hafa áhrif á niðurstöður kosning- anna í vor. [...] Einungis fjórðungur landsmanna vilja sækja um aðild að ESB. Af fylgismönnum Samfýlkingar- innar vilja 45% sækja um aðild, 32% eru á móti og 23 % eru óákveðnir. Ef Samfylkingin er enn þeirrar skoðun- ar að þetta verði stærsta mál kom- andi kosninga og sóknarfæri þeirra, ætti hún að athuga málið betur. Meiri líkur eru á að þeir fæli frá sér kjósendur en hitt með afstöðu sinni. Já, það er ekki ofsögum sagt að framundan eru spennandi tímar í stjómmálum á íslandi." Ásta Möller á vef sínum. Heit fyrir Einari „Fyrst var utandagskrárumræða um efnahagslegar mótvægisaðgerðir vegna virkjanamála. Umræðan var dauf. Það var helst að Einar K. Guðfmnsson hleypti blóðinu aðeins af stað.“ Siv Friöleifsdóttir í dagbók sinni á Netinu. / Alið og landsbyggðin Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs Kjallarí_________________ Það hefur verið sagt um okkur íslendinga að þeg- ar við komumst í feitt kunnum við okkur ekki magamál. Sú er því miður raunin ef ráðast á í hart- nær tvö hundruð milljarða fjárfestingu, á einum stað, tengt einu fyrir- tæki, álverksmiðju í Reyðarfirði. Verði af stækkun Norðuráls á sama tíma með tilheyrandi virkjun- arframkvæmdum lætur nærri að fjárfest verði á örfáum árum fyrir um eina milljón á hvem íslending í áliðnaöi einum saman, til viðbótar þeim álfjárfestingum sem fyrir eru. Andhverf byggöastefna Það er mat flestra hagfræðinga sem hafa tjáð sig um þetta mál að risaframkvæmdir sem þessar muni valda gífúrlegri þenslu á Miðaustur- landi, en jafhframt munu áhrifin á Reykjavikursvæðinu í þá átt verða mikil. Öðrum landshlutum og öðr- um atvinnugreinum mun aftur á móti blæða stórum vegna hækkun- ar vaxta og hás gengis krónunnar sem framkvæmdimar munu kalla fram. Áhrifin em þegar komin í ljós. Gengi krónunnar hefur nú hækkað um 10-15% á nokkrum mánuðum og er nú mun hærra en efnahagslífinu er eðlilegt og for- sendur fjárlaga þessa árs gerðu ráð fyrir. Staðreyndin er sú að verði af þessum stórframkvæmdum munu þær hefta mjög vöxt allra annarra útflutningsgreina á framkvæmda- tímabilinu og ryðja mörgum þeirra burt. Atvinnulífið sem heild verður einhæfara en ella vegna þess að því er í raun beint í einn iðnað, ál- bræðslu, og sú þróun mun bitna hart á landsbyggðinni sem heild. Sem byggðaaðgerð getur þessi risa- framkvæmd á Miðausturlandi snú- ist í fullkomna andhverfu sína í öðr- um landshlutum. Útflutningsgreinunum blæöir Ferðaþjónustan kemur nú næst á eftir sjávarútveginum í gjaldeyris- öflun og miklar væntingar eru gerð- ar til vaxtar hennar, ekki síst á landsbyggðinni. Mun ferðaþjónust- an þola 10-20 % tekjuskerðingu auk skertrar samkeppnisstöðu um nokk- urra ára skeið vegna óeðlilegrar gengishækkunar? Munu sjávarút- vegurinn og fiskvinnslan þola millj- arða króna skerðingu á tekjum vegna hækkunar raungengis og vaxta? Við þaö mun sverfa mjög að „Ferðaþjónustan kemur nú næst á eftir sjávarútveginum í gjaldeyrisöflun og mikl- ar væntingar eru gerðar til vaxtar hennar, ekki síst á landsbyggðinni. Mun ferða- þjónustan þola 10-20% tekjuskerðingu auk skertrar samkeppnisstöðu um nokk- urra ára skeið vegna óeðlilegrar gengishækkunar?“ kjörum fiskvinnslufólks og sjó- manna. Lyfjaiðnaðurinn hefur vaxið hratt á undanfómum árum. Flyst hann úr landi vegna skertrar sam- keppnisstöðu? Útflutningur landbúnaðarafurða er liðlega 3 milljarðar á ári. Útflutn- ingsskylda sauðfjárafurða mun stór- aukast á næstu áram. Gengishækk- un krónunnar um 15% þýðir um 500 milljóna króna lækkun á útflutn- ingstekjum landbúnaðarins. Það lýs- ir fullkomnu ábyrgðarleysi og hroka að taka á þessum málum af léttúð og neita að sýna fyrirhyggju en bara sjá hvað gerist eftir tvö ár þegar framkvæmdimar yrðu komnar á fulla ferð. Ál og þorskur Sú var tíðin að landsmenn höföu miklar áhyggjur af því að landið væri of háð þorski og þorskveiðum. Haldnar voru margar ræður og þess strengd heit að stefna á fjölbreytni í útflutningi. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að með fyr- irhugðum álfjárfestingum - Fjarðaál og Norðurál - mun álframleiðsla þrefaldast á íslandi. Eftir það verður hlutfall áls í útflutningi landsins orðið mun hærra en þorskurinn hafði um 1980. Er aldrei hægt að læra af reynslunni? Að of mikil ein- hæfni í útflutningi kallar á óstöðug- leika og sveiflur? Álverð hefur sveiflast til og frá á síðustu árum og mun gera það áfram. Af hverju vilj- um við endilega veðja öllu á einn hest? Sannleikurinn er sá að svo risa- vaxnar álframkvæmdir sem að er stefnt munu hafa neikvæð þjóðhags- leg áhrif vegna þess að þær ryðja öðra atvinnulífi til hliðar, auk þess að valda verðbólgu. Ríkisstjómin virðist einnig standa nokkuð ráöa- laus með það hvemig brugðist verði við þessari yfirvofandi kollsteypu i þróun efnahagsmála, gangi þessar risaáætlanir eftir. Meö 200 milljarða í lúkunum Á síðastliðnu ári virtist sem við- skiptin við útlönd væra að komast í jafnvægi, gengisþróun var hagstæð, verðbólgan viðráðanleg. Atvinnulíf- ið lagaði sig hægt og bítandi að breyttum aðstæðum. Með góðri hag- stjórn leit út fyrir möguleika á hæg- um en öraggum hagvexti á næstu árum. Möguleikar jukust á styrk- ingu velferðarkerfisins, auknum jöfnuði og eflingu atvinnulifs um allt land. 200 milljarða fjárfesting á örfáum árum í litlu hagkerfi okkar fámenna lands er glapræði. Fyrir aðeins brot af þessari upphæð væri hægt aö byggja hér upp öfluga ferða- þjónustu, standa að baki fjölbreyttri nýsköpun í atvinnulíflnu sem byggði á hugviti og framtaki ein- staklingsins, félagslegum samtaka- mætti þjóðarinnar og sjálfbærri nýt- ingu auðlinda landsins. Þjóðin tapar á Kárahnjúkavirkj- un. Hún tapar á Kárahnjúkavirkjun vegna þess að þessum fjármunum væri mun betur komið fyrir í öörum atvinnugreinum. Hún tapar einnig á Kárahnjúkavirkjun vegna þess að framkvæmdir henni tengdar munu ryðja öðru atvinnulífi og öðrum störfum til hliðar. Sú hætta er fyrir hendi að fyrir hvert það starf sem skapast í áliðnaði muni fleiri tapast annars staðar á landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.