Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Qupperneq 2
18
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
Sport
Mánudagurinn 20. janúar 2003
Efni DV-
Sports í dag
© Utan vallar, fréttir
Esso-deild kvenna
Esso-deild kvenna
Esso-deild kvenna
HM í handknattleik
HM í handknattleik
HM í handknattleik
HM í handknattleik
HM í handknattleik
HM í handknattleik
©
©
©
©
©
©
%
HM í
handknattleik
© HM í handknattleik
© Auglýsing
© Intersport-deildin
© Intersport-deildin
© Kvennakarfan
© Evrópuboltinn
© Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
© íþróttir unglinga
© íþróttir unglinga
Auglýsing
Opna ástralska mótiö í tennis:
Serena og Agassi
sigurvegarar
Andre Agassi og Serena Williams
tryggðu sér um helgina sigurinn í
einliðaleik karla og kvenna á Opna
ástralska mótinu í tennis sem
haldið var í Melbourne í Ástraliu.
Þar með hefur Serena unnið öll
stórmótin fjögur á ferlinum og er
aðeins fimmta konan til að gera
það. Þetta er hins vegar áttundi
sigurinn hjá Agassi á stórmóti á
talsvert lengri ferli, en hann er 32
ára gamall og sá elsti til að vinna á
stórmóti í tennis í 32 ár.
Agassi vann Þjóðverjann Rainer
Schuettler auðveldlega í þremur
hrinum, 6-2, 6-1 og 6-2, í fyrrinótt
og tók það ekki langan tíma að
leggja Þjóðverjann að velli. Þetta er
stærsti sigur í úrslitaleik í
karlaflokki á stórmóti í 98 ára sögu
þeirra.
Serena Williams vann systur sína
í úrslitaleik í þremur hrinum, 7-6,
3-6 og 6-4. Serena, sem er í efsta sæti
á styrkleikalista Alþjóða tennissam-
bandsins, átti aldrei í neinum vand-
ræðum með systur sína, sem er í
öðru sæti styrkleikalistans. -PS
Stefán enn
óákveðinn
Framtíð knattspymumannsins
Stefáns Gíslasonar er enn óráðin
en hann hefur verið án félags síð-
an í nóvember er hann rifti
samningi við austurríska 1.
deildarfélagið Grazer AK.
Stefán flutti síðan heim í byrj-
un desember og mætti á nokkrar
æfingar hjá Keflvíkingum en
hann hefur ekki áhuga á því að
leik í 1. deildinni þannig að það
er ekki i myndinni að spila með
þeim næsta sumar.
Það gæti þó verið að rofa til
hjá honum þvi hann fór á æfingu
hjá Fylkismönnum í síðustu viku
og samkvæmt heimildum DV-
Sports hafa Fylkismenn nokkurn
áhuga á leikmanninum, en sem
kunnugt er þá leikur eldri bróðir
Stefáns, Valur Fannar, með Fylk-
ismönnum.
DV-Sport hefur einnig heimild-
ir fyrir því að Grindavík og
Þróttur hafi áhuga á Stefáni.
Stefán lék með Fram og KR í
efstu deild hér heima áður en
hann fór i víking til Noregs og
síðan til Austurríkis.
-HBG
Serena Williams, t.h., ásamt systur sinni sem hún lagði í úrslitaleik, en hún
felldi tár að lokinni verðiaunaafhendingu. Áhorfendur í Melbourne hafa ekki
verið sérlega hliðhollir þeim systrum í keppninni.
Hreinn líklega hættur
- hefur ekki fengið nýjan samning hjá KA og íhugar að leggja skóna á hilluna
Hreinn hefur verið í herbúðum KA-manna í þrjú ár og hér sést hann á góðri
stundu með félaga sínum í liðinu en hann mun ekki brosa í KA-búningnum
næsta sumar.
Framherjinn Hreinn Hringsson,
sem leikið hefur með KA-mönnum
undanfarin ár, er væntanlega hætt-
ur að leika knattspyrnu.
Samningur Hreins við KA-menn
rann út eftir síðasta tímabil og hafa
KA-menn ekki boðið Hreini nýjan
samning og aukinheldur hafa þeir
ekki haft fyrir því að tjá honum það
að þjónustu hans sé ekki lengur ósk-
að hjá félaginu.
„Ég er líklegast að hætta þessu
boltasparki," sagði Hreinn í samtali
við DV-Sport um helgina.
Beinn sími: .............. 550 5880
Ljósmyndir: .............. 550 5845
Fax:...................... 550 5020
Netfang:............dvsport@dv.is
Fastir starfsmenn:
Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is)
Jón Kristján Sigurðsson öks.sport@dv.is)
Óskar O. Jónsson (ooj.sport@dv.is)
Óskar Hratn Þorvaldsson (oskar@dv.is)
Pjetur Sigurðsson (pjetur@dv.is)
„Eins og staðan er í dag og ef ég
ætla að spila fótbolta þá verð ég að
fara suður. Það hafa ekki verið nein
samskipti milli mín og KA-manna
og þar af leiðandi tel ég ljóst að
minna krafta sé ekki lengur óskað
hjá félaginu," sagði Hreinn, en er
hann ósáttur við framkomu félags-
ins i hans garð?
„Miðað við það sem maður er bú-
inn að ganga í gengum með félaginu
undanfarin þijú ár þá hefði maður
talið að það minnsta sem þeir hefðu
getað gert væri að láta mig vita að
þjónustu minnar væri ekki óskað
lengur en það hafa þeir ekki gert.
Engu að síður ber ég engan kala til
félagsins og það eru þeir sem ráða
þessu og svona gengur þetta bara,“
sagði Hreinn.
Hann lék alla leiki KA í deildinni
síðasta sumar og skoraði í þeim
leikjum 6 mörk, og árið áður fór
hann á kostum í 1. deildinni, þannig
að það þarf ekki að koma á óvart
þótt lið af höfuðborgarsvæðinu hafi
sett sig í samband við hann.
„Það eru tvö lið af höfuðborgar-
svæðinu sem hafa verið í sambandi
við mig en þar sem mín mál hafa
verið upp í lofti þá hef ég ekki gefið
þeim nein svör. Svo er ég bundinn
í vinnu til 1. mars þannig að það
skýrist ekkert á næstunni en ef ég
ákveð að leika fyrir sunnan þá yrði
það í efstu deild. En eins og staðan
er i dag er líklegast að ég taki mér
frí frá boltanum,“ sagði Hreinn að
lokum.
-HBG
Utan vallar
Ætlunarverkið tókst, íslenska
landsliöið hefur náð að tryggja sér
sæti í milliriðlum á úrslitakeppni HM
í handknattleik, sem eins og flestir
vita fer nú fram í Portúgal. Nú stend-
ur fyrir dyrum milliriðill þar sem
sem við munum mæta Pólverjum og
Spánverjum, auk þess sem lið Katars
fylgir okkur i milliriðilinn.
Það má segja að undanfamir dagar
hafi spilast á þann veg sem spáð var
og forsvarsmenn íslenska landsliðsins
í handknattleik hafa spáö. Stórir sigr-
ar á Grænlendingum, Katörum og
Áströlum voru hlutir sem ekki komu
á óvart og erfiðar viðureignir við
Portúgala, sem voru á heimavelli, og
Þjóðverja voru eitthvað sem búast
mátti við.
Þaö er ekki hægt annað en lýsa
ánægju sinni yfir þeim karakter sem
liðið hefur sýnt fram að þessu, annars
vegar með því að halda haus og ein-
beitingu í leikjum sem eru leikur
kattarins og músarinnar og hins veg-
ar þann sálarstyrk sem þurfti til þess
að leggja Portúgala að velli þegar allt
virist á enda runnið og sigurinn runn-
inn úr greipum okkar.
Ég verð þó á móti að lýsa vonbrigð-
um mínum yfir lokamínútum leiksins
gegn Þjóðverjum þar sem við mætt-
um okkar sterkustu mótherjum til
þessa. Þarna gerðum við aö engu frá-
bæran leik af íslands hálfu í frábær-
lega skemmtilegum handboltaleik,
sem hafði allt upp á að bjóða, fyrst og
fremst mikinn hraða og mikla
skemmtun fyrir áhorfendur.
Lokamínúturnar eyðilögðu þó þennan
leik í huga mínum, sem ég hefði sætt
mig við að tapa með einu marki.
Guðmundur Guðmundsson verður
vart mikið gagnrýndur fyrir val sitt á
landsliðinu og virðist ríkja nokkur
þjóðarsátt um hann og val hans. Það
er þó eitt sem ég er ekki sáttur viö og
skil ekki og það er val Guðmundur á
Gunnari Berg Viktorssyni, sem skal
tekið fram að ég hef ekkert á móti per-
sónulega. Ég tel það þó fullsýnt að
þessi ágæti leikmaður er engin viðbót
N
Pjetur
Sigurðsson
íþróttafréttamaöur
á DV-Sporti
við þennan landsliðshóp. Hann full-
komnaði þetta og sannfærði mig enn
frekar í leiknum gegn Katar á laugar-
dag, þar sem hann fékk fjögur færi,
hvert öðru betra til að skora, en mis-
notaði þau öll. Þetta er að mínu mati
fullreynt og það hefði mátt leyfa ein-
hverjum öðrum, jafnvel ungum og
efnilegum, aö fmna lyktina af móti
sem þessu.
Grænlendingar eru úr leik að þessu
sinni og ég sakna þess að þeir hafi
ekki komist áfram. Þeir eru jú ekki
besta handknattsleikþjóð veraldar, en
þeir buðu þó upp á lið sem leit út eins
og handknattleikslið. Þeir unnu sér
þátttökurétt á mótinu á heiðarlegan
hátt og hefðu frekar átt skilið að taka
meiri þátt á þessu móti heldur en lið
Katars. Þess utan settu áhangendur
liðsins skemmtilegan svip á þetta
mót.