Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Page 8
24
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
HANDBOLTI J lff
taca 0 %
Riölakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í Portúgal lauk í gær:
Svíar að vakna
- spiluðu frábærlega þegar þeir lögðu Dani í gær
Svíar virðast vera að vakna til
lífsins á heimsmeistaramótinu í
handknattleik eftir frekar brokk-
genga spilamennsku í fyrstu fjórum
leikjunum. Þeir lögðu Dani, 32-28, í
síðustu umferð D-riðils og tryggðu
sér sigurinn í riðlinum. Sá bögull
fylgir reyndar skammrifl að þeir
fara stigalausir í mUliriðil þar sem
Slóvenar, sem unnu Svía i riölinum,
fylgja þeim upp úr D-riðli.
„Nú getum við svekkt okkur á
tapinu gegn Slóvenum. Það getur
reynst okkur dýrkeypt og komið í
veg fyrir að við eigum möguleika á
verðlaunum. Við þurfum að vinna
bæði Frakka og Ungverja ef við ætl-
um okkur að eiga einhverja mögu-
leika en það er samt ekki víst að
þaö nægi,“ sagði Bengt Johannsson,
þjálfari Svía, eftir leikinn en bætti
við að hans menn væru að koma
sterkir upp og yrðu ekki auðsigrað-
ir í næstu leikjum.
Gamla brýnið Magnus Wislander
skoraði tíu mörk fyrir Svía og Stef-
an Lövgren og Johann Pettersson
skoruðu fjögur mörk hvor. Lars
Christiansen var markahæstur hjá
Dönum með sex mörk og Klavs Bru-
un Jörgensen skoraði fimm mörk.
Torben Winther, þjálfari Dana,
viðurkenndi eftir leikinn að Svíar
hefðu verið betri aðilinn og átt sig-
urinn skilið.
„Það er alveg ljóst að við vinnum
ekki Svía með þeim vamarleik sem
við spiluðum i dag. Þeir voru miklu
betri en við í þessum leik,“ sagði
Winther en Danir höfðu unnið íjóra
leiki í röð gegn Svíum fyrir þennan
leik.
Slóvenar og Egyptar fylgja Dön-
um og Svíum upp úr D-riðli en Sló-
venar unnu stórsigur á Alsír, 35-25,
í leik þar sem Alsír hefði getað kom-
ist í fjórða sætið í riðlinum með
Ekki maður á
ferli í Grænlandi
Griðarlegur áhugi hefur verið
fyrir heimsmeistarakeppninni í
Grænlandi. Leikjum liðsins er sjón-
varpað beint og þegar útsendingar
hafa verið í gangi hefur ekki maður
sést á ferli. Allir eru heima að horfa
en auk þess hefur verið komið fyrir
risaskjá í íþróttahúsinu.
Grænlendingar fjölmenntu hing-
að á heimsmeistaramótið en yfir 100
manns fylgdi liðinu á keppnina og
hafa sett skemmtilega umgjörð á
leikina með trommuslætti og söngv-
um. -JKS
Fylgdust
með æfingum
Guðmundur Guðmundsson lands-
liðsþjálfari leyfði þjálfara og leik-
mönnum ástralska liðsins að fylgj-
ast með tveimur æfingum íslenska
liðsins. Marinkovic, þjálfari ástr-
alska liðsins, óskaði eftir því að fá
að koma á æflngarnar og sá Guð-
mundur því ekkert til fyrirstöðu.
Markinkovic sagði að hann og leik-
mennirnir hefðu lært mikið af
þessu og mætti ætla að eitthvaö
væri til í þeim orðum því Ástralar
hafa tekið miklum framforum frá
fyrsta leiknum gegn íslendingum í
mótinu. Þar vann íslenska liðið
stærsta sigur í heimsmeistara-
keppninni frá upphafi. -JKS
sigri. Slóvenar stóðust pressuna,
Svíum til mikillar hrellingar. Það
stefnir allt í hörkubaráttu í D-riðli
milliriðlanna þar sem Frakkar og
Slóvenar hafa tvö stig en Svíar og
Ungverjar ekki neitt.
Rænulausir Rússar
Rússar eru heillum horfnir og
steinlágu fyrir Frökkum, 31-15, í
síðustu umferð C-riðils. Það nægði
þó ekki Frökkum til að hreppa
fyrsta sætið í riölinum því að Króat-
ar unnu Ungverja og sigruðu i riðl-
inum þar sem þeir lögðu Frakka.
Gregory Angutel skoraði fimm
mörk fyrir Frakka en Dmitri
Schlatchev skoraði fjögur mörk fyr-
ir Rússa sem hafa ekki verið jafn
slakir í langan tíma.
Króatar komu sterkir inn og
unnu fjóra síðustu leikina í riðlin-
um eftir óvænt tap gegn Argentínu-
mönnum í fyrsta leik. Króatar unnu
Frakka og Ungverja um helgina,
naumlega að visu, en tryggðu sér
eins og áður sagði fyrsta sætið í C-
riðli.
Grænlendingar á leiö heim
Helgin var ekki farsæl fyrir vini
okkar Grænlendinga. Þeir bjuggust
við léttum leikjum gegn Köturum
og Áströlum en raunin varð aldeilis
önnur. Grænlenska liði féll saman
eins og spilaborg og á laugardaginn
fógnuðu Ástralar lengi og innilega
sínum fyrsta sigri á heimsmeistara-
móti.
Sören Hilderbrand, þjálfari
Grænlendinga, sagði eftir leikinn
úrslit hans mikið áfall og sínir
menn hefðu leikið undir getu. Það
var mikið í húfi í þessum leik en
það var eins og liðið hefði ekki þol-
að spennuna. í gær töpuðu Græn-
lendingar fyrir Köturum sem
komust þar með í milliriðil.
Sterkir Spánverjar
Spánverjar, sem mæta íslending-
um í miiliriðli, hafa verið mjög
sannfærandi í leikjum sínum í A-
riðli og eru taplausir. Þeir unnu
Túnisa, 33-25. Juanin skoraði níu
mörk fyrir Spánverja og Femando
Hernandez skoraði fimm mörk en
Wissem Bousnina skoraði fimm
mörk fyrir Túnis.
Pólverjar, sem verða einnig and-
stæðingar Islands í milliriöli, unnu
tvo örugga sigra um helgina, gegn
Marokkó og Kúveit. -ósk/JKS
HANDBOLTI / It?
mi fl p®um!]qM/
A-riöill
Spánn-Kúveit 45-18
Júgóslavía-Túnis . . . . 28-27
Pólland-Marokkó .... 35-29
Túnis-Spánn 25-33
Júgóslavía-Marokkó . . 34-20
Kúveit-Pólland 21-36
Spánn 550 0 157-106 10
Júgóslavía 5 4 0 1 142-103 8
Pólland 5 3 0 2 140-130 6
Túnis 5 2 0 3 131-129 4
Kúveit 5 10 4 98-168 2
Marokkó 5 0 0 5 113-145 0
B-riöill
Ísland-Katar 42-22
Portúgal-Þýskaland . . 29-37
Grænland-Ástralía . . . 21-26
Þýskaland-ísland .. .. 34-29
Portúgal-Ástralía . .. . 42-20
Katar-Grænland 28-23
Þýskaland 5 5 0 0 191-111 10
ísland 5 4 0 1 185-116 8
Portúgal 5 3 0 2 164-126 6
Katar 5 2 0 3 116-159 4
Ástralía 5 10 4 100-192 2
Grænland 5 0 0 5 100-152 0
C-riöili
Argenttna-Ungverjaland 29-34
Króatía-Frakkland .. . 23-22
Rússland-Sádi Arabía . 34-17
Króatía-Ungverjaland . 30-29
Sádi-Arabía-Argentína 31-30
Frakkland-Rússland . 31-15
Króatía 5 4 0 1 135-125 8
Frakkland 5 4 0 1 147-103 8
Rússland 5 2 1 2 132-132 5
Ungverjal. 5 2 0 3 154-138 4
Argentína 5 11 3 127-156 3
Sádi-Arabía 5 10 4 114-155 2
D-riðill
Alsir-Svíþjóð 28-32
Brasilía-Slóvenía .... 27-30
Danmörk-Egyptaland 35-26
Svíþjóð-Danmörk . . . 32-28
Egyptaland-Brasilía . 31-24
Alsír-Slóvenía 25-35
Svíþjóð 5 4 0 1 147-129 8
Danmörk 5 4 0 1 146-125 8
Slóvenía 5 3 0 2 144-137 6
Egyptaland 5 2 1 2 132-139 5
Alsír 5 0 2 3 119-136 2
Brasilía 5 0 1 4 118-140 1
Leikir í milliriðlum:
29. janúar
Spánn-Katar A-riðill
Ísland-Pólland A-riöiil
Þýskaland-Túnis .... B-riðill
Júgóslavía-Portúgal .. B-riðffl
Króatía-Egyptaiand . . C-riðffl
Danmörk-Rússland . . C-riðill
Svíþjóð-Ungverjaland D-riðffl
Frakkland-Slóvenía . . D-riðffl
30. janúar
Spánn-ísland
PóUand-Katar A-riðffl
Þýskaland-Júgósiavía B-riðffl
Portúgal-Túnis B-riðffl
Króatía-Danmörk . . . C-riðffl
Rússland-Egyptaland . C-riðffl
Svíþjóð-Frakkland . .. D-riðffl
Slóvenía-Ungverjaland .... D-riöffl
Spánverjar og íslendingar taka
meö sér tvö stig A-riðil en
Pólverjar og Katarar taka ekki nein
stig með sér.
Þjóöverjar og Júgóslavar taka með
sér tvö stig í B-riðil en Portúgalar
og Túnisar taka ekki nein stig með
sér.
Króatar og Danir taka með sér tvö
stig í C-riðil en Rússar og Egyptar
taka ekki nein stig með sér.
Slóvenar og Frakkar taka með sér
tvö stig í D-riðil en Svíar og
Ungverjar taka ekki nein stig með
sér. -ósk
Grænlenska stórskyttan Jacob Larsen reynir hér skot að marki Katara í gær en Grænlendingar uröu að bíta í þaö
súra epli að fara stigalausir heim frá HM. DV-mynd Hilmar Þór
Þjóðverjar ekki jafn
sterkir síðan 1978
- segir Vlado Stenzel, fyrrum þjálfari þýska landsliðsins
Vlado Stenzel, sem var þjálfari
þýska landsliðsins í handknattleik
þegar það varð heimsmeistari í
Danmörku 1978, segir liðið ekki
vera jafht sterkt í annan tima. í
viðtali við þýska blaðamenn um
helgina sagði hann að liðið hefði
alla burði til að fara alla leið í
keppninni. „Það er allt annað að
sjá til liðsins, liðið leikur jafna
leiki og ég tel það ekki síst að
þakka hvað margir leikmenn koma
frá Lemgo.
Viö verðum þó að halda okkur á
jörðinni því enn á talsvert vatn
eftir að renna til sjávar á mótinu.
Heiner Brand er að byggja upp
sterkt lið og það er mikilvægt að
liðið standi sig vel því það kemur
handboltanum tO góða í
Þýskalandi," sagði Stenzel, sem
orðinn er 68 ára gamall og situr
heima og horfir á leiki þýska
liðsins í sjónvarpi. -JKS
ALLhandbc^ta Við^’htmdbolta
1*1/0 --t-Ttr-
-
' <- ! ...............................