Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Síða 10
26
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
han.boltiJTI^
cæai
Guðmundur Guðmundsson landsliösþjálfari
metur stöðuna að lokinni riðlakeppni
Það býr meira í liðinu
- á leið að settu markmiði, segir landsliðsþjálfarinn
„Ég lít ekki þannig á að það hafi
verið svekkjandi að tapa fyrir Þjóð-
verjunum en auðvitað hefði ég
viljað sigur. Við megum hins vegar
ekki gleyma því að við settum okk-
ur það markmið að við færum með
tvö stig í milliriðil. Þar skiptir
mótherjinn ekki máli i mínum
huga, aðalatriðið er að við gerum
okkur grein fyrir því að við vorum
bæði að leika vel og illa gegn Þjóð-
verjum. Við þurfum aö læra af þess-
um leik og hvað gerir okkur sterk-
ari sem lið og hvaða þættir veikja
okkur.
Það er niðurstaðan eftir Þjóð-
verjaleikinn og að fara að hengja
haus er fáranlegt. Núna erum við
með alla möguleika í stöðunni,
núna er að fara yfir hlutina og læra
og einbeita okkur að verkefnunum
sem fram undan eru. Það skiptir
öllu í mínum huga en við náðum
því markmiði í riðlinum að fara
með tvö stig inn í miiliriðilinn, um
það snýst málið,” sagði Guðmundur
Guðmundsson, landsliðsþjálfari um
stöðuna eftir riðlakeppnina sem
lauk með leiknum við Þjóðverja.
„Við getum alveg séð eftir þennan
leik að ef við leikum vel getum við
unnið hvaða lið sem er í heiminum.
Við verðum að vita hvað fleytir okk-
ur þangað og það er það sem við
verðum að skoða núna.”
- Hver heldur þú að hafi verið
vendipunkturinn f leiknum við
Þjóðverja?
„Hann er þegar að við erum sex á
móti fimm og nýtum okkur það
ekki. Viö erum í staðinn að fá á okk-
ur mörk og nýtum ekki heldur
sóknartækifærin í þeirri stöðu.
Þetta er vendipunkturinn að
mínu mati. Við byrjuðum heldur
ekki leikinn nægilega vel í vörninni
og við vorum ekki nægilega fljótir
til baka. Það eru margir kaflar í
leiknum sem hefðu mátt vera betri
og eru að skila því þegar upp er
staðið að við vinnum ekki leikinn.
Við nýttum ekki stöðuna einum
fleiri, því miður, og það skipti
miklu á mikilvægu augnabliki
leiksins.”
-- Er liðið núna í þeirri stöðu
sem stefnt var að eftir að riðla-
keppninni lyki?
„Við settum okkur þau markmið
að fara með tvö stig í mUliriðilinn
en um það snýst málið. Við settum
okkur önnur markmið en þau voru
að stefna á Ólympíuleika og það er
ennþá inni í myndinni. Um það
sýnst málið og ekkert annað.”
-- Hvað hefur komið þér á óvart
í riðlakeppninni?
„Ekkert í sjálfu sér. Eitt veit ég
þó og það er að það býr miklu meira
i liðinu en það hefur sýnt til þessa í
keppninni. Við þurfum að kalla það
fram en það eru leikmenn í liðinu
sem geta bætt sig. Við vitum það og
þeir sjálfir vita það einnig. Þess
vegna segi ég að það eru allir mögu-
leikar i stöðunni.”
-- Ertu sáttur við varnarleikinn
eins og hann hefur verið leikinn
til þessa?
„Ef við skoðum vamarleikinn
gegn Þjóðverjum þá erum við að fá
á okkur 20 mörk í fyrri hálfleik og
það koma að minnsta kosti sex
mörk upp úr hraðaupphlaupum.
Leikurinn var gríðarlega hraður
og sóknimir miklu fleiri en menn
eiga ekki að einblína á það samt. Ég
skal viðurkenna að vamarleikurinn
var ekki góður í fyrri hálfleik en
varð síðan allt annar og betri í þeim
síðari. Þegar tiltölulega litið er eftir
af síðari hálfleik erum við aðeins
búnir að fá á okkur tíu mörk gegn
þessu sterka liði. Það segir sina
sögu hvemig vörn við vorum að
leika. Þegar vömin er til staðar er
liðið að leika hana mjög vel og það
eru strákamir búnir að sýna. Ég
ætla ekki að kenna henni um, það
voru aðrir þættir sem voru að fara
með okkur að mínu mati. Við verð-
um að skoða það í rólegheitum.”
-- Finnst þér það ekki hafa háð
liðinu í sókninni að Ólafur er
klipptur út í hverjum leik?
„Nei, mér finnst við hafa leyst
það dæmi vel af hendi. Það var ekki
vandamál í Þjóðverjaleiknum og
mér ftnnst við alltaf vera að ná betri
tökum á þessari uppákomu. Við
gerðum áherslubreytingar en í fyrri
hálfleik erum við að skora 16 mörk,
misnota dauðafæri, tvö víti og
dæmd eru af okkur tvö lögleg mörk.
Við getum ekki kvartað yfir því
þannig að sóknarleikurinn gekk út
af fyrir sig fínt. Við færðum Ólaf á
miðjuna og Heiðmar inn á hægra
vænginn þannig aö mér finnst það
liggja í öðrum hlutum að við nýtt-
um okkur ekki liðsmuninn.”
- Liðið er sem sagt á leið siirni
að settu takmarki í keppninni?
„Já, að sjálfsögðu erum við á
þeirri leið sem við ætluðum okkur.
Auðvitað hefðum við viljað vinna
leikinn en hann telur að öðru leyti
ekkert fyrir okkur. Það skiptir í
raun engu hver mótherjinn er í
milliriðlinum og að fara út í þannig
vangaveltur er eitthvað sem er ekki
vænlegt að mínu mati. Við fórum í
þennan leik til að vinna og veltum
því ekki fyrir okkur hvort við
myndum lenda á móti þessum eða
hinum.”
- Ert þú bjartsýnn á framhald-
ið í mótinu?
„Við höfum ekki neina ástæðu til
annars. Við ætlum aö halda áfram
okkar striki og horfa bjartsýnir
fram á veginn. Við verðum að gera
okkur grein fyrir því að við vorum
að spila við eitt besta lið heims og
við vorum nánast búnir að vinna
það. Við köstuðum því í rauninni
frá okkur og þar liggur fullt af tæki-
færum fyrir okkur,” sagði Guð-
mundur Guðmundsson landsliðs-
þjáifari í samtalinu við DV.
-JKS
Einstefna og
mikil barátta
Það virkaði óneitanlega upp-
örvandi á mann þegar það fréttist
að íslenska landsliðið ætti að spila
við Katar, þjóð sem maður vissi
ekki einu sinni að væri til. Þetta
hljómaði eins og uppskrift að sigur-
leik. Og þannig varð það. Eina
skiptið sem Katarar sáust með lífs-
marki var þegar þeir í upphafi leiks
sungu hástöfum þjóðsöng sinn, sem
hljómaði sprellfjörugur. íslenski
þjóðsöngurinn er alltaf jafn leiðin-
legur enda nenntu islensku leik-
mennimir ekki einu sinni að bæra
varimar, nema þá Ólafur Stefáns-
son sem alltaf kann sig.
Kennslubókardæmi
Það setti óneitanlega sitt mark á
leikinn hvað Köturum gekk illa að
skora. Leikurinn varð því kennslu-
bókardæmi um það hversu skelfi-
lega leiöinlegur handbolti er þegar
einungis annað liðið hefur getu til
að spila. Það varð einfaldlega alltof
endurtekningasamt að horfa á ís-
lenska liðiö skora úr hverri sókn-
inni af annarri meðan Katarar
klúöraðu hvað eftir annað sínum
færum.
Gallinn við handboltann er sá að
þar er of mörgum karlmönnum
hrúgað saman á of lítið svæði. Þeir
em því í kös og erfitt að festa augu
á einstaklingum. Þó var ekki annað
hægt en að taka eftir Gústaf Bjama-
syni sem sýndi mikla hugkvæmni í
hlaupum og stökkvum. Hann er
flottur hvort sem hann er í láréttri
eða lóðréttri stöðu. Svo hefur hann
tjáningarríkt andlit sem gæðir hann
töluverðum kynþokka.
Skemmtileg blanda
íslenski þjálfarinn virkar eins og
skemmtileg blanda af skilningsrík-
um sálfræðingi og vöskum skáta-
foringja. Maður sem sýnist liklegur
til að geta leitt hvaða lið sem er úr
blindaþoku og komið því í ömggt
skjól.
Frönsku dómaramir voru karakt-
erlausir og á svipinn eins og þeim
leiddist. Fáeinar hræður voru á
áhorfendapöllum og var jafnlítið
lífsmark með þeim og leikmönnum
Katar.
Óþolandi vel skipulagt
Það var hins vegar líf og fjör í
leiknum við Þjóðverja. í keppnis-
íþróttum virðast Þjóðverjar alltaf
vita hvað þeir eru að gera. Sem ger-
ir þá náttúrlega óþolandi. Vel
skipulagðir og agaðir. Lausir viö til-
finningasemi og alltaf í jafnvægi.
Allt eru þetta eiginleikar sem nýtast
vel í lífinu (þótt þar vanti hug-
myndaríki) og era ávísun á sigur.
Þetta var manni ljóst á tólftu mín-
útu þegar staðan var 10--7. Þá hafði'
ég satt að segja misst móðinn. Það
gerðu strákamir mínir (okkar)
hins vegar ekki og börðust eins og
ljón. Þeir komust yfir og ég skamm-
aðist mín fyrir að hafa hætt að trúa
á þá. En svo sigu Þjóðverjar fram úr
og kom svo sem ekkert á óvart.
Samt getum við verið sátt. Okkar
menn börðust til síðustu mínútu.
Alveg eins og maður á að gera i líf-
inu sjálfu.
Sérkennilegt yfirskegg
Það er ekki gaman að keppnis-
leikjum nema þar sé að minnsta
kosti einn maður sem hefur skap og
sýnir það. Sigfús Sigurðsson sýndi
sig sem þannig mann í leiknum
gegn Þjóðverjum. Hann er mikill
karakter og virkar dálítið ógnvekj-
andi. Ég er ekki viss um að maður
vildi hitta hann í myrkri en það
gæti samt orðið spennandi. í hópi
Þjóðverjanna tók maður helst eftir
þýska þjálfaranum með sitt sér-
kennilega yfirskegg sem minnir
helst á rostungstennur. Annars var
hraðinn svo mikill í leiknum að
það var ansi erfitt að einbeita sér að
mönnum, maður var sífellt með
auga á mörkunum. Það var alltaf
einhver að skora. Mér sýnist að
handboltinn sé meiri hópíþrótt en
fótboltinn. Það er heldur ekki hægt
að sýna mikið einstaklingsfrum-
kvæði þegar það má bara stiga þrjú
skref með boltann. Mikill galli á
þessari annars ágætu íþrótt.
allLUhobocta Við^handboUa