Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
3#
I>V
Sport unglingar
Andreas Örn hetja HK-stráka gegn Þór:
Þetta var hæfni
- sagði Andreas um sigurmarkið sem kom beint úr aukakasti
Andreas Örn Aðalsteinsson er 13
ára markvörður hjá HK í Kópavogi
og hann sló i gegn á mótinu um síð-
ustu helgi og til dæmis skoraði
hann glæsilegt sigurmark fyrir sína
menn gegn Þór frá Akureyri.
Markið kom beint úr aukakasti
eftir að leiktíma var lokið. Skot
Andreasar sveif yfir varnarvegg
Þórsara, í slána og inn. Glæsilegt
mark og HK-strákamir fögnuðu
með miklum látum í leikslok.
DV-Sport var á staðnum og varð
vitni að þessu frábæra marki Andr-
easar og greip hann tali að leik
loknum og spurði hann að því
hvernig hann hefði farið að þessu.
„Þetta var bara hæfni,“ sagði
Andreas af mikilli hógværð í sigur-
vímunni með félögum sínum eftir
leikinn. Hann sagði að þeim hefði
ekki gengið vel á mótinu fram að
þessu en vonaðist til þess að þessi
sigur myndi auka þeim sjálfstraust
í næstu leikjum. Leikurinn við
Þórsara var æsispennandi frá fyrstu
mínútu og greinilegt að þar voru á
ferðinni mjög jöfn lið.
Andreas er búinn að fylgjast vel
með handboltalandsliðinu undan-
farið og hann hefur góða tilfmningu
fyrir HM.
„Ég hef góða tilfinningu fyrir
mótinu og hef trú á strákunum.
Ætli þeir verði ekki í svona fimmta
til sjötta sæti,“ sagði Andreas og
bætti við að hann ætlaði ekki að
missa af neinum leik landsliðsins á
mótinu.
Þar sem Andreas fylgist vel með
liðinu hlýtur hann að eiga sér sinn
uppáhaldsleikmann.
„Óli Stefáns er uppáhaldsleik-
•maðurinn minn í íslenska landslið-
inu en almennt held ég mikið upp
á Thomas Svensson, markvörð
sænska landsliðsins," sagðiAndre-
as og tjáði blaðamanni einnig það
að hann væri ánægður með það að
Roland Eradze hefði farið með út og
vonast Andreas til þess að hann
byrji inn á frekar en Guðmundur
Hrafnkelsson.
Andreas á líka uppáhaldsleik-
mann í HK og það er markvörður-
inn Björgvin Gústafsson.
Ef Andreas heldur uppteknum
hætti með HK-strákunum verður
þess ekki langt að bíða að hann fari
að banka upp á dyrnar með meist-
araflokknum og þá má Bjöggi fara
að passa sig.
-HBG
Óli Stef. bestur
- segir Guðjón Kristinn úr Haukum
Guðjón Kristinn Helgason er 13
ára strákur sem spilar með liði
Hauka úr Hafnarfirði. Hann er bú-
inn að æfa handbolta í fimm ár og
alltaf með Haukunum.
DV-Sport náði tali af Guðjóni
skömmu áöur en hann spilaði með
félögum sínum gegn Selfossi en fyr-
ir þann leik höfðu þeir unnið einn
leik og tapað einum. Því var alveg
ljóst að leikurinn gegn Selfyssing-
um mátti ekki tapast.
Stefnan að gera betur
Guðjón og félagar voru í fjórða
sæti á fyrsta mótinu og því var tak-
markið að gera betur að þessu
sinni.
Guðjón sagði í samtali við blaða-
mann að hann væri mjög spenntur
fyrir heimsmeistarakeppninni í
handbolta en hvemig heldur þann
að íslenska landsliðinu komi tii
með að ganga á mótinu?
Island í 5. sæti
„Ég veit það ekki alveg en hef þó
trú á því að þeim eigi eftir að
ganga mjög vel. Ég er ekki alveg
viss um hvaða sæti þeir eiga eftir
að lenda í en ef ég þarf að spá ein-
hverju þá myndi ég segja að þeir
eigi eftir að lenda í fimmta sæti,“
sagði Guðjón en hver er uppáhalds-
leikmaður hans í íslenska landslið-
inu?
Óli og Halldór í uppáhaldi
„Það er Óli Stefáns, ekki spurn-
ing. En hjá Haukunum er Halldór
Ingólfsson í uppáhaldi," sagði Guð-
jón að lokum og þarf ekki að koma
mikið á óvart að þeir Ólafur og
Halldór séu í uppáhaldi hjá Guð-
jóni enda spila þeir sömu stöðu og
hann.
Guðjón er efnileg örvhent skytta
og þær hafa ekki verið á hverju
strái á íslandi undanfarin ár og
hver veit nema þessi efnilegi strák-
ur eigi eftir að taka við skyttuhlut-
verkinu hjá meistaraflokki Hauka
í framtíðinni.
Haukar eiga einn efnilegasta
örvhenta leikmann landsins sem
er Ásgeir Örn HaUgrímsson og
virðast Haukarnir framleiða
vinstri handar skyttur á færibandi
þessa dagana.
-HBG
Robert Gunnarsson
í miklu uppáhaldi
- segir Guðmundur Magnússon úr Framliðinu
inn að telja dagana fram að HM en
hvemig heidur hann að liðinu muni
ganga á mótinu?
„Ég held að þeim eigi eftir að
ganga mjög vel og það kæmi mér
ekki mjög á óvart að þeir yrðu með-
al fimm efstu liða á mótinu," sagði
Guðmundur.
Uppáhaldsleikmaður hans í ís-
lenska landsliðinu er Ólafur Stef-
ánsson en ætli hann eigi sér ein-
hverja uppáhaldsleikmenn i Fram-
liðinu?
„Ég hélt mikiö upp á Róbert
Gunnarsson þegar hann spilaði með
Fram en ég á mér engan uppáhalds-
leikmann í liðinu eftir að hann fór.
Mér finnst þeir bara allir mjög góð-
ir sem eru I liðinu núna,“ sagði
Guðmundur sem þrátt fyrir ungan
aldur sýndi góð tHþrif á mótinu og
gaf eldri strákum hvergi eftir og er
fjóst að þama er á ferð einn af fram-
tíðarmönnum Safamýrarliðsins.
-HBG
Guömundur Magnússon er efni-
legur handboltastrákur úr Fram en
hann var með yngri leikmönnum á
mótinu enda aðeins 11 ára. Hann er
búinn að æfa handbolta í þrjú ár og
alltaf með Safamýrarliðinu.
Hann var í góðu skapi þegar
blaðamaður DV-Sport hitti hann
enda finnst honum eins og flestum
skemmtilegast að keppa.
Hann var nokkuð sáttur við gengi
Framara eftir fyrstu tvo leikina en
þeir höfðu unnið annan þeirra en
tapað hinum. Guðmundur var far-
Eyþór Lárusson frá Selfossi:
Baráttan á vellinum
skemmtilegust
Eyþór Smárason er 13 ára strák-
ur frá Selfossi en hann hefur æft
handbolta síðan hann var 10 ára,
eða í þrjú ár. Hann æfir líka fót-
bolta og er búinn að æfa fótbolta
aðeins lengur en handboltami, eða
í tíu ár.
Honum finnst skemmtilegast að
keppa og það sem gerir keppnina
svona skemmtilega í augum hans
er baráttan á vellinum.
Hann var nokkuð sáttur við
gengi liðsins það sem af var mót-
inu en sagði að þeir hefðu tapað
stórt fyrsta leiknum en það gekk
miklu betur í öðrum leik liðsins.
Unnu deildarmót
Selfoss-strákamir gerðu sér
reyndar lítið fyrir um daginn og
sigruðu deildarmót og var það frá-
bær árangur hjá þeim.
Eyþór er, eins og flestir hand-
boltastrákar, mjög spenntur fyrir
HM en hvaða trú hefur hann á ís-
lenska liðinu á mótinu?
„Mjög góða, held ég, og reikna
með því að þeir komist að minnsta
kosti í átta liða úrslit. Ég þori nú
ekkert að spá um sæti hjá liðinu
en það verður einhvers staðar á
milli fjórða og áttunda sætis,“
sagði Eyþór en hann heldur mikið
upp á Ólaf Stefánsson eins og flest-
ir aðrir ungir handknattleiks-
menn. Af hverju ætli Ólafur sé í
svona miklu uppáhaldi hjá hon-
um?
Óli Stef. snillingur
„Hann er einfaldlega bara snill-
ingur,“ sagði Eyþór og algjör
óþarfi að ræða það mikið frekar.
Meistaraflokkur Selfoss hefur
átt heldur erfitt uppdráttar í Esso-
deildinni í ár en ætli Eyþór eigi
sér einhverja uppáhaldsleikmenn
þar?
Engir í uppáhaldi heima
„Nei, eiginlega ekki. Þeir eru
nefnilega ekkert svo góðir. Þannig
að þaö er enginn sérstakur i uppá-
haldi hjá mér þar,“ sagði Eyþór að
lokum við blaðamann DV-Sports
og með því var hann rokinn i upp-^
hitun enda mikilvægur leikur
fram undan hjá Selfyssingum og
öruggara að vera vel heitur þegar
baráttan byijar.
-HBG