Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Sjóntækjafræðingar funda með ráðherra í dag:
Gefumst ekki upp
- höfum engu aö tapa, segir Kristinn Kristinsson
Sjónmæling
Sjóntækjafræðingar ætla að haida ótrauðir áfram þrátt fyrir andstööu land-
læknis. Þeir krefjast þess aö frumvarp um iagabreytingu veröi iagt fram á yf-
irstandandi þingi.
Sjóntækjafræðingar munu
ganga á fund Jóns Kristjánsson-
ar heilbrigðisráðherra í dag til
að ræða deiiu um rétt sjóntækja-
fræðinga til að mæla sjón í fólki.
Sjóntækjafræðingar hófu mæl-
ingar á fólki sl. mánudag þrátt
fyrir mikla andstöðu augnlækna.
Kristinn Kristinsson, sjóntækja-
fræðingur í Glerauganu við
Faxafen, segir að sjóntækjafræð-
ingar muni halda mælingum
áfram hvemig sem mál velkist
því engu sé lengur að tapa í mál-
inu. Flestir sjóntækjafræðingar
hafi fengið löggildingu annars
staðar á Norðurlöndunum þar
sem réttur þeirra til að mæla
sjón í fólki sé viðurkenndur. Það
skipti því engu máli hvort þeir
verði sviptir þeim réttindum sín-
um hér á landi þar sem þau séu
hvort sem er ekki virt. „Við ætl-
um ekki að gefast upp fyrr en í
fulla hnefana."
Á fundi með Sigurði Guðmunds-
syni landlækni á fóstudag kom
fram að ekki væri hægt að leggja
fram frumvarp á þessu vori um
lagabreytingu til að höggva á
þennan hnút. Var því beint til Fé-
lags íslenskra sjóntækjafræðinga
að félagsmenn hættu sjónmæling-
um. Jafnframt kom fram að yrði
tilmælum þessum ekki sinnt
myndi embættið grípa til aðgerða.
Tilmæli landlæknis voru rædd
á félagsfundi Félags ísl. sjóntækja-
fræðinga á þriðjudagskvöldið. Þar
kom fram sú skoðun að annað-
hvort giltu lög nr. 17/1984 eða ekki
og ekki væri unnt að krefjast þess
að sum ákvæði laganna væru virt
fremur en önnur. Meðan ekki
stendur til að framfylgja nema
sumum ákvæðum laganna telja
sjóntækjafræðingar ekki ástæðu
til að verða við tilmælum land-
læknis. Á fundinum var því
ákveðið að sjóntækjafræðingar
héldu áfram að starfa með sama
hætti og þeir hafa gert um árabil.
Kristinn sagðist hafa tjáð land-
lækni að búið væri að bíða í mörg
ár eftir leiðréttingu og síðast hefði
því verið lofað fyrir ári. Nú væru
kosningar í vor og hugsanleg
mannaskipti í ráðherrastól sem
gæti tafið málið enn frekar. „Það
er einfaldlega ekki þolinmæði til
að bíða lengur."
-HKr.
Akureyri:
Lögreglumaður
skallaður
Lögreglumaður á Akureyri var
skallaður harkalega í andlitið á
veitingahúsi í bænum í gær-
kvöld. Kvaðning barst vegna
manns sem þar lét ófriðlega;
hann hafði lent í átökum við ann-
an mann og verið vísað út, en við
var hann ósáttur. Komu laganna
verðir á vettvang sem fengu á
vettvangi þessar harkalegu við-
tökur. Maðurinn var yfirbugaður
og fluttur í fangageymslur, en yf-
irheyra átti hann í dag þegar
frekar af honum bráir. -sbs
Leit á Blönduósi:
Lokaði sig inni í
íbúð og sofnaði
Viðtæk leit var gerð í gærkvöld
að vistmanni á ellideild Heil-
brigðisstofnunarinnar á Blöndu-
ósi, konu á áttræðisaldri sem er
með öldrunarsjúkdóm. Allur til-
tækur mannskapur var kallaður
út um kl. 20.30. Einnig var búið
að kalla út sporhund frá Reykja-
vík og leitarhunda frá Hólmavík
og Akureyri. Eftir að félagar í
Björgunarfélaginu Blöndu höfðu
leitað allan staðinn og næsta ná-
grenni kom i ljós að konan hafði
lokað sig inni í íbúð sem er í
húsi stofnunarinnar og sofnað
þar.
Leit var afturkölluð kl. 23.30 og
fór betur en á horfðist. Konan
var undrandi þegar komið var að
henni og spurði: „Var ég nú eitt-
hvað að gera af mér, strákar mín-
ir.“ -JÖA
DV-MYND HARI
Árekstur á Bústaðavegi
Allharður þriggja bíla árekstur varð neðst á Bústaöavegi í Reykjavík síðdegis í gær. Þurfti að flytja tvo bíla burt með
kranabíl og einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Loka þurfti Bústaðavegi til
vesturs í góða stund vegna óhappsins og var umferð beint niöur í Hlíðahverfi. Ekki liggur fyrir, að sögn lögreglu, hver
tildrög þessa óhapps voru.
Útlendingastofa yfirheyrði bandaríska sjálfshjálparmanninn:
Lögreglan hafði loks
upp á John Alden
- honum gert að mæta hjá landlæknisembættinu
Lögreglan í Hafnarfirði hafði í
fyrradag uppi á John Alden, Banda-
ríkjamanninum sem haldið hefur
svokölluð sjáifshjálpamámskeið hér
á landi. Útlendingastofa yfirheyrði
manninn í kjölfarið, að sögn Krist-
ínar Völundardóttur, lögfræðings
stofnunarinnar. Var hann spurður
hverra erinda hann væri hér á landi
og hve lengi hann hefði dvalið.
Stofnunin gerði honum síðan að
mæta hjá landlæknisembættinu.
John Alden haföi ekki sinnt ítrek-
uðum skilaboðum Sigurðar Guð-
mundssonar landlæknis um að gefa
sig fram við embættið. Útlendinga-
eftirlitsdeild lögreglunnar hefur
einnig haft mál Aldens til athugun-
ar.
John Alden.
Svo sem fram
kom í viðtali blaðs-
ins við landlækni
nýverið er vitað um
20-25 manns sem
hafa þurft að leita
sér aðstoðar í heil-
brigðiskerfmu eftir
að hafa verið á
sjálfshjálparnám-.
skeiði hjá John Álden á undanfóm-
um árum en hann hefur verið með
starfsemi hér í um áratug. Þá hefur
komið fram í máli viðmælenda
blaðsins, sem hafa verið í meðferð
hjá honum, að ekki sé að neita að
þar hafi fólk fengið góða reynslu en
yfirgnæfandi séu þó slæmar afleið-
ingar, bæði andlega og íjárhagslega.
Þeir sem tekið hafa þátt í námskeið-
unum hafa þurft að greiða fyrir þau
allt að 10.000 dollara á ári, auk ann-
ars kostnaðar við einkatíma, ferða-
lög til íjarlægra landa og fleira. Fólk
hefur gengist í miklar fjárhagslegar
skuldbindingar vegna þessa. Hjá
viðmælendum blaðsins hefur komið
fram að þeir vilji ekki koma fram
undir nafni þar sem þeir óttast að
lánaábyrgðir, sem þeir hafa undir-
ritað, verði þá látnar falla á þá.
Nokkum tíma tók að hafa uppi á
John Alden þar sem hann er hvergi
skráður hér til heimilis þrátt fyrir
að hann hafi dvalið hér langdvölum
og haldið umrædd námskeiö síðast-
liðin ár.
-JSS
Kafarar mættir
Norskir kafarar eru komnir á
vettvang til að reyna að bjarga
Guðrúnu Gísladóttur KE sem
sökk við Norður-Noreg sl. sumar.
Mbl. is hefur eftir Ásgeiri Loga
Ásgeirssyni að nú fari björgunar-
starf á fullt skrið.
Þrír ölvaöir
Þrír ökumenn voru teknir
grunaðir um ölvun við akstur í
Reykjavík í nótt. Fjórir voru
teknir í fyrrinótt. Lögreglu þykir
þetta nokkuð há tala, í ljósi þess
að minna hefur verið um ölvun-
arakstur undanfarið en stundum
áður.
Sjónvarp á breiöbandi
Síminn-Breiðband hefur hafið
stafræna dreifingu sjónvarps á
breiðbandsneti sínu. í upphafi
verða rúmlega 40 erlendar sjón-
varpsstöðvar ásamt yfir 20 er-
lendum útvarpsstöðvum.
Fáir reykja
Innan við 7% luiglinga á aldr-
inum tólf til sextán ára reykja
samkvæmt könnun héraðslækna
og Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur sem kynnt var í gær. Reyking-
ar aukast hins vegar eftir að
grunnskóla lýkur, segir í Mbl.
Athugi Flugleiöir
Úr því þingmenn hafa áhuga á
að tryggja streymi erlendra ferða-
manna til íslands ættu þeir að
beina athygli sinni að grófum
brotum Flugleiða á samkeppnis-
lögum, með misnotkun á mark-
aðsráðandi stöðu og undirboðum.
Þetta segja forráðamenn Iceland
Express en rætt var um há flug-
vallargjöld á Alþingi í gær.
Styrkur vegna Bjargar
Tilkynnt var í
gær um úthlutun
úr verðlaunanefnd
Gjafar Jóns Sig-
urðssonar og veitt-
ur var 21 styrkur.
Rúmar átta miflj-
ónir voru í pottin-
um. Meðal þeirra
sem fengu styrki var Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir sem fékk
450 þúsund vegna skrifa sinna
um Björgu C. Þorláksson. -sbs
j • j+Æ helgarblað
Stokkin í framboð
í Helgarblaði DV
á morgun er viðtal
við Þórey Eddu Elís-
dóttur, þjóðhetju og
stangarstökkvara,
sem hefúr sest í
annað sæti á fram-
boðslista Vinstri-
grænna í suðvestur-
kjördæmi. Þórey talar um pólitíkina,
íþróttimar og dýrið í sjálfri sér. DV
fjallar ítarlega um yfirvofandi stríðs-
átök í heiminum í ljósi hinna frægu
spádóma Nostradamusar. Er heimur-
inn að farast og hvenær mun það
gerast? Rætt er við Sólveigu Þor-
valdsdóttur, forstöðumann Almanna-
vama, sem tjáir sig opinskátt um
breytingarnar á stofnuninni og sam-
skiptin við ráðamenn. Við lítum á
söguna af undarlegri bölvun sem
indíánahöfðingi á að hafa lagt á emb-
ætti Bandaríkjaforseta sem em kosn-
ir á ári sem endar á núlli. George
Bush er einn þeirra. PÁÁ