Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Geir Ólafsson og Kristófer Dignus Pétursson: Vörumerki Skjás eins Fólkiö í landinu stillir því upp. Ástþór Helgason: Sporbaugur Frumlegar lausnir á gömlum viöfangsefnum. Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í hönnun 2003: Forsendan er staðgóð menntun “Hönnunarmál voru ekki há- vœr í opinberri umrœðu á síðast- liðnu ári, fremur en árin þar á undan. Af einhverjum ástœöum hefur hin alþjóðlega bylgja um mikilvœgi hönnunar á öllum sviöum þjóðfélagsins enn ekki borist hingað til lands að neinu marki. Löndin í kringum okkur hafa þegar markað sér opinbera stefnu í þessum málum. Þaó höf- um við enn ekki gert, en mér sýn- ist ýmislegt benda til þess að breytingar séu í vœndum, “ segir Ásrún Kristjánsdóttir, gagnrýn- andi DV og formaður dómnefnd- ar í hönnun. „Fjölmiðlar hafa augljóslega verið að taka við sér, og beina nú sjónum æ oftar að þess- um þætti í menningarflórunni," heldur hún áfram. „Það hefur verið gaman að fylgjast með skrifum um hönnun í DV undanfarið, bæði yfirlitsgrein Guðmundar Odds Magnús- sonar í helgarblaði DV 1. febrúar og svar- grein Baldurs J. Baldurssonar innanhúss- arkitekts á mánudaginn var. Þar kom margt athyglisvert fram og öll umræða um hönnun er af hinu góða.“ ímyndin í hnotskurn „Ekki má heldur gleyma því sem vel er gert í sýningarsölum sveitarfélaganna, þar voru nokkrar eftirtektarverðar hönnunar- sýningar settar upp á árinu,“ segir Ásrún. „Og þá verð ég að minna á sýninguna á ungri norrænni hönnun í Norræna húsinu núna. Hún stendur upp úr því sem hér hefur sést lengi enda samsett af miklum metnaði af Form ísland og systurfélögum þess annars staðar á Norðurlönd- um. Þar sjáum við í hnotskurn þá ímynd sem nor- ræn hönnun hefur í augum annarra þjóða. Sú sýn- Bergþóra Guönadóttir: Göngusett Gæöavara fyrir útivistarfólk. Steinunn Siguröardóttir: Winter lceland Hún kynnti á síöasta ári nýja fatalínu meö íslensku þema. ing hefur farið sigurfór viða um heim og ástæða er til að hvetja áhugamenn um hönnun til að sjá hana.“ En ekki getur dómnefnd í hönnun eingöngu tek- ið mið af sýningum því hönnun lýtur ekki sömu lögmálum og t.d. myndlistarsýningar að þessu leyti. Hönnun eins hlutar fyrir framleiðslu getur tekið marga mánuði og tilgangurinn þar er að framleiða hlutinn, sýna hann og selja í verslunum. „Þó að hönnun og framleiösla séu i ýmsum greinum orðnar aðskildir þættir, þegar um fjölda- framleiðslu er að ræða, þá er ævinlega nauðsyn- legt að kunna góð skil á efnum og tækni,“ segir Ás- rún. „Þar að auki er staðgóð listmenntun forsenda árangursríkrar hönnunar." Meö Ásrúnu sitja í dómnefnd Torfi Jónsson og Ómar Sigurbergsson. Eftirtaldir aöilar eru tilnefndir til Menningar- verðlauna DV í hönnun að þessu sinni: Ástþór Helgason Tilnefndur fyrir silfur- og gullsmiði. Ástþór hef- ur verið mjög skapandi og ötull við að koma fram með nýjar hugmyndir og frumlegar lausnir á gömlum viðfangsefnum sem hann hefur sýnt í versluninni OR og á sýningum sem hann hefur tekið þátt í. Á síðustu árum hefur hann ásamt tveimur félögum sinum í faginu starfrækt verslun- ina OR við Laugaveg. Þar hefur þeim tekist að skapa andrúmsloft og umhverfi sem eftir hefur verið tekið, bæði af landsmönnum sjálfum og er- lendum ferðamönnum. Margar greinar hafa verið skrifaðar um OR í erlend tímarit. Má þar m.a. nefna stóra grein í hinu virta tímariti The Times á síðasta ári. Bergþóra Guðnadóttir Tilnefnd fyrir fatahönnun. Bergþóra er hönnuð- ur hjá hinu rótgróna íslenska fyrirtæki 66° Norður sem hefur um árabil framleitt gæðavöru fyrir úti- vistarfólk ásamt frístundaklæðnaði og búnaði fyr- ir björgunarsveitir. Fatahönnun á þessu sviði tekur til margra þátta þar sem efnisnotkun og tæknileg útfærsla skiptir sköpum. Einstak- lega vel hefur tekist til við endurhönnun á búningi fyrir Slysavamafélagið Landsbjörg sem tekinn var í notkun seint á síðasta ári. Göngufatnaður eftir Bergþóru úr háþróuðu efni frá bandarískum framleiðendum samein- ar alla þætti í stíl og notagildi. Á síðasta ári tvöfaldaðist velta fyrirtækisins. Geir Ólafsson og Kristófer Dignus Pétursson Tilnefndir fyrir grafiska hönnun. Meðferð þeirra félaga á vörumerki Skjás eins er dæmi um hugmyndaríka og ferska meðhöndlun á vörumerki. Við höfum séð merkið fljóta á og renna saman við íslenskan ólgusjó, falla ofan á sléttan vatnsflöt og skvetta, við höfum séð fólkið í landinu stilla upp merkinu fyrir fram- an myndavélina og setja upp þýðingarmikinn svip, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. Vel hönnuð markaðsetning sem hefur tekist að búa til ímynd íslenskrar sjónvarpsstöðvar. Steinunn Siguröardóttir Tilnefnd fyrir textíl og fatahönnun. Stein- unn er án vafa einn okkar virtasti hönnuður og einn af örfáum sem hafa verið í aðstöðu til þess að hafa alþjóðleg áhrif á stefnur og strauma í tískuhönnun. Hún stýrði m.a. prjónahönnunardeildinni fyrir Calvin Klein í sex ár. í dag er hún yfirhönnuður hjá hinu heimsfræga fyrirtæki La Perla á Ítalíu. Eftir að hún tók við stöðunni hefur hún aukið við framleiðslu fyrirtækisins, sem fram að því hafði verið þekktast fyrir framleiðslu á dýr- um undirfatnaði fyrir konur, og kynnti á síð- asta ári nýja fatalínu með íslensku þema. Á síðasta ári stofnaði hún einnig eigið fyrirtæki og setti í framleiðslu fatalinu úr eðalefnum með vöruheitinu Steinunn. Vörumerkið er selt í verslunum í hæsta gæðaflokki víðs vegar um heim. Tinna Gunnarsdóttir Tilnefnd fyrir listhönnun. Á hinni árlegu hús- gagnasýningu í Mílanó, Siera di mobile, hefur þátttaka hennar vakið sérstaka athygli síðastliðin tvö ár. Virt hönnunarblöð víðs vegar um heim kepptust við að skrifa um Tinnu og samstarfskonu hennar, Karen Chekerdjian. þegar þær í ár kynntu til sögunnar Rolling Stones, kúlulaga hirslur úr fjölbreytilegustu efnum, m.a. tré, plasti og málmi. Kúlurnar hafa ekki fastan samastað, eru á stöðugri hreyfingu og hafa áhrif á rýmið í kring- um sig. Þær geta líka brugðið sér í líki lampa, ver- ið skálar eða stytt mönnum stundir sem gesta- þrautir. Hið virta safn Kunstindustrimuseet í Kaupmannahöfn hefur eignast eina kúlu og er hún nú til sýnis á fastasýningu safnsins sem ætlað er að sýna framúrskarandi hönnun. Kúlunni er stillt upp í þeim hluta sýningarinnar sem fjallar um framtíðina. Tinna Gunnarsdóttir: Rolling Stones Kúlulaga hirslur á stööugri hreyfingu. Fágæti Á morgun kl. 16 verða róman- tískir tónleikar í Salnum í Kópavogi. Þar leika Martial Nardeau flauta, Greta Guðna- dóttir fiðla, Guðmundur Krist- mundsson víóla, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Hrafn- kell Orri Egilsson selló kvin- tetta eftir Franz Krommer og Friedrich Kuhlau sem aldrei hafa heyrst áður í lifandi flutn- ingi á íslandi. íslenskur flautukór Myrkir mús- íkdagar eru í fullum gangi. Á morgun kl. 15 verða kammer- tónleikar í Borgarleikhús- inu þar sem leikin verður tónlist eftir Charles Ross. Á sunnudaginn kl. 15 leikur svo íslenski flautukórinn á sama stað. Alls teljast til flautukórs- ins 16 silfurlitaðar flautur sem munu hljóma saman á vörum allra helstu flautuleikara lands- ins Finnsk bók- menntakynning Á morgun kl. 16 kynna Sari Páivárinne, sendikennari i finnsku við Háskóla íslands, og Hannele Jyrkká nýútkomnar finnskar bækur og nýja strauma í finnskum bókmennt- um í Norræna húsinu. Rithöf- undurinn Petri Tamminen (f. 1966) les upp og kynnir höfund- arverk sitt á sænsku. Hann hef- ur verið kallaður meistari hinn- ar gagnorðu setningar og meitl- uðu gamansemi. Kóngurinn sem vildi fleira en krúnu í Norræna húsinu kl. 14.15 á sunnu- daginn verður sýnd norska bíómyndin Kóngurinn sem vildi fleira en krúnu frá 1999 eftir handriti Lars Saabye Christen- sen, handhafa bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Þetta er nútíma dæmisaga um kóng sem villist frá höllinni sinni, hún er fyrir alla aldurshópa og er frítt inn. Borgfirðinga- hátíð í kvöld koma Borgfirðingar og Mýramenn vaðandi á skítug- um skónum inn á Broadway í Reykjavík og taka þar öll völd á Borgfirðingahátíð. Þetta er fjöl- menningarhátíð af bestu sort þar sem þeytt er saman rjóman- um af því sem er að gerast í borgfirsku menningarlífi, söng, leik og kvikmyndum. Á eftir verður dansleikur með Stuð- bandalaginu. Norræni sumarháskólinn Kl. 12.05 í hádeginu á mánudag verður Norræni sumarháskólinn kynntur i matsal Reykjavíkur- Akademíunnar á 4. hæð í JL-hús- inu við Hringbraut. Sumarskól- inn er vettvangur þar sem ákveð- in þemu eru rædd þverfaglega. Hver námshringur starfar um þriggja ára tímabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.