Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 M agasm r>v .Heimurinn sem ég lifi í hefur minnkaö, nú snýst tilvera mín um fjölskylduna og hið smáa. Eg til dæmis elska það að fara á fætur með syni mínum á morgnana, klæða hann og fara með honum í leikskólann," segir Bubbl meðal annars hér í viötalinu. Magasín-mynd GVA Á föstudagsmorgni í febrúar stendur Jón forseti vaktina á Aust- urvelli. Ástin var yfir og allt um kring í lífi hans, enda beið Ingibjörg kona hans heima á íslandi ótalmörg ár i festum meðan hann duílaði og daðraði suður viö Eyrarsund. Hún elskaði forsetann. Það er gott að elska. Svo söng Bubbi Morthens, sem í þessum orðum vindur sér inn um hringdymar á Borginni, þar sem ég sit í anddyrinu. Úti er fimb- ulkuldi en okkar maður er vel kæddur. Með húfu á höfðinu eins og rússneskur marskálkur. Það kemst ekki kuldi á skallann. En mest um vert er að hafa hlýtt hjarta og elska. Eins og Bubbi gerir. Faðmlagið liggur í orðinu „Ég ætla að einblína á ástina,“ segir Bubbi, þegar við höfum sest við katFiborðið á Hótel Borg. Brasil- íukafFið í bollunum er snarpheitt, rétt eins og ástin getur orðið á góð- um dögum. Tilefni samtals okkar eru tónleikar kóngsins sem nú eru að hefjast og verða þeir einmitt haldnir á Hótel Borg. Sex kvöld- skemmtanir eru fyrirhugaðar og sú fyrsta verður laugardagskvöldið 28. febrúar. Yfirskrift tónleikanna er ekki ákveðin „... en það hljómar vel að segja bara kósýkvöld með Bubba. Orðið kósý hefur svo fallegan hljóm. Faðmlagið liggur í orðinu," segir okkar maöur sem kveðst á þessum tónleikum ætla að flytja ástarlög - og texta frá ferli sínum. Allt frá ís- bjamarblús til sinnar nýjustu plötu, Sól að morgni sem kom út fyrir síð- ustu jól. Auk ýmissa fleiri laga sem öll eiga það sammerkt að vera róm- antísk. Mörg hundruð rósir í rúmi og tíma hefur Hótel Borg skipað stóran sess i lífi Bubba. Hér spilaði hann kornungur á kassagit- arinn þegar hann var meðal Vísna- vina og hér stigu Utangarðsmenn sín fyrstu skref í kringum 1980. Troðfylltu salinn á sinni fyrstu skemmtun, öllum að óvörum. Korn- ungur segist Bubbi hafa farið að venja komur sínar á Borgina og drekka kaffi með gáfuspírum eins og Jónasi stýrimanni, Jónasi Árna- syni og Ása í Bæ. Og smollið inn i kompaní þeirra. Borgin kemur víðar við sögu í líFi Bubba. „Hér dönsuðu mamma og pabbi endur fyrir löngu, hér söng Haukur frændi og þegar ég var ný- kominn úr Svíþjóðardvöl árið 1985 sá ég hér unga stúlku. Vissi um leið að hún yrði konan min. Þetta var Brynja. Löngum stundum sat ég við borð hér úti í horni og horfði á hana. Lét senda til hennar mörg hundruð rósir sem hún hafði lengi framan af ekki hugmynd um hvað- an komu. Á endanum giftist hún mér.“ Atlasgormar og ung- mennafélög Það var á því herrans ári 1930 sem Hótel Borg var tekin í gagnið. Eigandi hennar og hótelstjóri var Jóhannes Jósepsson glímukappi. „Jóhannes varð algjört ædól í æsku minni og ég drakk í mig söguna af honum sem Stefán Jónsson skráði,“ segir Bubbi. „Þetta var maðurinn sem fór út í hinn stóra heim og glímdi óhrædd- ur við hvern sem er. Var eins og og Arnold Schwarzenegger og er á myndum með kreppta hnefa og Atla- s-gorma. Hann átti í byrjun síðustu aldar stóran þátt í stofnun ung- mennafélaganna sem voru mikils- verð í sjálfstæðisbaráttunni. Þegar hann kom heim byggði hann Borg- ina og gerðist síðan forfallinn lax- veiðimaður, eins og ég er,“ segir Bubbi. Með þessum orðum endurspeglast enn betur hve samgróið sálu hans þetta flottasta hótel borgarinnar er. Heimurinn snýst um hið smóa Tónleikar með Bubba hafa gjam- an verið annað og meira en söngur hans og gítarspil. Inn á milli hefur hann komið með hárbeittar ádeilur í allar áttir á meinsemdir samfélags- ins sem hann sér. Hinir árlegu Þor- láksmessutónleikar eru þar órækur vitnisburður um. „í dag er ég mörgum árum eldri en þegar ég var sem reiðastur út í heiminn og hef mikið þurft að éta ofan i mig. Heimurinn sem ég lifi I hefur minnkað, nú snýst tilvera mín um fjölskylduna og hið smáa. Ég til dæmis elska það að fara á fætur með syni mínum á morgnana, klæða hann og fara meö honum í leikskólann," segir Bubbi. „Engu að síður er margt í þjóðfé- laginu sem mér líkar ekki, eins og til dæmis skammsýni ráðamanna varðandi náttúruna. Að íslendingar ætla að styðja Bandaríkjamenn sem nú eru að fara í stríð af villi- mennsku og ofbeldi. Og þessu stýrir forseti sem er kjörinn af minnihluta þjóðar sinnar og á met í aftökum, meðal annars á þroskalieftum, böm- um og geðsjúkum. Þetta heimsveldi sem hann stýrir er í fjörbrotunum." Heimurinn svarthvítur En hvað sem öðm líður í hverful- um heimi þá segist Bubbi að mörgu leyti viðurkenna að Davíð Oddsson sé ekki sem verstur sem landsfaðir .. hvað sem hver segir,“ eins og hann kemst að orði. „Hann hefur gert margt þrælgott og ég hef séð að heimurinn er ekki alveg svarthvítur. En ég hef aldrei sagt Davið að mér líki ágætlega við hann en ætti samt að gera það. Nógu mikið hef ég kastað skít í hann,“ segir Bubbi sem er orðið heitt í hamsi í tölu sinni. KafFið í bollunum okkar er hins vegar ofur- lítið farið að kólna. Viðsjár í heimi Goðsagnir og veruleiki vitna um aö í styrjöldum sé ástarlif mann- skepnunnar fjörlegt sem aldrei fyrr. Þetta var raunin til að mynda í Flóabardaga fyrir þrettán árum en þá var í fréttum greint frá því að aldrei hefðu fleiri smokkar flotið í holræsakeríi Lundúnaborgar. YFn þessari frásögn skemmtum við Bubbi okkar. Erum sammála um aö við þær kringumstæður og viðsjár sem nú eru í hinum háska- lega heimi séu vel við hæfi - raunar sem aldrei fyrr - að hann syngi um ástina. „Ég vil fá pör og hjónafólk á kósý- kvöldin, þar sem ég ætla að gera mitt allra besta þótt ég geti engu lof- að um hver útkoman verði. En von- andi verður kvöldstundin yndisleg." Fríríki með fjölda hliða Glaðhlakkalegir bisnessmenn æskunnar, sem sátu við hringborið í hinum salnum á Borginni, eru staðnir upp. Við höfum fylgst með þeim í fjarlægð. Úr fjarska hefur einnig verið fylgst með okkur Bubba, þar sem andspænis okkur stendur ungur myndatökumaður sem er að draga að sér efni í heim- ildamynd um þennan konung ís- lenskrar alþýðutónlistar. Mann sem er að mörgu leyti eyland í þjóðfélag- inu og erFitt að marka á einhvern bás. Hann er friríki - en þó með fleiri hliðar en flestir aðrir. „I lögum mínum og textum hef ég alltaf leitast við að skoða þjóðfélagið frá mörgum hliðum. Ég varð fyrstur manna til þess að gera texta um kynferðisofbeldi. í laginu Menn að hnýta snörur söng ég um sjálfs- morðin,“ segir Bubbi. „En nú ætla ég að syngja um ástina, sem er mik- ilvæg og er eitt af helstu fúntí- mentölum mannlífsins. En það taka þvi ekki allir svo. Faðmi maður ein- hvern þann sem okkur er kær er eðli íslendingsins hreinlega að stirðna allur upp af skelfingu. Þetta er sjúklegt. Ástin er besta veganesti sem nokkur maður getur fengið." -sbs Mnnncín twwCtyciDn I ** Simi 550-5000 Útgefandi: Útgáfufélagið DV ehf., Skaftahlíð 24. Ábyrg&armenn: Óli Björn Kárason og Jónas Har- aldsson. Umsjónarmaöur: Stefán Kristjánsson. sk@magasin.is Blaðamaður: Siguröur Bogi Sævarsson. sighogi@magasin.is Auglýsingar: Katrin Theódórsdóttir - kata@dv.is og Inga Gísla - inga@dv.is Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Dreifing: Póstdreifing ehf. Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæðinu og til áskrif- enda DV úti á landi. en þaó hljómar vel aö segja bara kósýkvöld meö Bubba. Oröiö kósý hefur svo fallegan hljóm. Faömlagiö liggur í oröinu/7 Borgin Bubbi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.