Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 M agasm DV Linda Darnell Linda Damell þótti ein glœsilegasta leikkonan í Hollywood á fimmta áratugnum. Gcefan fylgdi henni þó að- Linda Darneli áttl nokkur ár á toppnum í Hollywood en síöan lá lelöln niöur á viö. Síðustu árln glímdl hún vlö áfengis- og Qárhagsvandamál. Unda óölaðist frægö ffyrir myndlna Forever Amber sem var þó ekki hennar besta mynd. stúlku en barnið varð ekki til að laga samband þeirra og þau skildu tveimur árum síðar. Linda var mjög illa stæð fjár- hagslega. Fjármálastjóri hennar hafði ekki staðið skil á opinber- um gjöldum og bakskattar urðu þung byrði. Þetta var upphafið að fjárhagserfiöleikum sem leikkon- an átti eftir að stríða við það sem hún átti eftir ólifað. Fox endm'- nýjaði ekki samning við leikkon- una og henni gekk illa að fmna hlutverk við hæfi Hún giftist á ný bjórframleið- anda en hjónabandið entist ein- ungis í rúmt ár. Eiginmaöurinn kenndi drykkju Lindu um mis- sætti þeirra. Þriðji eiginmaður- inn var flugmaður og það hjóna- band stóð í fimm ár. Þegar þau skildu sakaði Linda eiginmann sinn um að hafa valdið sér sálar- angist, ítrekað niðurlægt sig og eignast bam fram hjá með evr- ópskri leikkonu. Hann sagði hana hafa verið sídrukkna og ekki reynt að einbeita sér að sambandi þeirra. Eldur grandar Linda var rúmlega fertug, pen- ‘ ingalaus og atvinnulaus. Hún fékk þó vinnu í sumarleikhúsum en eina kvikmyndahlutverkið var í mynd sem hét Black Spurs þar sem Rory Calhoun og Terry Moore fóru með aðalhlutverk. Eftir leik sinn í þeirri mynd hélt hún til Chicago og þar heimsótti hún fyrrverandi ritara sinn og vinkonu, Jeanne Curtist, sem hún gisti hjá. Kvöld eitt tók Linda eftir því að sýna átti Star Dust, eina kvikmynda hennar, í sjónvarpi, og hún horfði á hana ásamt Jeanne og dóttur hennar. Þegar myndinni lauk lagðist Linda til svefns í sófanum en Jeanne fór upp í svefnherbergi ásamt dóttur sinni. Linda sofnaði þar sem hún hélt á logandi sígar- ettu. Á skömmum tíma varð her- bergið alelda. Jeanne og dóttir hennar vöknuðu í miklum reyk og tókst að bjarga sér úr íbúð- inni. Nágranni sem heyrði vein Lindu reyndi að koma henni til hjálpar með því að brjóta rúðu en logarnir vörnuðu honum inn- göngu. Slökkviliðsmenn fundu Lindu loks þar sem hún lá í hnipri bak við sófann. Hún var lifandi en meðvitundarlaus. Hún var flutt á sjúkrahús. Sextán ára dóttir hennar kom að sjúkrabeði hennar og Linda komst til með- vitundar stutta stund en gat ekki tjáð sig við dóttur sína. Eftir rúma sólarhringslegu á sjúkra- húsinu lést Linda. Hún var 42 ára. Slysalegur dauðdagi Lindu Darnell varð til þess að fjölmiðl- ar gerðu Hollywood-ferli hennar vegleg skil og höfðu mörg orð um leikkonuna sem lést á þann hörmulega hátt sem hún gat síst hugsað sér. -KB Unda tll vlnstri í myndlnnl Star Dust. Þaö var myndin sem hún var aö horfa á síðasta kvöldlö sem hún lifðl. Peningaáhyggjur og afengisvandamal Áriö 1946 keypti Fox-kvik- myndaverið kvikmyndaréttinn að metsölubókinni Forever Am- ber. Mikil leit fór fram að leikkonu í aðalhlutverkið. Rúm- lega 200 leikkonur, þekktar og óþekktar, voru prófaðar í hlut- verkið áður en Peggy Cummins var ráðin. Fljótlega kom í ljós að hún réð engan veginn við það og Linda tók við og varð um leið mest auglýsta leikkona Hollywood. í einu atriði myndar- innar átti persóna hennar að leita útgönguleiða úr eldi. Linda var of hrædd til að geta leikið og leikstjórinn varð að draga hana á svið. Gagnrýnendur tóku mynd- inni illa en hún skilaði hagnaði. Linda var tuttugu og fímm ára þegar hún lék í myndinni. Hún var orðin heimsfræg leikkona er hún tók sér frí frá kvikmynda- leik í tilraun til að bjarga hjóna- bandinu. Hjónin ættleiddu litla prufutöku sem tókst Ijómandi vel. Hún var ráðin til starfa og nafni hennar breytt í Lindu Darnell. Hræðsla vi& eld Hún naut mikilla vinsælda fyr- ir myndir sem hún lék í ásamt Tyrone Power, þar á meðal Merki Zorros og Blóð og sandur. í myndinni Anna og konungur- inn frá Síam lék hún konu sem brennd var á báli. Linda var haldin ákafri hræðslu við eld og hún sagði við blaðamann aö þetta væri sá dauðdagi sem hún vildi síst af öllu þola. Hún ving- aðist við kvikmyndatökumann- inn Peverell Marley sem haföi kvikmyndað fyrstu þrjár myndir hennar. Hann var þrígiftur og þrífráskilinn og var tuttugu og tveimur árum eldri en hún. Þau giftust þegar hún var nítján ára. „Hann er maðurinn sem ég vil,“ sagði Linda, „ég þarfnast eldri manns til að leiðbeina mér.“ eins skamma stund og hún lést rúmlega fertug í eldsvoða. Móður Lindu Darnell hafði dreymt iim að verða Hollywood- stjarna. í stað þess varð hún eig- inkona og móðir fimm barna. Eitt þeirra bar af sökum fegurð- ar. Það var lítil stúlka, Monetta Eloyse. Monetta fæddist árið 1923 og var einungis ellefu ára þegar hún fór að sýna tískufatnað að frumkvæði móður sinnar sem sagði henni að ljúga til um aldur sinn og segjast vera sextán ára. Hin metnaðarfulla móðir inn- ritaði dóttur sína í leiklistar- skóla, harðákveðin í að ná því markmiði sínu að gera dóttur sína að stórstjörnu. Monetta komst í reynslutöku hjá Fox- kvikmyndaverinu en hún þótti of ung til að vera brúkleg. Þegar hún var orðin sextán ára var haft samband við hana frá kvik- myndaverinu og hún fór aftur í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.