Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MM Fréttir nv Hreinn Loftsson segist fyrst hafa heyrt um Jón Gerald í janúar í fyrra: Stjóraarfopmaður Baugs lýgur - segir Jón Gerald Sullenberger og segir Baugsmenn líka hafa boðiö sér mútur „Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, lýgur því eins og honum sé borgað fyrir það,“ sagði Jón Gerald Sullenberger í samtali við DV síðdegis í gær vegna orða Hreins um að hann hafi fyrst heyrt nafn Jóns í janú- ar í fyrra. Hann segir að vanga- veltur um meintan mútuburð Baugsmanna á forsætisráðherra sé sama „taktík" og þeir hafi not- að á sig er þeir hafi boðið sér fé. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, hafnaði í gær frá- sögn forsætisráðherra um 300 milljóna mútugreiðslur og segir hana fráleita. Hann staðfesti jafnframt í samtali við Ríkisút- varpið í gær að hann hefði fyrst heyrt af Jóni Gerald Sullen- berger á fundi með forsætisráð- herra í janúar í fyrra. í Morgun- blaðinu í morgun er þetta endur- tekið. - Hreinn segist aldrei hafa heyrt minnst á „þennan Jón Ger- hard“ fyrr en á fundinum með Davíð. Við heimkomuna frá London hafi hann spurst fyrir um það hjá Baugi hvort menn könnuðust við manninn. „Þá kom í ljós að hann hét Jón Ger- ald og var Sullen- berger," segir Hreinn í Mbl.-við- talinu. í Fréttablaðinu á laugardag er vitnað í fund sem Davíð er sagður Hreini Loftssyni Jón Gerald Sullenberger. hafa átt með í London 26. janúar 2002. - „Hreinn sagði að Davíð hefði þar nafngreint Jón „Gerhard" og fyrirtækið Nor- dica, sem ætti i vafasömum við- skiptum við Baug,“ segir í um- fjöÚun Fréttablaðsins. „Okkar maðuru „Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir kynntu mig fyrir honum árið 2000 inni á skrifstofu í höfuðstöðvum Baugs,“ segir Jón Gerald. „Þeir sögðu við Hrein; - Þetta er Jón Gerald, okkar maður í Bandaríkj- unum. Síðan tók ég í spaðann á honum. Ég get staðfest þetta hér og nú að Hreinn Loftsson er að ljúga því að hann hafi ekkert kann- ast við mig fyrr en Davíð nefndi mig á nafn. - Það er bara kjaftæði! Það er með ólík- indum að svona menntaður og skynsamur maður skuli fara þessa leið. Hann er að reyna að hanga á einhverju og hann veit að „he is going down“, það er ekkert flókn- ara en það. Ég veit ekki hvaða tilgangi frétt- in í Fréttablaðinu á laugardaginn átti að þjóna,“ sagði Jón Gerald. Hann segir að svo virðist sem Baugsmenn séu að reyna að klóra í eitthvað meðan það er hægt. „Blaðamaðurinn hringdi í mig að fyrra bragði og ég sagði við hann aö ég hefði ekkert við þá að tala. - Þið eruð svo skítugir og tengdir þessum Baugsmönnum, sagði ég, en þá spyr hann hvemig Davíð Davíð Oddsson. hafi vitað um mig í janúar. Ég kom alveg af fjöllum og sagði bara; hvað ertu að tala um dreng- ur! Ég sagði að ef hann vissi um mig þá hlyti það að koma frá Hreini Loftssyni sjálfum eða Tryggva Jónssyni. Þá spurði hann - Hvernig er með þessa lögreglu- rannsókn, hvernig gengur hún? Ég sagðist ekkert geta tjáð mig um það mál.“ Fleirum boðnar mútur - Er Davíð að vaða einhvern reyk í sínum máiflutningi í út- varpinu í gær eða hefur hann eitt- hvað fyrir sér um meint tal um mútur? „Ég efast ekkert um að hann hefur eitthvað fyrir sér. Þetta er sama taktík og þeir hafa notað á mig og boðið mér fé. Þetta kemur mér því alls ekkert á óvart,“ segri Jón Gerald Sullenberger. Ekki hefur náðst í Hrein Lofts- son þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í morgun. -HKr. Logn og blíða Þrátt fyrir hjaðningavígin í stjórnmálaumræðunni lætur almenningur líða úr sér í hlýindinum sem ganga yfir landið, svo sem undir Esjunni. Fyrirspurnatími ráðherra á Alþingi í gær: kkiorðum meiitar mútur Ekki var minnst einu orði á meintar tilraunir forstjóra Baugs til þess að bera fé á Davíð Oddsson for- sætisráðherra í fyrirspurnatíma ráðherra á Alþingi í gær. í gær var útlit fyrir að Davíð Oddsson yrði fjarstaddur í fyrirspurnatímanum en það breyttist í morgun. Ekki kom þó til þess að hann yrði spurður út í ummæli sín. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að þau tíðkist nú mjög hin breiðu spjótin og sér finn- ist atburðimir mestan part dapur- legir: „AUt frá Borgamess-ræðu Ingibjargar Sólrúnar og í gegnum hnútukast og fréttaflutning síðustu daga. Og það tók eiginlega steininn úr í [gærjmorgun. Ég hef verið mjög tregur til að fara efnislega inn í þessa umræðu einfaldlega vegna þess að maður hefur svo veikar forsendur til þess því að upplýsingarnar eru hálf- kveðnar vísur, uppsláttarkenndur fréttaflutningur og jafnvel vitnað í tveggja manna tal og hvaðeina," seg- ir Steingrímur. „Mér er líka ofar- lega í huga að þetta tengist opin- berri rannsókn meintra brotamála og við þær aðstæður held ég að sé hyggilegt að segja minna en meira. Að síðustu finnst mér þetta dapur- legt ef svona hlutir hirða athyglina í aðdraganda kosninganna því að það er náttúrlega alveg ljóst að önnur málefni - ef þetta telst þá til málefna - þau hverfa í skuggann. Það er ekki mikiö verið að ræða fátækt eða kjör þeirra sem minna mega sín í land- inu, það fæst lítil athygli á slíka um- ræðu.“ Steingrímur J. segir að þegar nið- urstaða sé fengin hjá þar til bærum yfirvöldum sé kannski kominn timi á að stjórnmálamenn setjist niður og fari yfir þessi mál í heild sinni, með það í huga að bæta löggjöf eða framkvæmd mála og læra þannig af því sem kunni að hafa farið úrskeið- is. -ÓTG Hálfkæringur eða ekki orð: Jón flsgein varð tvísaga Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, varð í gær tvísaga um það hvort hann hefði ein- hvem tímann vakið máls á því að greiða Davíð Oddssyni 300 milljónir króna. í viðtali við DV snemma í gærmorgun sagði Jón Ásgeir: „Allt sem vitnað er til minna orða er hrein og klár lygi.“ Hann var í kjölfarið spurð- ur hvort hann hefði ekki einu sinni nefnt greiðslur til Davíðs í hálfkæringi og svaraði: „Ég veit ekki hvort menn hafi nefnt svona í gríni, en það hefur ekki verið frá mér komið.“ Hreinn Loftsson staðfesti síðan hins vegar að Jón Ás- geir hefði viðhaft þessi um- mæli: „Ég sagði [Davíðj að Jón Ásgeir hefði sagt í hálf- kæringi hvort ekki væri rétt að láta hann fá 300 milljónir inn á reikning í útlöndum eins og sagt væri að Kári Stefánsson hefði gert, en ljóst var að engin alvara var að baki þar enda trúir enginn slíkum sögu- sögnum," sagði Hreinn við DV í gærmorgun. í hádegisfréttum Bylgj- unnar í gær sagðist Jón Ás- geir fyrst ekki hafa sagt þetta en sagði síðar í viðtal- inu að hann hefði kastað því fram í gríni. Ekki náðist aftur í Jón Ásgeir í gær til þess að bera undir hann þessi mis- vísandi ummæli. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að óhjákvæmilegt sé að stefna forsætisráðherra fyrir meiðyrði. „Þótt ummælin dæmi sig vissu- lega sjálf þá er nauðsynlegt að dómstólar fái að fjalla um rétt al- mennra borgara sem eru bornir slíkum dæmalausum ásökunum af æðsta yfirmanni íslenskrar stjórn- sýslu. Það má ekki viðgangast að maður sem gegnir slíkri stöðu geti ákært og dæmt borgara þessa lands í beinni útsendingu," segir í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs. Forstjóri Baugs: Segist stefna páðherranum Jón Asgeir Jóhannesson. Jón Ásgeir Jó- hannesson, for- stjóri Baugs, sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna um- mæla forsætisráð- herra í viðtali við Óðin Jónsson á Morgunvakt Ríkis- útvarpsins í gær. „Ummæli for- sætisráðherra íslands um mig persónulega, og það fyrirtæki sem ég veiti forstöðu, eru þess eðlis að mér er óhjákvæmilegt annað en stefna ráðherranum fyrir meiðyrði. Þótt ummælin dæmi sig vissulega sjálf þá er nauðsynlegt að dómstólar fái að fjalla um rétt almennra borgara sem eru bornir slíkum dæma- lausum ásökunum af æðsta yfir- manni íslenskrar stjórnsýslu. Það má ekki viðgangast að maður sem gegnir slíkri stöðu geti ákært og dæmt borgara þessa lands í beinni útsendingu," segir Jón Ásgeir Jó- hannesson. -HKr. Hreinn Loftsson um „lekann11: Tugir manna með gögnin ■LIJJJ n Hreinn Lofts- son, stjórnarfor- maður Baugs, seg- « 4. ir að það verði 1, y- skoðað þegar hann komi til [!&, Æ landsins hvernig I trúnaöargögn inn- H^r an úr stjórn Loftsson. Baugs hafi komist í hendur Frétta- blaðinu. Blaðið birti á laugardag- inn ljósrit úr fundargerðum stjórnarinnar og tölvupóst frá Hreini til stjórnarmanna og helstu stjórnenda fyrirtækisins. Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og stjórnarmaður í Baugi, sagði í DV í gær að augljóst væri að trúnaðarbrestur hefði orðið innan stjórnarinnar og að rann- saka ætti málið. „Það verður skoðað þegar ég kem til baka hvernig það hefur allt gerst,“ segir Hreinn. „Auðvit- að eru þetta trúnaðargögn og það verður að skoða með hvaða hætti þetta hefur borist blaðinu. En það eru tugir manna með þessi gögn í sínum fórum,“ segir Hreinn. -ÓTG Fundur Hreins og Davíös: Ekki tveggja manna tal lllugi Gunnarsson. Ulugi Gunnars- son, aðstoðarmað- ur Davíðs Odds- sonar segist hafa verið viðstaddur fund þeirra Dav- íðs og Hreins Loftssonar, stjórn- arformanns Baugs, í Lundún- um i janúar í fyrra. Ulugi segir að frásögn Dav- íðs af fundinum sé sönn og rétt. Eftir að greint var frá þessu í gær sendi Hreinn frá sér yfirlýs- ingu og mótmælti fullyrðingu 111- uga. Þeir Davíð sátu að hans sögn einir á tveggja til þriggja klukkustunda löngum fundi á hótelherbergi um hádegisbil; 111- ugi hafi ekki verið þar en hins vegar snætt með þeim kvöldverð þann sama dag. Sem kunnugt er heldur Hreinn því fram að frásögn Davíðs af fundi þeirra sé öldungis fráleit; það hafi verið alveg ljóst að engin alvara hafi verið á bak við um- mæli Jóns Ásgeirs. -ÓTG -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.