Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003
Fréttir
Forsætisraöherra
heldur fast
viö harðar
ásakanir stnar á
hendur Baugs-
mönnum:
a" >3!
\ ’úl
wmmi
áriy .
I i, ■
■
' m
..V;..
U0;"'
Þetta var
enginn
hállkæpingup
Ár ef ekki áratugir eru síðan
viðlíka sprengju hefur verið varp-
aö inn í íslensk stjórnmál og
þeirri sem Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra varpaði í viðtali við Út-
varpið í gærmorgun. Stjórnarfor-
maður Baugs hefði borið sér þau
tíðindi að forstjóri fyrirtækisins
hefði vakið máls á því að hugsan-
lega væri velvild Davíðs föl fyrir
300 milljónir króna.
Viðbrögð Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar í gær voru misvísandi:
fyrst sagðist hann aldrei hafa sagt
þetta, ekki einu sinni í hálfkær-
ingi, en síðan staðfesti hann orð
Hreins Loftssonar, sem sagði að
Jón Ásgeir hefði einmitt sagt þetta
í háifkæringi. Davíð Oddsson leit
hins vegar ekki svo á.
Óumdeilt er að orðin voru látin
falla. Kjami málsins er hvort þau
hafi verið kæruleysislegt grín eða
dauðans alvara.
Raunverulegur vilji
Davíð Oddsson segir að það sé
óhugsandi að um grín hafi verið
aö ræða.
„Nei, ekki eins og þetta var
kynnt og ekki eins og viðbrögðin
voru hjá þeim sem var rætt við
um þetta mál. Það var alls ekki
svo. í mínum huga er það algjör-
lega ótvírætt að þarna var verið
að lýsa vilja sem lá fyrir.
Ég tel þó - og leyfi mér að trúa
því - að sá sem gerði mér grein
fyrir þessu, hann hafi ekki verið
að flytja tilboð um mútur með
þessum hætti, því aö þó að hann
tali núna af einhverjum ástæðum
um að þetta hafi verið sagt í hálf-
kæringi, þá gerði hann það ekki
þarna heldur lýsti sömu niður-
stöðu og ég: fordæmingu á hug-
myndum af þessu tagi.
Og hann sagði einmitt, að á því
augnabliki [þegar vakið var máls
á þessu; innsk. blm.] hefði hann
ákveðið að segja af sér sem for-
maður stjórnar Baugs, þó að það
álit virðist hafa breyst þegar hann
kom heim til sin því að hann sagði
sig nokkrum dögum seinna úr
einkavæðingarnefndinni með
undarlegu orðalagi í minn garð
sem ég átti erfitt með að skilja.
Mér fannst það frekar vera skrifað
fyrir einhvern markað sem hann
var að vinna fyrir heldur en al-
menn sjónarmið.
Þannig að í mínum huga var
verið að koma á framfæri - eða að
minnsta kosti verið að kynna ná-
kvæmlega - vilja sem væri fyrir
hendi og að því er virtist peninga
sem væru fýrir hendi eins og ekk-
ert væri, og aðferðir sem eru öllu
venjulegu fólki framandi."
„Enginn stenst 300 milljónir11
Davíð hefur eftir Hreini að
hann hafi sagt Jóni Ásgeiri að
ekki þýddi að bera fé á forsætis-
ráðherrann, en Jón Ásgeir hafi
svarað að enginn maður á íslandi
gæti staðist 300 milljónir króna.
„Þá sagði ég eftir nokkra um-
hugsun að maður hlyti að velta
fyrir sér að maður sem væri tilbú-
inn til þess að reyna að bera fé á
forsætisráðherrann með þessum
röksemdum, að það stæðist eng-
inn svona upphæðir, hvað væri
hann búinn að gera áður en að því
kæmi og á hverja væri hann bú-
inn að bera fé?
Mér fannst minn fyrrum aðstoð-
armaður taka undir þetta þegar
hann lýsti því yfir að á þessu
augnabliki hefði hann ákveðið að
segja af sér sem formaður stjómar
Baugs. Og eins og menn sjá af
þessari lýsingu þá kom hálfkær-
ingur ekkert inn í þessa mynd.
Það er skýring sem er fundin eftir
á,“ segir Davíð.
Fyrsta tilraun?
Fyrstu viðbrögð forsætisráð-
herra við orðum Hreins bera með
sér að hann velti fyrir sér hvort
fleirum hefðu verið gerð álíka til-
boð. „Maður hefur tilhneigingu til
þess að hafa áhyggjur af því,“
svarar Davíð spurður um þetta.
- Það þarf sterk bein til þess að
neita 300 milijónum.
„Ja, það sagði þessi maður við
Hrein, að það gæti enginn gert á
íslandi. 300 skattfrjálsar milljónir
sem þú gætir haft sporlaust hvar
sem þú vildir. Það hefði að vísu
vafist fyrir mér að nefna reikn-
inga og annað þess háttar því að
ég kann ekki á kerfið.“
Meiðyrðamál
Jón Ásgeir hefur lýst því yfir að
hann ætli að höfða meiðyrðamál á
hendur Davíð vegna ummæla
hans. Þvi liggur beint við að
spyrja hvort Davíð telji að um-
mæli sín séu ærumeiðandi fyrir
Jón Ásgeir.
„Ég er að lýsa samtali við trún-
aðarmann á hans vegum, sem ég
hlusta á í vitna viðurvist, og ég
ákveð að greina frá því eftir að
Viðtal
Ólafur Teitur
Guðnason
blaöamaður