Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003
Ferðir
JOV
Di^ór Guðbjartsson ætlar í
trra mánaða ferðalag um Evrópu
lok sumars.
og N-Afríku
é | ‘ ."g ■\ m i
^ fW , ■ /J‘ - '5- /? tSÆ.
25.000 BwmBlpar á mótoHiiói
Bensínstöð á leiðinni tll Zagora, Marokkó
Hér er ekki hægt aö fá pylsu og kók, aöeins biátt 88 oktana bensín sem
geymt er í 200 lítra ryöguöum tunnum. Eldsneytisskortur er daglegt brauö á
þessum slóöum.
í lok sumars ætlar Jakob
Þór Guðbjartsson í fjög-
urra mánaða ferðalag um
Evrópu, V-Asíu og N-Afr-
íku. Hann œtlar að ferðast
um Noreg til Svíþjóðar og
Danmerkur. Þaðan til Lit-
háens, Hvíta-Rússlands,
Úkraínu, Rúmeníu,
Búlgaríu, Grikklands,
Tyrklands, Sýrlands,
Jórdaníu, Líbanon, Eg-
yptalands, Libýu, Túnis,
Alsírs og Ítalíu. Jakob seg-
ist œtla að vera fjóra
mánuði á ferðinni og að á
þeim tíma leggi hann
tuttugu og fimm þúsund
kílómetra að baki.
„Eg fékk þá flugu í höfuðið fyr-
ir rúmu ári aö fara í langt ferðalag
með það að markmiði að ferðast
um Sahara-eyðimörkina,“ segir
Jakob Þór Guðbjartsson, mótor-
hjólakappi og ævintýramaður.
Jakob var þá nýkominn úr mótor-
hjólaferð um Marokkó þar sem
hann hjólaði um Atlasfjöllin og
vesturhluta Sahara.
„Þegar ég hjólaði um Marokkó,
haustið 2001, fékk ég nasaþefmn af
eyðimerkurferðalögum á mótor-
hjólum, Marokkó var dýrmætur
skóli fyrir það sem koma skal.“
Jakob segir að þrátt fyrir að marg-
ir félagar hans viti af áætluninni
hafl enginn þeirra sýnt áhuga í
verki. „Fjórir mánuðir eru langur
tími frá fjölskyldu og vinum. Ég
skil þá að vissu leyti og tekst því
á við verkefnið einn. Það er alveg
sérstök tilfmning að ferðast einn
og ég lít á þessa ferð sem andlega
og líkamlega hleðslu. Fólk skortir
oft snertingu við sjálfið og veit
ekki hvað það getur boðið sjálfu
sér. Ég mun fljótlega komast að
því hvað í mér býr. Það sem hóp-
ar líta á sem sjálfsagðan hlut get-
ur orðið að heljarinnar höfuöverk
fyrir sólóista, til dæmis þaö að
skilja við hjólið í vafasömu hverfi,
bæta dekk, eða gista einn úti í
svartri eyöimörkinni. í hóp ertu
öruggari en ókosturinn við hópa
er aftur á móti sá að þeir eru oft
sjálfum sér nógir og þrífast á
vemd gagnvart utanaðkomandi
áreiti. Þetta verður til þess að hóp-
ur kynnist heimamönnum síður
en þeir sem ferðast einir og
reynslan hefur kennt mér að 98%
af því fólki sem ég hef hitt á ferða-
lögum er heiðarlegt og gott fólk
sem réttir fram hjálparhönd ef
þess gerist þörf. Það er því nánast
ekkert að óttast.“
Vandræði með
vegabréfsáritanir
Að sögn Jakobs hefur leiðarval-
ið verið að taka á sig skýrari
mynd á undanfömum mánuðum
og gengur hann út frá því að frið-
ur haldist fyrir botni Miðjarðar-
hafs þannig að tækifæri fáist til að
kynnast löndum eins og Líbanon,
Sýrlandi, Jórdaníu og Egypta-
landi.
„Ef það brýst út stríð í írak gæti
farið svo að ég þyrfti að fara beint
til Noröur-Afríku frá Grikklandi,
með viðkomu á Ítalíu. Pólitískt og
efnahagslegt ástand í Norður Afr-
íku og fyrir botni Miðjarðarhafs
er stórbrotið og því mikilvægt að
fylgjast vel með fréttum og frá-
sögnum annarra ferðalanga áður
en haldið er á þær slóðir. Alsír
var til dæmis lengi lokað fyrir
ferðamönnum og skæruliðar ógn-
uðu þeim sem á annað borð hættu
sér inn í landið. í dag er talið
óhætt að ferðast í suðurhluta Al-
sírs án teljandi vandræða. Helsta
vandamálið í Alsír þessa stundina
eru krakkar sem henda grjóti í
ferðamenn."
Jakob segir að stjórnvöld í Líb-
íu hafi nýlega hert reglur vegna
inngöngu í landið. „Til að fá vega-
bréfsáritun þurfa að minnsta kosti
fiórir einstaklingar að sækja um í
einu og gildir einu hvort þeir
koma inn í landið á sama tíma eða
ekki. Þetta hefur valdið mér
nokkrum vandræðum því ég á
ekki séns að fá vegabréfsáritun
einn og verð því að leita uppi
ferðalanga í svipaðri aðstöðu og
ég. Egyptar sjá einnig ofsjónum
yfir sjálfstæðum ferðamönnum
sem ferðast á eigin farartækjum.
Þeir hreinlega kaffærra ferða-
menn í pappírsvinnu og
stimplafargani."