Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 15 !>V ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Ég hef víða flaekst og búió viös vegar um heiminn og veit aö þaö skiptir ekki máli hvar þú ert á kortinu. Ef sam- starfsfólkiö þitt er gott og verkefnió áhugavert þá ertu meö fultt hús á hendí. norður eftir áramót. Þá var það alautt. Við tókum efni upp á Langjökli og Snæfellsjökli í fyrra, þetta á að verða ævintýramynd í fullri lengd, hugsuð fyrir kvik- myndasali og sjónvarp. Þetta er ekki drama en fegurðin er ótrúleg." Halldór er líka að setja upp Tú- skildingsóperuna í maí, rétt fyrir utan París, og reglulega þjálfar hann leikara á námskeiðum sem haldin eru á stofnun sem hann rekur. „Stofnunin er í París og heitir Festival of New European Opera,“ segir hann. „Hún skipuleggur nám- skeið sem eru seld leikarasamband- inu, listamannasambandinu og at- vinnumálaráðuneytingu franska. Námskeiðin eru fólgin í uppsetning- um á sýningum sem franska ríkið borgar. í starfsliðinu, sem við útveg- um, eru hljómsveitarstjóri, danshöf- undur, leikstjóri og hljóðfæraleikar- ar; leikararnir eru með okkur í sex vikur og í lokin er sett upp sýning. Þetta virkar svolítið eins og nem- endaleikhús þó að allir þátttakendur séu starfandi leikarar á öllum aldri. Þaö er mjög gaman að vinna við þetta.“ Konu Halldórs, bandaríska leir- listamanninum Kristinu Laxness, Fequrðin felst í marabrevtileikanum Halldór E. Laxness frumsýndi tvœr uppsetn- ingar á tveimur dögum í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri í byrjun febrúar, eins og áhugamenn um leikhús minnast. Hann var þó ekki þreyttari en svo aö upp úr hádegi daginn eftir frumsýningu á Leyndarmálum rósanna eftir Manuel Puig og nokkrum klukkustundum fyrir frumsýningu á Uppistandi um jafnréttismál kom hann galvask- ur á fund blaöamanns í notalegu anddyri áhorf- endasalarins uppi í Samkomuhúsinu. Hann virðist algerlega ókvíöinn fyrir kvöldinu og hjartanlega ánœgður með frumsýninguna sem búin er. „Þetta er flókiö verk,“ segir hann, „til- finningarnar sem reynt er aö koma yfir eru ekki einfaldar. Það er erfitt fyrir tvœr manneskjur aö halda uppi svona langri sýningu og jafnast helst á viö aö spila tvo píanókonserta eftir Rachmaninoff á einum tónleikum. Þœr Saga og Laufey Brá hafa heldur ekki hljómsveit sér til fulltingis og ekki stjórnanda á sviöi. Einstigiö er mjótt sem leikkonurnar þurfa aö þrœða - en þeim tókst þaó. “ - Hvernig flokkarðu þetta verk? „Þetta er harmleikur þó að endirinn sé fal- legur, því það er geysilegur harmur að upp- götva að líf tveggja manneskja hefur verið ger- eyðilagt. Við flettum ofan af leyndarmálum í þessu verki sem persónurnar sjálfar eru óvit- andi um. Þær hafa ekki áttað sig á því að ákveðnir atburðir breyttu lífsmunstri þeirra, auk þess sem við erfum svo mikið frá okkar nánustu. Handritið sem við lifum eftir er ekki nema að litlu leyti eftir okkur sjálf. Fegurð verksins er meðal annars fólgin í því að í leiks- lok vitum við í raun og veru miklu meira um persónurnar - einkum þá yngri - en þær vita sjálfar, og það er óvenjuleg reynsla í leikhúsi. Líka er gaman að sjá hvernig Puig notar minn- ingar - ekki bara til að skýra eða búa til ástæðu fyrir ákvörðun eða verknaði heldur til að komast lengra, kafa dýpra í sálarlíf persón- anna og hleypa þeim áfram. Til dæmis verða vangaveltur hjúkrunarkonunnar um fortíðina til þess að hún gerir upp sakir við móður sína og hendir henni eiginlega út úr huga sér. Þetta eru ekki endurlit eins og vilja verða svo leiðin- leg í leikhúsum og kvikmyndum, galdurinn við þetta verk liggur í því hvað Puig notar drauma kvennanna tveggja og minningar á frjóan hátt.“ Paradís á jörö Þegar við hittumst hefur Halldór verið tvær og hálfa viku á Akureyri. Ekki hafa þær nægt til að æfa þessi tvö verk? „Nei, við höfum verið lengi að dunda við Leyndarmálin, byrjuðum í Frakklandi I ágúst. Þá komu Saga og Laufey Brá til mín og við fengum inni á góðum sveitabæ í Mið-Frakk- landi og áttum ágætt æflngatímabil þar. Eini gallinn var sá að frönsku kýrnar voru svo hrokafuliar - eins og títt er um Frakka - að þær bauluðu á okkur af miklum ofsa þegar við sátum úti á svölum og æfðum. Svo kom ég hingað í haust af því það átti að frumsýna í október, en því var frestað af því hvað Hamlet gekk vel.“ - Hvernig finnst þér að vera hér á Akureyri? „Þetta er náttúrlega hálfgerð paradís á jörð,“ segir Halldór, „ég er búinn að segja þetta svo oft að það er orðin tugga! Og þetta er líka kraftaverkahús. Það er ótrúlegt að hér í þessu litla samfélagi skuli vera atvinnuleikhús sem setur upp sýningar á heimsmælikvarða og áhorfendur eru hvergi fleiri hlutfallslega í öll- um heiminum! Meðalsýning hér fær 1000-1500 áhorfendur, það samsvarar 16.000 manns í Reykjavík sem ekki nást oft þar. Samt kvarta ýmis öfl undan því að fyrirtækið gangi ekki. En það er ekkert hægt að nota slík orð um leik- hús í svona byggðarlagi, eins væri hægt að kvarta undan því við kennara að það sé enginn gróði af tímunum hans í barnaskólanum! Und- anfarin ár hefur komist I tísku að halda fram að menning eigi að standa undir sér, en það stenst ekki nema í einstaka tilvikum, þegar sýningar eru settar upp með það fyrir augum beinlínis að græða á þeim. Og jafnvel aðeins ör- fáar af þeim ná að skila hagnaði. Akureyrarbær gerir mikið til að laða að sér fólk, ekki síst fjölskyldufólk," heldur hann áfram, „hér eru þvílíkar hallir fyrir alls kyns íþróttaiðkun, skautahlaup, fótholta, sund og svo náttúran við bæjardyrnar. Og þar að auki er svo menningin, myndlist, leiklist, tónlist..." - Þannig að þú ert ekki glaður að hafa ekki fengið starf leikhússtjóra? skýtur blaðamaður inn í lofsyrðaflauminn... „Ja, ég er í góðu samstarfi við Þorstein og Leikfélagið og ég vona að það haldi áfram,“ seg- ir hann og glottir. „Ég er alltaf tilbúinn. Ég hef víða flækst og búið víðs vegar um heiminn og veit að það skiptir ekki máli hvar þú ert á kort- inu. Ef samstarfsfólkið þitt er gott og verkefnið áhugavert þá ertu með fullt hús á hendi. Þess vegna er ég hér!“ Heimildamyndir og kennsla Halldór býr í Frakklandi ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum, tólf og sjö ára. Hvað tekur við hjá honum þegar þessi törn á Akur- eyri er búin? „Það er ýmislegt í bígerð, aðallega fram- leiðsla á heimildamyndum fyrir franskan og al- þjóðlegan markað. Sú sem þegar er í vinnslu er um snjóbrettamenn og ofurhuga sem ætla að fara yfir Vatnajökul með flugdrekum. Þetta skipulegg ég, stjórna að hluta og framleiði - og græði vonandi á,“ segir Halldór og hlær hátt. „Þetta verður tekið í apríl og þá verður von- andi meiri snjór á hálendinu en þegar ég flaug gengur líka vel í Frakklandi: hún selur verk sín í gegnum gallerí í París og heldur sýningar reglulega. Hún er líka prófessor við Parson’s School of Design sem er útibú i París frá há- skóla í New York. Fram undan er stór sýning á verkum hennar í París og nýlega kom átta síðna grein um hana í einu þekktasta arki- tektablaði heims, Ad Architectural Digest, Frakklandi. Dans- og músíkleikhús á uppleiö Halldór gerði ýmsar skemmtilegar tilraunir í íslensku leikhúsi meðan hann var hér búsettur fyrir um áratug. Margir minnast sýninga á borð við Standandi pínu, Dúfnaveisluna, Leiksoppa og óperurnar Maddömu Butterfly og Galdra-Loft sem sýndar voru í íslensku óper- unni þegar hann var fyrsti fastráðni leikstjóri hennar. En undanfarin ár hafa Akureyringar einir sýnt honum áhuga hér heima. - Sækirðu mikið leikhús úti í Evrópu? „Já, heilmikið. Þó koma tímabil sem maður fær leið á því.“ - Á hvaða leið er leiklistin í heiminum? „Það er fullt af stefnum og straumum, eitt- hvað fyrir alla sem betur fer. En það sem kveikir mest í mér persónulega er svokallað dansleikhús, Jan Fabre og fleiri í Belgíu, Pina Bausch, Sasha Waltz og fleiri í Þýskalandi og Robert Wilson í músíkleikhúsinu. Þessi meta- fýsísku leikhús hafa opnað einhverjar gáttir - sýningarnar hjá þeim eru á einhvern hátt raunverulegri en í hefðbundnu leikhúsi. Það er ekki verið að segja sögur heldur er brugðið upp myndum með músík, dansi, hreyfingum, texta, hljóðum, söng, þú setur öll þessi element sam- an og út kemur eitthvað fallegt. Þetta er aðeins að byrja hér heima og á áreiðanlega eftir að dafna. Allir góðir leikhópar heims koma til Parísar þannig að maður á auðvelt með að fylgjast með. Leikhús eins og Teatre de Complicité er stórkostlegt; þar hafa menn sameinað texta, leik, látbragð, skemmtun, tækni, sýningamar þeirra eru mjög fallegar og hafa boðskap líka. Þá rifjast upp sýningin sem ég stýrði í Stúd- entaleikhúsinu 1986 á Litla prinsinum þar sem Hallgrímur Helgason málaði sviðsmyndir og Kjartan Ólafsson samdi músík - það var eins konar metafýsískt dansleikhús!" - Hvað finnst þér að íslenskt leikhús eigi að gera? „Það á bara að gera mikið af öllu og hafa gaman af því,“ ansar Halldór að bragði og bæt- ir við: „Fegurðin felst í margbreytileikanum. Það á að leyfa öllu að blómstra, láta unga fólk- ið gera sem allra mest, það skilar sér. Fólk verður betra og mannlífið fallegra." -SA Hvað elur tískuheimurinn af sér? í hádeginu á morgun kl. 12.30 heldur Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður og kennari við Listaháskóla ís- lands, opinn fyr- irlestur i LHÍ, Skipholti 1, stofu 113. Þar fjallar hún meðal annars um skiptingu tískuheimsins, hvað tískuheimurinn elur af sér, hönnun og tískusýningar séðar frá sjónarhóli þess sem vinnur við þær, Einnig verður skyggnst á bak við tjöldin á tískusýning- um. Steinunn hlaut Menningarverð- laun DV í ár fyrir nýstárlega og spennandi fatahönnun, einkum fatalínu sína með íslensku þema sem heitir Steinunn í höfuðið á hönnuðinum. Námskeið Grunnnámskeið í þrívíddar- grafík hefst 10. mars í tölvuveri LHÍ, stofu 301, Skipholti 1. Helstu hugtök og aðferðir í þrívíddar- grafík verða kynnt og Form Z, þrívíddarforrit, einkum ætlað arkitektum, vöru- og iðnhönnuð- um. Unnið verður með hluti í þrí- víðu rými og kennt að nota al- gengustu teiknitæki forritsins, að móta þrívíð form, og grunnatriði við að setja upp liti, áferðir og lýsingu. Kennari er Bárður Bergsson, grafískur hönnuður og kennari við LHÍ. Á námskeiði í grafík, silki- þrykki, sem hefst 17. mars á graf- íkverkstæði í Laugarnesi, verður farið yfir helstu grunnaðferðir í silkiþrykki. Kennt verður að strekkja ramma og nota ýmis efni til myndgerðar. Ljósnæm efni verða kynnt og aðferðir við að lýsa á filmu. Þrykkt verður í mörgum litum. Kennari er Rík- harður Valtingojer myndlistar- maður. Söngur og píanó Á háskólatónleikum í Norræna húsinu kl. 12.30 á morgun syngur Sigríður Aðalsteinsdóttir messósópran við píanóundirleik Daníels Þorsteinssonar. Á efnis- skránni eru verk eftir Johannes Brahms og þrjú íslensk þjóðlög í útsetningu Snorra Sigfúsar Birg- issonar. Aðgangseyrir er kr. 500 en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteina. Klarínett og píanó Annað kvöld kl. 20 halda Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarínett- leikari og Örn Magnússon píanó- leikari tónleika í Salnum I Kópa- vogi. Á efnisskrá eru Sónata fyrir klarínett og píanó eftir Poulenc, ...into That Good Night eftir John A. Speight, Ristur fyrir klarínett og píanó eftir Jón Nordal, Sónata fyrir klarínett og píanó eftir Copland og Novelette eftir Atla Heimi Sveinsson. Flytjendur eru báðir kunnir tónlistarmenn sem hafa tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Jón Aðalsteinn hefur einbeitt sér að flutningi tónlistar fyrir klarínett og píanó og komið fram á fjölda tónleika hér á landi, á Norðurlöndum og öðrum löndum Evrópu. Örn hef- ur undanfarin ár einbeitt sér að flutningi íslenskrar píanótónlist- ar og hlaut íslensku tónlistar- verðlaunin 2001 ásamt Finni Bjarnasyni söngvara fyrir hljóm- diskinn með Söngvum Jóns Leifs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.