Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Qupperneq 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003
Rafpóstur: dvsport@dv.is
- keppni í hverju orði
Aðgerðin gekk vel
Árni Gautur Arason, markvörður
landsliðsins í knattspymu og Rosen-
borgar, gekkst í gær undir aðgerð á oln-
boga i Noregi. Hann sagði í samtali við
DV í gærkvöld að aðgerðin hefði gengið
vel og hann væri að jafna sig eftir
svæfinguna. „Ég er að vonast til að ná
Skotaleiknum en það er of snemmt að
spá nokkuð fyrir um það. Ég sé eftir
tvær vikur hvort það tekst,“ sagði Ámi
Gautur sem enn hefur ekki skrifað und-
ir nýjan samning við norska liðið. -JKS
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu í holukeppni í Carlsbad í Kaliforníu. Hann
hefur unnið öll fjögur mótin innan World Goif keppninnar en hún var sett á laggirnar 1999.
Enr ehn sfguHnn
UEFA hefur sett leik Wisla Krakow
og Lazio, sem fram átti að fara í Pól-
landi sL fimmtudag, á miðvikudag,
en leiknum var frestað vegna slæmra
vallaraðstæðna á heimavelli Wisla
Krakow. Þaö er hins vegar enn þá
allt við það sama á vellinum, sem
hefur verið gaddfreðinn og nú hefur
UEFA samþykkt þá beiðni heimaliðs-
ins aö leikurinn fari fram á heima-
veUi nágrannaliðs Wisla Krakow,
Wisla Plock, sem kvað vera í mun
betra ástandi.
Þad bendir aUt tU að Diego Forlan,
leikmaöur Man. Utd, verði klár I
slaginn gegn Leeds United í úrvals-
deUdinni á morgun, miðvikudag, en
liöin mætast á Old Trafford. Forlan
meiddist á upphafsmínútum leiks
gegn Juventus í síðustu viku en er
nú eins og áður sagði að öUum lík-
indum kominn í gott lag að nýju. Þá
getur verið að Roy Keane muni að
nýju leika í stöðu miðherja, þar sem
bæði Wes Brown og SUvestre eiga
við meiðsli að striða eftir úrslitaleik-
inn í deUdarbikarnum á sunnudag.
Arsene Wenger hefur verið að leita
sér að nýjum markverði og nú hefur
hann fengið augastaö á markverði
frá Georgíu, Giorgi Lomaia, en
hann er 22 ára gamaU. Hann hefur
leikið ijóra leiki fyrír Georgíu og er
mjög ánægöur með þennan áhuga
sem Arsenal hefur sýnt honum. At-
vinnuleyfi getur þó verið vandamál
þar sem hann hefur ekki leikið nógu
marga leiki með landsliði Georgíu.
Kevin Keegan, framkvæmdastjóri
Man. City, hefur tilkynnt að þeir
Steve Howey og Richard Dunne eigi
sér litla sem enga framtíð og að í fyr-
irhuguðum hreinsunum innan fé-
lagsins verði þeir þar á meðal. Keeg-
an var óánægður með vamarleik
liðsins gegn Arsenal fyrir rúmri viku
og kennir þeim félögum helst um.
Dani Garcia, sóknarmaður
Barcelona, bættist á sjúkralista fé-
lagsins um helgina þegar hann
meiddist á hné gegn Osasuna. Hann
verður frá i 5-6 vikur en fyrir er m.a.
Philip Cocu og Carles Puyol meidd-
ir. Garcia missir af leikjum við
Leverkusen og Newcastle í meistara-
deildinni en Barcelona þarf aðeins
eitt stig til viðbótar til að gulltryggja
sig á í 8-liða úrslitin.
Logi Gunnarsson, sem leikur með
þýska 2. deildar liðinu Ulm í
körfuknattleik, var kjörinn leikmað-
ur febrúarmánaöar hjá félaginu en
það voru áhangendur sem stóðu að
kjörinu. Þessi útnefning kemur ekki
á óvart því Logi hefur leikið mjög vel
meö liðinu í vetur.
Lára Hrund Bjargardóttir sund-
kona náði ágætum árangri á sund-
móti í Bandaríkjunum um helgina.
Flest mót i Bandaríkjunum fara fram
í stikulaug og synti Lára Hrund 200
yarda fjórsund á 2:03,38 mínútum.
400 yarda sundiö synti hún á 4:24,22
minútum. Lára Hrund leggur stund á
nám ytra og stefnir að þátttöku á
heimsmeistaramótinu í Barcelona í
sumar.
islensku keilulandslióin í karla- og
kvennaflokki tóku um helgina þátt í
Norðurlandamótinu sem haldið var í
Tampere í Finnlandi. tslensku sveit-
irnar höfnuðu báðar i fjórða og síð-
asta sæti mótins. Svíar urðu meistar-
ar í karlaflokki og Finnar hjá kven-
fólkinu.
Emile Heskey á við liðbandameiðsli
að stríða eftir leikinn við Manchest-
er United í úrslitum deildabikar-
keppninnar um helgina. Útlit er fyr-
ir að hann geti ekki leikið með liðinu
á laugardag þegar þaö mætir Bolton
í úrvalsdeildinni. Ef svo væri myndi
Milan Baros leysa hann af hólmi.
NBA-liðiö Los Angeles Clippers rak
í gærkvöld Alvin Gentry úr þjálfara-
starfi félagsins. Ekkert hefur gengið
hjá liðinu í deildinni sem tapað hef-
ur 12 af siðustu 15 leikjum. Undir
hans stjórn vann liðiö 89 leiki og
tapaði 133. Forsvarsmenn liðsins til-
kynntu eftir ákvörðun sína að Denn-
is Johnson aðstoðarþjáifari tæki við
stjórn þess. Hans bíöur ekki auðvelt
verkefni á næstunni. -JKS/PS
Bandaríski kylfingurinn Tiger
Woods gerir það ekki endasleppt í
golflnu en í fyrrinótt vann hann eitt
golfmótið þegar hann varð heims-
meistari í holukeppni i Kaliforníu.
Woods lagði David Toms í úrslitum
í 36 holu keppni og sýndi mikið ör-
yggi í allri keppninni. Tiger Woods
vann sigur 17. holunni, þeirri 35. og
næstsíðustu og sigraði því í einvíg-
inu, 2-1, eftir spennandi rimmu.
Með þessum sigri hefur Woods
unnið öll fjögur mótin innan World
Goif-keppninnar en þetta var fyrsti
sigur hans í holukeppninni. Hin
Nú hafa öll félög skilað inn um-
sóknum um þátttöku í Símadeild
karla í knattspyrnu, en fresturinn
rann út að kvöldi 28. febrúar. Ekki
náðu öll félög að klára umsóknir
sínar fyrir þann tíma og því var
fresturinn lengdur til miðnættis í
gærkvöld og náðu síðustu félögin að
skila umsóknum sinum inn fyrir
þann tíma.
Ómar Smárason staðfesti í sam-
tali við DV-Sport að hann hefði
fengið umsóknina frá síðasta félag-
inu seint í gærkvöld. Hann segir að
nú taki við vinna við að fara yflr
allar umsóknimar, sem séu nokkuð
viðamiklar, enda lúta þær að ýms-
um þáttum í kringum knattspymu,
svo sem mannvirkjum og flármál-
um svo eitthvað sé nefnt. „Ég mun
fara yfir allar umsóknir og fæ til
þess sérfræðinga í mannvirkjum og
fjármálum og ganga þannig úr
mótin í það minnsta einu sinni eða
oftar.
Kappinn var að vonum ánægður
með sigurinn og sagðist á margan
hátt vera ánægður með spila-
mennsku sína í mótinu. Við sama
tækifæri tilkynnti hann að hann
hefði afboðað komu sína á stórmót í
Dubai í arabisku furstadæmunum
sem hefst í næstu viku. Woods
sagðist hafa tekið þessa ákvörðun
vegna ástandsins í Miðausturlönd-
um. Hann ætlaði sér hins vegar að
mæta að ári en ekki í þetta sinn.
Mótshaldarar í Dubai segjast munu
skugga um að
umsóknimar
séu í lagi og
innihaldi öll
þau gögn sem
þar þurfa að
vera. Síðan
verða þær
lagðar fyrir
svokallað leyfisráð sem metur þær
og gefur út keppnisleyfið," sagði
Ómar Smárason.
Hann sagði að ef það kæmi i ljós
að umsóknimar uppfylltu ekki þær
kröfur sem gerðar væru fengju fé-
lögin tækifæri til að gera lagfæring-
ar áður en að leyfisráðiö fær um-
sóknirnar til umijöllunar. Ómar
sagðist ekki búast við mörgum slík-
um dæmum þar sem félögin hefðu
unnið að gerð umsóknanna í nánu
samstarfi við KSÍ.
Stefnt er að því að ljúka allri með-
sakna besta kylfings heims en virða
engu að síður ákvörðun hans.
Adam Scott og Peter Leonard
háðu keppni um þriðja sætið í mót-
inu. Scott náði frumkvæðinu
snemma í leiknum en Leonard sótti
í sig veðrið eftir því sem á leið.
Scott hélt sínu og fagnaði þriðja
sætinu.
Bandaríski kylfingurinn Kevin
Sutherland, sem vann þess keppni í
fyrra, varð að gera sér að góðu að
vera sleginn út úr keppni í 16
manna úrslitum.
ferð umsókna félaganna í Síma-
deildinni fyrir lok mánaðarins,
enda stutt í að tímabilið hefjist.
Fyrsta íslandsmót kvenna í Pool
verður haldið á veitingahúsinu
Players um næstu helgi. Mótið fer
fram á sunnudag og hefst klukkan
19. Skráning í mótið er hafin á
Players í Bæjarlind í Kópvogi og
stendur fram á sunnudag, en það
Ensk lið ekki í
Totokeppninni
Ekkert ensku liðanna mun taka
þátt í Intertoto-keppninni, sem er
ein Evrópukeppnanna í knatt-
spymu, en keppnin hefst í lok júni í
sumar. Þetta gera þau af þeirri
ástæðu að keppnin hefst á svipuð-
um tíma og undirbúningstímabil fé-
laganna er í þann mund að hefjast
Vitað var að forráðamenn Áston
Villa, Fulham og Leeds voru að
íhuga þátttöku i keppninni en tóku
þá ákvörðun að hafna þátttökunni,
en frestur til að sækja um rann út á
föstudag. -PS
Handknattleikur:
lillaga að
breyttu móti
Tillaga þess efnis að keppnisfyrir-
komulagi á Essodeildinni i hand-
knattleik verði breytt á næsta tíma-
bili verður lögð fyrir ásrsþing HSÍ i
næsta mánuði. Búið hefur verið til
ákveðið módel að deildinni og var
það unnið á formannafundi nýlega.
Samkvæmt heimildum verður deild-
in skipuð 14 liðum í upphafi en á
miðju tímabili verður liðunum rað-
að niður í úrvalsdeild og 1. deild eft-
ir árangri.
Áhugi er innan handknattleiks-
hreyfingarinnar að breyta núver-
andi fyrirkomulagi og þykir ekki
ólíklegt að tillagan fái góðan hljóm-
grunn á ársþinginu.
Algjörlega
mín ákvörðun
Það vakti óneitanlega athygli þeg-
ar Bjarki Sigurðsson, sem nýlega
sleit krossbönd, kom inn á í leik
Valsmanna gegn HK í Essódeild
karla í handknattleik sl. föstudags-
kvöld. Bjarki, sem lék með spelkur,
kom inn á þegar tíu mínútur voru
eftir en fóturinn gaf sig skömmu
fyrir leikslok. Bjarki sleit kross-
bönd á æfingu í lok janúar og
gekkst nýlega undir aðgerð.
Bjarki sagðist í samtali við DV
hafa tekið áhættu með því að koma
inn á í leiknum en þetta hafi algjör-
lega verið sín ákvörðun.
„Ég var ekki með neinn þrýsting
að taka þátt í leiknum Ég lét reyna
á þetta og það gekk ekki eftir. Núna
tekur við hjá mér hálfs árs vinna að
byggja upp mig upp og ég mæti klár
i slaginn á komandi hausti þegar
nýtt tímabil byrjar. Ég ætla að
fylgja liðinu og strákunum vel eftir
i úrslitakeppninni og hvetja þá til
dáða,“ sagði homamaðurinn knái,
Bjarki Sigurðsson.
-JKS
eru glæsileg verðlaun í boði fyrir
þær sem standa sig best í mótinu.
Aðstaða til Pool-iðkunar á Players
er með því besta sem gerist hér á
landi og er fjöldi borða í tveimur
sölum, en þama hafa verið haldin
fjölmörg mót á síðustu ámm. -PS
-JKS
Leyfiskerfi Knattspyrnusambands íslands:
Ön félög skHaö iim umsókn-
um um þátttöku í Símadeilcl
íslandsmót kvenna
í Pool á Players
- fyrsta íslandsmót kvenna í Pool hér á landi