Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 PV_____________________________________________________________________________Menning Hljómorðtónleikar Ljóðskáld og tónlistarfólk frá Kentucky og íslenskir gestir verða með hljómorðtónleika í Ný- listasafninu í kvöld og annað kvöld kl. 21. Hópurinn hefur haft samstarf í mörg ár og kennir sig við The VikingHillbilIyApocalyp- se Revue & Friends. Að þessu sinni eru í hópnum Ron Whitehead, Bragi Ólafsson, Mich- ael og Danny Pollock, Sarah Eliza- beth, Inspector 99, Frank Mezzina (frá New York), LBH Krew, Thor- deez (Þórdís Claessen) og Megas. Hljómorðm fela í sér ljóð, söngva, blús, bít og rokk & ról. Kl. 19 verður frumsýnd hér á landi ný heimildamynd um Beat-rithöfund- inn Jack Kerouac og deiiur af- komanda hans um arfleifðina. Aftökur og útrýmingar Nú fer í hönd síðasta sýningar- helgi á hinni mögnuðu sýningu „Aftökur og útrýmingar" í Lista- safninu á Akureyri. Þetta eru þrjár sýningar í einni, „Hitler og hommamir" sem fjaliar um út- rýmingu samkynhneigðra á nas- istatímanum, „Aftökuherbergi" með 30 ljósmyndum Lucindu Devlin af bandarískum fangelsum og „Hinstu máltíðir" þar sem Bar- bara Caveng sýnir ljósmyndir af óskaréttum dauðadæmdra fanga. Á bak við myndimar era skýrsl- ur sem draga má fram um afbrot viðkomandi fanga. Listasafhið er opið frá 12-17 alla daga nema mánudaga. Sex persónur leita gestgjafa Það var gaman að verða vitni að spunaleiknum „Hann“ á Nýja sviði Borgarleikhússins sl. sunnudags- kvöld. Höfundurinn, Július Júlíus- son, leikhússprauta á Dalvík, fékk sjö leikara Leikfélags Reykjavíkur til að spreyta sig á spuna út frá ákveð- inni hugmynd eða þræði sem leikar- arnir vissu þó ekki meira en svo um. Áhorfendur voru í hlutverki glugga- gægis og fylgdust með fundi þessa fólks sem ekki þekktist innbyrðis og hafði ekki hugmynd um hvers vegna það er saman komið. Við erum stödd í afherbergi á veit- ingastað þar sem þjónn er að leggja á borð fyrir sex gesti. Svo koma þeir hver af öðrum, setjast og snæða framborinn mat en samræður ganga stirt. Öll hafa þau fengið boðskort undirritað „Hann“ - er sá náungi kannski einn af gestunum? Ekki gangast karlmennirnir við því, en málin leysast eftir matinn þegar þjónninn kemur með bréf þar sem gestgjafinn skýrir boðið. Leysist þá samkoman upp enn hraðar en hún hófst. Og sýningin verður ekki end- urtekin nema með nýjum leikurum og helst á nýjum stað! Leikaramir höfðu greinilega gam- an af þessari óvenjulegu tilraun þó að þau gerðu sér mismikinn mat úr henni. Best leið Hörpu Arnardóttur sem var eins og fiskur í vatni á svið- inu, bjó með einfóldum brögðum til skýra persónu - sjarmerandi en nokkuð drykkfellda heimskonu sem er alvön að halda uppi samræðum, jafnvel við fáránlegustu aðstæður. Júlíus Júlíusson Spinnur aö óvæntum endalokum. Nett merki hennar til þjónsins þegar glasið var tómt vöktu hlátur og hún datt ekki einu sinni út úr hlutverk- inu í framkallinu. Bergur Þór Ing- ólfsson var sömuleiðis fínn þjónn sem endar óvænt í hlutverki huggar- ans. Gunnar Hansson og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir brugðust við aðstæðum á sannfærandi hátt, hann reddarinn, hún breiddi yfir vandræðagang með léttum hroka, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Sveinn Þórir Geirsson og Valur Freyr Einarsson leyndu meira á sér en eftir á að hyggja voru per- sónur þeirra og viðbrögð skiljanleg. „Hann“ er framlag Borgarleik- hússins tfl eflingar á starfi áhuga- leikfélaga en spunaverkið var fyrst sýnt á þingi Bandalags íslenskra leikfélaga. Verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður af þessari tilraun. Silja Aðalsteinsdóttir 15:15 að nýju 15:15 tónleikasyrpan á Nýja sviði Borgarleikhússins fer aftur af stað á morgun en röðin var sem kunn- ugt er tilnefnd til Menningarverð- launa DV í tónlist. Fyrri hluti fyrstu tónleikanna er helgaður rússneskum höfundum. Meginverkið eru Epigröm Hafliða Hallgrímssonar fyrir fiðlu og selló, sem öll eru tileinkuð rússneskum listamönnum, þau eru römmuð inn með verkum Alfreds Schnitt- kes og Sofiu Gubaidulinu. Seinni hlutinn er tilraun til að vinna samkvæmt hinni upprunalegu merkingu orðsins „músík“ sem er „hreyfing“; þar dansar Lovísa Ósk Gunnarsdóttir við nýtt verk fyrir einleiksselló eftir Snorra Sigfús Birgisson. Hljóðfæraleikarar eru Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla og Sigurður Halldórsson selló. KaSa og Brahms Kammerhópur Salarins leikur Brahms á sunnudaginn kl. 16-17. Tónleikaspjall verður í umsjá Þor- kels Sigurbjörnssonar. Á efnisskrá eru Scherzo fyrir fiðlu og píanó Wo02 og Píanókvartett op. 26 í A- dúr og flytjendur eru Peter Máté, Sif Tulinius, Þórunn Ósk Marinós- dóttir og Sigurður Bjarki Gunnars- son. Tónsmiðja á staðnum fyrir börn 3ja ára og eldri. Frítt meðlæti með kaffinu frá kl. 15.30 í boði Köku- hornsins. Herpingur Á sunnudag kl. 20 verður Draumasmiðjan með allra síðustu sýningu á einleikjunum Hinum fullkomna manni eftir Mikael Torfason og Herpingi eftir Auði Haralds á þriðju hæð Borgarleik- húsins. HVAÐ ERTU TÓNL1ST? III. Sellóið, söngur þess og meistaraverk Tónlistamámskeið Jónasar Ingimundarsonar í samvinnu Endurmenntunar HI, Salarins og Kópavogs. Gestur: Gunnar Kvaran, selló. Verð kr. 2.500 Lli-l'JU'l 11 dJUaÍHnBMWMMB Obó, pfanó, söngur. Eydís Franzdóttir, Brynhildur Asgeirsdóttir og Guðrún Edda Gunnarsdóttir flyqa. Tónleikar kennara Tónlistarsk. Kóp. Verð kr. 1.500/1.200/500 - I : i ■ • ? I Miðasala 5 700 400 SKJALLBAMDALAGIO KYNNIIR í IÐNÓ Lau. 8. mars kl. 21.00 Fös. 14. mars kl. 21.00 Fim. 20. mars. kl. 21.00 Fös. 21. mars kl. 21.00 Fös. 28. mars kl. 21.00 Miðasalan í Iðnó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir i s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. B GERÐUBERG B Þettavilév* t § «a! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir velur Ríkarður Long Ingibergsson sýnir tréskurð í Félagsstarfi Gerðubergs. Sýningar eru opnar virka daga kl. 11-19 og 13-17 um helgar. Lestu meira á www.gerduberg.is BORGARLEIKHÚSIÐ LeHcfél3g Reykjavíkur STÓRASVIÐ LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe. 5. sýn. sun. 16/3 kl. 20, blá kort Su. 23/3 kl. 20. Lau. 29/3 kl. 20 ATH. Aðeins 4 sýningar eftir SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og KarlÁgúst Úlfsson Fö. 14/3 kl. 20. Lau. 15/3 kl. 20. Fö. 21/3 kl. 20 Lau. 22/3 kl. 20. Fö. 28/3 kl. 20. Su. 30/3 kl. 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller í kvöld kl. 20, AUKASÝNING Lau 8/3 kl. kl. 20, AUKASÝNING ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR HONKI UÓTIANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir allafjölskylduna. Su. 9/3 kl. 14. Su. 16/3 kl. 14. Su. 23/3 kl. 14 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR_________ NÝJASVIÐ MAÐURINN SEM HÉLTAÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélene Estienne Su. 9/3 kl. 20. Lau. 15/3 kl. 20. Su. 16/3 kl. 20 Fö. 21/3 kl. 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit íprem páttum e. Gabor Rassov í kvöld kl. 20 AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SÝNING KVETCH eftir Steven Berkojf, í SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI Lau. 8/3 kl. 20, UPPSELT. Fi. 13/3 kl. 20 Fö. 14/3 kl. 20 15:15 TÓNLEIKAR CAPUT Milli myrkurs ogpagnar Lau. 8/3 kl. 15.15 RED RUM TÓNLEIKAR Írsk-frönsk-kanadísk-finnsk danskvaði ogsöngvar Matti Kallio o.fl. Su. 16/3 kl. 16.00 ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau. 8/3 kl. 20. Fö. 14/3 kl. 20. Lau. 22/3 kl. 20 Lau. 29/3 kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi HERPINGUR eftirAuðiHaralds HINN FULLKOMNI MAÐUR e. Mikael Torfason f SAMSTARFIVIÐ DRAUMASMIÐJUNA Su. 9/3 kl. 20, AUKASVNING Aðeins þessi eina sýning LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN f SAMSTARFI VIÐ SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með sðngvum - ogísá eftir! Lau. 8/3 kl. 14, UPPSELT. Mi. 12/3 kl. 10, UPPSELT. Lau. 15/3 kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakesp eare f SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT Su. 9/3 kl. 20. Lau. 15/3 kl. 20. Fö. 21/3 kl. 2 (!) SINFÓNÍ UHLJÓMS V EIT ÍSLANDS Hallfríður Ólafsdóttír lelkur flautukonsert Rautavaara Tónleikar í Háskólabíói 13.marskl. 19.30 HljómsveitarstjórU Justin Brown Einleikari: Hallfríður Ólafsdóttir E. Grieg: Pétur Gautur, úr svítu nr. 2, þrír þættir E. Rautavaara: Konsert fyrir flautur - Dansar með vindunum R. Schumann: Sinfónía nr. 2 Hin smyrjandi jómfrú Nærandi leiksýning fyrir líkoma og sól. Sýnt íIðnó: Fös. 7. mars kl. 20.00, örfá sæti laus Lau. 15. mars. kl. 20.00 Sun. 16. mars kl. 20.00 Sun. 23. mars kl. 20.00 „Túað kóróna herlegheitin er boðið upp á Ijúffengt smurbrauð fyrir sýningu og því óhœtt lofa þeim sem taka allan pakkann narandi kvöldstundfyrir sdl og l(kama.u H.F., DV "Erótískur dans rœkjubrauðsneiðar og lifrakœfubrauðsneðar var sérlega ejiirminnilegur og svo ekki sé minnst á litlu rœkjunna sem sveiflaði sérfimlega upp og niður tilfinningaskalann. " HF, DV ...Pétur Einarsson brást hvergi í frábaerri túlkun sinni á sölumanninum... SAB Morgunblaðinu ...sigur fyrir Leikfélag Reykjavíkur og leik- R , ,, stjórann, Þorhildi Þorleifsdóttur. SA DV eftir Arthur Miller • Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Miðasala 568 8000 BORGARLEIKHÚSIÐ BgL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.