Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 10
10 Fréttir FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 H>"V Viðskiptaþátturinn Útvarpi Sögu fm 94.3 Þáttur um viðskipti og efna- hagsmál á hverjum virkum degi milli klukkan 17-18 ulll Jnti) ítliiifiiim'Dnslii í lii’iini Mipla í ilnp -þaúborgarsigaóhlusta Landsbankinn SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 og deiliskipulag í Reykjavík Færsla Hringbrautar, undirgöng undir Snorrabraut, til- laga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001- 2024. í samræmi við 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi undirgöng undir Snorrabraut við gatnamót Snorrabrautar, Bústaðvegar, Miklubrautar og Hringbrautar. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að gera undirgöng undir Snorrabraut á umræddum stað til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda um gatnamótin til austurs og vesturs sem og á svæðið sunnan Hringbrautar þ.m.t. á íþróttasvæði Vals. Nánar er gerð grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu undirganganna í deiliskipulagtillögu þeirri sem auglýst er til kynningar hér að neðan. Færsla Hringbrautar, frá Rauðarárstíg að Þorfinnstjörn, tillaga að deiliskipulagi. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi vegna færslu Hring- brautar. Tillagan tekur til svæðis sem nær frá Rauðarárstíg í austri að Þorfinnstjörn í vestri og afmarkast svæðið til norðurs af núverandi legu Hringbrautar og til suðurs af fyrirhugaðri legu götunnar sem kemur til með að liggja undir núverandi brú á Bústaðaveginum sunnan við Umferðarmiðstöðina og Læknagarð, auk helgunarsvæða. Skipulagi er frestað af svæðinu þar sem Umferðarmiðstöðin stendur og lóð Land- spítalans, milli núverandi legu Hringbrautar og fyrirhug- aðrar legu hennar. Megin tilgangur skipulagsins er að sameina lóð Land- spítalans auk þess að bæta umferðaröryggi og aðgengi akandi og gangandi vegfarenda að spítalanum. Að sama skapi mun umferð verða greiðari og öruggari um gatnamót Hringbrautar, Snorrabrautar, Miklubrautar og Bústaða- vegar. Einnig mun færslan draga úr óæskilegum áhrifum umferðarinnar á íbúðahverfið í sunnanverðum Þing- holtunum s.s. hávaða- og loftmengun. Helstu breytingar eru þær að legu Hringbrautar er breytt og hún færð til suðurs undir núverandi brú á Bústaðaveginum sunnan við Umferðarmiðstöðina og Læknagarð en við það breytast öll gatnamót á þessum kafla m.a. verður gatnamótum Rauðarástígs og Hringbrautar lokað. Núver- andi Hringbraut breytist í tveggja akreina safngötu úr fjögurra akreina stofngötu. Vegna framkvæmdanna þarf hús nr. 16 við Miklubraut að víkja en húsið nr. 18-20 getur staðið áfram þar til kemur að 2 áfanga framkvæmdanna en um hann er ekki fjallaði í skipulagi þessu. Þá þarf leikskólinn Sólbakki að víkja, hluti hússins að Eskihlíð 2-4 sem og húsin að Vatnsmýrarvegi 28 og 35. Þá gerir tillagan ráð fyrir allverulegum breytingum á göngustígakerfi svæðisins. Nánar vísast til tillögunnar og annarra kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 7. mars 2003 til 22. apríl 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Kynningargögn er einnig að finna á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs, skipbygg.is. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 22. apríl 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 7. mars 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Skoðanakönnun DV um fjölmiðla og eignarhald: MeiPihluti vill vitahven á Ijöímiðlana Mikill meirihluti kjósenda, eða rúm 80 prósent, er fylgjandi því að íslenskir íjöl- miðlar verði skyldaðir til að upplýsa um eig- endur sína. Mikill meirihluti krefst þannig að vita hverjir eiga fjölmiðlana. Fylgi við þá skyldu er meira meðal karla en kvenna og að sama skapi meira meðal íbúa höf- uðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Þessar niðurstöður má lesa úr skoðanakönn- un DV sem gerð var á þriðjudagskvöld. Spurt var: Ertu fylgj- andi eða andvíg(ur) því að íslenskir fjöl- miðlar verði skyldaðir til að upplýsa um eig- endur sína? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfalls HaukurLárus Hauksson blaðamaöur lega milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Einungis 5,2 prósent voru óá- kveðin og 4,7 prósent neituðu aö svara spurningunni eða samtals 9,9 prósent. Þannig tók 90,1 prósent aðspurðra ákveðna afstöðu með eða á móti. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 80,8 prósent vera fylgjandi því að ís- lenskir fjölmiðlar væru skyld- aðir til að upplýsa um eigendur sína en 19,2 prósent andvíg. Fieiri karlar fylgjandi Þegar litið er á afstöðu eftir kynjum í öllu úrtakinu eru 76,7 prósent karla fylgjandi, 16,3 andvíg og 7 prósent óákveðin eða svara ekki spurningunni. Meðal kvenna eru 69 prósent fylgjandi, 18,3 prósent andvíg og 12,7 prósent óákveðin eða svara ekki spurningunni. Mun fleiri konur en karlar eru óá- kveðnar eða svara ekki. Þegar svörin eru greind eftir búsetu er fylgi við ofannefnda skyldu fjölmiðla meiri á höfuð- borgarsvæðinu en á lands- byggðinni. Á höfuðborgarsvæð- inu eru 76,9 prósent fylgjandi, 15,6 prósent andvíg og 7,5 pró- Á aö skylda fjölmiöla til aö upplýsa um eigendur sína? Alls af þeim sem tóku afstööu Karlar Konur X * >0,8% í Höfuðborgarsv. Landsbyggðin 11 Fylgjandi Q Andvígir I I Óákveðnir/svara ekki sent óákveðin eða svara ekki spurningunni. Á landsbyggð- inni eru 66,7 prósent fylgjandi, 20 prósent andvíg og 13,3 pró- sent óákveðin eða svara ekki spurningunni. íbúar höfuðborg- arsvæðisins eru því mun ein- dregnari í afstöðu sinni. Útgáfufélag DV Umræða um eignarhald á fjöl- miðlum hefur ekki síst tengst Fréttablaðinu en til þessa hefur verið á huldu hverjir eiga Frétt ehf., útgáfufélag blaðsins. Skráðir stofnendur Fréttar eru Gunnar Smári Egilsson rit- stjóri og Ragnar Tómasson lög- maður. Eignarhald hinna dagblað- anna er síður en svo leyndar- mál og hefur ekki verið, ekki frekar en eignarhald á Stöð 2 eða Skjáeinum. Eignarhald á Útgáfufélagi DV hefur verið ljóst frá upphafi. í apríl 2001 keypti Fjárfestingarfélagið ESOB 40 prósenta hlut í Útgáfu- félagi DV ehf. af Frjálsri fjöl- miðlun hf. í desember 2001 birti DV síðan frétt um kaup Fjár- festingarfélagsins ESÓB ehf. á Fjárfestingarfélagið ESÓB ehf.: Kaupir 60% í útgáfu DV Tvkíst h:»!'a sumnuigar njilli Hjálswr QtiimU'Vhmar ehf. og Fjár tesUnsarfélagsms ESÓB ehf. uro kaup þess- ssíwrm fmki á 60'. hlut i Ctgtifufélaginu DV ehf. í santeiginlegrí frétiattlk.vmtingtt »53r að i aprí! stðastitðnum haO ESÓB kevpt w ■ hlut i Ctgafufélag- inu UV af Erjálsrí öölmiðitm «g haíl aðilar nn náð samkunmlagi um kaup KSÓB á ölluro Wntabréfimum. Samníngurínrt lekur gikli miðviku ctaginti 12. (iesember nsestkomandi vn i» er gett rá* fvrtr að Qárntögn- ttn wrði inkiö. Kaupverö er trfmaA anttái miSii aðtla. Fjáríésttngarfi'tegið ESÓB ehf. cr t V'tgu Öte Bjarretr Kárasonar. rit- stjóra DV. Rinars Stgurösstmar. Ágitsts Eiimrssonar og Hjartar hTiel- Höfuöstöövar DV. sen. Agftst Kinarsson hefur vertð stjórnarformaöur Úigáfufrtegsins DV t'rá tiönu vori -aþ Fréttablaöiö Ekki hefur veriö upplýst um eigendur Fréttar ehf. útgáfufélags blaösins. Frétt DV í desember 2001 / desember 2001 birti DV síöan frétt um kaup Fjárfestingarfélagsins ESÓB ehf. á 60 prósent hlut Frjáisrar fjölmiölunar í félaginu. ESÓB haföi þá eignast öll hlutabréfin. Hluthafafundur veröur haldinn 20. mars. Aö loknum þessum hluthafafundi veröur hluthafalisti útgáfufélagsins birtur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.