Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 Fréttir DV Fyrsta almenna vetnisstöö heims opnuö í Reykjavík 24. apríl: 7 milljóna dollara vetnis- stöð á leið frá IMoregi Norsk Hydro sendi í gær af staö til íslands fyrstu vetnisstöðina fyrir al- menna notkun vegna eldsneytisáfyll- ingar fyrir ökutæki. Þó slíkar stööv- ar hafi áður verið settar upp til einkanota hjá fyrirtækjum erlendis hefur slíkt ekki áður verið gert til al- mennra nota. Verður þessi fyrsta vetnisáfyllingarstöð heims fyrir al- menn ökutæki opnuð á lóð Skeljungs við Vesturlandsveg í Reykjavík á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Stöðin er hluti af samstarfsverkefni ís- lenskrar NýOrku ehf., Daim- lerChrysler og fLeiri erlendra aðila um vetnissamfélag á íslandi. Er verk- efhið m.a. í tengslum við svokallað ECTOS-verkefni sem styrkt er af Evr- af ESB. Vetnisstöðin á íslandi verður ópusambandinu en það er systur- eins og áður sagði búin búnaði frá verkefninu CUTE sem rekið er beint Norsk Hydro til að kljúfa vetni úr vatni með rafgreiningu. Kostar bún- aðurinn um 7 milljónir dollara. íslensk stjómvöld ákváðu 1998 að taka þátt í þessu verkefni og hefur mjög verið horft til framsýni íslend- inga í þessum málum víða um heim. í tengslum við opnun vetnisstöðvar- innar verður haldin ráðstefha um notkun og dreifikerfi vetnis. Verður hún undir fyrirsögninni: Að gera vetni aðgengilegt fyrir almenning.“ Þá mun við opnun stöðvarinnar verða tekin í notkun fyrsta vetnisknúna bifreiðin hér á landi. Verðm- þar um að ræða Mercedes- Benz sendibifreið af Sprinter-gerð. -HKr. Göngin fyllt- ust af reyk Mikill reykur úr flutningabíl fyllti Hvalfjarðargöngin um tíu- leytið í gærkvöld. Lögregla og slökkvilið á Akranesi og af höfuð- borgarsvæðinu hafði mikinn við- búnað vegna atviksins og var þyrla Landhelgisgæslunnar í við- bragðsstööu. Spíss í vél flutninga- bílsins gaf sig með þeim afleið- ingum að hráolía lak niður í sveifarhús vélarinnar. Varð sprenging og fyllti mikill reykjar- mökkur göngin. Nokkrir bílar voru í göngunum en þeir komust leiðar sinnar án vandræða. Reykræst var úr göngunum en vaktmenn hjá Speli höfðu áður þurft að hörfa frá vegna reyks. Mikill reykur kom úr göngunum sunnanmegin þegar byrjað var að rykræsta og þá hjálpaði stíf norð- anátt til. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins komst því ekki að fyrr en búið var að reykræsta. Þrátt fyrir reykinn kviknaði ekki í bílnum. Nokkur uggur var í mönnum vegna atviksins en allt fór betur en á horfðist. -hlh DVAÍYND E.ÓL. Nýtt hús undir KPMG Nýbyggingar setja orðiö sterkan svip á Borgartúnið. Þessi nýbygging er aö Borgartúni 31, á bak viö gamia Sindrahúsiö, og veröur samtais 8 hæöir. Þarna munu höfuöstöövar endurskoöunarfyrirtækisins KPMG veröa til húsa frá og meö september. Enn byggt í Borgartúni: KPMG flytup í stóphýsi Endurskoðunarskrifstofa KPMG mun flytja í nýtt 8 hæöa skrifstofu- hús sem er að rísa í Borgartúni, á lóð- inni þar sem Sindraskemman var áður. Húsið er alls 700 fermetrar á 8 hæðum en efsta hæðin verður inn- dregin. Bílageymsla fyrir 54 bíla verður í kjallara hússins. Verður húsið klætt náttúrusteini og gleri. Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir húsið. Teikningar að því voru samþykktar í október og var þá strax hafist handa við að grafa fyrir grunninum. Uppsteypa hófst í október og síðan hafa hlutirnir gerst hratt enda veðrið leikið við byggingaverktaka víðast hvar þennan vetur. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkunar í september. Borgartúnið hefur tekið miklum breytingum síðustu misseri en þar er mikið af nýbyggingum og mun meira líf en áður. Enn má búast við að byggt verði í Borgartúni en bygging- arreitur er á lóðinni vestan nýja hússins sem hér segir frá. -hlh Stuttar fréttir Ekki best í heimi íslenska vatnið fær ekki góða einkunn hjá Mennta- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna.Ýís- lenska vatnið hafnaði í 19. sæti í könnun sem náði til 122 landa, en Finnar hafa besta vatnið. ísland er hins vegar í öðru sæti þegar eingöngu vatnsmagn á íbúa er mælt. - RÚV greindi frá. Kárahnjúkakvikmynd Alls bárust 32 umsóknir um gerö heimildarmyndar vegna Kárahnjúka- virkjunar sem Landsvirkjun bauð út. Sérstök nefhd hefur valið 7 umsóknir úr þessum hópi. Óskaö er eftir að kvikmyndafyrirtækin geri frekari grein fyrir hugmyndum sínum um efnistök og kostnað við verkefiiið. Evróvisjónlaginu breytt Segðu mér allt, eftir Hallgrím Ósk- arsson, í flutningi Birgittu Haukdal, verður framlag íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stööva í Lettlandi, þrátt fyrir að trún- aðarmenn STEFS treysti sér ekki til þess að mæla með því að lagið verði flutt núverandi mynd, vegna hættu á málsókn ef höfundur Right here wait- ing kæri lag Hallgríms. Gert er ráð fyrir endurútsetningu íslenska lags- ins. Jafnt í vígslubiskupskjöri Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson og séra Kristján Valur Ingólfsson fengu 30 atkvæði hvor í síðari umferð kosninga til vígslubiskups á Hólum en atkvæði í kosningunum voru talin á Biskupsstofu í gær. Mest kaupmáttaraukning Kaupmáttur launa á almennum vinnumarkaði jókst um 27% á íslandi á tímabilinu 1995 til 2003 en var tæp 12% í OECD-ríkjum að meðaltali. Þetta kemur fram á fréttavef Sam- taka atvinnulífsins sem vísa til gagna Efnahags- og framfarastofnunar Evr- ópu. Þar kemur fram að á þessu tíma- bili hafi kaupmáttur nánast staðið í stað á evrusvæðinu. -HKr. Bckert bana- slys í 144 daga Ekkert banaslys hefur orðið á ís- landi undanfama 144 daga - eða í tæpa fimm mánuði. Síðasta banaslys í umferðinni var 13. október 2002 en fram til þess dags hafði árið 2002 verið afar slæmt, en þá höfðu 29 manns látist frá 10. janúar 2002. Því er um að ræða afar ánægjulegar fréttir þó svo engin met séu enn fall- in, hver dagur án banaslyss hlýtur að teljast góð frétt. Á tímabilinu október 1996 til 1. apríl 1997 liðu 160 dagar án banaslyss og árið 1968 þeg- ar íslendingar skiptu úr vinstri um- ferð yfir í hægri umferð kom tíma- bil þar sem ekkert banaslys varö hátt í 6 mánuði. Svona löng tímabil án banaslysa eru því miður afar fátíð hér á landi en að sögn Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarstofu hafa aðstæður verið ökumönnum afar hagstæðar í vetur, lítið hefúr verið um ófærð á vegum og vegna hlýinda hefúr hálka á veg- um verið meö minnsta móti. Sigurð- ur segist einnig vonast til að úr þessu megi lesa að ökumenn á ís- landi séu orðnir meðvitaðri um að meiri varúðar sé þörf í umferðinni, en áðstæðuna fyrir hinu langa tíma- bili árið 1968 er talin af mörgum mega rekja til þess að ökumenn þá hafi verið afar óstyrkir vegna breyt- inganna og því afar varkárir. -ÆD 1,7% veröbólga Stærstu fjármálafyrirtæki landsins spá að meðaltali að hækkun neyslu- verðsvísitölunnar milli febrúar og mars verði 0,54% sem er nokkuð ná- lægt meðaltali hækkana milli þessara mánaða síðustu ár. Ef rétt reynist verður 12 mánaða verðbólga 1,7%. Það sem mun hafa hækkunaráhrif í mars eru útsölulok á fatnaði, áfram- haldandi hækkun húsnæðisverðs, eldsneytisverðs og hækkun á fargjöld- um Strætó. Greiningardeild Kaup- þings segir janúarútsölur aö öllu jöfhu hafa áhrif á vísitölu neyslu- verðs til lækkunar í febrúar en lækk- unin gangi þó oftast að mestu til baka í mars. Muni aðeins hluti af lækkun vöruverðs vegna vetrarútsalna ganga til baka að þessu sinni, m.a. vegna styrkingar krónu. Búnaðarbankinn segir eldsneytis- hækkanir stafa bæði af bensín- og ol- íuhækkun frá miðjum siðasta mánuði og svo viðbótarhækkun á dísilolíu um 2,3 krónur. Miklar hækkanir hafa verið á eldsneytisverði að undanfómu en heimsmarkaðsverð bensíns var um 11% hærra að meðaltali i febrúar en janúar. Landsbankinn gerir ráð fyrir að verð á búvörum og grænmeti lækki eilitið en verð á öðrum innlendum vörum haldist óbreytt. Búist er við hækkun á þjónustuliðum vísitölunnar vegna launahækkana um áramót. -VB I helgarblað Betri helmingur Birgittu í Helgarblaði DV á morgun verður viðtal við trommuleikarann sem hreppti hálft kon- ungsríkið og prinsess- una að auki. Þetta er Jóhann Bachmann sem trommar í Skíta- móral og írafári og er unnusti Birgittu Haukdal. Jóhann er alinn upp við trommuslátt og kynntist hljómsveitarfélögum sínum á leik- skóla. í blaðinu er sagt frá svörtum lista yfir 1000 manns í Bandaríkjun- um sem mega ekki fljúga. Blaðið fjallar um drykkjuvenjur James Bond, 50 ára afmæli Lúðrasveitar verkalýðsins og upplýsir helstu or- sakir nágrannaerja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.