Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2003, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SIMINN ALDREI Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sölarhringinn. Trollið í togaranum Faxa er engin smásmíði. Það var tekið í land í gær þar sem skipið lá í ** Reykjavíkurhöfn. Slík veiðarfæri geta verið frá 600 metrum að lengd og að einum kílómetra. Starfsmaður Hampiðjunnar fylgist með að allt fari eftir settum reglum við flutning trollsins. Alþingismenn gagnrýna: Félag íslenskra hjúkrunarfræöinga: Bankarnir veita skattaskjól Hörð gagnrýni kom fram á bank- ana hjá alþingismönnum í gær þegar rætt var um skattaskjól fyrir íslend- inga í útlöndum. Ögmundur Jónasson vitnaði í skýrslu Skattrannsóknarstjóra í máli Jóns Ólafssonar en þar segir aö það veki athygli að fé hafi verið fært úr (.:■ tk landi í samstarfi við Kaupþing og ís-. landsbanka undir merkjum „skatta- legrar fyrirhyggju". Þá vitnaði hann i viðtal við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, um aflandsþjónustu [“off-shore“] á Ermarsundi. Kristinn H. Gunnarsson sagði að fordæma bæri þá menn sem legðu sig fram um að vera sérfræðingar í að að- stoða ríkt fólk við að komast hjá skattgreiðslum með aflandsþjónustu. Hann gagnrýndi sérstaklega að ríkis- Ertu á leið til útlanda? Afnemum 24,5% vsk. við kaup ó gleraugum gegn framvísun ó farseðli Glerauena K .Kringlunni t 4.588-9988 cn Halldór J. Kristinn H. Kristjánsson. Gunnarsson. bankarnir fyrrverandi skyldu hafa tekið að sér forystuhlutverk og braut- ryðjendastarf í þessari viðleitni. „Það er fjarri öllu lagi að benda sér- staklega á bankana sem áður voru í rikiseigu í þessu sambandi og sýnir mikla vanþekkingu á fjármálamark- aðnum,“ segir Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans, um þessa gagnrýni og bætir við að aflandsþjónustan s'é að minnsta kosti hálfrar aldar gömul og fullkomlega lögleg: „Allir bankar á Norðurlöndun- um veita þessa þjónustu og allir bank- ar á Bretlandseyjum. Hún er fullkom- lega lögleg og eðlileg." Halldór segir að það sé með þessa þjónustu eins og annað; alltaf verði einhver til að misnota hana. Hann segir aðspurður að það sé þó ekki auð- velt. „Nei, það hefur verið hert mjög á reglum um peningatilfærslur milli landa vegna sameiginlegra reglna um aðgerðir gegn peningaþvætti. Og þær hafa verið hertar enn frek- ar vegna aðgerða gegn hryðjuverk- um. Allir bankar taka öflugan þátt í því samstarfi," segir Halldór. -ÓTG NÁNAR BLS. 6, 16 og 33 /--------------------A , ‘Bónstöðín IS-TEFLON Bryngljái - lakkvörn Hyrjorhöf&i 7 • Simi 567 8730^ Kærir auglýsingu um hjúkkukvöld Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hyggst kæra auglýsingu frá Óð- ali - herraklúbbi, þar sem auglýst er „Hjúkkukvöld í kvöld“. Félagið telur auglýsinguna um hjúkkukvöld í nektarklúbbi og tilefni hennar mjög niðurlægjandi og mótmælir þeirri afskræmingu á hjúkrunar- fræðingum og hlutverki þeirra sem þama kemur fram. Auglýsandinn sé að hlutgera konur i einstakri stétt og þær kynntar sem kynlífs- leikfong og við það verði ekki unað. Við munum kæra þessa auglýs- ingu til kærunefndar Jafnréttismála EINN EINN TVEIR NEYÐARLlNAN LÓGREGLA SLÓKKVIUÐ SJÚKRALIÐ J á grunni 18. gr. laganna, en þar kemur fram að það megi ekki lít- ilsvirða eða niðurlægja annað hvort kynið í aug- lýsingaskyni. Við munum einnig tala í dag við SÍA, Samband ís- lenskra aug- lýsingastofa. Á heimasíðu Óðals má lesa að þar dansi stúlkur berar að ofan og sið- an fylgi þær mönnunum upp á 3. hæð. Ég velti vöngum yfir því hvað gerist á 3. hæðinni," segir Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkruu- arfræðinga. -GG um hjúkkukvóld á helmasíöu Óöals, er- otlc club.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.