Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 Fréttir Vinna við Vifilsstaðaspítala stöðvuð - meðan beðið er heimildar nefndar um opinberar framkvæmdir til verksins DV-MYND E.ÓL. Niöurrif á Vífilsstööum Mikiö hefur veriö rifiö af innviðum og innréttingum úr gamta Vífilsstaðaspítalanum, eins og sjá má á myndinni, sem tekin var þegar Hagerup ísaksen, umsjónarmaöur hans, sýndi DV bygginguna í gær. Vinnan iiggur nú niöri meöan beöiö er heimildar til framkvæmda. Vinna við fyrrum Vífilsstaða- spítala hefur verið stöðvuð meðan beðið er frekari upplýsinga um áætlaðan kostnað. Nú þegar er ljóst að hann verður að minnsta kosti hundrað milljónum meiri heldur gert var ráð fyrir í upphafi. Þessi mikla aukning stafar af því að rafmagns- og vatnslagnir og ýmsar aðrar lagnir reyndust í lé- legu ástandi þegar búið var að rífa innréttingarnar úr húsinu. Fram- kvæmdir við það eru því í bið meðan beðið er heimildar sam- starfsnefndar um opinberar fram- kvæmdir til verksins, en nefndin starfar á vegum fjármálaráðuneyt- isins. Fyrirhugað er að setja upp hjúkrunarheimili með 50 plássum á Vífilsstöðum, eins og áður hefur komið fram. Húðsjúkdómadeildin, síðasta deildin sem þar var til húsa, hefur verið flutt í Kópavog. Viðræður hafa staðið yfir milli heilbrigðisráðuneytisins og Hrafn- istu um rekstur hins síðarnefnda á hjúkrunarheimilinu. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðisráöuneytinu, sagði við DV að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir framkvæmd- um við Vífilsstaði upp á 130 millj- ónir króna. Þegar farið hefði verið að rífa innan úr húsinu og ástand lagna hefði komið í ljós hefðu eft- irlitsaðilar, þ.e. rafmagnseftirlit, vinnueftirlit ríkisins og eldvarna- eftirlit gert kröfu um að búnaður- inn myndi uppfylla gildandi skil- yrði. Samstarfsnefnd um opinber- ar framkvæmdir, sem veitir end- anlega heimild um fjárveitingu til verksins, heföi þá viljað frá frek- ari upplýsingar frá áætlunaraðil- um um fyrirhugaðan kostnað áður en haldið yrði áfram. Ný kostnað- aráætlun næmi 245 milljónum króna. „Það hafði verið rætt um að undirbúa húsið undir fram- kvæmd,“ sagði Davíð, „þ.e. að rífa innan úr því og gera það tilbúið undir útboðsverk. Ráðherra og ráðuneytið ákváðu að setja þessa framkvæmd af stað, því ráðuneyt- ið taldi nánast formsatriði að fá leyfi hjá nefndinni. Beiðni hennar um útskýringar og áætlanir komu því nokkuð á óvart. Nefnd á vegum ríkisstjórnar- innar hafði lagt til að húsið yrði tekið undir þessa starfsemi. Síðan var gerð áætlun og þess vegna töldu menn nánast formsatriði að fá leyfi nefndarinnar, eins og áður sagði. Menn höfðu talið að um það væri samkomulag að það fjár- magn fengist. Síðan óskaði sam- starfsnefndin eftir nánari upplýs- ingum um málið. Því frestaði ráðuneytið í samráði við Fram- kvæmdasýslu ríksins vinnu við rif innan úr húsinu nú fyrir helgi, þar til endanleg ákvörðun lægi fyrir. Umræðan stóð um hvort nota ætti húsið til bráðabirgða eða byggja það upp til lengri tíma.“ Davíð sagði menn nokkuð sam- mála um að framkvæmdin við Víf- ilsstaði væri ódýrari heldur en að byggja nýtt hjúkrunarheimili. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lægju fyrir væru allar líkur á að leyflð fengist á næstu dögum. -JSS Gabb í nudd BNuddstofan Relax í Duggu- vogi, sem DV greindi frá að yrði með opið hús í gær, var aldrei opnuð. Raunar var hún aldrei til, né Ástþór hinn öflugi eig- Bergdal. andi hennar, Ástþór Bergdal. DV brá þarna á leik með lesend- um í tilefni af 1. apríl sem var í gær, svo sem alþjóð veit. Ekki er vitað hver „aðsókn“ var í Duggu- voginum, en hins vegar hafði fólk á orði, sem hafði samband við blaðið til að grennslast nánar fyr- ir um nuddstofuna, að greinilega væri komin mikil samkeppni á þessum markaði ef menn væru farnir að bjóða nakið kísilnudd. En það er ekki svo vel, eða þannig. -JSS Aökomugöng viö Kárahnjúkavirkjun: ÍAV á undan áætlun Starfsmenn íslenskra aðalverk- taka (ÍAV) sprengdu aðfaranótt miðvikudags síðasta áfanga að- komuganga við Kárahnjúka og nálgast nú óðum verklok sem samkvæmt samningi eiga að vera eigi síðar en 15. apríl nk. Til að byrja með miðaði verkinu nokkru hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir en síðari hluti verksins hefur gengið mjög vel og hafa tafirnar verið unnar upp og ríflega það. Starfsmenn verktakafyrirtækis- ins Arnarfells vinna að því að gera sneiðing niður í gljúfrið og það verk er óðum að taka á sig mynd. Verklok samkvæmt samn- ingi eru 10. apríl nk. og útlit er fyrir að sú tímaáætlun standist, þrátt fyrir að umfang verkefnis- ins hafi aukist frá því það hófst. Aðkomugöngin eru frá munna á vesturbakka Jökulsár á Dal, neðan við væntanlega stíflu í Hafrahvammagljúfrum. Þau eru um 6 metra há og 6 metra breið, yfir 700 metra löng með allt að 13,5% halla inn undir stífluna. Upphaflega var gert ráð fyrir að hefja gangagerðina á þessu ári en verkinu var flýtt til að tryggja að tímaáætlun virkjunarfram- kvæmdanna stæðist ef samningar tækjust á annað borð í ársbyrjun 2003 um álver og virkjun á Aust- urlandi. Aðkomugöngin flýta fyr- ir því að ítalska verktakafyrir- tækið Impregilo geti haflst handa við að gera jarðgöng undir stíflu- stæðið nú í apríl. -GG Uppgangur Þaö er bæöi uppgangur og mikill gangur eystra þessa dagana. Hér er sprengt fyrir aörennslisgöngum. Stuttar fréttir Mínus og Laxness íslenska hljóm-1 sveitin Mínus mun á þjóðhátíðardaginn í sumar, að sögn Mbl., gefa út plötu sem hefur fengið nafnið Halldór Lax- ness. Með þessu I segir sveitin að verið sé að votta skáldinu virðingu. Kínverjar sækja um hæli Fjórir Kínverjar um tvítugt hafa sótt um pólitískt hæli hér á landi. Þeir segja sig í hættu snúi þeir aftur heim til Kína. Fólkið er talið tengjast manni sem nú situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um mansal. Fátæk börn vanrækt Tólf sinnum líklegra er að fátæk börn verði fyrir ofbeldi en önnur börn og enn líklegra að þau séu vanrækt. Of algengt er að böm séu skilin eftir ein heima segir lektor í félagsráðgjöf við RÚV. Álitlegt til olíuleitar Orkustofnun telur að svæði ís- lendinga við Jan Mayen sé álitlegt til olíuborana. Sérfræðingur stofn- unarinnar bendir hins vegar 'á að mikilvægt sé að menn nálgist mál- ið með raunsæi og án hugarfars gullgrafaraæðis. Stórt vopnasmygl Tollverðir fundur 54 fjaður- hnífa, þrjá lásboga og örvar með oddi í gámi flutningaskips frá Taílandi sem kom til landsins á mánudag. Þetta er eitt stærsta vopnasmygl sem upp hefur komist hér á landi. Óbreytt bensín Olíufélögin þrjú hafa enga ákvörðun tekið um breytingar á bensínverði um þessi mánaðamót. Þú hefur unniö! Þaö er ekki ónýtt aö lenda inn í myndhringnum á síöum DV en blaöiö mun á næstu mánuöum birta af og til myndir sem þessar sem gieöja munu lesendur. Þessi unga stúlka sem var á leik Grindavíkur og Tindastóls í gærkvöid hefur ekki mikiö fyrir því aö vinna 14 tomma sjónvarp frá Sjónvarpsmiöstööinni og þrigga mánaöa áskrift aö DV. Hún er beöin aö vitja vinninganna í DV-húsinu, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík. Til hamingju! Formúlu-braut fyrir- huguö á Reykjanesi Fyrirhugað er að leggja aksturs- braut, Formúlu-braut, við Svarts- engi á Reykjanesi. Ólafur Guð- mundsson, sem hefur dómararétt- indi í Formúlu-keppni, segir að menn séu hrifnastir af nágrenni Svartsengis til þessarar starfsemi, en það sé þó ekki ákveðið. Málið hefur verið kynnt í bæjarstjóm Reykjanesbæjar og fengið góðar viðtökur. „Ég á frekar von á því að braut- in verði byggð í áfóngum ef af verður. Ástæða þessa áhuga á braut hérlendis er að hægt er að hafa hana upphitaða og stjóma hit- anum í malbikinu með háhitagufu. Þama verður fyrst og fremst um dekkjaprófun að ræða hjá þeim fyr- irtækjum fyrst og fremst sem fram- leiða dekk undir Formúlu-bíla af hæsta gæðaflokki. Þessi braut yrði alveg kjörin fyrir bílakynningar, keppnishald og almenna öku- kennslu og þannig yrði nýting hennar einnig mun betri. Þessi braut yrði vafalaust vinsæl fyrir bílaprófanir, þá þyrfti ekki að vera með þær í umferðinni, sem og til þjálfunar fyrir lögreglumenn og aðra sem þurfa að komast hratt leiðar sinnar. Yfirborð hennar yrði hægt að frysta eða bleyta eftir þörf- um auk hitastýringar. Um svona braut hefur verið rætt í 40 ár, jafn- vel lengur. Aksturskennslubraut í Gufunesi yrði ekki óþörf, hún er mun minni og kæmi að fullum notum, og er löngu tímabær því hún mundi draga úr slysum og tjóni í umferð- inni,“ segir Ólafur Guðmundsson. -GG Heimsmarkaðsverðið er í athugun en miklar sveiflur hafa verið á því undanfarið. Hætta við Kínaferð Úrval-Útsýn og VISA hafa hætt viö fyrirhugaða ferð til Shanghai í Kína vegna lungnabólgufaraldurs þar. Farþegar geta fengið ferðina endurgreidda, ellegar komst í aðra Kínaferð sem sett hefur verið á dagskrá í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.