Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
9
r>V_____________________Fréttir
Móöir Þorleifs segir ástand sonar síns enn mjög slæmt:
DpenMuriim nær
aldrei fiflum bata
Samstarfssjóður
Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar
auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2003
Reykjavíkurborg er aðili að sjóði höfuðborga Færeyja, Grænlands og
íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf milli
þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita
fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem
tengjast samskiptum milli bæjanna og efla tengsl þeirra með einhverjum
hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta.
í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi
þeirra, tímasetningu og kostnaði.
Skriflegri umsókn skal beint til:
„Það er allt annað að sjá strák-
inn í dag en t.d. fyrir ári en hann
á samt enn um mjög sárt að
binda,“ segir Kristín Þorleifsdótt-
ir, móðir Þorleifs. Hún hefur verið
búsett í Danmörku frá árinu 1994
í bænum Hanstholm norðarlega á
Jótlandi og þar býr hún nú ásamt
veikum syni sínum.
„Krakkarnir hérna í hverfinu,
sem áður léku við hann, vilja ekk-
ert til hans þekkja og hann hefur
þurft að skipta um skóla vegna
eineltis. Honum var betur tekið í
nýja skólanum en hann verður
samt ennþá fyrir einhverju að-
kasti."
Þorleifur gengur nú í skóla í
heimabæ ömmu sinnar og afa en
hann eyðir miklum tíma með
þeim þegar hann er ekki í skólan-
um.
„Þetta hefur verið mjög erfitt
fyrir okkur bæði og foreldrar mín-
ir hafa verið okkur mikil stoð og
stytta en þau búa héma í næsta
bæ þar sem Þorleifur gengur nú í
skóla. Hann er svo mikið hjá þeim
þegar hann er ekki í skólanum og
þar skemmtir hann sér vel,“ segir
Kristín.
Hún hefur síðustu vikumar ver-
ið ásamt lögfræðingi sinum að
reyna að fá bætur fyrir son sinn
en án árangurs. Hún ætlar samt
að halda baráttunni ótrauð áfram.
„Við fáum ekkert þar sem lækn-
arnir eru ekki sagðir hafa gert
nein mistök þegar þeir meðhöndl-
uðu hann. En hann varð samt lífs-
hættulega veikur eftir að hann
var lagður inn á sjúkrahús, það
veikur að hann mun aldrei ná full-
um bata. Hann lá náttúrlega inni
á sjúkrahúsi mánuðum saman og
það þurfti að fjarlægja 60% af húð-
inni á honum vegna útbrotanna
sem hann fékk. Sjónin í honum er
líka verulega löskuð þannig að
hann þolir illa birtu og getur ekki
verið úti á sólríkum dögum. En að
vísu eigum við von á því að hitta
sérfræðinga í Kaupmannahöfn nú
i lok mánaðarins. Þeir geta von-
andi lagað sjónina í honum að ein-
hverju leyti en hann þarf að fá sér-
stök gleraugu til þess að geta séð
eitthvað," segir Kristín.
Þorieifur þurfti að liggja mánuðum saman á sjúkrahúsi.
Hann var upphaflega iagóur inn út af hálsbólgu en gekk út blindur á ööru auga.
Danmörk
Hanstholm
Álaborg
Kaupmannahöfn
Tveir sjúkdómar koma helst til greina
- segir Báröur Sigurgeirsson sérfræöingur í húösjúkdómum
„Það eru helst tveir sjúkdómar
sem koma til greina, toxic ep-
idermal necrolyses eða Stevens -
Johnson syndrome,“ sagði Bárður
Sigurgeirsson sérfræðingur í húð-
sjúkdómum um þann sjúkdóm
sem Þorleifur Kristínarson barð-
ist við af völdum ofnæmis.
Bárður sagði að báðir sjúkdóm-
arnir, einkum sá fyrrnefndi, gætu
haft í för með sér eins og greini-
lega væri lýst i frásögn DV í dag,
að menn misstu stóran hluta af
húðinni. Læknismeðferðin væri
nánast eins og við brunasjúklinga.
„Báðir þessir sjúkdómar geta
farið í augun og valdið örmyndun
í augum, sem geta valdið örum og
blindu ef sjúkdómurinn gengur
mjög langt,“ sagði Bárður. „Það
virðist vera, að þarna hafi verið
um að ræða annan hvorn þessara
sjúkdóma. Þegar maður er búinn
að missa svona mikið af húðinni.
þá opnar það möguleika fyrir alls
konar aðra fylgikvilla. Önnur líf-
færi geta bilað og sýkingar og
fleira komist að.
Læknirinn
Báröur segir aö meöferö viö
sjúkdómnum sem hrjáir Þorleif sé
ekki ósvipuð því sem þekkist viö
brunasárum.
Báðir þessir sjúkdómar geta
komið af panódíli, þó sjaldgæft
sé,“ sagði Báður enn fremur. „Við
þekkjum þá báða og sjáum Steven
Johnson ekki ósjaldan hér á ís-
landi af völdum krampalyfja.
Lykillinn að meðferðinni er að
hætta með orsakavaldinn, þ.e. að
gefa lyfið. Það er hugsanlegt að
mjög snemma í ferlinu, einkum
varðandi Steven Johnson
syndrome, sé hægt að nota stera-
lyf inntöku í háum skömmtum.
En þegar sjúkdómurinn er langt
genginn er greinilega ekki hægt
að gera það.
Meðferðin fer fyrst og fremst
eftir því hver einkennin eru og oft
er gefin stuðningsmeðferð, nánast
eins og hrunameðferð. Bólgueyð-
andi lyf og vökvameðferð eru
mjög mikilvæg."
Bárður sagði að húðlæknar
sæju mikið af vandamálum hér á
landi vegna ofnæmis gegn lyljum,
svo og náttúrulyfium, bætiefnum
og öðru slíku. Til frekari upplýs-
inga gæti fólk farið inn á heima-
síðu www.cutis.is og leitað fróð-
leiks þar. -JSS
Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar b.t. Gunnars Eydal,
skrifstofustjóra borgarstjórnar Ráðhúsi Reykjavíkur 101 Reykjavík
Umsóknir berist eigi síðar en 5. maí nk. og koma umsóknir sem síðar
kunna að berast ekki til afgreiðslu. Ekki er um sérstök
umsóknareyðublöð að ræða. Æskilegt er að umsókn fylgi þýðing á
dönsku.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur,
s. (354) 563 2000.
Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júni nk.
Reykjavík, 31. mars 2003
Borgarstjórinn í Reykjavík
ÞARFASTI
ÞJÓNNINN!
KRfiKKfiVÍTfiMÍN
Elísa Gunnarsdóttir, 080999
JakobJakobsson, 250999
Sindri PÓII Sigurðsson, 281295
BrynjólfurJ. Gunnarsson, 020197
Eva María Jóhannsdóttir, 211291
Lilja Ýr Víglundsdóttir, 170294
Bryndís Skarphéðinsdóttir, 130991
Sigurður Sjndri Magnússon, 170494
Siqfrí&ur Ólafsdóttir, 171294
Þora Lind Halldórsdóttir, 271196
Krakkaklubbur DV og Krakkavítamm óska
vinningshöfum til hamingju.
Krakkaklúbbur DV óskar vinningshöfum til hamingju.
Vinningshafar vinsamlegast nólgist vinningana í þjónustuver
DV, Skaftahlíð 24, fyrir 2. maí. Vinningar
til vinningshafa úti ó landi verða sendir.
Kveðja. TÍgpi og Kittý
- 1Ce*kk£'úbb“r