Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Qupperneq 16
16
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
DV
REUTERSMYND
Hræddir
Borgarbúar í Nassiriya eru hræddir
við Saddam og menn hans.
Ibúar Nassiriya þora
ekkiaðgera uppreisn
írakar frá borginni Nassiriya í
suðurhluta íraks segja að flestir
íbúanna þar séu andvígir Saddam
Hussein forseta en þori ekki að
rísa upp gegn honum þar sem
þeir hafi slæma slæma reynslu af
því frá árinu 1991. Þá hvöttu
bandamenn eftir Persaflóastríðiö
íbúa sunnanverðs íraks að rísa
upp en sátu svo aðgerðalausir hjá
þegar hermenn Saddams hörðu
uppreisnina miskunnarlaust nið-
ur.
„Þeir vilja aðeins losna við
stjórnina. Þeim er alveg sama
hver gerir það, Banaríkjamenn,
Bretar eða aðrir. En þeir eiga
bágt með að trúa því að Banda-
ríkjamenn muni ljúka verkinu,"
sagði 21 árs gamall borgarbúi.
Fjöldi íbúa Nassiriya sem
blaðamenn hafa rætt við segir að
fámennur hópur liðsmanna Sadd-
ams haldi enn uppi vörnum.
Lungnabolguveiran
breiðist enn út
Tveir Kanadamenn til viðbótar lét-
ust í gær úr svokallaðri Hong Kong-
flensu sem breiðst hefur hratt út víða
um heim á síðustu vikum. Þar með
eru sex Kanadamenn látnir úr þess-
ari skæðu veirusýkingu sem þykir
svipa til lungnabólgu og eru það flest
dauðfóll í einu landi utan Asíu.
Veiran hefur þegar dregið um sex-
tíu manns í heiminum til dauða og
vitað er um átján hundruð smittil-
felli, flest í Kina og Hong Kong.
í Hong Kong var tilkynnt um 75
ný tilfelli í gær og er tala þeirra sem
vitað er að tekið hafi veikina þá
komin í 685 en þar af eru sextán látn-
ir. I einni og sömu íbúðablokkinni í
Kowlonn-hverfi var tilkynnt um 200
smit og var blokkin sett í sóttkví.
Drykkjumenn í Bagdad
eiga bágt þessa daga
Áhugamenn um áfengisdrykkju
eiga bágt í írösku höfuðborginni
Bagdad um þessar mundir. Svo
óskemmtilega vill nefnilega til að
allar helstu áfengisverslanir borg-
arinnar eru í næsta nágrenni við
eina af forsetahöllum Saddams
Husseins og þess vegna í stór-
hættu í loftárásunum. Búðirnar
þar hafa líka verið lokaðar í hálf-
an mánuð.
Annars staðar í borginni hafa
áfengisverslanir verið opnar
endrum og sinnum og þar hefur
veröið á guðaveigunum rokið upp
úr öllu valdi.
UPPBOÐ
Eftirtaldar bifreiöir og ökutæki
verða boðin upp við lögreglu-
stöðina á Húsavík fimmtudag-
inn 10. apríl 2003 kl. 14.00:
AR-478 G4036 KZ-783 LL-693 ML-246
OL-691 SII-550 TE-560 UG-500 UJ-543
ÞD798
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK
Blefu úr sömu fjölskyldu
féllu í árás á bæinn Hilla
Að minnsta kosti ellefu manns úr
sömu fjölskyldunni, aðallega börn,
létu lífið í gær þegar orrustuvélar
bandamanna gerðu flugskeytaárás á
íbúðabyggð í bænum Hilla í mið-
hluta íraks um 80 kílómetra suður
af höfuðborginni Bagdad.
Að sögn bæjaryfirvalda í Hilla lét-
ust 33 óbreyttir borgarar í árásinni,
sem gerð var snemma i gærmorgun,
en auk þess slösuðust meira en 300
manns.
Að sögn talsmanns bandaríska
hersins á svæðinu er málið í rann-
sókn en enn þá engar vísbendingar
komnar fram um að bandamenn
beri ábyrgð á árásinni.
Þetta er annað atvikið á tveimur
dögum þar sem böm og konur verða
fyrir árásum en í fyrradag létu sjö
böm og konur lifið þegar bandarísk-
ir hermenn gerðu skotárás á bifreið
við eftirlitsstöð í nágrenni ná-
grannabæjarins Najaf.
Að sögn talsmanna bandaríska
Látnir syrgðir í Hilla
Að sögn bæjaryfírvalda í Hilla létust
33 óbreyttir borgarar í árásinni í
gærmorgun, en auk þess slösuðust
meira en 300 manns.
hersins er það atvik einnig í rann-
sókn, en fyrstu viðbrögð banda-
riskra stjómvalda voru að réttlæta
árásina og kenna írökum um vegna
ótta hermanna bandamanna við
frekari sjálfsmorðsárásir sem írak-
ar hafa hótað.
Þá var óvopnaður bílstjóri skot-
inn til bana í bU sínum og farþegi
særður lífshættulega þegar banda-
rískir hermenn hófu skothríð á bif-
reið þeirra við eftirlitsstöð suður af
Bagdad í gær.
Saeed al-Sahaf, upplýsingamála-
ráðherra íraks, flutti í gær yfirlýs-
ingu, sem sögð var frá Saddam for-
seta, en þar hvatti hann íraka tU
þátttöku i heUögu stríði gegn inn-
rásarliðinu.
„Það er skylda ykkar að berjast
gegn Ulmennunum og þeir sem faUa
í heUögu stríði munu njóta heiðurs-
ins í himnaríki. Við munum sigra.
Það er vUji guðs,“ sagði í yfirlýsing-
unni.
REUTERSMYND
Námsmenn í Sydney mótmæla
Andstæöingur stríðsins í Irak tímdi friöarboðskap fyrir munninn á sér þegar hann tók þátt í mótmælaaögerðum hundr-
aða námsmanna í Sydney í Ástralíu í morgun. Mikill fjöldi lögregluþjóna sló hring um Ráðhústorg borgarinnar til að
koma í veg fyrir að mótmælendur gætu gengiö um miöborgina. Gangan hafði verið lýst ólögleg.
Sérsveitir björguðu 19 ára stríðs-
fanga úr klúm íraka í skjóli myrkurs
Sérsveitir úr bandaríska hem-
um björguðu i nótt 19 ára gamalli
stúlku, óbreyttum hermanni, sem
hafðí veriö fangi íraka í tíu daga.
Þá endurheimtu sérsveitarmenn-
irnir einnig lík tveggja banda-
rískra hermanna í árásinni á
sjúkrahús í borginni Nassiriya
þar sem harðir bardagar hafa geis-
að að undanfomu.
Hermaðurinn sem bjargað var í
áhlaupinu heitir Jessica Lynch og
er frá bænum Palestine í Vestur-
Virginíu. Hún var aö sögn brotin
á báðum fótum og annar hand-
leggur hennar var einnig brotin.
Hún var tekin tU fanga eftir að
sveit hennar var veitt fyrirsát
þann 23. mars.
Fjölskylda Jessicu fagnaöi frels-
un hennar í gærkvöld með vinum
sínum heima í Palestine.
REUTERSMYND
Grelnt frá björgun
Hershöfðinginn Vincent Brooks segir
frá björgun hinnar 19 ára gömlu
Jessicu Lynch úr klóm íraka í nótt.
„Við erum svo spennt," sagði
Pam Nicolais, frænka Jessicu, í
símaviðtali við Reuters.
Heimildarmenn innan hersins
sögðu að sérsveitarmennirnir
hefðu beitt írakana blekkingum
þegar þeir réðust til atlögu við
sjúkrahúsiö þar sem Jessica lá.
„Landgönguliðarnir sendu
fjölda manna með skriðdreka og
brynvarða bUa til árása á skot-
mörk í miðborginni og til að ná
undir sig mikilvægri brú yfir
Efrat-fljót á sama tíma og lagt var
til atlögu gegn sjúkrahúsinu,"
sagði heimildarmaður innan
bandaríska hersins í nótt.
Jessica Lynch var ein fimmtán
hermanna sem lýstir höfðu verið
týndir, felldir eða særðir þegar
herdeild þeirra tók vitlausa
beygju og varð fyrir árás íraka.
Powell kominn til Tyrklands
Colin Powell, ut-
anríkisráðherra
Bandaríkjanna, er
kominn til Tyrk-
lands þar sem
hann ætlar að
reyna að fá stjórn-
völd til að lofa að
senda ekki her-
menn inn á Kúrdasvæðin í norð-
anverðu írak af ótta við að það
grafi undan stríðsrekstrinum.
Brú yfir Tígrís tekin
Bandarískir hermenn náðu
undir sig í morgun mikilvægri
brú yfir ána Tígris í írak og auð-
veldar það þúsundum hermanna
að halda tU Bagdad.
Rólegt á suðurvígstöðvum
Breski herinn sagði að rólegt
hefði verið á vígstöðvunum í
sunnanverðu írak í nótt.
Myers sendir tóninn
Richard Myers, yfirmaður
bandaríska herráðsins, veittist í
gær að þeim sem hafa gagnrýnt
hernaðaráætlanir Bandaríkja-
manna í írak og sagt þá hafa sent
aUt of fáa hermenn.
Paul Watson týndur
Ekki hefur enn tekist að birta
hvalavininum Paul Watson dóm
sem hann hlaut í Færeyjum fyrir
tæpum þremur árum þar sem
hann finnst ekki. Rætt er um að
leita aðstoðar Interpol.
Matarpakki betri en enginn
Per Stig Moller,
utanríkisráðherra
Danmerkur, segir
að betra sé að fá
matarpakka úr
hendi hermanns
en engan matar-
pakka. Þannig
svarar hann
áhyggjum margra yfir því að
bandarískir hermenn skuli vera
látnir dreifa neyðaraðstoð til
íraksra borgara.
Skip með hveiti á leiðinni
Skip er á leiðinni með ástralskt
hveiti tU Kúveits og á að koma
því landleiðina tU íraks. Búist er
við skipinu um helgina.
Tareq flziz sigurviss
Tareq Aziz, að-
stoðarforsætisráð-
herra íraks, sagð-
ist í gær vera viss
um að írakar
myndu fara með
sigur af hólmi í
stríðinu við inn-
rásarherina með
því að koma í veg fyrir að þeir
næðu yfirlýstum markmiöum.
Blaðamenn komnir í leitirnar
Hópur fréttamanna sem hurfu
frá hóteli í Bagdad hefur nú kom-
ið fram í Jórdaníu, eftir vikudvöl
í fangelsum Saddams.
Sádi-arabar fá kaldar kveðjur
Taha Yassin Ramadan, varafor-
seti íraks, sagði utanríkisráð-
herra Sádi-Arabíu að fara til and-
skotans eftir aö sá hafði ítrekað
hvatt Saddam tU að láta af völd-
um tU að þyrma írak.