Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Page 18
18
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
Menning__________________________________________________________________________________________________________________________X>V
Umsjón: Silja Aðalsteínsdóttir silja@dv.is
Ein glœsilegasta myndlist-
arsýningin í London um þess-
ar mundir er á verkum þýska
málarans (og myndhöggar-
ans) Max Beckmann
(1884-1950) í Jjórtán sölum
Tate Modern-safnsins á suður-
bakka Themsár. Rauöa þráö-
inn í sýningunni mynda fáein-
ar sterkar sjálfsmyndir; þar
af hefur sú elsta, Sjálfsmynd
meö rauóan klút frá 1917, var-
anlegust áhrif á skoöandann.
Þegar blaðamaður DV veif-
aði blaðamannaskírteini sínu
uppi á fjórðu hæðinni í Tate
Modern, geysistóru orkustöð-
inni sem breytt var í listasafn
fyrir fáeinum árum, brosti
vörðurinn elskulega og sagð-
ist fagna jwí sérstaklega að fá
gesti frá Islandi. „Ég er nefni-
lega að lesa svo rosalega
skemmtilega skáldsögu eftir
Halldór Laxness," sagði
hann.
„Sjálfstætt fólk?“ spurði
blaðamaður.
„Nei, ég hef lesið hana og
hún er ágæt, en þessi er betri
- hún heitir Brekkukotsann-
áll,“ sagði ungi maðurinn og
fór svo undireins að lýsa
ijálglega muninum á þessum
tveim meginverkum Nóbels-
skáldsins. Það var nokkuð
glögg greining.
Málaði Titanic
Sean Rainbird, aðalsýning-
arstjóri Tate Modern, setur
sýninguna á verkum Max
Beckmann upp í samvinnu
við The Museum of Modern
Art í New York og Musée Ge-
orges Pompidou í París. Þessi
miklu alþjóðlegu söfn eiga
Max Beckmann: Sjálfsmynd í smóking (1927)
Þrungin lífsgleöi og sjálfsöryggi listamanns á uppleiö.
en Max) í að kynna hann og verk
hans og safna kaupendum að
verkunum. Þriðji áratugurinn
var uppgangstímabil og Sjálfs-
mynd í smóking frá 1927 er
skemmtilegt dæmi um það,
þrungin lífsgleði og sjálfsöryggi.
En þegar nasistar komust til
valda varð breyting á. Hitler lík-
aði ekki beitt samfélagsgagnrýni
Beckmanns og sjáifsagt ekki held-
ur sterkur og expressjónískur
stíllinn; hann lét taka niður verk
eftir Beckmann í Þjóðarlistasafn-
inu í Berlín og valdi mörg verk
eftir hann á illræmda sýningu
sína á úrkynjaðri list 1937. Strax
1933 var Beckmann rekinn úr
kennarastöðu sinni við Listahá-
skólann í Frankfurt og 1937 flúði
hann til Amsterdam. Þar varð
hann innlyksa, því þó að hann
væri látinn í friði meðan á her-
námi Þjóöverja í landinu stóð, þá
fékk hann ekki vegabréf til að
geta komist úr landi. Frá 1937 er
Sjálfsmynd í kjólfötum sem sýnir
brotinn mann, kvíðafullan og óör-
uggan með sig. Nokkur huggun
hefur verið að 1938 voru sjö verk
eftir hann á myndarlegri sýningu
á þýskri myndlist á 20. öld í
London.
Samlíðun með þjáðum
Beckmann komst loks úr stofu-
fangelsi sínu til Ameríku 1947 og
dvaldi þar ásamt Quappi til dán-
ardags á þriðja í jólum 1950. Þar
var honum tekið hjartanlega, og
þessi þrjú síðustu ár naut hann á
ný mikilla vinsælda og virðingar.
Hann kenndi við listaháskóla
víðsvegar um Bandaríkin, síðast
við Brooklyn Museum Art School
og þá fluttust þau hjón til Man-
hattan. Frá 1950 er síðasta sjálfs-
Lífið er leiksvið
Max Beckmann sviðsetur sjálfan sig, almenning og heimsviðburði eins og leikverk á sviði
myndir eftir Beckmann, en verkin á sýning-
unni koma þó einkum frá heimalandi hans;
enginn sem skoðar þýsk listasöfn kemst hjá
því að taka eftir myndum hans, svo ágengar
eru þær, blóðmiklar og ástríðufullar.
Max Beckmann fæddist í Leipzig 1884 og
stóð því á þrítugu þegar heimsstyrjöldin fyrri
braust út. Hann hafði útskrifast úr myndlistar-
Max Beckmann: Karnlval (1920)
Fífliö sem á gólfinu liggur er sennilega listamaö-
urinn sjálfur.
námi 1903 og vel má sjá áhrif til dæmis frá Ed-
vard Munch á elstu verkunum á sýningunni.
Fyrsta myndin sem virkilega grípur athygli
gestsins er geysistórt málverk frá 1912 sem
heitir Titanic. Það var málað aðeins fáeinum
vikum eftir að skipið fórst og er eitt fyrsta
dæmiö um hvað Max Beckmann var áhuga-
samur þátttakandi í heiminum í kringum sig.
Málverkið sýnir ólgusjó og yfirfulla björgunar-
báta með konum og börnum og það er í dimm-
um blágrænum litbrigöum. Gagnrýnendur
sögðu á sínum tíma að gallinn á því væri að
það vantaði fókus, maður einbeitti sér ekki að
neinni einni persónu eða miðju, en það er
einmitt einkennið sem heldur lifi í myndinni.
Auga áhorfandans flöktir í örvæntingu frá ein-
um til annars, hring eftir hring, svo fólkið
virðist enn þá fleira og ringulreiðin alger.
Svo kom stríðið og Max Beckmann varð sem
sjúkraliði vitni að óheyrilegum þjáningum og
linnulausum slátrunum á fólki. Auk sjálfs-
myndarinnar áðurnefndu sem sýnir áhrif
stríðsins á hann er óhugnanleg mynd frá sama
ári þar sem verið er að taka lík Krists, stirðn-
að í krossfestingarstellingu, niður af krossin-
um. Nokkrum árum seinna málar Beckmann
svo sjálfan sig sem trúð, og raunar setur hann
persónur sínar og atburði sem hann málar oft
á svið í leikhúsi eða fjölleikahúsi. í einum
stærsta salnum á sýningunni (Sal 3) er tíma-
röðin brotin upp og sýnd verk frá öllum ferli
hans sem draga fram þetta einkenni. Leikhús-
ið varð þá eins konar tákn fyrir samtímann og
líf mannanna eins og leikrit eftir brjálað leik-
skáld.
Stríð á stríð ofan
Þegar Beckmann hafði jafnað sig á áhrif-
um stríösins lá leiðin hratt upp á við, bæði
hvað snerti persónulega líðan hans og efna-
hag. Hann skipti um eiginkonu 1925, skildi
við æskuástina Minnu, sem hann hafði
raunar ekki búið með í tíu ár, og kvæntist
Quappi sem mörg falleg málverk eru af á
sýningunni - ólíkt Minnu sem er sérkenni-
lega döpur og þunglyndisleg á málverkum
eiginmannsins.
Quappi var sjálf málaradóttir og söngkona en
hún hætti að syngja eftir að hún gifti sig og not-
aði alla sína ungu orku (hún var 20 árum yngri
Max Beckmann: Maöur aö detta (1950)
Hann fann til meö fólkinu í kringum sig.
myndin, Sjálfsmynd í bláum jakka sem sýnir vel
endurfætt sjálfsöryggi hans.
Max Beckmann er núna einn dáðasti mynd-
listarmaður Þjóðverja á 20. öld og yfirlitssýn-
ingin í Tate Modem sannfærir gesti auöveld-
lega um að það mat sé ekki fjarri lagi. Af verk-
um hans má sjá að þar fer listamaður sem
horfir á mannlífið í kringum sig með samúð og
flytur þá samúð með sterkum litum og línum
á striga þannig að áhorfandinn tekur ósjálfrátt
þátt í tilfinningunum með honum. Samlíðun
með manneskjum er aðalsmerki mynda hans,
en hún er væmnis- og vægðarlaus eins og best
sést á sjálfsmyndunum.
Sýningin stendur til 5. maí og er opin alla
daga kl. 10-18 og alveg til kl. 22 fós. og laug.
Útgáfuhátíð Þrastar
„Við höfum að
nokkru leyti glatað
innri friði vegna sí-
fellds áreitis af upp-
lýsingum og
boðsendingum,
vegna innrásar hins
ytra sem áður var
fjarri en er nú svo
nærri að við höld-
um okkur fjarri, að minnsta kosti í
stofufjarlægð frá skjánum og erum
sjaldnast á vettvangi atburða, við
höfum að mestu yfirgefið vettvang-
inn, hætt beinni þátttöku." Svo
skrifar Þröstiu- Helgason í inn-
gangskafla að bók sinni, Einkaveg-
ir, sem kemur út í Svörtu línunni
frá Bjarti í dag. Bókin er sú fjórða
í yorbókaflóði forlagsins.
í tilefni dagsins verður útgáfuhá-
tíð á Súfistanum, Laugavegi 18, í
kvöld kl. 20.30. Þar mun Þröstur
Helgason lesa úr bók sinni og
Böðvar Bjarki Pétursson sýna úr
og fjalla um ófullgerða kvikmynd
sína Esjan og tíminn. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Leikið á Stradivaríus
Á Sinfóníutón-
leikum kl. 19.30
annað kvöld verð-
ur hinn óviðjafn-
anlegi fiðlukonsert
Johannesar
Brahms leikinn á
óviðjafnanlega 400
ára Stradivaríus-
arfiðlu af banda-
ríska fiðlusnillingnum Joshua Bell
sem sigraði hugi og hjörtu landans
þegar hann kom hingað kornungur
fyrir 14 árum.
Auk þess eru á efnisskrá tónleik-
anna Macbeth eftir Richard
Strauss cg Sinfónía nr. 5 eftir Beet-
hoven. Stjómandi er Petri Sakari
sem einnig stýrði á fyrri tónleik-
um Joshua Bell hér á landi 1989.
Tónleikunum er að venju útvarpað
beint á Rás 1.
Hvað er að
vera íslendingur?
Hollvinafélag Heimspekideildar
Háskóla íslands gengst fyrir al-
mennum umræðufundi í Norræna
húsinu á morgun kl. 17.15. Þar
verður fjallað um íslenskt þjóðerni
og hvað felst í því að vera íslend-
ingur á 21. öldinni þegar menning
hér á landi er orðin fjölþjóðlegri
en áður og sífellt stærri hluti þjóð-
arinnar af erlendu bergi brotinn.
Flutt verða fimm stutt framsögu-
erindi og á eftir verða pall-
borðsumræður og fyrirspurnir. Að-
gangur er ókeypis og öllum heim-
iU.
Námskeið
í barrokktónlist
Bandaríski gömbuleikarinn og
fræðimaðurinn Laurence Dreyfus,
prófessor við King’s College í
London, er gestakennari við tón-
listardeild Listaháskóla íslands í
þessari viku, og kl. 11 í fyrramálið
heldur hann opinn fyrirlestur um
Jóhannesarpassíu Bachs sem ber
yfirskriftina „Text-setting or Text-
slaying: On the Vagaries of Bachi-
an Poetics in the St. John
Passion".
Leiðrétting
Leið villa slæddist
inn í vísu eftir Rögn-
vald Rögnvaldsson þeg-
ar bók hans Hún-
vetnskt bros í augum
var kynnt á menning-
arsíðu sl. fóstudag.
Rétt (og mun betri) er vísan svona:
Letin slappar líkamann,
leikni er kappans prýöi.
En Ϛatappatogarann
ég teldi happasmíöi.
Við biðjumst velvirðingar á
óhappinu.