Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Qupperneq 30
k
30
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
FóJk í fréttum
Bima LárasdótOr
forseti bæjarstjórnar á ísafiröi
90 ára____________________________
gf Gunnar Jónsson,
Skólastíg 14a, Stykkishólmi.
Nanna Þóröardóttir,
Búðavegi lOa, Fáskrúösfiröi.
80 gra____________________________
Olga Axelsdóttir,
Bogahlíð 15, Reykjavík.
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir,
Gullsmára 8, Kópavogi.
75 ára____________________________
Lelfur Elríksson,
Hlaðbrekku 19, Kópavogi.
70 ára____________________________
Hanna Fríöa Kragh,
Hátúni lOa, Reykjavík.
60 ára____________________________
Dagný Þórhallsdóttlr,
Grýtubakka 20, Reykjavík.
Hugrún Marinósdóttir,
Dúfnahólum 4, Reykjavík.
Örn Guömarsson,
Eyktarási 18, Reykjavík.
50 ára____________________________
Georg Karonina,
Hörðalandi 6, Reykjavík.
Ingibjörg Ævar Steinsdóttir,
Hoffelli 2b, Höfn í Hornafirði.
Jórunn Hulda Siguröardóttir,
^ Dvergaborgum 3, Reykjavík.
Knútur Arnar Hilmarsson,
Garöarsbraut 69, Húsavík.
Kristján B. Magnússon,
Ásklifi 14, Stykkishólmi.
Soffía Kristinsdóttir,
Hverfisgötu 5, Hafnarfirði.
áOJra_____________________________
Blrna Ingibjörg Jónsdóttir,
Silfurbraut 7d, Höfn.
Einar Fjölnir Elnarsson,
Hásteinsvegi 55, Vestmannaeyjum.
Einar Sigurösson,
Snekkjuvogi 7, Reykjavík.
Hafdís Óskarsdóttir,
Kárastíg 2, Hofsósi.
Helgi Þór Kárason,
Skógahlíð, Húsavík.
Ingvar Jóel Ingvarsson,
Mjóuhlið 16, Reykjavík.
Pavle Pavlovic,
Kveldúlfsgötu 28, Borgarnesi.
Slgvaldi Einarsson,
Furugrund 20, Kópavogi.
Birna Lárusdóttir, forseti bæjar-
stjórnar ísafjarðarbæjar, fékk flest
atkvæði í miðstjórnarkjöri á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
um síðustu helgi.
Starfsferill
Bima fæddist í Reykjavík 14.3.
1966 og ólst þar upp í Háaleitis-
hverfinu. Hún var í Álftamýrar-
skóla, lauk stúdentsprófi frá MS
1986, stundaði nám í fjölmiöla-
fræði og sálfræði við University
og Washington í Seattle í Banda-
ríkjunum frá 1988 og lauk þaðan
BA-prófi í þeim greinum 1992.
Bima starfaði á Stöð 2 1987, var
fréttamaður Svæðisútvarps Vest-
fjarða á ísafirði 1992-94, var búsett
í Ósló í Noregi og var þar fréttarit-
ari Ríkisútvarpsins og Sjónvarps-
ins 1994-97 og kenndi við grunn-
skólann á Þingeyri við Dýrafjörð
1997-98.
Birna hefur verið bæjarfulltrúi
fyrir sjálfstæðismenn á ísafirði frá.
1998, var oddviti sjálfstæðismanna
í bæjarstjóm ísafjarðar 1998-2002
og til skiptis forseti bæjarstjórnar
og formaður bæjarráðs 1998-2002,
hefur verið forseti bæjarstjórnar
þar frá síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum og er í 7. sæti á framboðs-
lista sjálfstæðismanna í Norðvest-
urkjördæmi fyrir aiþingiskosning-
arnar í vor.
Birna sat í stjórn Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga, er formað-
ur skólanefndar MÍ, fulltrúi fjár-
málaráöherra í stjórn Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins, situr í
stjórn Fornleifasjóðs sem fulltrúi
sveitarfélaga og er félagi í Zonta-
hreyfingunni.
Fjölskylda
Maður Birnu er Hallgrímur
Kjartansson, f. 6.3. 1959, heilsu-
gæslulæknir á Heilbrigðisstofnun-
in ísafjarðarbæjar. Hann er sonur
Kjartans Hólm Sigmundssonar, f.
22.12. 1927, skipstjóra og útgerðar-
manns á Isafirði, og Maríu Hall-
grímsdóttur, f. 2.7.1938, húsmóður
á ísafirði.
Böm Birnu og Hallgríms eru
Hekla, f. 22.1. 1999;Hilmir, f. 2.2.
2002; Hugi, f. 2.2. 2002.
Bróðir Bimu er Þórir Lárusson,
f. 7.11.1956, verkfræðingur í Kópa-
vogi, kona hans er Magnea Ragn-
arsdóttir og eru börn þeirra
Hrefha og Davíð.
Foreldrar Birnu eru Lárus
Geisli Gunnarsson, f. 24.12. 1937,
flugvirki í Flórída i Bandaríkjun-
um, og Dóra Ketilsdóttir, f. 12.5.
1937, skrifstofumaður í ísa-
fjarðarbæ.
Ætt
Lárus er sonur Gunnars Kal-
stad, útvarpsvirkjameistara I
Reykjavík, bróður Sigríðar, konu
Einars Olgeirssonar alþm., Rann-
veigar Smith rithöfundar og
Ágústu, móður Baldurs Georgs,
búktalara og skemmtikrafts.
Gunnar var sonur Þorvarðar, for-
stjóra Gutenbergs, formanns HÍP,
bæjarfulltrúa í Reykjavík og eins
af stofnendum Leikfélags Reykja-
víkur, bróður Óla, fóður Páls Egg-
erts prófessors, og bróður Svein-
björns, afa Halls Símonarsonar,
blaðamanns og bridgeleikara, og
langafa Friðriks Ólafssonar stór-
meistara. Þorvarður var sonur
Þorvarðar, b. og vþm. á Kalastöð-
um og á Staðarfelli í Dölum, Ólafs-
sonar, hreppstjóra, lrm. og dbrm. í
Kalastaðakoti, Péturssonar. Móðir
Þorvarðar í Gutenberg var Mar-
grét Sveinbjarnardóttir, pr. á Stað-
Fímmtugur
Smáauglýsingar
550 5000
Sveinn Magnús Magnússon, Blómstur-
völlum 34, Neskaupstað, lést af slysför-
um laugard. 29.3.
Guörún Finnbogadóttir Beaubien lést á
heimili sínu í Bremerton WA, í Bandaríkj-
unum laugard. 29.3.
Guörún Pedersen Sundet lést á heimili
sínu í Noregi mánud. 24.3.
Maggý Helga Jóhannsdóttir, Kópavogs-
braut lb, Kópavogi, lést á Landspítalan-
um í Fossvogi laugard. 29.3.
Haukur Sævaldsson, Núpalind 2, Kópa-
vogi, lést á heimili sínu sunnud. 30.3.
Sigöuröur Jóhannesson frá Þorvalds-
stöðum andaöist laugard. 29.3.
Friöbjörg Ólína Kristjánsdóttir lést á
Landspitalanum I Fossvogi sunnud.
30.3.
Útför Agnars Búa Alfreössonar, Hátúni
10B, Reykjavík, fer fram frá
Fossvogskapellu miðvikud. 2.4. kl.
13.30.
Útför Sigrúnar Daníelsdóttur
hjúkrunarfræðings, Akranesi, fer fram
frá Akraneskirkju fimmtud. 3.4. kl.
14.00.
Jaröarför Gísla Ólafs Jakobssonar fer
fram í Kaupmannahöfn fimmtud. 3.4. kl.
13.00.
Valgerður H. Magnúsdóttlr,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áöurtil
heimilis á Háaleitisbraut 153, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtud.
3.4. kl. 13.30.
Hrund Kristjánsdóttir verður jarðsett frá
^•Munkaþverá fimmtud. 3.4. kl. 13.30.
Jón HhiPik Gíslason
verkstjóri hjá Landsvirkjun
Jón Hinrik Gíslason, verkstjóri
hjá Landsvirkjun, Bakkatjörn 8, Sel-
fossi, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Jón Hinrik er fæddur í Reykjavík
og ólst upp hjá móður sinni og auk
þess fóstra, Sigurði Þórðarsyni,
bónda á Tannastöðum, frá fimm ára
Eddri.
Jón Hinrik lauk landsprófi í
Hveragerðisskóla 1968, búfræðiprófi
frá Bændaskólanum á Hvanneyri,
iðnskólaprófi frá Iðnskólanum á
Selfossi 1979 og meistaraprófi sem
húsasmiður 1992.
Jón Hinrik hefur unnið víða á
Suðurlandi við ýmis störf, m.a.
Hrauneyjafossvirkjun 1979-81,
sinnti viðhaldsstörfum við íra- og
Ljósafossvirkjun og stundaði húsa-
smíðar.
Hann hóf störf hjá Landsvirkjun
1996 og hefur verið verkstjóri við
Sogsstöðvar síðan.
Fjölskylda
Jón kvæntist 1.6. 1974 Margréti
Jónsdóttur, f. 16.2.1952, starfsmanni
Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi.
Hún er dóttir Jóns Árnasonar
bónda og k.h„ Svövu Árnadóttur frá
Bala í Þykkvabæ.
Böm Jóns og Margrétar eru Gísl-
ný Halldóra, f. 19.4. 1974, nemi, bú-
sett á Ólafsfirði, í sambúð með Jóni
Vilhjálmssyni; Svava Júlía, f. 8.4.
1977, háskólanemi á Akureyri, er
sonur hennar Daníel Máni, f. 29.3.
2001; Ari Hrafn Jónsson, f. 16.3.
1984, iðnskólanemi; Margrét, f. 12.7.
1991, grunnskólanemi.
Bróðir Jóns er Magnús, f. 29.6.
1954, verkstjóri í Reykjavík.
Hálfsystir, sammæðra, er Sigur-
borg Karlsdóttir Billich, f. 20.2.1951,
meinatæknir í Reykjavík.
Foreldrar Jóns: Gísli Pálsson, f.
6.9. 1914, d. 19.12. 1953, verkamaður
í Reykjavík, og Halldóra Sigríður
Hendriksdóttir, f. 3.6. 1918, d. 3.1.
2001, húsmóðir. Seinni maður henn-
ar var Sigurður Þórðarson, bóndi á
Tannastöðum í Ölfusi.
Ætt
Faðir Gísla var Páll Jónsson, bók-
bindari frá Koti, Akranesi, og k.h.,
Steinunn Júlía Gísladóttir húsmóö-
ir.
Faðir Halldóru var Hendrik Stef-
án Erlendsson læknir og Súsanna
Henríetta Friðriksdóttir húsmóðir.
Jón verður að heiman á afmælis-
daginn.
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
DV
arhrauni, Sveinbjamarsonar,
háifbróður Þórðar dómstjóra.
Móðir Margrétar var Rannveig,
systir Bjarna Thorarensens
skálds. Móðir Gunnars var Gróa
Bjarnadóttir, b. í Neðra-Hrepp i
Skorradalshreppi, Bjarnasonar, og
Guörúnar Þorsteinsdóttur.
Móðir Lárusar var Birna Lárus-
dóttir, kaupmanns á Akureyri,
Thorarensen, Jakobssonar.
Dóra er dóttir Ketils, kaupfé-
lagsstjóra á ísafirði, bróður Har-
alds, ráðherra og formanns Al-
þýðuflokksins, og Sigurðar, föður
Jóns, bankastjóra Norræna fjár-
festingabankans og fyrrv. ráð-
herra. Ketill var sonur Guðmund-
ar, pr. í Gufudal, Guðmundssonar,
og Rebekku, systur Kristjáns ráð-
herra, Péturs ráðherra og Stein-
gríms alþm. en hálfsystir Rebekku
var Sigrún, móðir Steingríms
Steinþórssonar forsætisráðherra.
Rebekka var dóttir Jóns, alþm. og
ættföður Gautlandaættar, Sigurðs-
sonar, b. á Gautlöndum, Jónsson-
ar, b. á Mýri í Bárðardal, ættföður
Mýrarættar, Halldórssonar. Móðir
Rebekku var Solveig, systir Bene-
dikts, afa Geirs Hallgrímssonar
forsætisráðherra en meðal bræðra
Solveigar voru Jón, þjóðfundarm.
í Lundarbrekku, afi Árna, alþm. í
Múla, og Pétur, langafi Áka Jak-
obssonar alþm. Solveig var dóttir
Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar,
Þorsteinssonar.
Móðir Dóru var María Jónsdótt-
ir, sjómanns á ísafirði, Einarsson-
ar og Halldóru Halldórsdóttur.
M
Magnea J. Guðmundsdóttir
skrifstofustjóri í Reykjavík
Magnea Jenný Guðmundsdóttir
skrifstofustjóri, Grandavegi 9,
Reykjavík, er fertug í dag.
Starfsferill
Magnea Jenný fæddist á ísafirði
en ólst upp á Melgraseyri við ísa-
fjarðardjúp. Hún gekk í grunnskól-
ann í Reykjanesi við Djúp og lauk
stúdentsprófi frá MÍ 1984, lauk BS-
prófi í landafræði frá HÍ 1995, stund-
aði auk þess nám í mannfræði um
skeið og lauk síðar prófi í viðskipta-
og rekstrarfræðum við endurmennt-
unardeild HÍ.
Magnea starfaði við Hótel Eddu í
sumarvinnu í Flókalundi við Vatns-
fjörð í nokkur ár og Hótel Eddu á
Reykjum í Hrútafirði. Hún vann
einnig við bústörf með foreldrum sín-
um að Melgraseyri við ísafjarðardjúp.
Magnea flutti til náms i Reykja-
vík 1986, var gjaldkeri hjá Happ-
drætti Háskóla íslands 1986-91,
starfaði við Fasteignasöluna Frón
og rak hana með sambýlismanni
sínum.
Fjölskylda
Eiginmaður Magneu er Finnbogi
Kristjánsson, f. 10.12. 1958, fast-
eignasali. Hann er sonur Kristjáns
Guðmundssonar, bónda á Brekku á
Ingjaldssandi, sem nú er látinn, og
Árelíu Jóhannesdóttir húsfreyju
sem nú er búsett í Reykjavík.
Dóttir Magneu og Finnboga er
Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir,
f. 19.2. 1991, nemi í Grandaskóla og
Tónmenntaskóla Reykjavíkur.
Systkini Magneu eru Snævar, f.
3.7. 1956, bóndi á Melgraseyri; Þór-
unn Helga, f. 14.7.1959, tæknimaður
á skurðdeild Landsspítala.
Foreldrar Magneu eru Guðmund-
ur Magnússon, f. 27.10. 1928, fyrrv.
bóndi á Melgraseyri, og Kristín
Steinunn Þórðardóttir, f. 12.10.1928,
húsfreyja. Þau eru nú búsett í
Reykjavík.
Ætt
Guðmundur er sonur Magnúsar
Jenssonar, b. á Brekku í Langadal
og síðar Hamri á Langadalsströnd,
og k.h., Jensina Arnfinnsdóttir hús-
freyja.
Kristín Steinunn er dóttir Þórðar
Halldórssonar frá Rauðamýri, odd-
vita á Laugalandi í Skjaldfannardal,
og k.h., Helgu Mariu Jóndóttur hús-
freyju.
Hægt er að gleðja Magneu með
því að hringja í hana í 898 1819 og
senda SMS-skilaboð eða senda
henni e-mail á madda@fron.is