Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 Tilvera ÐV Nýi barnaspítalinn tekinn í notkun: flfanni gem IWnnskonup hefur drevmt um í áratuni „Mér finnst stórkostlegt, bæöi sem Hringskona og hjúkrunar- kona, að fá að taka þátt í þessu ævintýri," segir Ragnheiður Sig- urðardóttir, varaformaður Hrings- ins og deildarstjóri á vökudeild Landspítalans, þar sem hún geng- ur um húsakynni hins nýja barna- spítala. Þau orð hennar verða ekki dregin í efa. Húsið er allt hið glæsilegasta og flutningurinn inn í það úr gamla spítalanum ekkert minna en gerbylting í öllum að- búnaöi barna, foreldra þeirra og starfsfólks stofnunarinnar. Starfsfólk tók þátt í mótun Arkitektar að nýja barnaspítal- anum eru Hans Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir hjá Teikni- stofunni Tröð. Samræmi virðist í öllum hlutum. Rúnnuð form sjást víða, bæði í herbergjum og hús- gögnum og sami viðurinn skýtur upp kollinum á hinum ýmsu stöð- um. Ragnheiður segir arkitektana hafa unnið í samvinnu við starfs- fólkið og skipaðir hafi verið vinnuhópar innan spítalans til að vinna úr hugmyndum starfs- manna. „Við vonum að það skili sér í betri þjónustu og meiri hag- ræðingu," segir hún. „Einn hópur- inn lagði til dæmis áherslu á að svalir væru á einangrunarher- bergjunum til að börnin sem þar væru gætu fengið sér frískt loft og séð grænt gras og eftir því var far- ið.“ Kaffilykt í húsið í garðinum utan við spítalann er kopartré og stór stóll og í sum- um gluggunum eru sandblásnar setningar úr ævintýrum. Þetta eru skreytingar eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson. „Stóllinn er sögustóll," segir Ragnheiður til skýringar. „Við ímyndum okkur að sögumaður sitji í stólnum og þetta minnir bæði foreldra og börn á þá dægrastyttingu sem sög- ur og ævintýri eru.“ Við aðalinngang barnaspítalans er veitingastofa sem Hringurinn rekur. Þar verða léttir réttir, drykkir og ís á boðstólum fýrir starfsfólk, foreldra og börn. Hringskonur eru með frá fyrsta degi. „Við viljum fá kaffilyktina í húsið um leið opnað er og vera með fólkinu í að skapa stemn- ingu,“ segir Ragnheiður brosandi. Göngudeildin nýjung Áttatíu rúm eru á barnaspítal- anum og það er svipaður fiöldi og hefur verið á þeim gamla. Aukn- ingin er í plássi á göngu- og dag- deildum þar sem börn geta verið yfir daginn í smærri aðgerðum eða rannsóknum. Göngudeildin er mikilvæg nýjung í starfseminni. „Nú til dags er reynt að hafa börn eins skamman tíma á sjúkrahús- um og mögulegt er því auðvitað er alltaf verið að reyna að hlífa þeim við aðskilnaði frá foreldrum og sínu nánasta umhverfi. Hins veg- ar eiga þau að hafa gott aðgengi að spítalanum þegar þau þurfa á þjónustu hans að halda,“ segir Ragnheiður og bendir meðal ann- ars á bráðamóttöku sem miðað er við að verði opin allan sólarhring- inn. Við göngum um bygginguna og skoðum leikstofu og skólastofu, báðar rúmgóðar með stórum dýr- um þannig að hægt er að keyra börn um í rúmum ef á þarf að halda. Einnig komum við í endur- hæfingarstofu þar sem sjúkraþjálf- arar munu sinna börnunum svo og setustofu og gistiaðstöðu for- eldra. Að lokum skoðum við vöku- deildina sem nú fær stóraukið rými. Áhersla lögö á hagræðingu Kapella er í spítalanum. Ragn- heiður segir hana fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Allir geti þurft á friðarstund að halda, auk þess sem börn séu stundum færð til skírnar á stofnuninni. „Það sem haft var í huga við þessa byggingu var auðvitað fyrst og fremst aðstaðan fyrir skjólstæð- ingana, bæði börnin og foreld- rana. Hér hefur ekkert pláss verið fyrir foreldra nema inn við rúm- gaflinn hjá börnunum og það er aðdáunarvert hvað fólk hefur af- borið þrengslin." Starfsfólkið fær líka góða vinnu- aðstöðu. Gangur er á milli kvennadeildar og bamaspítala og dyr milli sjúkrastofa barnaspítal-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.