Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 33 DV Tilvera Deildarstjóri vökudeildar Ragnheiður Sigurðardóttir segir talsvert hafa verið keypt af nýjum búnaði á vökudeild en einnig verði eldri tæki nýtt eftir því sem kostur sé. ans og vökudeildar sem gera mögulegt aö samnýta starfsfólk og spara spor. „Mikil áhersla er lögö á hagræðingu og sparnað í rekstri og þar skiptir aðstaðan miklu máli,“ bendir Ragnheiður á. Áhuginn drífur þær áfram Hringurinn, kvenfélag er einn af styrkustu velunnurum bama- spítalans og hefur látið stórar fjár- hæðir af hendi rakna til hans. Fyrir ári gaf félagið til dæmis 50 milljónir til minningar um stofn- anda og fyrsta formann félagsins, frú Kristínu Vídalín Jakobson og í september síöastliðnum afhenti það spítalanum hundraö og fimm- tíu milljónir. Ragnheiður hefur starfað með Hringnum síðan 1984 og er varaformaður félagsins nú. Hún er spurð hvernig í ósköpun- um þær Hringskonur hafí náð að öngla saman svona miklu fé? „Þessi söfnun byrjaði ekki í gær og er heldur ekki bara afrakstur þess sem við bökum og saumum því hollvinir Hringsins eru marg- ir og fólk hefur jafnvel ánafhað okkur húseignir," segir hún. Kveðst þó ekki ætla að rýra hlut Hringskvenna sjálfra því þær séu traustar konur og rausnarlegar. „Áhuginn drífur þær áfram og eitt af því sem þær leggja áherslu á er að hver einasta króna sem Hrings- konur afla eða Hringnum áskotn- ast gangi óskert í bamaspítala- sjóðinn. Þær hafa líka verið vak- andi yfir stjórn fjármáianna, að hafa allt á öruggum reikningum með góðum vöxturn." Eins og á síldarplani Nýlega kom út saga Hringsins, skráð af Björgu Einarsdóttur, mik- ið rit og fróðlegt. Þar kemur með- al annars fram að félagið hafi afl- að fjár með ýmsum hætti gegnum tíðina. Má þar nefna leiksýningar, frímerkjaútgáfu og bókamarkað og það stóð fyrir söngskemmtun- um með stórstjörnum, til dæmis hinum sænska Jussi Björling. Einnig ráku Hringskonur bú í DV-MYND E.ÖL. Vlð fiskabúríð Skrautlegir fiskarnir vekja athygli gesta. Kópavoginum um tima og voru í röð góðbænda í Seltjarnames- hreppi. Allur afrakstur fjáröflunar hefur farið til líknarmála. Fyrst í aðstoð við fátækar sængurkonur og berklasjúklinga en frá 1942 hef- ur félagiö einheitt sér að málefn- um sjúkra barna. Nú eru félagskonur á þriðja hundrað og hefur farið fjölgandi á árinu. Helstu fjáröflunarleiðir síð- ustu ár hafa verið sala minningar- korta, jólakortaútgáfa og jólabasar í Perlunni. Einnig jólakaffi á Broadway fyrsta sunnudag í að- ventu. Ragnheiður líkir því við að vera á síldarplani að komast i vinnu þar. „Þá fyllum við húsið, fáum þúsund manns í kafFi og erum líka með happdrætti," segir hún ánægjuleg. Örugg um yngstu borgarana Ragnheiður segir eftir að ákveða næstu verkefni Hringsins. „Þetta eru viss þáttaskil en það er alveg ljóst að við höldum áfram að styðja starfsemi sem tengist böm- um.“ En hvað kom til að hún sjálf gekk í Hringinn kornung kona, 1984. „Ég var starfsmaður bama- spítalans og hitti oft þessar frá- bæru Hringskonur því þær voru alltaf að gefa gjafir og ég fékk stundum að vera með í að taka á móti þeim. Þá datt mér í hug að sækja um inngöngu og fékk góðar viðtökur því á þeim rauðsokku- tímum var fátítt að ungar konur gengju í kvenfélög," segir Ragn- heiður. Hún segir mikinn lærdóm aö starfa með jafn jákvæðum og atkvæðamiklum manneskjum og Hringskonum. „Það er ekki bara það hvað þær eru tilbúnar að leggja mikið á sig heldur líka hvað gleðin er mikil yfir að gefa pening- ana frá sér - geta fært, lagt til og stuðlað að. Þessi nýi barnaspítali er áfangi sem þær hefur dreymt um í áratugi,“ segir hún brosandi og vitnar í orð Sigríðar G. John- son árið 1938 um framtíðarmark- mið Hringsins: „Að upp rísi nýr sérhannaður barnaspítali, þar sem við, fólkið í þessu velferðar- ríki, getum verið örugg um yngstu borgarana." -Gun Listaverk Sögustóllinn og kopartréð í garðinum eru eftir Sigurð Guömundsson mynd- listarmann en arkitektar hússins eru Hans Olav Andersen og Sigríður Magn- úsdóttir hjá Teiknistofunni Tröð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.