Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
35
Víkingun - Valur 13-19
hafði fram yflr heimamenn var
vörnin, með Sigurlaugu Rúnarsdótt-
ur og Drífu Skúladóttur sem bestu
menn, Þar fyrir aftan var Berglind
Handóttir í miklum ham og var hún
með 60% markvörslu í leiknum.
Helga Torfadóttir var best Víkinga
og varði á köflum ágætlega. Sóknar-
leikur liðsins var í molum og ágæt-
isbarátta í vörninni dugði emfald-
lega ekki til að þessu sinni.
Náöum markmiðinu
Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari
Vals, var skælbrosandi þegar DV-
Sport kom að máli við hana í leiks-
lok.
„Ég er alveg ofboðslega ánægð
með stelpumar. Við settum okkur
það markmið í upphafl móts að ná
fjórða sæti deildarinnar. Við náðum
því og þá settum við okkur nýtt
markmið; að taka Víking í tveimur
leikjum, og við náðum því líka. Svo
að þetta er alveg rosalega flott.
Vörnin hefur kannski ekki alveg
verið að ná nægilega góðum dampi
hjá okkur en hún er búin að koma
núna í þessum tveimur leikjum.
Við héldum þeim í tíu mörkum í
Valsheimilinu í fyrsta leiknum og
fáum núna á okkur 13 svo að það er
alveg frábært. Begga (Berglind
Hansdóttir) í markinu er að verja
eins og brjálæðingur og það gengur
vel baka til.
En að skora 13 mörk í fyrsta
leiknum var mjög slæmt. Við vor-
um ákveðnar í að bæta sóknarleik-
inn fyrir leikinn í kvöld og náum að
gera 19 mörk. En við erum samt
sem áður að klúðra alltof mikið í
góðum færum.
Mér líst bara vel á að mæta ÍBV.
Við höfum verið að fara upp á við
upp á síðkastið. Erum búnar að
tapa fyrir Eyjastúlkum í leikjunum
í vetur en við tökum bara leik fyrir
leik og njótum þess að vera komnar
þangað sem við erum komnar. Val-
ur hefur aldrei komist upp úr 8-liða
úrslitum og ég er alveg rosalega
ánægð með það,“ sagöi Guðríður.
Aspurð hvort þær ætluðu sér ekki
að stríða ÍBV glotti Guðríður og
svararði um hæl: „Að sjálfsögðu.
Við ætlum bara að vinna þær.“
-vig
Gnótta/KR - Haukan Z0-2G
0-2, 2-2 3-3 4-4 5-5 &-6 7-7 8-0 9-9 10-10
(10-12), 10-13 13-13 14-14 15-15 16-16 18-19
18-22 19-24 20-26
, Grótta/KR:
Mörk/viti (skot/víti): Þórdís Brynjólfsdótt-
ir 11/8 (22/9), Eva Margrért Kristinsdóttir
3/1 (6/1), Eva Björk Hlööverdóttir 3 (7),
Aiga Stepanie 2 (11), Anna Úrsúla Guö-
mundsdóttir l (l), Kristín Þóröardóttir (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 1 (Þórdís).
Vítanýting: Skoraö úr 9 af 10.
Fiskuö viti: Eva Björk 2, Anna Úrsúla 2,
Aiga 2, Kristin Þ. 2, Ragna Karen, Brynja.
Varin skot/viti (skot á sig): Berglind Haf-
liðadóttir 12 (38/4, hélt 5, 32 %).
Brottvisanir: 18 mínútur.
Dómarar (1-10):
Gísli Jóhannes-
son og Hafsteinn
Ingibergsson (5).
GϚi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur: 150.
Best á vellinum:
Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Hanna G. Stefáns-
dóttir 11/3 (14/3), Inga Fríöa Tryggvadóttir
3 (6), Sonja Jónsdóttir 3 (7), Harpa Melsted
3/1 (8/1), Nína K. Björnsdóttir 3 (8), Ingi-
björg Karlsdóttir 1 (1), Sandra Anulyte 1 (1),
Brynja Steinsen 1 (2), Erna Halldórsdóttir
(1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 9 (Hanna 6,
Sonja, Sandra, Nína).
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 4.
Fiskuö víti: Brynja, Nína, Inga Fríöa, Ema.
Varin skot/viti (skot á sig): Lukresija
Bokan 9/1 (28/9, hélt 3,21%), Bryndís Jóns-
dóttir 3 (5/2, hélt 2, 60%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
Valur:
Mörk/viti (skot/víti): Díana Guöjónsdóttir
7/4 (11/6), Hafrún Kristjánsdóttir 3 (4), Drífa
Skúladóttir 3 (11), Hafdís Guðjónsdóttir 2 (3),
Kolbrún Franklín 2 (7/1), Ama Grímsdóttir 2
(7), Sigurlaug Rúnarsdóttir (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: Drífe 2,
Kolbrún, Diana.
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 7.
Fiskuö viti: Ama 3, Drífa, Hafrún, Sigurlaug,
Hafdís.
Varin skot/viti (skot á sig): Berglind Hans-
dóttir 20/1 (33/6, 1 víti yfir, 2 i stöng, 1 í slá,
hélt 10, 60%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
Sport
DV
Ðest á veliinum:
Berglind Hansdóttir, Val
(M, 2-4, 4-7, 5-9, 6-9, (7-10), 9-10, 10-13, 12-15,
13-15, 15-19.
Víkingur:
Mörk/viti (skot/víti): Guðbjörg Guömanns-
dóttir 3 (7), Guörún Drifa Hólmgeirsdóttir 3
(7/1), Helga Bima Brynjólfsdóttir 2/1 (8/2),
Geröur Beta Jóhannsdóttir 2 (10/3), Helga
Guðmundsdóttir 1 (1), Ásta Björk Agnarsdótt-
ir 1 (2), Steinunn Bjamarson 1 (3), Steinunn
Þorsteinsdóttir (1), Margrét Elín Egilsdóttir
(2), Sara Guöjónsdóttir (2).
Mörk úr hraöaupphlaupunu 5 (Guörún 2,
Guöbjörg 2, Guðrún Drífa).
Vitanýting: Skorað úr 1 af 6.
Fiskuö viti: Helga G. 2, Helga Birna 2, Gerð-
ur, Steinunn Þ.
Varin skot/viti (skot á sig): Helga Torfa-
dóttir 14/3 (33/7 , hélt 10, 42%).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10):
Arnar Sigurjóns-
son og Svavar Ó
Pétursson (7).
Gϗi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 100.
Haukastúlkur eru komnar í undanúrslit með því að sigra Gróttu/KR í tveimur leikjum:
Margar brottvísanip
- voru banabiti Gróttu/KR í leiknum í gær. Ekki jafnréttisgrundvöllur, segir þjálfari liðsins
„Við bjuggumst við þeim dýrvit-
lausum því við vissum að þær væru
ekki tilbúnar að ljúka þátttöku í ís-
landsmótinu í ár. Við ætluðum að
klára þetta í tveimur leikjum því
annars hefði þetta geta orðið strögl.
Vömin small í lokin og og við vörð-
um mikið af boltum í vörninni. Þá
fengum við hraðaupphlaupin og þá
náðum við að stinga þær af. Þegar
vömin small saman þá var þetta
komið hjá okkur. Þegar vömin er
góð þá fáum við hraðaupphlaupin
sem við viljum fá. Við náðum ekki
að halda uppi hraðanum í fyrri hálf-
leik eins og við hefðum vilja gera en
við náðum að bæta það upp í seinni
hálfleik," sagði Harpa Melsted, fyr-
irliði Hauka, sem sigruðu
Gróttu/KR öðru sinni í 8-liða úrslit-
um Essodeildar kvenna, 20-26, og
ljóst að Haukar mæta Stjömunni í
undanúrslitum. Lokatölur leiksins
gefa alls ekki rétta mynd af leiknum
sem var jafn megnið af tímanum og
heimastúlkur létu íslandsmeistar-
ana hafa vel fyrir hlutunum með
góðum og vel skipulögðum leik.
Brottvísanirnar tóku toll
Haukar byrjuðu betur með því að
gera tvö fyrstu mörkin en
Grótta/KR jafnaði strax og var nán-
ast jafnt á öflum tölum allan fyrri
hálfleikinn. Haukar enduðu hálf-
leikinn með því að gera tvö síðustu
mörkin og leiddu 10-12 í hálfleik.
Heimastúlkur voru fljótar að jafna í
byrjun seinni hálfleiks og skoruðu
liðin til skiptis þar til tíu mínútur
voru eftir. Þá var eins og leikmenn
Gróttu/KR væru búnir með orkuna
enda var Grótta/KR einum færri
stóran hluta af leiknum og eflaust
tók það sinn toll. Haukastúlkur
gengu á lagið og vörnin fór að verja
hvert skotið af öðru og í kjölfarið
fékk liöið hraðaupphlaup sem skil-
aði marki.
Enginn jafréttisgrundvöllur
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari
Gróttu/KR, var ómyrkur í máli þeg-
ar DV tók hann tali í leikslok og var
síður en svo ánægður með dómar-
ara leiksins. „Við vorum að spila að
mínu mati frábæran handbolta
framan af og ef eitthvað er hefðum
við átt að vera yfir. Við erum einum
leikmanni færri stóran hluta af
leiknum þar til svona flmm mínút-
ur eru eftir.
Mættu hungraöar
Ég er ótrúlega stoltur af mínum
stelpum og þær mættu virkilega
hungraðar til leiks og ætluðu ekki
að láta slá sig út, en því miður er
staðan þannig að þegar við og liðin
sem eru í neðri kantinum hittum á
okkar toppleiki þá þurfum við að
sigra bæði andstæðingana og dóm-
arana. Ég missi leikmenn út af í
tvær mínútur hvað eftir annað, ég
missi þrjár stelpur út af með rautt
spjald og síðan rifbeinsbrotnar ein
hjá mér en það er engin refsing á
það. Við fáum vítaköst framan af en
síðan ekki söguna meir. Þær skora
hvert markið á fætur öðru á fjórða
til fimmta skrefi en það er ekkert
dæmt á það.
Vorum klassa betri
Dómararnir fóru auðveldu leið-
ina og létu þetta fafla betra liðinu I
vil og þetta er ekki fyrsti leikurinn
hjá þessum mönnum sem ég fæ á
mig svona. Lokatölurnar gefa enga
mynd af þessum leik. Við vorum
betra liðið. Það var algjörlega okkar
klaufaskapur að við lendum undir
þar sem við nýttum dauðafærin illa.
En auðvitað gerist það þegar allt er
á móti okkur allan leikinn og auð-
vitað brotnar liðið þegar svo er.
Þegar það var jafnt í báðum liðum á
vellinum þá vorum við klassa betri
en Haukamir. Því miður fengum
við ekki að spila á jafnréttisgrund-
velli að þessu sinni,“ sagöi
Aðalsteinn Eyjólfsson hund-
ónægður í leikslok.
-Ben
tveimur, þar af ekki nema 10 í fyrri
leik einvígisins.
Léleg vítanýting
Það voru gestirnir úr Val sem
gáfu tóninn í byrjun leiks í gær.
Þær skoruðu fyrstu fjögur mörk
leiksins og leikmenn Víkings vissu
ekki hvort þær voru að koma eða
fara í sóknarleiknum. Þær klúðr-
uðu hverju upplagða marktækifær-
inu á fætur öðru og þá voru víta-
köstin einnig að fara forgörðum.
Það var ekki fyrr en eftir átta mín-
útna leik sem að Gerður Beta Jó-
hanssdóttir náði að brjóta ísinn
með fyrsta marki Víkings. Eftir það
náðu leikmenn liðsins smám saman
áttum og áttu í fullu tré við leik-
menn Vals það sem eftir lifði hálf-
leiks.
Víkingsstúlkur hófu síðari hálf-
leikinn með miklum látum, greini-
lega staðráðnar í því að fá oddaleik
í Valsheimilinu. Helga Torfadóttir
fór í gang og varði tvö vítaköst á
sama tíma og Valur missti tvo leik-
menn út af með stuttu miUibili.
Mununrinn var allt í einu orðinn
10-11 og öll stemningin Víkings
megin. En um leið og Valur fékk
fullskipað lið að nýju fór vörnin aft-
ur í gang. Þær lokuðu vel á skotleið-
ir leikmanna Víkings en ekki er
hægt annað en að minnast á víta-
nýtingu heimamanna. Af þeim sex
vítaköstum sem liðið fékk í leikn-
um náðu leikmennirnir aðeins að
nýta eitt þeirra, þar af fóru fjögur í
tréverkið eða framhjá. Ef þessi víta-
köst hefðu nýst hefðu úrslit leiksins
allt eins geta farið á annan veg.
í stöðunni 11-15 og átta mínútur
eftir tók Víkingur leikhlé. Eitthvað
þurfti að breytast í leik liðsins til að
það ætti möguleika á oddaleik. Svo
virtist sem Andrés Gunnlaugsson
þjálfari hefði náð að hrista upp í
sóknarleiknum því Víkingur
minnkaði muninn í 13-15 í kjölfarið
á leikhléinu. En eftir þennan góða
kafla var eins og allur vindur væri
úr heimamönnum. Svo virtist sem
taugaspennan hefði bugað þær og
leikmenn Vals nýttu sér það til hins
ýtrasta; skoruðu síðust fjögur mörk
leiksins og tryggðu sér öruggan sig-
ur, 13-19.
Sóknarleikur beggja liða var
slakur í gærkvöld en það sem Valur
Valsstúlkur eru komnar i undan-
úrslit i Essodeild kvenna í hand-
knattleik í fyrsta skipti í sögunni
eftir að hafa unnið Víkingsstúlkur
sannfærandi í Víkinni í gærkvöld.
Hreint útsagt frábær vöm og enn
betri markvarsla var lykillinn að
þessum tveimur sigrum Vals en það
sést best á því að liðið fær ekki á sig
nema 23 mörk samtals í leikjunum
Valup-Víkingur 2-0
AIÍP 2—0
Aðeins þurfti aö leika tvær
viðureignir í átta liða úrslitum
Essodeildarinnar, í öllum viður-
eignunum fjórum, þ.e.a.s. að
annað liðanna vann tvo fyrstu
leikina og því þurfti ekki að
koma til þriðja leiks.
í undanúrslitum mætast ann-
ars vegar ÍBV og Valur og hins
vegar Haukar og Stjaman.
Fyrstu tveir leikir þessara viður-
eigna fara fram þann 9. apríl og
12. apríl, en komi til oddaleikja í
viðureignunum verða þeir leikn-
ir 15. april
Arna Grímsdóttir, leikmaöur Vals,
brýst hér fram hjá Guörúnu Hólm-
geirsdóttur og félaga í vörn Víkings.
Hafrún Kristjónsdóttir fylgist vel
meö úr fjarska. DV-mynd Hari
Vörn og markvarsla
- lykillinn að sigri Vals á Víkingum í 8-liða úrslitum Essodeildar kvenna