Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Page 37
MIÐVTKUDAGUR 2. APRÍL 2003 37 Þjóðverjar eru hræddlr Berti Vogts, þjálfari Skotlands, segir að Þjóðverjar séu dauðhræddir við Skota eftir að þeir misstu toppsætið í hendur þeirra. Vogts, sem er fyrrverandi lands- liðsþjálfari Þýskalands, er greinilega að koma af stað miklu sálarstríði milli þjóð- anna áður en þær mætast í Skotlandi í júní. „Rudi Völler ætlar að koma og sjá leikinn gegn Litháum í dag. Hann ætlaði ekki að gera það en nú virðist sem hann sé orðinn hræddur því við erum í topp- sætinu," segir Vogts. -vig Landsliösmarkvörður íslands undir smásjánni: •V StórUð fylgdust með flrna Gauti í Glasgow - sem mun veröa varamarkvöröur Rosenborgar þegar keppnistímabiliö hefst aö nýju Kjetil Osvold, umboðsmaður Áma Gauts Arasonar, markvarðar Rosen- borgar og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að útsendarar nokkurra stórliða i Evrópu hafi fylgst með frammistöðu kappans i lands- leiknum gegn Skotum í Glasgow á laugardaginn. Kjetil sagði ennfremur að þjálfari Rosenborgar hefði tilkynnt að Ámi yrði annar markvörður liðs- ins og að Espen Johnsen yrði hér eft- ir aðalmarkvörður liðsins. Ámi Gautur sagði í viðtali við DV- Sport að hann hefði ekki vitað hverjir þetta voru og vildi í raun ekki vita það en hann vissi þó að það hefðu ver- ið útsendarar liða á leiknum. „Það eru venjulega mörg lið með útsendara á leikjum sem þessum en ég hef hins vegar ákveðið að einbeita mér að því að spila,“ sagði Ámi Gautur. Hann sagði ennfremur að umboös- aðilar sínir væru um þessar mundir að þreifa á markaðinum í Evrópu og finna út hvaða lið vantaði markmann. Markaðurinn opnaðist ekki fyrr en í byrjun júlí en aðspurður sagðist Ámi enga tilfmningu hafa fyrir því hvaðan áhuginn kæmi. „Það væri gaman að prófa að leika í Englandi eða Þýska- landi eða eitthvað í stærri deildunum. Ég vona að þetta skýrist sem fyrst,“ sagði Ámi Gautur. Hann staðfesti að forsvarsmenn Rosenborgar hefðu lýst því yfir að hann myndi ekki standa í marki liðs- ins þegar deildarkeppnin hæfist um næstu helgi. „Þegar ég tOkynnti að ég vildi ekki taka tilboði liðsins um nýj- an samning þá virðist eitthvað hafa breyst. Svona er þetta bara og ætli ástæðan sé ekki sú að þeir séu að reyna að setja pressu á mig að skrifa undir nýjan samning við félagið,“ sagði Árni Gautur. Eins og komið hefur fram hefur Ámi Gautur átt við meiðsli að stríða í olnboga og fór hann í aðgerð nýlega en var leikfær að nýju rétt fyrir lands- leik íslands og Skota. Ámi Gautur segist ekkert hafa fundið fyrir meiðsl- unum á laugardag og það sé honum mikill léttir. Hann sé því klár í slag- inn á bekkinn hjá Rosenborg. -PS Istöltið 2003 um næstu helgi: Stórstjörnukeppni Hans Kjerúlf á hestinum Hirti frá Úlfsstöðum. Hann verður einn hinna 27 sem keppa munu til úrslita í Stjörnutölti 2003 um næstu helgi. DV-mynd Pedrómyndir ístöltseinvaldurinn Erling Sig- urðsson lokaði í gær keppnislista yf- ir þá hesta sem munu keppa á ístölt- inu í Skautahöllinni í Laugardal næstkomandi laugardagskvöld. Þar eru margar stórstjörnur á ferðinni og ljóst að stefnir í hörkukeppni. Sala á miðum hefur verið rífandi, þannig aö það verður mikil stemn- ing í höllinni. Nýjustu hestar inn eru: Léttir frá Álftagerði, 7 v„ jarpur, knapi Magn- ús I. Magnússon, Vonandi frá Dallandi, 6 v„ brúnn, knapi Halldór Guðjónsson, Kólfur, 9 v„ steingrár frá Stangarholti, knapi Hulda Gúst- afsdóttir, Höfgi frá Ártúnum, 6 v„ dökkjarpur, knapi Hinrik Bragason, Brúnka frá Varmadal, knapi Jón Ó. Guömundsson, Hlökk frá Meiri- Tungu, knapi Kristján Magnússon, og Surtsey frá Feti, brún, 7 v„ knapi Sveinbjöm Bragason, Skellur frá Hrafnkelsstöðum, 10 v„ rauður, knapi Þórdís Erla Gunnarsdóttir. Alls munu 27 hross keppa en nöfn þeirra sem áður höfðu verið valin svo og knapa þeirra hafa verið birt ÍDV. Þá hafa verið valdir ungir stóð- hestar til sýningar. Þar á meðal sýn- ir Lena Zielinski Goða frá Auðsholts- hjáleigu, 5 v„ móálóttan, Tryggvi Björnsson sýnir Parker frá Sólheim- um í Húnavatnssýslu, 4 v„ rauðan, Leó Geir Arnarson sýnir Hrym frá Hofi í Vatnsdal, 5 v„ gráan. Fleiri stóðhestar eru inni í mynd- inni en Erling á enn eftir aö gera upp hug sinn varðandi þá. Úr vöndu er að ráða því margir eru úrvals- gripimir en einungis valdir ungir og glæsilegir stóðhestar sem ekki hafa komið mikið fram nema þá á allra síðustu vikum. -JSS Fyrsti veiðidagur í Varmá í gær: Tannlæknagengi með tugi fiska Aikomendur og fjölskylda Rósars Eggertssonar, tannlæknis í Reykja- vík, hefur um árabil haft Varmá í Ölfusi á leigu fyrsta dag aprílmán- aðar. Höfuð veiðifjölskyldunnar, Rósar sjálfur, kemur enn á veiði- slóðina og kynnir sér aflabrögðin en fer sjaldnast með í morgunsárið nú orðið. í bjartri og kaldri norðanáttinni í gærdag vom sex manns við veiðar og höfðu á hádegi veitt vel, vom með um eða yfir 50 fiska þegar fréttamann DV bar aö garði. Mest var um sjóbirting, urriða og regn- bogasOung. Stærsti fiskurinn var 6 punda sjóbirtingur sem Haukur Haraldsson dró á land en þvertók fyrir að vera myndaöur með bráð- inni. Haföi fengið 10 fiska Sigurður Rósarsson var úti í ánni þegar fréttaritara bar að og hafði feng- ið eitthvað um 10 fiska en frekar smáa og hafði hann sleppt þeim. Að sögn Rúnars Sigurðssonar, sem er einn tannlæknanna í hópnum, var mjög líf- legt í ánni þennan morgun og allt að 30 fiskar komnir á land á hádegi en veiðst höfðu tvisvar sinnum það en verið sleppt aftur í ána. Veiðiskapurinn byrjaði víða í gærmorgun þrátt fyrir frekar kalt veðurfar og veiðimenn fengu á mörgum stöðum ágæta veiði. í Tungulæk byrjaði veiðin í gær og veiddust á milli 50 og 60 fiskar en veðurfarið var slæmt, rok og kuldi. Stærsti fiskurinn var 18 punda en margir vænir fengust. Veiðimenn reyndu víða fyrir austan eins og 1 Geirlandsá. 7 punda sá stærsti í Geirlandsá „Veiðin hefur gengið ágætlega, miðaö við aðstæöur, en það hefur verið kalt héma. Við emm komnir með 14 fiska og sá stærsti er 7 punda," sagði Gunnar J. Óskarsson .formaður Stangaveiðifélags Kelfa- víkur, við Geirlandsá seinni partinn í gærdag. „Viö fengum alla fiska í Ármóta- hylnum og það eru fleiri fiskar þarna en þeir taka illa,“ sagði Gunnar sem var að kasta fyrir fisk í Ármótahylnum en hann var treg- ur þá stundina. -eh/G.Bender Ánægöur tannlæknir, Siguröur Rósarsson, var ánægöur meö upphaf fyrsta veiðidagsins, góöur 1. aprfl sem kannski boöar gott sumar. A innfelldu myndinni er stærsti fiskurinn sem veiddist í læknum í gær. DV-myndir Eva Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, segist ekki líka aö hafa markaskorara í sínu liði. Þetta sagði hann í viötali þegar hann var spurð- ur af hverju hann léti Sylvain Wiltord, sem var mikill markaskor- ari í Frakklandi áður en hann gekk til liös við Arsenal, leika á miöjunni. „Góður leikmaður er sá sem hjálpar liði sínu aö virrna leiki. Hann þarf ekki að skora til þess,“ sagði Wenger. David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspymu, segir leik- inn gegn Tyrkjum í kvöld í und- ankeppni EM vera þann stærsta og mikilvægasta síðan enska liðið mætti Brasilíu í 8 liða úrslitum HM sl. sum- ar. „Þetta er stærsti leikurinn í riðlinum, sérstaklega fyrir England. Við verðum að vinna þennan leik. Þeir eru á toppnum og hafa engu að tapa en við verðum tilbúnir i slag- inn,“ sagði Beckham. Sven Göran Eriksson, þjálfari Eng- lands, segist ekki ætla að breyta þjálf- * unaraðferðum sínum þrátt fyrir að vera sakaöur um að ná ekki því besta úr leikmönnum liösins. Ekki bætti síðan úr skák þegar Gareth South- gate, vamarmaður enska liðsins, hélt þvi fram að andrúmsloftiö innan hópsins hefði oft verið betra. „Að breyta til hefur aldrei veriö minn stíú. Ég er mjög ánægður meö hópinn sem ég hef. Þetta em góðir leikmenn, góðir persónuleikar sem ná mjög vel saman, sagði Erikson þegar ummæli Southgate vom borin undir hann. v Micheal Owen segir að Wayne Roon- ey eigi ekki að byrja inni á í leiknum gegn Tyrkjum í kvöld. Mikil pressa er á Eriksson um að velja Rooney í byrjunarliðið eftir dræma frammi- stöðu Emile Heskeys gegn Liechten- stein um helgina en Owen er á öðm máli. „Wayne getur orðið ótrúlegur leikmaður og fastamaður næsta ára- tuginn en það verður að passa að of- gera honum ekki. Hann er oft hvfldur hjá Everton, rétt eins og þegar ég var svona ungur hjá Liverpool, og það sama á að vera upp á teningnum með landsliðinu." Aston Villa mun ekki verða ákært fyrir ólæti áhorfendanna í ná- grannaslagnum gegn Birmingham sem fram fór fyrir fáeinum vikum. Alls var þaö í fjögur skipti sem áhorf- endur réðust inn á völlinn og létú öll- ^ um illum látum á meðan á leiknum stóð. En enska knattspyrnusam- bandið metur málið svo að löggæsla á leiknum hafi samt sem áöur veriö fyrsta flokks og því séu engin rök fyr- ir ákæru. Brasilíska stjórstjarnan Rivaldo, sem leikur meö AC Milan á Italíu, segist aldrei hafa lýst yfir áhuga á að ganga til liös við Liverpool eins og sagt var í vikunni. „Ég hef ekki talað við enskan blaðamann í yfir tvo mán- uði. Ég hef engan áhuga á aö yfirgefa Milan þar sem mér liður mjög vel,“ sagði Rivaldo í gær. Andri Gunnarsson, ungur knatt- spymumaður sem spilaði meö Viking í 1. deildinni á siðustu leiktíð, er nú við æflngar hjá danska 1. deildar lið- inu Kölding. Þjálíari Kölding er eng- v_ inn annar en Richard Möller Nielsen sem gerði lið Danmerkur að Evrópu- meisturum í knattspymu áriö 1992. Brasiliumaðurinn Leonardo hefur lagt skóna á hiUuna og tekiö við stjómunarstarfi hjá AC MUan, liðinu sem hann hefur leikið með síðustu ár. Hann mun veröa aðstoðarmaður framkvæmdastjóra félagsins, Adri- ano GiaUi. „Ég hef aldrei haft aðstoö- armann áöur vegna þess að ég hef aldrei fundið rétta mannin í starfið. Þegar ég kynntist Leonardo sá ég að hann var fullkominn í stöðuna." Fjármálastjóri Manchester United, Peter Kenyon, segir að svokaUaðar y risa-sölur, í líkingu viö þegar liðið keypti Rio Ferdinand og Juan Veron á yfir þrjá milijaröa hvorn, séu úr sögunni hjá félaginu. Kenyon segir jafnframt að þrátt fyrir aö United hafi komið út með miklum gróöa á síðasta ári veröi Ferguson aö selja einhverja leikmenn ætli hann sér að kaupa ein- hvetja nýja fyrir næsta tímabil. -vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.