Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Síða 40
 FRETTASKOTIÐ SIMIIMIXI SEM ALDREI Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 2003 sefur 550 55 55 IC'L ►-:s. Le L wn lacJcJ un Gefum betri Heilsu því nudd gerir fólk hraustara og veitir betri líðan. t*ess vegna býður Kínverska nuddstofan í Hamraborg falleg gjafakort. Það er tilvaliÖ að gefa vinum og ættingjum síriLXim. betri líðan í gjöf. Sanngjarnt verð og vönduð þjónusta f-yrsta flolclcs fagmanna. Hamraborg 20a, sími 5é>-4-é><?69> Maðurinn sem framdi vopnað bankarán í gær enn ófundinn: Fjoldi visbendinga Maðurinn sem framdi vopnað bankarán í útibúi Sparisjóðs Hafn- arfjarðar við Reykjavíkurveg er enn ófundinn. Lögregla I Hafnar- firði og nágrannasveitarfélögum hefur leitað mannsins frá því í gær. Að sögn Kristjáns Ó. Guðna- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, hefur lögreglunni borist fjöldi vísbendinga frá al- menningi. Verið er að skoða þess- ar vísbendingar og heldur rann- sóknin áfram af fullum þunga í dag. Ránið var framið skömmu eftir opnun útibúsins í gærmorgun. Maðurinn kom inn klæddur hettu- peysu og með nælonsokk yfir höfðinu. Hann mun hafa gengið rakleitt að gjaldkera í homi úti- búsins. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vippaði sér yfir afgreiðslu- borðið og tæmdi peningaskúffu gjaldkerans. Hann var vopnaður hnífi. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikill fengur ræningjans var en líklegt má telja að upphæð- in nemi nokkur hundruð þúsund krónum. Starfsfólki bankans var að von- um mjög brugðið við innrás mannsins. Þrýst var á neyðar- hnapp í útibúinu og var lögregla komin á vettvang um tveimur mínútum síðar. Þá var ræninginn á bak og burt en hann sást hlaupa i átt að Stakkahrauni en hvarf þar sjónum. Ekki þykir ólíklegt að þar hafi beðið hans blll. Öryggismyndavélar bankans festu atvikið á filmu og skoðaði lögregla myndirnar í gær ásamt starfsmönnum Sparisjóðsins. Manninum er lýst sem lágvöxn- um, u.þ.b. 170 sm á hæð, klæddum ljósri hettupeysu og dökkum bux- um. Þá bar hann brúnan bakpoka á bakinu. Ingimar Haraldsson aðstoðar- sparisjóðsstjóri sagði í samtali viö DV í morgun að farið yröi yfir málið í heild sinni í dag. „Við ætl- um að opna aftur á Reykjavíkur- veginum og þar verður starfsemi samkvæmt venju. Við munum jafnframt bjóða starfsmönnum frekari aðstoð ef þeir kjósa svo,“ sagði Ingimar. Lögregla i Hafnarfirði biður alla þá er upplýsingar geta gefið um málið að hafa samband í síma 525 3300. -aþ Demantar og símar í páskaeggin Vinsælt er að gefa ástvinum sérstakar gjafir í páskaeggjum. Meðal þess sem sett er í eggin eru skartgripir og ástarkveðjur. Þá þekkist það að GSM-símum sé stungið í eggin. Frumlegir menn hafa jafhvel beðið sér konu með þessum hætti eða bjóða elskunni sinni í siglingu um Karibahafið. Þeir hormónariku stinga hjálpartækjum ástarlífsins í eggin. Fram kom hjá starfsmanni Nóa- Síriusar að það kostar ekkert aukalega að láta setja aukahluti í páskaeggin. FRETT BLS. 4 Opel Corsa Heppinn áskrifandi eignast hann á morgun. Áskriftapottur DV: Opelinn dreginn út á morgun Splunkunýr Opel Corsa frá Bíl- heimum að verðmæti 1.390.000 krónur verður dreginn úr áskrifta- potti DV á morgun, fimmtudag. Er það sams konar Opel Corsa og sá sem verið hefur til sýnis á stalli við DV-húsið undanfarið. Til að eiga möguleika á að vinna þennan glæsilega bíl þarf viðkomandi að- eins að vera áskrifandi að DV. Áskrift borgar sig. -hlh Sjálfvírk slökkvitækí fýrir sjónvörp Sími 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 ■ Kópavogi Innflutningur og sala • www.hblondal.com 11 11 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.