Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 Fréttir DV Brynjar Sindri Sig- urðarson er odd- viti Frjáls- lynda flokks- ins í Norð- austurkjör- dœmi og á greiða leið á þing sam- kvœmt nýj- ustu skoð- anakönnun DV. Ógnar þeim stóru Nafn: Brynjar Sindri Siguröarson Aldur: 30 ára Heimili: Siglufjöröur Staöa: Veitingarekandi og oddviti Frjálslynda flokksins í Noröausturkjördæmi Efni: Næði Hjöri tii Alþingis ef úrslit yrðu eins og síðasta könnun DV. í Norðausturkjördæmi bjóða stjórnmálaflokkarnir fram stór- skotalið til Alþingis: forseta Al- þingis, formann Vinstri-grænna, menntamálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og heilbrigðis- ráðherra, svo að einhverjir séu nefndir. En þetta stórskotalið á í vök að verjast samkvæmt könnun- um á meðan kornungur og óþekkt- ur stjórnmálamaður fær næstum 9% fylgi - oddviti flokks sem fékk aðeins 2% fylgi á þessu svæði í síðustu kosningum - og myndi samkvæmt því hirða þingsæti næsta örugglega. Næstyngstur Brynjar Sindri Sigurðarson, oddviti Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi, er næstyngstur af oddvitum fram- boðslistanna. Hann er aðeins þrí- tugur en þó þrettán dögum eldri en Kolbeinn Óttarsson Proppé, oddviti Vinstri-grænna í Suður- kjördæmi. Brynjar er markaðsfræðingur, útskrifaðist frá Niels Brock Köbenhagen Business College árið 1997. Hann er búsettur á Siglufirði þar sem hann var verkefnastjóri hjá atvinnuþróunarfélagi svæðis- ins í hálft þriðja ár. Hann rekur nú ásamt sambýliskonu sinni veit- inga- og skemmtistaðinn Bíó-café. Leiðréttingu fyrir landsbyggðina Brynjar ólst að mestu leyti upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Pétri Þorsteinssyni og Aðalbjörgu Guðmundsdóttur í Bessastaða- gerði í Fljótsdal. Hann stundaði nám á Akureyri á veturna þar sem hann bjó hjá móður sinni, Rut Pétursdóttur. Faðir hans er Sigurður Baldursson, bóndi á Sléttu í Reyðarfirði, og þar á Brynjar tvö yngri systkini. Brynj- ar á tvær dætur, þær Thelmu Rán, sem er að verða sex ára, og Aldísi Evu sem er á fimmta ári. Sambýl- iskona hans er Guðrún Helga Jónsdóttir frá Miðhúsum í Skaga- firði. Brynjar segir að eftir að hafa alist upp og búið á landsbyggðinni finnist sér hún hafa orðið undir. Þetta sé meginástæða þess að hann hellir sér nú af fullum krafti út í stjórnmál. „Það hafa ekki skapast þau tækifæri á lands- byggðinni sem ættu að getað skap- ast,“ segir Brynjar. „Það eru ýms- ar skekkjur í þeim málum sem ég vil gjarnan berjast til að leið- rétta.“ Hafdís Erla Bragadóttir blaðamaður Kvótinn efstur á blaði „Sjávarútvegsóréttlætið" er Brynjari efst í huga. „Því verður að breyta. Tökum krókabáta sem dæmi. Það er starfsvettvangur sem hefur sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Mér finnst algjör vitleysa að vera með þá út- gerð í kvótakerfinu, það ætti að gefa henni eins mikið frelsi og auðið er.“ Brynjar vill sjá sértækar að- gerðir í skattamálum: skattkort fyrir hvert barn sem fæli í sér 10.000 króna viðbótarpersónuaf- slátt fyrir foreldrana og hækkun skattleysismarka um 10.000 krón- ur til að byrja með. Brynjar segist hlynntur stór- iðjuframkvæmdum á Austurlandi enda feli þær í sér gríðarlega inn- spýtingu fyrir atvinnulíf á svæð- inu: „Það þarf að efla fjórðunginn og gefa fleiri kost á að búa þar. Það gerist ekki nema atvinnu- tækifærin séu til staðar." í frí með töffarana Brynjar hefur ekki áður verið flokksbundinn en ávaflt veriö mjög pólitískur og haft mjög ákveðnar skoðanir. Hvað finnst honum um stjórnmálamennina í dag sem eru við völd? „Það þarf að gefa þessum töff- urum frí, þeir eru orðnir fullgóð- ir með sig og mættu hvíla sig, að minnsta kosti í eina leiktíð. íraksmálið er nýjasta dæmið um valdhroka þeirra. Þeir minna á guttana í grunnskólunum sem hvetja aðra tfl að slást, standa svo tveimur metrum aftar, hoppa af kæti og kalla: „Meira, fastar, aft- ur!“ - en geta svo ekki neitt þeg- ar spjótin beinast að þeim.“ Plan B Tónlist er eitt af helstu áhuga- málum Brynjars; hann spilar á gítar og hefur oftar en einu sinni stigið á stokk á böllum með hljómsveitinni Plan B, sem var skipuð Guðrúnu Helgu og félög- um þeirra á Siglufirði. Sigmar Torfi Ásgeirsson raf- eindavirki, skólafélagi Brynjars og vinur tfl margra ára, segir að hann sé mikill hugsjónamaður í stjórnmálum, ekki síst í landbún- aðar- og sjávarútvegsmálum. Hann lýsir Brynjari sem hug- myndafrjóum og kjarkmiklum: „Hann er óhræddur að takast á við það sem hugur hans stendur til og fer yfirleitt þangað sem hann ætlar sér. Annars væri hann tæpast á þessum aldri að taka að sér að leiða framboös- lista. Þeir eru kannski ekki marg- ir sem myndu leggja í það.“ -HEB/ÓTG Gísli Marteinn hitti Larry King í Los Angeles: Tekur Larny sér til fyrirmyndar Sjónvarpsstjörnur hittast Gísli Marteinn hitti Larry King í Los Angeles á mánudaginn var og segir fund þeirra hafa veriö lærdómsríkan. Larry þekkti Björk, Norðurljósin og bjartar sumarnætur en spurði margs um ísland. „Ég hef alltaf tekið Larry King mér til fyrirmyndar, lesið bækur eftir hann og alltaf haft mikinn áhuga á að sjá hvernig hann vinn- ur þættina sína,“ segir Gísli Mart- einn Baldursson sjónvarpsmaður sem heimsóti Larry í myndver sjónvarpsstöðvarinnar CNN í Los Angeles á mánudaginn var. Gísli Marteinn komst í tölvu- póstssamband við aðstoðarmenn Larrys og þeir tóku vel í erindi hans um að fá að fylgjast með gerð viðtalsþáttanna vinsælu. „Ég hitti hann síðan sjálfan á mánudags- morguninn á veitingastaðnum Nate’N A1 þar sem hann borðar morgunmat á hverjum morgni með fjórum vinum sínum. Larry var mjög þægilegur, skemmtilegur og klár og spurði mig eiginlega meira um ísland en ég gat spurt hann um þættina. En hann var samt fús til að svara öllu. Eftir morgunverðinn hitti ég tæknimennina sem vinna við þátt- inn og síðan mætti Larry aftur síðdegis og þá fylgdi ég honum eft- ir í gegnum allan hans undirbún- ing og sat síðan rétt við hliðina á honum við útsendingu þáttarins um kvöldið." Gísli Marteinn segir að þaö hafl komiö sér mest á óvart að Larry hafi engar skrifaðar spurningar með sér í útsendingu. „Hann treystir því algjörlega að sam- ræðuhæfileikar sínir, sem eru umtalsverðir, geri viðtölin góð.“ Gísli fylgdist einnig með upp- töku á skemmtiþætti Jay Leno en umgjörðin í kringum þann þátt sé slík að íslendinga láti sig ekki einu sinni dreyma um slíkt, á meðan tiltölulega fáir vinni við þátt Larrys og sviösmyndin sé fremur einfóld. Gísli segir að ferðin hafi veriö mjög lærdómsrík. „Maður sér hvað við erum að gera vel hér heima og hvað við getum gert miklu betur með litlum og einfóld- um breytingum." -áb Framboðslistar Nýs afls Stjómmálasamtökin Nýtt afl hafa gengið frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmum. Efstu sætin eru þannig skipuð: Reykjavík-norður 1. Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur 2. Höskuldur Höskuldsson, framkvæmdastjori 3. Mjöll Helgadóttir, MSc, félagsvísindi 4. Inga Lúthersdóttir, hjúkrunarfræðinemi 5. Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi 6. Sigrún Ármanns Reynisdóttir rithöfundur 7. Gunnur Petra Þórsdóttir, hjúkrunarfræðingur 8. Dagrún Jónsdóttir, öryrki 9. Óttar M. Norðfjörð, heimspekingur 10. Árni Friðbjarnarson, pípulagningarmeistari Reykjavík-suður 1. Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður 2. Ásgerður Jóna Flosadóttir, stjómmálafræðingur 3. Ragnheiður Hauksdóttir, ferðamarkaðsfræðingur 4. Jónas Antonsson, háskólanemi 5. Guðrún Hulda Eyþórsdóttir, mannfræðingur 6. Jón Stefánsson, leigubílsstjóri 7. Ólöf Sigríður Einarsdóttir, íþróttakennari 8. Hilmar Viktorsson, viðskiptafræðingur 9. Ólafur J. Einarsson, framreiðslumeistari 10. Sólveig Thorarensen, verslunarmaður Hæstiréttur: Dæmdur fyrir byssueign án skotvopnaleyfis Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir að kaupa áfengi sem hann vissi að væri ólöglega innflutt og eiga haglabyssu án þess að hafa öðlast skotvopnaleyfi. Fimdist höfðu 238 lítrar af áfengi í bifreið mannsins en haglabyssan á heimili hans. Umbúnaður áfengisins og magn þess þótti ekki benda til þess að um væri að ræða löglegan vam- ing sem væri ætlaður til einka- neyslu en þó var ekki talin fram komin næg sönnun fyrir því að um væri að ræða ólöglegan inn- flutning á áfengi. Þar sem maður- inn var aðeins ákærður fyrir brot gegn tollalögum en ekki áfengis- lögum sýknaði héraðsdómur hann af þessum hluta ákærunnar og hafnaði kröfu ákæruvalds um upptöku á áfenginu. Hins vegar dæmdi héraðsdómur manninn til að greiða sekt í ríkissjóð fyrir vopnalagabrotið. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um meint brot mannsins gegn tollalögum en þeim þætti málsins sem laut að broti hans á vopna- lögum var ekki áfrýjað til Hæsta- réttar. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.