Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 DV 11 Þetta 70 ára gamla hús víd Snorrabraut var um tíma ímynd OZ-veldlsíns. Þaö hýstl fyrst MjólkursamsÖluna og síöar Osta- og smjörsöluna, en fyrir daga OZ hóf fyrsta einkarekna útvarpsstööin, Bylgjan, líka starfsemi sína í húsinu. Nú er sungiö hástöfum innan þessara hvítu veggja á vegum Söngskólans í Reykjavík. gróin fyrirtæki á borð viö Flug- leiðir og Eimskip. Þá um sumarið varð stefnu- breyting hjá OZ sem ákvað að leggja áherslu á samskiptalausnir í stað þrjvíddarlausna. I kjölfarið var skrifstofunni í San Francisco lokað og öll starfsemi flutt til Boston. Gengið tekur að dvína Undir lok árs 2000 keypti OZ fyrirtæki í Montreal í Kanada sem var stofnað af Ericsson og Micro- cell Telecommunications á um 2,3 milljarða króna. Greiðslan var í formi hlutafjár í OZ sem nam um 13% og í kjölfarið var gerður sam- starfssamningur á milli OZ, Microcell og Ericsson sem tryggði OZ að minnsta kosti 1,5 milljarð króna til þróunar og rannsókna á sviöi þriðju kynslóðar farsíma- kerfa. Ekki leið hins vegar á löngu þar til fór að halla undan fæti og gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféllu. Menn sem keypt höfðu bréf í OZ á meðan gengið var lágt, og höfðu því grætt vel á viðskiptunum, sáu sér nú leik á borð og seldu bréfm. Við það fór gengið niður á við að nýju og smám saman dvínaði áhugi fjárfesta á fyrirtækinu. OZ fór að tapa töluverðum fjármun- um og í maí 2001 sagði OZ upp öliu starfsfólki sínu í Svíþjóð og lokaði skrifstofum þar. Samningurinn við Ericsson rann síðan út í janú- ar 2002 og stuttu seinna var skrif- stofum fyrirtækisins í Reykjavík einnig lokað. Versnandi afkoma Það hefur gengið á ýmsu hjá OZ þann tíma sem fyrirtækið hefur verið í rekstri. OZ stóð lengi mjög framarlega á mörgum sviðum hugbúnaðargerðar og hefur félag- ið á síðustu árum verið með mikla veltu en þó aldrei skilað hagnaði. Árið 2001 var tap fyrirtækisins til að mynda 24,6 milljónir Banda- ríkjadala, um 2,4 milljarðar króna, sem var 76%: meira halli en árið á undan. Alls hefur fyrirtækið á liftíma sínum aflað um 26 milljóna doll- ara í fjármunum sem runnið hafa til fýrirtækisins en í nóvember á síðasta ári tilkynnti OZ um 126 milljóna króna hagnað eftir fyrstu 9 mánuði ársins og skýrist sú greiðsla fyrst og fremst af loka- greiðslu frá Ericsson. Eignir OZ í september í fyrra námu tæpum 2,3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 180 milljónum króna að nú- virði, og var framtíð fyrirtækisins þá nokkuð óljós. Það er erfitt að skýra hvemig stendur á því að afkoman versn- aði svo mikið á svo stuttum tíma en vissulega skýrist það að ein- hverju leyti af því að minni pen- ingar voru í umferð og starfsskil- Fréttir yrði höfðu almennt ekki verið hagstæð fyrir hugbúnaðargeirann síðustu misserin á undan. Eftir að samningnum við Ericsson og Microcell var sagt upp hefur fjár- streymi inn í fyrirtækið verið af skornum skammti en það kemur fleira til, og einn heimildarmanna DV talar um að stefnuleysi hafi verið ríkjandi í fyrirtækinu. „Fyrst var farið út í þrívíddar- forritun en svo var því hætt. í staðinn einbeittu menn sér að alls kyns forritun fyrir Netið og tengsl milli farsíma og Netsins. Menn einbeittu sér ekki fast að ein- hverju ákveðnu markmiði og því komu engar niðurstöður úr þeirri vinnu sem unnin var. Þeir voru líka óábyrgir í upplýsingagjöf og voru dálítið að reyna að selja norðurljósin," segir heimildar- maður DV. Hann benti þó jafn- framt á að það hefði verið mikið skref fram á við þegar Guðjón Már hætti sem stjórnarformaður, Skúli Mogensen tók við forstjóra- starfmu og Skúli Valberg Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri. Fyrir um ári var svo öll starf- semi félagsins flutt til Montreal í Kanada þar sem skattaumhverfi þar þótti hagstæðara fyrir fyrir- tækið. LÍ kaupir OZ Nú hefur OZ selt eignir fyrir- tækisins til nýstofnaðs dótturfyr- irtækis Landsbanka íslands í Kanada. Þetta er gert til þess að vernda hag lánardrottna, við- skiptavina, hluthafa og starfs- manna fyrirtækisins skv. fréttatil- kynningu frá OZ. Landsbankinn hefur stofnað nýtt félag sem tekur við starfseminni og ber það heitið OZ Communication Inc. Skúli Mogensen mun áfram gegna stöðu framkvæmdastjóra og þeir 35 starfsmenn sem hjá fyrirtækinu starfa munu allir halda störfum sínum. Þar af eru 8 íslendingar. Þessi niðurstaða er gríðarleg vonbrigði fyrir almenna hluthafa í fyrirtækinu þar sem talið er að þeir muni ekki fá neitt fyrir hluta- bréf sín. Eigendur forgangshluta munu fá sinn hluta greiddan út þegar gengið hefur verið frá skuldbindingum og kostnaði gagn- vart lánardrottnum en Ericsson á um 90% forgangshluta í OZ. Með- al almennra hluthafa eru Guðjón Már Guðjónsson og forstjórinn, Skúli Mogensen, með samtals um 55 milljón bréf. Kaupsamningurinn tryggir OZ þó nægilegt rekstrarfé til að halda rekstri fyrirtækisins áfram þar til skilyrðum samningsins hefur ver- ið fullnægt auk þess sem hann tryggir OZ ijármagn til að standa við skuldbindingar sínar til lánar- drottna. Landsbankinn hlýtur því að gera sér einhverjar vonir um að það starf sem OZ hefur verið að vinna eigi eftir að skila einhverju þegar fram líða stundir. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstartil kynningar tillögur að endurskoðuðu og breyttu deili- skipulagi í Reykjavík. Keilufell, viðlagasjóðshús, endurskoðað deiliskipulag. Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi reits sem af- markast af, Austurbergi, Gerðubergi, Norðurfelli og grænu svæði til austurs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að hámarksnýtingarhlutfall verði 0,35-0,50, mismunandi eftir aðstæðum á lóðum og er gert nánar grein fyrir því í greinargerð og skilmálum. Gera skal ráð fyrir einu við- bótar bílastæði innan hverrar lóðar við stækkun húsa þannig að þau verði 3 á hverri fullbyggðri lóð. Minniháttar útlitsbreytingar verða leyfðar, t.d. hvað varðar glugga og þakskegg. Lagst er gegn því að klæðningu húsa verði breytt. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að leyfðar verði útbyggingar á austur- (ekki á öllum húsagerðum), suður- vestur- og norðurhliðum húsa og bílgeymslur við vesturhlið. Leyfilegt verði að samtengja bílgeymslur og íbúðarhús þar sem aðstæður leyfa. Girðingar umhverfis lóðir eru leyfðar innan almennra marka byggingarreglugerða og skulu taka mið af klæðningu húsa varðandi áferð og útlit. Nánar vísast í uppdrætti, greinargerð og skilmála. Sóleyjarrimi/Smárarimi, (Landsímalóð), breyting á deiliskipulagi. Tillagan að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem skipu- lagi var frestað á þegar heildar skipulag svæðisins var samþykkt. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 3-6 hæða fjölbýlis- húsum, og í stað fjölbýlishúss á suðausturhluta lóðarinnar verði hægt að reisa hjúkrunarheimili. Þjónustumiðstöð skal tengjast við fjölbýlishúsin nyrst á lóðinni. Einnig gerir tillagan ráð fyrir, syðst á reitnum, einu raðhúsi með níu íbúðum, tveggja hæða með innbyggðri bílageymslu og skulu þau vera innan þeirra marka sem skilmálar segja til um. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu getur orðið allt að 310 íbúðir. Neðanjarðar bílageymslur verða við fjölbýlishúsin fyrir um 180 stæði ef eingöngu eru íbúðir á svæðinu en 202 ef stæði ef hjúkrunarheimili verður byggt í stað syðsta fjölbýlishússins. Nánar vísast í tillögur, uppdrætti og skilmála. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, virka daga kl. 10:00 - 16:15 og fimmtudaga til kl. 18:00, frá 11.04 2003 til 23.05. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Kynningargögn er einnig að finna á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs, skipbygg.is. Ábendingum og athuga- semdum við tillögurnar skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 23.05. 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 11. apríl 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur AÐEINS í DAG: .SKYLDUFYRIRTÆKf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.