Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Síða 15
15
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003
Útlönd
Ný hetja
íraski upplýsingaráöherrann al-Sahaf
hefur eignast stóran aðdáendahóp.
Upplýsingaráðherrann
orðinn að nethetju
Helsti talsmaöur íraskra stjórn-
valda í stríðinu viö Bandaríkja-
menn og Breta, upplýsingamála-
ráöherrann Mohammed Saeed al-
Sahaf, er orðinn að hálfgerðri
hetju í augum margra netverja.
Sérstök vefsíða hefur verið sett
upp til heiðurs ráðherranum fyrr-
verandi, sem varð frægur að
endemum fyrir furðulegar yfirlýs-
ingar sínar við fréttamenn.
Al-Sahaf hélt fréttamannafundi
daglega, þar til hann hvarf í vik-
unni, með alpahúfu á höfðinu og
bros á vör, og bar til baka margt
af því sem sjónvarpsáhorfendur
höföu fyrir augunum í beinni út-
sendingu. Slóð vefsíðunnar er:
www.'welovetheiraqiinformation-
minister.com.
REUTERSWND
Fylgst með dáta í eftirlitsferð
íraskar konur fyigjast með bandarískum landgönguliða í eftirlitsferð um norðurhverfi írösku höfuðborgarinnar Bagdad.
Lögleysa hefur ríkt í Bagdad frá því stjórn Saddams féll í fyrradag og rán og gripdeildir tíð.
Hersveitir Kúrda, studdar banda-
rískum sérsveitum, hófu í gær sókn
inn í Mosul, stærstu borg Norður-
íraks, aðeins klukkustundum eftir að
hafa hertekið olíuborgina Kirkuk og
nálæg olíusvæði með leiftursókn í
gær.
Sóknin inn í Kirkuk gekk mjög
hratt fyrir sig og án minnstu mót-
spyrnu og sögðu sjónarvottar að það
hefðu ekki aðeins verið hermenn sem
stormuðu inn í borgina heldur líka
heilu fjölskyldurnar, sem vildu taka
þátt í fagnaðarlátunum í kjölfar her-
tökunnar.
Eins og i öðrum borgum, sem
bandamenn hafa náð á sitt vald, hófu
íbúamir þegar að ræna stjórnarbygg-
ingar og híbýli stuðningsmanna Sadd-
ams og mátti sjá fólk bera ólíklegustu
hluti á brott.
Eins og í Bagdad var styttum af
Saddam Hussein teypt af stalli og lágu
minnismerki hans eins og hráviði um
alla borgina.
Algjör uppgjöf varð í liði iraska
hersins og sáust þúsundir hermanna
á leið suður frá Kirkuk á heimleið til
Bagdad eftir að foringjar þeirra höfðu
flúið af hólmi, en bæði liðsmenn Lýð-
veldisvarðar Saddams og Baath-
flokksins flúðu borgina áður en inn-
rásin hófst.
Bandamenn höfðu búist við harðri
mótspymu í Kirkuk og óttuðust mjög
að írakar myndu sprengja olíulindir á
svæðinu en aðeins logaði í einni lind
í nágrenni Kirkuk þegar hertakan var
yfirstaðin.
Að sögn talsmanns varnarmála-
ráðuneytisins í Pentagon var það
aldrei ætlunin að hersveitir Kúrda
réðust inn í borgina vegna andstöðu
Tyrkja, sem óttast mjög að Kúrdar nái
þar yfirráðum og lýsi yfir stofnun
sjáifstæðs ríkis í Kúrdahéruðunum.
Jalal Talabani, helsti foringi her-
sveita Kúrda, sagði í viðtali í gær að
Kúrdar myndu draga herlið sitt út úr
borginni í dag og Bandaríkjamenn
taka alfarið við stjóminni.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandarikjanna, sagði í gær að
smærri liðssveitir bandarískra og
kúrdískra hermanna væru þegar
famar að sækja inn í Mosul og hefðu
þeir ekki mætt neinni mótspyrnu og
verið vel tekið af íbúunum.
Algjör uppgjöf virtist vera í liði
íraka í Mosul eins og í Kirkuk og sam-
kvæmt nýjustu fréttum í morgun
voru hersveitir Kúrda þegar komnar
inn í miðborgina og höfðu náð þar
yfirráðunum án minnstu mótspyrnu.
Hersveitir Lýðveldisvarðar Sadd-
ams, sem safnast höfðu saman við
Mosul í gær, voru á bak og burt og
talið að þær hafi haldið suður til
Tikrit, heimaborgar Saddams og síð-
asta vígis hans í írak.
Sprengjuflugvélar bandamanna
hafa haldið uppi hörðum loftárásum á
varnir Iraka í nágrenni Tikrit í gær
og í morgun en búist er við að loka-
atlagan að stuðningsmönnum Sadd-
ams í Tikrit muni hefjast í beinu
framhaldi af hertöku Mosul ef ekki
verður um algjöra uppgjöf að ræða.
Olíulindanna gætt
Bandarískur hermaður á verði á
oiíusvæðunum við borgina Kirkuk
sem hertekin var án minnstu
mótspyrnu í gær.
Hersveitir Kúrda komnar inn í
Mosul eltir hertöku Kirkuk í gær
George W. Bush
Bandaríkjaforseti vill að írakar fái aö
búa við öryggi í landi sínu hér eftir.
Bush lofar aö halda
uppl lögum og reglu
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti lofaði stríðshrjáðum írökum
í gær að Bandaríkjamenn og
bandamenn þeirra myndu halda
uppi lögum og reglu í landinu.
Frá falli ríkisstjórnar Saddams
Husseins hafa hópar manna farið
ruplandi og rænandi um Bagdad
og aðrar borgir íraks og stolið
öllu steini léttara.
„Samfylkingarsveitirnar munu
aðstoða við að halda uppi lögum
og reglu svo írakar geti búið við
öryggi," sagði Bandaríkjaforseti.
Múgurinn hefur meðal annars
ráðist inn á heimili fyrrum ráða-
manna, svo sem aöstoðarforsætis-
ráðherrans og eins af sonum
Saddams. Þá hafa sjúkrahús
einnig orðið fyrir barðinu á ræn-
ingjunum.
Ari Fleischer, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði að það
myndi taka tíma að koma ró á.
Starfsmenn hjálparsamtaka
gagnrýndu bandaríska og breska
hermenn í gær fyrir að geta ekki
haldið aftur af rænandi múgnum.
Bush og Blair, forsætisráðherra
Breta, ávörpuðu írösku þjóðina á
nýrri sjónvarpsrás í gær.
Sítaklenkur drepinn í
helgustu mosku Najaf
Hópur manna ruddist inn í
helgustu mosku sítamúslíma í
borginni Najaf í gær og drápu
háttsettan klerk, Abdul Majid al-
Kkoei, og aðstoðarmann hans
með hnífum og byssum. Svo virð-
ist sem valdabarátta sé nú háð í
Najaf sem er á valdi bandarískra
hermanna. Al-Khoei var sonur
þekkts æðstaklerks sem lést í
stofufangelsi árið 1992.
Búist er við að morðin á tví-
menningunum eigi eftir að auka
enn á spennuna í röðum síta sem
máttu þola áratugalanga kúgun af
hálfu Saddams Husseins og
manna hans sem voru úr trúar-
deild súnníta. Sextiu prósent
írösku þjóðarinnar eru sítar.
Leigan í þínu hverft
ifiif i ri ffTttSn l nTl Hfe-..
Wffl 11 * 1 in i n [i 111 THj^BWÍ