Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 16
16 Menning Gleöin mun ríkja KaSa hópurinn og sérlegur gestur hans, Einar Jóhannes- son klarinettuleikari. DV-MYND SIG.JÖKULL Þetta voru afar fjölskyldu- vænir tónleikar. Þemun okk- ar komu líka vel út - til dæm- is vorum við með skandinav- ískt þema í febrúar og lékum verk eftir Gade og Grieg sem sjaldan heyrast og Brahms var þemað í mars enda 170 ár í ár síðan hann fæddist. Reyndar hafa allir tónleik- arnir mælst ágætlega fyrir.“ Frá hjartanu Það verður því framhald á KaSa-tónleikum og segir Nina Margrét að dagskráin næsta vetur sé þegar mótuð. „Og hún verður afar spenn- andi,“ fullyrðir hún. „Fyrir- komulagið verður með svip- uðu sniði og í vetur, þó geri ég ráð fyrir að flytjendur Kammerhópur Salarins heldur lokatónleika vetrarins á sunnudaginn og skipuleggur næsta ár: Aöalmáliö aö vera á tánum Þaó veróur létt yfir lokatónleikum KaSa hópsins - Kammerhóps Salar- ins - á þessu starfsári í Salnum kl. 16 á sunnudaginn. Jafnvel má meó rétti segja aó gleöin ríki þar, en þó er und- irtónninn þungur eins og vel á viö á pálmasunnudegi áriö 2003. Verkin sem flutt veröa voru nefnilega bœöi samin á stríöstímum. Sónata II í D- dúr op. 94 fyrir fíölu og píanó eftir Prokofieff var samin áriö 1943 þegar seinni heimsstyrjöldin var í álgleym- ingi, og Rhapsodie Négre eftir Pou- lenc,fyrsta verkiö sem tónskáldiö kom á framfœri - hans opus 1 -, var frum- flutt áriö 1917 þegar enn sá ekki fyrir endann á þeirri fyrri. „Samt minnir verk Poulencs helst á fárán- leikhús, svo skrítið og skemmtilegt er það,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari. „Það er eins og honum ofbjóði svo hryll- ingur stríðsins að honum finnist fáránleik- inn einn viðeigandi. Það sé allt á heljarþröm hvort sem er.“ Sigrún Eðvaldsdóttir og Miklós Dalmay flytja sónötu Prokofieffs en Rapsódíu Pou- lencs leika þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Nína Margrét, Áshildur Haraldsdóttir, Sif Tulini- us, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Helga Þór- arinsdóttir og sérlegur gestur hópsins að þessu sinni, Einar Jóhannesson klarinettu- leikari. Tónleikaspjall er í höndum Þorkels Sigurbjörnssonar. Von er á leynigesti sem ætlar að syngja með hópnum en ekki var nokkur leið að fá Nínu Margréti til að ljóstra upp nafninu. „Mjög spennandi!" var það eina sem hún lét uppi. Fyrir alla fjölskylduna KaSa hópurinn er nú að ljúka öðru starfs- ári sínu í Salnum. Þar hefur hann í tvo vet- ur haldið reglulega tónleika annan hvem sunnudag í mánuði, byrjað á almennri fræðslu um tónskáldin og verkin á dag- skránni og leikið þau síðan. Alls taka tón- leikarnir klukkutíma. Fyrra árið var gest- um boðið upp á mat á eftir en í vetur hefur verið boðið upp á kaffi og meðlæti á undan tónleikunum. Böm eru velkomin á tónleik- ana en einnig hefur í vetur verið rekin tónsmiðja fyrir börn 3ja ára og eldri meðan á tónleikunum stendur. En hvernig hefur fyrirtækið gengið? Hef- ur KaSa hópnum tekist að venja íslendinga á að koma á tónleika síðdegis á sunnudög- um? „Já, við erum mjög ánægð,“ segir Nína Margrét. „Sérstaklega tókust jólatónleikarn- ir vel. Ýmsum aldurshópum bauðst þá að koma ókeypis og hlusta á okkur og það komu hátt í 200 manns, þar af mörg börn. kynni sjálfir verkin næsta vetur. Við erum alltaf að prófa okkur áfram i áttina að því að gera tónleikana aðlaðandi fyrir allan al- menning og kannski verður gaman fyrir okkur að hafa bein samskipti við áheyrend- ur. Kynningarnar verða ekki sérstaklega fræðilegar heldur út frá okkar hjarta hverju sinni. í sambandi við efnisskrána ætlum við líka að færa út kvíarnar og bjóða ungum krökkum úr tónlistarskólum og poppgeiran- um að spila með okkur,“ heldur Nína Mar- grét áfram. „Það verður gaman fyrir okkur. Og Diddú ætlar að syngja með okkur á tón- leikum sem verða helgaðir Strauss. Tón- leikafjöldinn verður sá sami og í vetur og við ætlum endilega að hafa aftur fjölskyldu- tónleika í desember. Þar kemur Skólakór Kársnesskóla fram með okkur.“ KaSa ætlar að halda sig við það skipulag að tónleikarnir taki klukkutíma án hlés. Tónsmiðjan verður líka áfram, og líklega verður áfram samstarf við Kökuhornið næsta vetur um kökur með kaffinu á undan tónleikum. „Sem sagt, flest við það sama,“ segir Nína Margrét, „en tónleikarnir sjálfir eiga að fá að þróast áfram.“ - Endalausar hugmyndir? „Vonandi. Heimurinn breytist svo hratt og maður verður að vera vakandi fyrir því. Aðalmálið er að vera á tánum og fylgjast með!“ Tónlist_____________________________________________________________________ ' __________| Puccini-drotting með SÍ Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í gærkvöld voru helgaðir óperutónlist. Á efnisskránni voru venju sam- kvæmt vel valdir forleikir og millispil úr stórvirkjum óp- erusögunnar og svo ein- söngsaríur. Vel þekkt atriði úr ballettónlist hljómaði líka auk óskiljanlegs vals hljóm- sveitarstjóra á aukalagi hljómsveitarinnar. Ekki orð meira um það hér. Hljómsveitarstjórinn heit- ir David Giménes og er frá Spáni. Hann er víst mjög vel tengdur inn í tónlistarlífið í heiminum þar sem hann reynist vera systursonur José Carreras og minnugir muna kannski að hann kom hér með frænda sínum fyrir tveimur árum. Giménes þessi er nokkur ákafamaður sem stjórnandi en virðist hafa lag á því að láta hlutina þó ganga upp og oft mjög vel. Fig- aro-forleikurinn eftir Mozart var leikinn hratt en án stórra áfalla þótt tæpt væri teflt. Rossini var hvellhraður líka en almennt virtust flytjendur njóta sín betur í heitari litum eins og í verki de Falla og Mascagni. Ball- etttónlistin úr Spar- takusi eftir Khatsjatúrj- an hafði sérstakt yfir- bragð því stjórnandinn breytti dálítið skemmti- lega hefðbundnum hlut- follum milli hljóðfæra og var þarna allur blást- ur mun framar í flutn- ingnum en venja er. Hljóðfæraleikur var al- mennt góður þótt heyra mætti viðkvæm augna- blik eins og í upphafi ballettkaflans þar sem selló hljómuðu ekki hrein. Daði Kolbeinsson óbóleikari og Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari léku bæði einleiksst- rófur af miklu listfengi. Einsöngvari tónleikanna var Liping Zhang sópransöngkona. Rödd hennar er með ólík- indum lifandi, hrein, liðug og tær. Raddstyrk- ur er mikill, ekki síst á efri hluta tónsviðsins, en röddin jöfn með góða fyllingu í báða enda. Litbrigðin eru mörg og stórbrotin. Zhang get- ur sett dökkan lit á tóna sína en hefur líka kóleratúrsvið sem hún grípur til. Vald henn- ar á rödd sinni er afburðagott og undravert að fá að heyra hana syngja á hæstu tónum og stjóma þar styrkbreytingum jafn auðveldlega og við hin skrúfum niður birtumagnið í lömpunum heima. Zhang fór hægt af stað í gærkvöld og söng tónlist eftir Mozart og Rossini mjög vel en náði ekki að kveikja alveg á sínum sérstæðu töfrum í túlkun og raddbeitingu fyrr en kom undir lokin að verkum Puccinis. Hápunktur tónleikanna var sennilega fyrsta arían sem hún söng eftir hann úr óperunni La Rondi- ne, II bel sogno di Doretta. Þar sýndi hún guðdómlega mýkt raddar sinnar og túlkun- in lifnaði sem aldrei fyrr. Þá skildi maður líka það sem sagði í efnisskrá um grátandi mannfjölda á sýningum í London. Þeir voru fleiri en einn og fleiri en tveir í gærkvöld sem þurftu að þurrka sér um augun í aríun- um sem komu í kjölfarið. Zhang hefur verið gefin rödd sem er sérsköpuð til þess að syngja tónlist Puccinis og ógleymanlegt að fá að hlýða á slíkan flutning. Sigfríður Björnsdóttir Sinfóníuhljómsveit fslands ! Háskólabíói 10.04.03: Óperutónleikar. Einsöngvari: Liping Zhang. Hljóm- sveltarstjóri: David Giménes. Liping Zhang Einstæö rödd og túikun. _____________FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 _______________________________PV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Píanókeppni íslandsdeildar EPTA Undirbúningur er hafinn að annarri pí- anókeppni íslands- deildar EPTA sem fer fram í Salnum I Kópa- vogi 26.-30. nóvember. Keppt verður í þrem- ur flokkum: miðnám (IV.-V. stig), framhalds- nám (VI.-VII. stig) og háskólanám. Haukur Tómasson hefur samið nýtt verk fyrir keppn- ina sem verður skylduverkefni I úrslitum í háskólanámi og má nálgast það í íslenskri tónverkamiðstöð. Dómarar verða Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Anna Þorgrímsdóttir, Halldór Haralds- son og Þorsteinn Gauti Sigurðsson en for- maður dómnefndar er Peter Toperczer píanó- leikari og rektor Listaakademíunnar í Prag. Umsóknarfrestur er til 1. júní og verður öll- um umsóknum svarað fyrir 1. júlí. tekur á rás Kl. 20 að kvöldi pálma- sunnudags hefst mikil gleði í Salnum í Kópavogi því þá halda kammerkórinn Vox academica og hin þekkta gleðisveit Rússíbanamir tón- leika þar ásamt sópransöng- konunni Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur og fiðluleikaranum Sigrúnu Eðvalds- dóttur. Stjómandi Vox academica er Hákon Leifsson en Rússíbanana skipa þeir Guðni Franzson, Jón Skuggi, Kristinn Ámason, Matthías Hemstock og Tatu Kantomaa. Efst á efmsskrá er frumflutningur á tón- verki Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar sem er samið sérstaklega fyrir þessa tónleika. Það er tónmynd sjö ljóða ísaks Haröarsonar úr nýjustu ljóðabók hans, Hjörturinn skiptir um dvalarstað, og ber yfirskriftina „Hjörtur- inn“. Auk þess getur að heyra klezmer-tón- list, íslensk þjóðlög og napólíska söngva. Ottó nashyrningur Danska barnamyndin Ottó nashymingur frá 1990, sem er byggð á sögu Ole Lund Kirkegaard, verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 14. Topper er búinn að finna töfrablýant og nú geta Topper og Viggo látið ýmsar óskir sínar rætast. Hvernig væri að biðja um almennilegan pabba? píanó Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari halda þrenna tónleika á næstu dögum. Þeir fyrstu eru hluti „Menningardaga að vori“ og verða í Egilsstaðakirkju á morgun kl. 16, þaðan halda þau til Vopnafjarðar og spila í Miklagarði á sunnudaginn kl. 17 og loks halda þau tón- leika í Dalvíkurkirkju á mánudagskvöldið kl. 20. Þar heldur Kolbeinn námskeið fyrir nem- endur Tónlistarskóla Dalvíkur. Á efnisskránni er tónlist ýmissa meistara 19. og 20. aldar, Roberts Schumann, Gabriels Faure, Kasuo Fúkushima, Þorkels Sigur- bjömssonar og Sergej Prokofieffs. Úr norræna farteskinu Agnes Buen Gamás, Halvor Hákanes, Geirr Lystrup, Eli Storbekken og Cathrine Smith frá Noregi, Gísli Helgason, Aiva Insu- lander frá Svíþjóð og Marianne Maans frá Finnlandi hafa fléttað saman samnorrænar vísur í einn vef. í dagskrá í Norræna húsinu á morgun kl. 20 verða fluttar gátuvísur úr Eddukvæðum, bergnámsvísur frá síðari hluta miðalda og skemmtivísur eða yngstu ballöðurnar. í þessu norræna farteski er meðal annars að finna þúsund ára gamla texta og lög en líka nýsamin stef og vísur sem segja sína sögu um fólk í þá daga og á okkar tímum. Kveðjan mín Ámi Gunnlaugsson hefur gefið út hljómdiskinn Kveðj- an mín með 16 lögum eftir sig og 7 eftir aðra höfunda. Meöal flytjenda laga Áma á diskinum eru ungi tenór- söngvarinn Eyjólfur Eyjólfs- son, Jóhanna Linnet, Margrét Eir, Carl Möll- er og Árni sjálfur. Þá em einnig á diskinum gamlar upptökur allt frá árinu 1951 með gluntasöng Árna og Stefáns Skaftasonar og fleiri gersemum úr minningasafninu. Hljóðvinnslu og samsetningu á diskinum annaðist Halldór Víkingsson. Ámi stendur sjálfur að útgáfu og sölu hljómdisksins. Flauta og Hjörturinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.