Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Page 29
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003
29
Sport
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflvíkinga, meö bikarinn eftirsótta
eftir leikinn í gærkvöld.
DV-mynd Siguröur Jökull
Gunnar Einarsson:
Lagði mig
ailan í þetta
Gunnar Einarsson svaraöi
kalli þjálfara sins með frábærum
leik. Hann var í byijunarliðinu
og lagði mikið af mörkum í þess-
um leik. Þetta er annar Islands-
meistaratitillinn hans, hinn kom
í hús 1999: „Siggi sagði við mig
að þetta væri akkúrat leikurinn
til að koma í og spila eins og
maður og ég lagði mig allan í
þetta og þetta var frábært."
Kom þaö Gunnari á óvart að
lidið skyldi klára Grindvík-
inga i þremur leikjum? „Nei, i
raun og veru ekki. Eftir Njarð-
víkurseríuna sáum við hvað við
raunverulega gátum og náðum
þá frábæru tempói í leik okkar
sem við vorum síðan staðráðnir
i að halda í þessari seríu og það
tókst," sagði glaðbeittur Gunnar.
-SMS
Falur Haröarson:
Fjórði titill
Falur Harðarson var að
hampa sínum fjórða íslands-
meistaratitli - hann var með
1989, 1997, 1999 og svo núna.
Hann sagði þetta alltaf vera jafn
ijúfa tilfmningu: „Þetta er ynd-
islegt, alveg yndislegt, og þetta
er búið að vera frábært keppnis-
tímabil hjá okkur.
Hópurinn er stór og ég held að
allir hefðu getað verið i byrjun-
arliðinu og staðið fyrir sinu. Við
vorum klárlega sterkara liðið í
þessari rimmu og ég tel aö við
höfum sýnt mikinn karakter í
kvöld - Damon lenti í villuvand-
ræöum og þeir komust yflr en þá
sýndum við úr hverju við erum
gerðir. Auðvitað heföi verið
gaman að klára þetta á heima-
velli en góður dagur kemur
aldrei of snemma," sagði Falur
meö bros á vör. -SMS
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn:
Sigurður Ingimundarson, þjálf-
ari Keflvíkinga, var búinn að fá
heljarinnar meðferð inni í bún-
ingsherbergi þegar DV-Sport náði
tali af honum eftir leik. Fötin fara
líkast til beint í hreinsun á morgun
en Siggi var lítið að spá í það:
„Ég var tekinn svona nett í gegn
af strákunum," sagði hann með
glott á vör og bætti við: „Maður er
búinn að eiga mörg góð ár meö
Keflvíkingum, bæði sem leikmað-
ur og þjálfari, en það verður erfitt
að toppa þetta. Við áttum frábæra
úrslitakeppni og spiluðum rosalega
vel sem lið - sem lið," endurtekur
Sigurður með þungri áherslu. „Það
spiluðu allir vel og þótt Damon
lenti í villuvandræðum steig næsti
maður einfaldlega upp - ég get sagt
það með góðri samvisku að við er-
um með langbesta liðið, skrifað
með stórum stöfum, LIÐ." Veröur
Sigurður áfram með Keflvíkinga?
„Núna verða spilaðir nokkrir golf-
hringir og svo verða málin rædd,"
sagði hann að lokum. -SMS
Edmund Saunders leikmaöur úrslitakeppninnar:
Bns og góður draumur
blessun fyrir sig - eiginlega nýja
byrjun:
“Ég er Keflvikingum þakklátur
fyrir það tækifæri að fá að koma
hingað og spila með þessu frábæra
liði og þetta hefur eiginlega verið
eins og góður draumur. Ég er
ánægður með spilamennsku mína
sem hefur farið vaxandi og bænum
mínum hefur nú verið svarað - það
er einfaldlega frábært að vera hluti
af svona góðum hóp og geta lagt sitt
af mörkum til að ná þessum
árángri. Við vorum ákveðnari og
einbeittari en þeir og vildum meira
og náðum strax frumkvæðinu i
þessari seríu og þótt við höfum
stundum dottið aðeins niður þá átt-
um við alltaf meira en nóg inni."
En hvað með framtíðina, megum
við eiga von á að sjá þennan frá-
bæra leikmann spila á íslandi
næsta vetur? „Það er ekkert ákveð-
ið í þeim efnum en ef tækifæri gefst
kem ég vonandi aftur hingaö til
lands - það væri gaman," sagði Ed-
mund Saunders. -SMS
Edmund Saunders er maður þess-
arar úrslitakeppni - engin spum-
ing. Hann kom til liðs við Keflvík-
inga rétt eftir áramót og var einfald-
lega punkturinn yfir i-ið í þessu
frábæra liði. Hann var að vonum
ánægður eftir leik og sagði komu
sina tO íslands hafa verið mikla
sóknarleik og nýtti styrk liðsins frá-
bærlega vel. Hjá Grindvíkingum átti
Helgi Jónas Guðfinnsson góðan leik
en hann hefur átt misjöfnu gengi að
fagna í þessum leikjum. Edmund
Saunders fékk það hlutverk að trufla
skyttur Grindvíkinga í þessari seríu
og fyrir þvi fann Helgi. Guðmundur
Bragason sýndi af sér aðdáunarverða
baráttu og gaf gjörsamlega allt í þetta.
Páll Axel Vilbergsson átti spretti en
lenti svo í villuvandræðum. Þeirra
bestur var þó Darrell Keith Lewis og
þessi kappi er svo sannarlega búinn
að skila góðu verki í vetur.
-SMS
Edmund Saunders þakkar hér Damon Johnson félaga sínum fyrir veturinn.
DV-mynd Siguröur Jökull
Guðjón Skúlason var líklega að leika sinn síðasta leik fyrir Keflavík:
Vil þakka fyrir mig
Guðjón Skúlason, fyrirliði Kefl-
víkinga, var að hampa sínum sjötta
íslandsmeistaratitli og líklega var
þetta síðasti leikur kappans. Hann
sagði það 99% öruggt en vildi þó
ekki alveg útiloka eitt né neitt. „Það
er kominn tími á að gera aðra hluti,
leggja meiri rækt við golfið og þá
stefni ég að því að leggja mitt af
mörkum til að bæta enn fremur
skottæknina í Keflavík," sagði Gaui
og hló við.
„Annars hefur þetta verið frábær
vetur og eftir tapið á móti ÍR-ing-
um, sem var svona vakning fyrir
okkur, hefur leiðin legið upp á við
og við toppuðum á réttum tíma.
Liðsheildin var góð og menn lögðust
á eitt og þá batnaði flæðið með
hverjum leik og við sýndum það
með áþreifanlegum hætti hér í
kvöld - lentum undir og Damon í
villuvandræðum en það herti okkur
bara. Þetta er eitt besta liðið hjá
Keflavík sem ég hef spilað með á
ferlinum, af mörgum góðum. Það
var allt til staðar hjá okkur og við
nýttum það frábærlega.
Að lokum vil ég endilega þakka
fyrir mig - þetta eru búin að vera
frábær tuttugu ár og það er fullt af
fólki í kringum þetta dæmi allt sem
á heiður skilinn; stuðningsmenn,
stjómarmenn og svo margir, margir
fleiri,” sagði Guðjón.
-SMS
Langbesta liðið
stari