Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 X>V Framúrakstur í kostnaöi vegna aðalstöðva Orkuveitu Reykjavíkur ekkert einsdæmi: Kostnaðarþök út í veður og vintl Byggingarframkvæmdir á veg- um opinberra aöila hafa mikla tilhneigingu til aö veröa mun dýrari en lagt var upp meö í upp- hafi. Þegar upp er staðið hafa margar kostnaðaráætlanir farið fram úr upphaflegum áætlunum, sumar um mög hundruð milljón- ir króna. Hér verður ekki farið ít- arlega í ástæðu þessa eða hver beri ábyrgð á framúrakstrinum, sem virðist ekki vera nokkur maður þegar eftir er leitað. Þó verður ekki horft fram hjá þeirri meintu viðleitni ríkisaðila að hafa kostnaðaráætlanir vísvit- andi of lágar til að auka líkurnar á framkvæmdum, vitandi að allir reikningarnir verða hvort eð er borgaðir að verki loknu. Hið op- inbera borgar. Hér verða riíjaðar upp nokkrar byggingarframkvæmdir sem eiga það allar sameiginlegt að hafa farið fram úr kostnaðaráætlun- um. Upphæðirnar eru ekki upp- reiknaðar miðað við verðlag í dag, um er að ræða upphæðir eins og þær voru á hverjum tíma. En samanburður á áætlunum og áætluðum kostnaði við verklok eða uppgjöri segir sína sögu. HaukurLárus Hauksson blaöamaöur Frettaljos 700 milljónir Nýjasta dæmið er hús Orku- veitu Reykjavíkur við Réttarháls. Síðustu tölur segja að bygging hússins komi til með að kosta 2,9 milljarða króna. Fyrir réttu ári sagði Alfreð Þorsteinsson, stjórn- arformaður Orkuveitunnar, að kostnaðaráætlanir hljóðuðu upp á 2,2 milljarða króna og allar lík- ur væru á að þær stæðust. Um mitt síðasta ár kom síðan fram það sem kallað er uppfærð kostn- aðaráætlun. Alfreð sagði við DV í gær að kostnaðaráætlun hefði breyst vegna ýmissa þátta eins og þess að það verður stærra en upphaflega var áætlað. Það breyt- ir hins vegar ekki þeirri stað- reynd að húsið virðist ætla að verða að minnsta kosti 700 millj- ónum krónum dýrara en kostn- aðaráætlun fyrir ári gerði ráð fyrir. Safnahúsið og Alþingi Safnahúsið við Hverfisgötu er annað ágætt dæmi. Guðmundur Magnússon hafði yfirumsjón með breytingum á húsinu sem hlaut nafnið Þjóðmenningarhús. í apríl árið 2000 sagði hann í samtali við DV að upphafleg kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á um 315 milljón- ir króna og hún hefði staðist eft- ir því sem hann vissi best. Og hann bætti við: „En ef þetta geng- 700 milljónir Ef marka má orö Alfreös Þorsteinssortar frá í apríl í fyrra, um áætlaöan kostnaö viö byggingu höfuðstööva Orkuveitu Reykjavíkur, er sú framkvæmd a.m.k. 700 milljónum krónum dýrari þegar upp er staöiö. ur eftir er ég afskaplega ánægður með það því stundum hafa svona framkvæmdir farið úr böndum." En það gerði einmitt þessi framkvæmd. Þegar upp var staö- ið reyndist framkvæmdin 100 milljónum króna dýrari en kostn- aðaráætlun gerði ráð fyrir. Breyting á húsnæðinu við Austurstræti 8-10, sem rúma skrifstofur Alþingis, varð mun kostnaðarsamari en lagt var upp með. Nokkrar deilur urðu um hlutverk og skyldur Fram- kvæmdasýslu ríkisins sem hafði umsjón meö verkinu. Þegar upp var staðið nam framúraksturinn við framkvæmdirnar 117 milljón- um króna og vakti hann sterk viðbrögð. Enda kostar slíkur framúrakstur skattborgarana stórfé. Ráðhús og Perla En framúrakstur í byggingar- framkvæmdum er engin nýlunda. Þegar byggingaráform ráðhúss við Tjörnina í Reykjavík voru upphaflega kynnt í borgar- stjórn var gert ráð fyrir að húsið mundi kosta um 1400 milljónir á verðlagi í september 1991. Á sama tíma var ljóst að kostnað- urinn yrði ekki undir 3,2 millj- örðum króna. Byggingarkostnað- urinn haföi tvöfaldast á þeim fjórum árum sem framkvæmdir höfðu staðið. í frétt DV af fram- kvæmdunum í september 1991 var umframaksturinn, um 1800 milljónir, umreiknaður í 29 leik- skóla. í júní 1991 var Ijóst að bygging Perlunnar á Öskjuhlíð hafði kostað 1290 milljónir króna á verðlagi þess tíma. Þá hafði byggingarkostnaður Perlunnar farið 30 prósent fram úr upphaf- legri áætlun sem gerð var árið 1986 og hljóðaði upp á um 990 milljónir króna á verðlagi 1991. í mars þetta ár hljóðaði kostnaðar- áætlunin upp á 1200 milljónir þannig að síðustu þrjá mánuðina bættust 90 milljónir króna við kostnaðinn. Listasafn og Kringla Við kaup á hluta Hafnarhúss- ins og innréttingar fyrir Lista- safn Reykjavíkur var gert ráð fyrir að stofnkostnaður, að kaup- verði hússins meðtöldu, mundi nema 425 milljónum króna. Þar af var kaupverðið 110 milljónir króna. Þegar upp var staðið höfðu samanlagðar greiðslur til aðalverktakans, ístaks, numið 740 milljónum og kostnaðurinn þannig farið 315 milljónum króna fram úr áætlunum. Kostnaður fór einnig úr bönd- unum við smíði tengibyggingar milli Borgarleikhússins og Kringlunnar. Lagt var upp með áætlun upp á 253 milljónir króna en kostnaðurinn endaði í 349 milljónum á verðlagi í október 2000. Framúraksturinn nam þarna um 96 milljónum króna. Ekki hanna með loftbornum Fróðlegt er að lesa skýrslu Borgarendurskoðunar vegna síð- asttöldu framkvæmdanna. Þar segir: „Með hliðsjón af því að þess munu fá eða engin dæmi að áætlanir borgarinnar um meiri- háttar breytingar eða endurnýj- un á gömlu húsnæði hafi staðist hefði mátt ætla að hlutaðeigandi aðilar, borgarráð og byggingar- nefnd Listasafns og bygginga- deild borgarverkfræðings, vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og gera af þeim sökum ráð fyrir rúmum hönnunartíma áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Af gögnum og eðli máls verður ekki annað ráðið en að borgarráð beri höfuðábyrgð á því að það var ekki gert og þar með má segja að „kostnaðarþakið" hafi fokið úr í veður og vind.“ í niðurstöðukafla um Lista- safnið má enn fremur lesa nokk- uð sem opinberum framkvæmda- aðilum og framkvæmdaaðilum almennt væri hollt að hafa í huga, enda er þar fjallað um eina meginástæðu þess að kostnaður við byggingarframkvæmdir eða breytingar fara úr böndunum. Þar segir: „Hönnun á að vera lokið í meginatriðum áður en framkvæmdir hefjast. Reynslan hefur margsinnis á liðnum árum leitt í ljós og nýleg dæmi sannaö að kostnaðaráætlanir standast yfirleitt ekki þegar hönnun á sér stað samtímis framkvæmdum." Hönnun samhliða breytingum, sem oftsinnis kalla á niðurbrot og þess háttar rask, hefur gjarn- an verið líkt við að hanna með loftbornum. Hafa menn oftlega minnst byggingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í því sam- bandi. 100 milljónir Kostnaöur viö breytingar á Safnahúsinu svo úryröi Þjóöömenningarhús fór 100 milljónir króna fram úr áætlun. 315 milljónir Kostnaöurinn viö tilurö Listasafns Reykjavíkur i Hafnarhúsinu fór 315 milljón- ir króna fram úr áætlunum. Héraðsdómur Reykjavíkur: Kona dæmil fypir líkamsárás Tæplega fertug kona var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur dæmd í 25 þúsund króna sekt fyrir líkams- árás en auk þess var hún dæmd til að greiða fómarlambinu 61 þúsund krónur í skaðabætur. Konan sem varð fyrir árásinni sagöi að hún hefði verið stödd í íbúð sinni þegar hún sá ákærðu standa fyrir utan gluggann hjá sér og hefði hún verið með mikl- ar svívirðingar í garð nágranna. Kvaðst konan þá hafa farið til dyra og spurt ákærðu hvort ekki væri allt í lagi en ákærða hefði haldið áfram svívirðingum og nú í sinn garð. Hún kvaðst ekki hafa vitað fyrr en ákærða sló hana hnefahögg í andlitið í þann mund sem hún ætlaði að snúa sér við og loka dyrunum. Tveir nágrannar voru vitni að atburð- inum. Ákærða neitaði sök fýrir dómi og sagðist ekki hafa átt nein samskipti við konuna þenn- an dag. Dómarinn fann hins vegar að skýrslutöku lögreglunnar þar sem orðalag skýrslnanna hefði verið að mestu leyti nákvæmlega eins. Taldi hann útilokað. að orð- færi og orðaval vitnanna og svör þeirra hefðu verið svo keimlík. Tók hann fram að sú skylda hvíldi á lögreglu að skrá niður frásögn vitna með þeirra eigin orðum eða því sem næst kæmist og sagði hann að slíkar skýrslur eins og hér um ræddi yrðu úr sögunni ef lögreglan tæki upp það sjálfsagða vinnulag að hljóð- rita skýrslur. -EKÁ Hjálparstarf kirkjunnar: 9000 manns eru hjálparþurfi Hjálparstarf kirkjunnar stend- ur nú fyrir söfnun til að létta undir með íbúum á E1 Kera- svæðinu í Eþíópíu. 9000 manns eru þar hjálparþurfi og þar af 3000 í sárri neyð. Miklir þurrkar, barnadauði og dýrasvelti hefur hrjáð íbúana á svæðinu. Ætlunin er að deila út korni, mjólkur- dufti, meðulum og útsæði og einnig verður sérlega samsetttum pakka dreift til um 1500 barna og bamshafandi kvenna og kvenna með börn á brjósti. Helgi Hróbjartsson hefur stundað hjálparstarf og kristni- boð meðal soltinna og hrjáðra múslíma í Eþíópíu í nær 30 ár. Fáir kristniboðar njóta jafn mik- illar virðingar í Eþíópíu og hann og er hann yfirleitt kallaður „númer þrjú“ af infæddum, núm- er þrjú á eftir Allah og Mú- hameð. Helgi hefur fengið leyfl til þess að fljúga sjálfur til þorp- anna á gömlu „Frúnni“ hans Ómars Ragnarssonar. Talið er að rúmlega 14 milljón- ir Eþíópíubúa þurfi neyðaraðstoð á árinu þar sem þurrkar hafa verið langvarandi og valdið upp- skerubresti. Fólk hefur neyðst til að selja búfé og aðrar eignir, s.s. jarðræktaráhöld sem alla jafna nýtast til framfærslu. Síðustu rigningar áttu að hefjast í mars en hafa ekki látið á sér kræla. Söfnunarsími Hjálparstarfsins er 907 2002 og gefur hvert símtal 1000 kr. og reikningsnúmer gírósöfnunar er 1150 26 886. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.