Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 DV Dáti í þjóöminjasafni Bandarískur hermaöur stendur vörö- inn í íraska þjóöminjasafninu í Bagdad sem varö illilega fyrir barö- inu á gripdeildarmönnum. Sakar hermenn um að hafa ekki gert nóg til að stöðva gripdeildir Donny George, yfirmaður forn- minjavörslu í Irak, segir að bandarískir hermenn hafi látið hjálparbeiðni frá starfsmönnum íraska þjóðminjasafnsins sem vind um eyrun þjóta og ekki veitt nægilega vernd gegn gripdeildar- mönnum sem stálu öllu steini léttara í safninu eftir fall Bagdad. Yfirmaður bandarísku hersveit- anna sem fyrirskipað var að standa vörð um safnið segir aftur á móti að menn sínir hafi gert allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir þjófnað á þjóðarger- semunum. Ekki væri því hægt að kenna hermönnum hvemig fór. Ómetanlegir fjársjóðir, sumir mörg þúsund ára gamlir, voru ijarlægðir eða eyðilagðir í vargöldinni í írösku höfuðborg- inni eftir fall Saddams Husseins. Lögreglan hefun ákært Mhosevic fyrir morö Serbneska lögreglan hefur ákærð Slobodan Milosevic, fyrr- um Júgóslavíuforseta, fyrir að hafa hvatt til morðsins á forvera sínum og andstæðingi, Ivan Stambolic, á árinu 2000. Stambolic hvarf í ágústmánuði 2000, skömmu áður en Milosevic hrökklaðist frá völdum í upp- reisn almennings. Líkamsleifar hans fundust aftur á móti ekki fyrr en í síðasta mánuði. Lögreglan sagði að fimm menn úr sérsveitum lögreglunnar hefðu rænt Stambolic og myrt. Átta menn aðrir hafa verið ákærðir fyrir morðið, þar á með- al fyrrum yfirmaður lögreglu- sveitar sem einnig er grunaður um aðild að morðinu á Zoran Djindjic forsætisráðherra í mars. Tariq flziz í haldi Banda- ríkjamanna í Bagdad Tariq Aziz, fyrrum aðstoðarfor- sætisráðherra íraks og einn þekkt- asti ráðamaður íraka á Vestur- löndum, er nú í gæslu bandaríska hersins í írak eftir að hafa gefið sig sjálfur fram í Bagdad í gær. Að mati stjómmálaskýrenda er Aziz feitasti bitinn, sem náðst hefur til þessa af þeim 55 sem bandarísk stjómvöld listuðu í spilastokk sinn yfir eftirlýsta íraka, þrátt fyrir að vera þar aðeins í 43. sæti, en hann er í hópi þeirra sem kallaðir hafa verið „tólf ruddar“ sem meðlimur byltingarráðs Saddams Husseins og auk þess eftirlýstur af Bandaríkja- mönnum fyrir meinta striðsglæpi í Persaflóastriðinu árið 1991. Aziz er jafnvel talinn búa yfir vitneskju um afdrif Saddams Huss- eins eða hvar hann dvelst en hann var einn nánasti samstafsmaður Tariq Aziz Tariq Aziz, fyrrum aöstoöarforsætis- ráöherra íraks, gaf sig sjálfur fram viö Bandaríkjamenn í fyrrinótt. Saddams frá upphafi valdaferils hans en þó aldrei inni í innstu Tikrit-klíkunni, líklega vegna upp- runans, en Aziz er kristinnar trúar og fæddur og uppalinn í borginni Mosul í norðurhluta landsins. Taliö að hann búi einnig yfir mikilvægri vitneskju um gjöreyð- ingarvopnaáætlanir og eign íraka, sem voru helsta ástæðan fyrir hem- aðaraðgerðum bandamanna í land- inu. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að Aziz gaf sig fram en að sögn eins talsmanns yfirstjómar banda- ríska hersins í Katar gaf hann sig sjálfviljugur fram við bandaríska hermenn I fyrrinótt en samkvæmt óstaðfestum fréttum tók hann þá ákvörðun eftir árangurslausar samningaviöræður við milli- göngumenn. REUTERSMYND Maöurinn og bolinn Spænski nautabaninn Morante de la Puebla sýndi listir sínar f Maestranza-nautahringnum í borginni Sevilla á sunnan- veröum Spáni í gær þegar hann baröist gegn stæðilegu nauti og haföi sigur. VÍSLAND! 'MALNING Hágæða ak/ýJ innimálning 'gjm \líar Teknos vörur frar \ / Stórmarkaðsverð Allar Teknos vörur framleiddar skv. 9001 gædakerfi. Innimálning Gljástig 3 Verð frá kr. 298 pr.l. .^Ónnimálning Gljástig 7 Verð frá kr. 330 pr. líter Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík www.islandsmalning.is VTEKNOS Hugsanlega eru engjn gjöreyðingarvapn í irak George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að hugsanlega hefðu Irakar eyðilagt eða flutt gjöreyðingarvopnin sem voru til- efni stríðsins á hendur írak. Vopn- in hafa ekki enn fundist, þrátt fyr- ir mikla leit. Forsetinn lét orð um það falla í ræðu sem hann flutti frammi fyr- ir verksmiðjustarfsmönnum í Ohio sem framleiddu marga Abrams-skriðdrekana sem banda- ríski herinn beitti gegn liðsafla Saddams Husseins. „Þaö mun taka tíma að finna þau,“ sagði Bush um meint gjör- eyðingarvopn Saddams. „Við vit- um að hann átti þau og við mun- um komast að sannleikanum um hvort hann eyðilagði þau, flutti burt eða faldi. Og eitt er víst, Bandaríkjunum stendur ekki leng- ur ógn af Saddam Hussein og gjör- eyðingarvopnum hans.“ Þetta var í fyrsta sinn sem Bush hefur ýjað að þeim möguleika að REUTESMYND Bush í skriðdrekaverksmiöju Bush Bandaríkjaforseti klifraöi upp á Abrams-skriödreka til aö heilsa starfsmanni í verksmiöjunni þar sem drekarnir eru framleiddir. vopnin hafi verið eyðilögð áður en ráðist var inn í írak og að hugsan- lega myndu þau aldrei finnast. meiri tíma Forystumenn í danska jafnaðar- mannaflokknum segja að það sé að- eins tímaspursmál hvenær leiðtoga flokksins, Mogens Lykketoft, takist að sannfæra landsmenn um að hann sé betri maður í forsætisráðherraembætt- ið en Anders Fogh Rasmussen. BNA vilja SÞ ekki með Bandarísk stjórnvöld vilja ekki að Sameinuðu þjóðirnar fái að vera með í ráðum um sölu á olíu frá írak eftir að áætlunin um olíu fyrir matvæli rennur út í júní. Menntakonur Irekar barnlausar Konur með háskólapróf eru 50 prósentum líklegri en aðrar til að eiga ekki börn, að því er fram kemur í breskri rannsókn. Chirac ekki boðið á búgarðinn Jacques Chirac Frakklandsfor- seti getur ekki vænst þess að vera boðið að heimsækja Bush Bandaríkjaforseta á búgarð hans í Texas vegna andstöðunnar við Íraksstríðið, að sögn Bush sjálfs. Týndir tald>r af eftir skriðu Björgunarliðar í Gvatemala hafa gefið upp alla von um að flnna ellefu manns sem saknað var eftir að aurskriða féll og varð tólf öðrum að bana. Nýtt skinn grætt á Ali Læknar í Kúveit tilkynntu í gær að þeir myndu byrja að græða skinn á brunasár hins tólf ára gamla Alis Is- mails Abbas frá írak sem missti báða handleggi sina í loftárásum Bandaríkjamanna á Bagdad. Myndir af Ali litla á sjúkrahúsi I Bagdad birtust í fjölmiðlum um allan heim. Drap skólastjórann og sig líka Fjórtán ára piltur í Pennsyl- vaníu í Bandaríkjunum kom með byssur í skólann í gær og drap skólastjórann í matsalnum áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Murphy með mest fylgi Markaðshyggju- maðurinn Ricardo Lopez Murphy nýtur mests stuðn- ings þriggja fram- bjóðenda í forseta- kosningunum í Argentínu, sem fram fara á sunnudag, að því er fram kom í skoðanakönnun í gær. Nemandinn mætti ekki Ekki tókst að opna minnsta skóla á Bretlandi þar sem eini nemandinn mætti ekki vegna óá- nægju með nýráðinn kennara. Blóðugrar orrustu minnst Þúsundir manna komu saman á Gallipoli-skaga í Tyrklandi við dögun í morgun til að minnast einhverrar blóðugustu orrustu heimsstyrjaldarinnar fyrri. Lykketoft þarf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.