Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 E»V Tilvera rAwMáitii Bíógagnrýni_________________ v Sam-bíóin/Háskólabíö - Dreamcatcher ^ Allir íþráttaviðburðir í beinni á risaskjám. Ponl. Góður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt ng gntt dansgólf. Öfugu megin uppí frumsýnt á sunnudag: flnnasöm helgi á afskekktu hoteli DV-MYND SIG. JOKULL Eitt sjokkið enn Eggert Þorleifsson sem hótelhaldarinn. Björn Ingi Hilmarsson og Ellert A. Ingimundarson í hlutverki gesta. Tíminn og vatnið Pia Rakel Sverrisdóttir opnaöi sýningu á glerlistaverkum í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauð- arárstíg 14-16, í gær. Sýninguna nefnir listakonan Tíminn og vatnið og helgar sýninguna minn- ingu móður sinnar, Kaino Annikki Hjálmarsson, sem lést 23. mars sl. ÍEden Ólöf Péturs- dóttir listakona er með mynd- listarsýningu í Eden í Hvera- gerði þessa dag- ana. Sýningin stendur til 5. maí 2003. Sýning og söngur Jón Ólafsson opnar myndlist- arsýningu í Fé- lagsstarfi Gerðu- bergs í dag, 25. apríl, kl. 16. Gerðuberg- skórinn syngur m.a. lög eftir Jón við opnunina undir stjóm Kára Friðrikssonar. Einnig mun Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngja lagið Þrá eftir listamann- inn. Friðþjófur tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar á meðan hún bregður sér í smáfrí og hann á von á náðugum dögum. Önnur verð- ur þó raunin því rólegheitin snúast upp í andhverfu sína. í fyrstu er hann svo ákveðinn í að slappa af að hann nennir varla að sinna þeim fáu sem að garði ber en þegar á líð- ur keyrir þjónustulundin fram úr hófi og hann lendir í ansi hreint erf- iðri umferðarstjómun innan hótels- ins. Þangað kemur nefnilega fólk sem síst má hittast. Þetta er þema gamanleiksins Öf- ugu megin uppí sem Borgarleikhús- ið frumsýnir á sunnudaginn, 27. apríl, kl. 20. Leikstjóri er María Sig- urðardóttir og leikendur þau Eggert Þorleifsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Ellert A. Ingimundarson og Sigrún Edda Bjömdóttir. María hefur reynslu í leikstjóm gamanverka. Hún stjórn- aði sýningunni Sex í sveit sem gekk í fjögur ár. En.er þetta Sex i sveit númer tvö? María er spurð að því. „Þetta er auðvitað ekta framhjá- haldsfarsi. Hann er eftir breska leik- skáldið Derek Benfield sem er eitt afkastamesta gamaleikjaskáld Breta. Árni Ibsen hefur þýtt verkið og staðfært. María segir hafa verið gaman að stjóma Öfugu megin uppí enda topp- fólk i öllum hlutverkum. Hún hefur unnið með þeim öllum áður nema Eggerti, þeirra leiðir hafa ekki legið saman fyrr. „Eggert er óborganlega fyndinn og í heild hefur samvinna hópsins verið afar skemmtileg. Það skilar sér ótvírætt í sýningunni." segir María. -Gun. Geimverahryllingir Það var eins og ég hafði fyrir fram búist við, að erfítt reyndist að kvikmynda eina af bestu skáldsög- um Stephens Kings, Dreamcatcher. Sagan, sem er blanda af hryllingi og vísindaskáldskap, er efnismikil og flókin. Helsti gallinn við kvik- myndaútgáfuna er að skáldsögunni er fylgt of vel eftir með öllum þeim krókaleiðum sem hún tekur. Hin- um ágæta leikstjóra, Lawrence Kasdan, tekst ágætlega að forðast það að fara út fyrir ramma bókar- innar. Þetta gerir það að verkum að það tekur of langan tíma að kynna aðalpersónumar til sögunnar. Þeg- ar það er loks búið og einnig búið að fara ofan í þann hrylling sem í vændum er þá er lítill tími eftir til að fylgja atburðarásinni þannig að um miðbik myndarinnar fer hún að verða tætingsleg og greinilegt er að upp hafa komið vandamál í klippingu á milli atriða. Það sem best kemst til skila í Dreamcatcher er sambandið á milli hinna fjögurra vina sem allir búa yfir yfirnáttúrlegum hæflleik- um. Þá hæfileika fengu þeir í æsku eftir að hafa vingast við vangefinn dreng,sem þeir kalla Duggis. Öðru hverju er verið að fara aftur í tím- ann til þess tíma þegar þeir kynnt- ust Duggis sem er mun merkilegri heldur en þeir ætla í fyrstu. Það kemst smátt og smátt til skila, eins og í bókinni, að Duggis er þungmiðjan í þeirri örlagaríku atburðarás sem fer í gang þegar fé- lagarnir hittast að vetri til í skóg- um Maine. Duggis verður samt aldrei jafn sterk persóna og hann er í bókinni. Segja má að sá hluti myndarinn- ar þar sem félagamir fjórir eru í framlínu sé hryllingshlutinn. Þama erum við á sömu slóðum og í Alien. Óhugnanlegar geimverur koma sér fyrir í mennskum líkama, þroskast þar og skríða síðan full- þroskaðar út um afturendann. Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Ævintýraleikhús fyrir alla: Þetta er ógeðfellt, svo ekki sé meira sagt. Ekki minnkar óhugnaðurinn þegar ormurinn sýnir sitt rétta eðli. Vísindaskáldsöguhlutinn er barátta hershöfðingja við geimver- ur sem sest hafa að á jörðinni. Hershöfðinginn, sem státar sig af því að eiga skammbyssu, sem John Wayne gaf honum, er orðinn snar- mglaður á þessari baráttu og hættulegur sjálfum sér og öðrum. Það verður að segja Lawrence Kasdans til hróss að myndin held- ur dampi, er alltaf forvitnileg og mörg atriði spennandi. Það er sam- setningin sem gengur ekki upp. Er ég viss um að margir hverjir- sem ekki hafa lesið bókina hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast. Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Handrit: William Goldman og Lawrence Kasdan eftir skáldsögu Stephens Kings. Kvikmyndataka: John Seale. Tónlist: James Newton Howard. Aðaileikarar: Morgan freeman, Thomas Jane, Tom Sizemore, Jason Lee og Damian Lewis. DV-MYND TEITUR Með nýja sjónvarpið Anna Flosadóttir tekur viö United-sjónvarpi úr hendi Jónínu Óskar Lárusdótt- ur, deildarstjóra smáauglýsingadeildar. Anna fær einnig þriggja mánaöa áskrift aö DV. Anna Flosadóttir var í hringnum: Vantaði sjónvarp í eldhúsið „Þetta er alveg frábært. Mig vantaði einmitt sjónvarp í eldhúsið," sagði Anna Flosadóttir þegar hún tók á móti 14 tommu United-sjónvarpi í af- greiðslu DV, Skaftahhð 24, í gær. Anna er í hópi þeirra fjölmörgu sem hafa lent á mannlífsmyndum DV að undanfómu og fengið hring dreginn um sig. Anna kveðst hafa verið í miklum flýti í Smáralindinni um- ræddan dag. „Ég mátti ekkert vera að þessu, enda að flýta mér út úr bænum. Ég varð ekki vör við ljósmyndarann,“ segir Anna. Þegar í sveitina var kom- ið byrjaði síminn að hringja. „Það hringdi fjöldi manns í mig og sagði mér frá myndinni. Ég trúði þessu varla enda hef ég aldrei áður unnið í happdrætti. Sjónvarpið á hins vegar eftir að koma í góðar þarfir," segir Anna. Hún fær aukinheldur þriggja mánaða áskrift að DV. Þeir sem lenda í hringnum geta ver- ið hverjir sem er og hvar sem er. Þeir þurfa aðeins að hafa orðið á vegi ljós- myndara DV. Sé hringur dreginn utan um andlitið hefúr viðkomandi unnið vinning sem kynntur er í blaðinu hverju sinni. Það getur því borgað sig að lenda á mynd í DV. -aþ „Með perlur í augunum" er yfir- skrift bamadanssýningar í Ketilhús- inu sem ffarn fer á morgun, laugar- dag, og hefst kl. 17. Sýningin er á vegum Önnu Richardsdóttur og Ömu Valsdóttur sem hafa frá því í nóvem- ber 2002 starfrækt bamatil- rauna/dansleikhús á Akureyri og þar era nú tíu börn á aldrinum 7-10 ára. Auk þess hafa þær stöllur fengið til liðs við sig Þórarin Blöndal sem starfar með Leikfélagi Akureyrar. Jörvagleöi stendur sem hæst: Mikiðum dýrðir í Dölum Þrátt fyrir að Jörvagleðin hafi ver- ið aflögð á sínum tíma, aðallega vegna lauslætis og svalls, nefna Dala- menn vorhátíð sína Jörvagleði. Þar era tónleikar, leiksýningar, listsýn- ingar, sagnastundir og að sjálfsögðu dansleikir. Slík hátíð stendur nú yfir og svo stiklað sé á stóru í dagskránni sýnir Leikklúbbur Laxdæla gaman- leikinn „Sá sem stelur fæti verður heppinn í ástiun“ eftir Dario Fo í kvöld í Dalabúð. Steindór Andersen mun kveða rímur á Eiríksstöðum kl. 13.30 á morgun, annað kvöld er tón- listarveisla í Árbliki og Stuðmenn leika fyrir dansi í Dalabúð. Sagna- stund verður í gamla kaupfélaginu kl. 15 á sunnudag og að henni lok- inni verður hátíðinni formlega slitið. Dreamcatcher Fjórmenningarnir sem fara í örlagaríka veiöiferö. Með peplup í augunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.