Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 Fréttir 9 DV ■■■■■ IPÉif 6% it í ð Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Hringbrautar í dag Þessi mynd er tekin frá svipuðu sjónarhorni og stóra myndin hér að ofan. Horft er í norðvestur yfir gatnamótin. Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar sem eru með mjög flóknum ljósa- stýringum. Þá hafa borgaryfirvöld einnig bent á að iausn á vanda gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar kalli á vandamál á öðrum gatnamótum í næsta ná- grenni. Á öllum þessum vandamál- um taka nýjar tillögur verkfræð- inga Línuhönnunar og Sigurðar Vals. Kostnaður við mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklu- braut hefur verið talinn geta numið 1,5 til 2 milljörðum króna eða meira sem ættu hins vegar að geta borgað sig upp á fáum árum vegna minni slysakostnaðar. Ekki er ljóst hver kostnaður þriggja hæða gatnamóta eins og hér um ræðir yrði ásamt stokkum eftir Miklu- braut í báðar áttir. Þar er í öllu falli verið að tala um nokkra milljarða króna en líklegt er þó að arðsemi slíkra framkvæmda verði samt mjög mikil í samanburði við margra milljarða jarðgöng sem nú á að gera fyrir austan og norðan. Lausnin fundin Flest ef ekki öll vandamál sem nefnd hafa verið við gerð mislægra gatnamóta á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar virðast leyst ef hugmyndir verkfræðinga Línuhönn- unar og Sigurðar Vals verða að veru- leika. Þau taka eins lítið pláss í um- hverfmu og mögulegt er, eru mjög smekklega útfærð en þó jafnframt án annmarka ljósastýrðra gatnamóta. Harald Óskarsson sagði í samtali við DV að hugmyndin að gatnamót- unum væri unnin að frumkvæði þeirra Haraldar Sigþórsson, bygg- ingaverkfræðings hjá Línuhönnun, í samstarfi við Sigurð Val Sigurðsson sem gerði myndræna útfærslu á verkinu. Þetta væri í sjálfu sér ekki unnið fyrir neinn sérstakan aðila en auðvitað væri vonast til að Vegagerð- in tæki þetta til athugunar. „Við teljum smáragatnamót (slaufugatnamót) t.d. alveg út úr myndinni á þessum stað. I þessum hugmyndum okkar er líka víðtækari lausn. Þar eru öll gatnamót á svæöinu leyst og tekinn stokkur í vestur frá hringtorginu í gatnamótunum á Kringlumýrarbraut að brú undir Snorrabraut sem tengist tilfærslu Hringbrautar. Einnig yrði stokkur í austur að Grensásvegi. Ofan á þessum stokkum yrði akvegur (Miklabraut) þannig að Langahlíð, Stakkahlíð og Háaleitisbraut myndu tengjast þeim vegi. Síðan yrði aðkoma t.d. úr Löngu- hlíð og niður í stokkinn. Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara laugardaginn 10. maí 2003 skulu lagðarfram eigi síðar en miðvikudaginn 30. apríi 2003. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn augiýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt fram á kjördag gert leiðréttingar á kjörskrá, ef við á. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 22. apríl 2003 Auglýsendur góðir ! Viljið þið ná til kvenna á aldrinum 12 - 67 ára? Prósentutölur* sýna hlutfall allra kvenna á Islandi, í viðkomandi aldurshópi, seni þú nærð til með annars vegar 1 birtingu og hins vegar 4 eða 6 í VIKUNNI. KONUR KONUR 12-34ára 20-67 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.