Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 Fréttir DV Ummæli eins oddvita Frjálslyndra í Morgunblaösviðtali 1999 stinga í stúf: Oddvitinn varði kvótakerfið „Þaö er pláss í þessu kerfi, eins og öllum kerfum, fyrir dug- lega menn og þeir munu komast áfram. Það er það eina sem ég hugsa um,“ sagði Gunnar Örn Örlygsson um kvótakerfið í viðtali við Morgunblaðið 4. ágúst 1999. Spurður um hvort hann teldi kvóta- kerfið réttlátt svaraði hann: „Það má endalaust deila um það, en ég fæ ekki salt í grautinn fyrir að væla yfir óréttlæti." Gunnar skipar nú fyrsta sæti á framboðs- ' lista Frjálslynda flokksins í Suðvest- urkjördæmi og hef- ur eins og aðrir flokksmenn gagn- rýnt kvótakerfið harkalega í kosninga- baráttunni. „Ég er á allt annarri skoð- un í dag,“ sagöi Gunnar i samtali viö DV í morgun. „Þarna var ég 28 ára að stíga mín fyrstu skref í útgerð. Þegar ég hafði stundað hana í nokkra mán- uði sáum við hve óréttlátt kerfið var og við komumst hvorki lönd né strönd og áttum ekki mögu- leika á að komast áfram. Ég ít- reka það að ég er á þeirri skoðun að þetta kvótakerfi sé eitthvað það arfavitlaus- asta sem hefur verið sett á í þessu landi og undir það taka 80% landsmanna." Vælið í Vestfirðingum í Morgunblaðsviðtalinu vandar félagi Gunnars í út- gerð, Guðjón Jóhannesson, Vestfirðingum ekki kveðj- umar og segir: „Vestfirðing- ar hafa ekki gert neitt annað en að væla yfir því að kvót- inn hafi verið seldur í burtu og þess vegna hafa þeir ekki haft tíma til að spá í hvemig sé hægt að nýta sér kerfið til að gera eitthvað. vwfim 3BHgEaMCm» Ég fæ ekki saltið í grautinn fyrir að væla Gagnrýndu væl yfir kvótakerfinu Þeir Gunnar Örn Örlygsson, nú odd- viti frjálslyndra í Suövesturkjördæmi, og félagi hans í útgerö töldu sumar- iö 1999 aö pláss væri í kvótakerf- inu fyrir duglega menn. Kvótinn var seldur frá Keflavík en annað tók við í staðinn, menn fóru að einbeita sér aö útflutningi. Möguleikamir eru alltaf til staðar, hvar sem er.“ Þá segir Guðjón í viðtalinu að kvótakerfið hafi breytt þanka- gangi manna í útgerð: „Nú er miklu meira hugsað um að skila góðu hráefni svo hægt sé að fá sem hæst verð á mörkuðum. Það er framfór frá því er menn voru að keppast um að moka sem mestum afla upp og hirtu ekki um meðferð hráefnisins." Segir í fréttinni að Gunnar Örlygsson taki undir þessi orð félaga síns og bendi á að mun betur sé farið með aflann en áður. Sem kunnugt er hlaut Gunnar sex mánaða fangelsisdóm í fyrra, þar af þrjá mánuði skilorðs- bundna, meðal annars fyrir að brjóta lög um stjórn fiskveiða frá febrúar til nóvember 1999 með því að landa afla fram hjá vigt. Gunn- ar segir að þau brot hafi á engan hátt tengst útgerðinni sem þeir Guðjón Jóhannesson stunduðu og var tilefni viðtalsins í Morgun- blaðinu. -ÓTG VHdapbörn hefja sig til flugs Nýr sjóður að nafni Vildarböm var stofnaður á Hótel Nordica í gær, sumardaginn fyrsta, en sjóðn- um er ætlað að styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra til utan- ferða á næstu árum. Nafn sjóðsins er dregið af vildar- punktakerfi Icelandair en hann verður meðal annars fjármagnaður af frjálsum framlögum félaga í Vildarklúbbi Flugleiða sem geta gefið ákveðinn fjölda punkta sinna árlega. Þá mun flugfarþegum gefast framvegis kostur á að láta afgangs- mynt í umslög í sætisvösum sem renna mun beint til sjóðsins. Þessu til viðbótar afhenti stjóm Flugleiða þriggja milljóna króna stofnframlag til sjóðsins í gær. Stjóm sjóðsins kom saman til fyrsta fundar síns í gær og er reiknað með að hún veiti um tutt- ugu börnum og fjölskyldum þeirra ferðastyrk á hverju ári. Umsóknir um styrki verða auglýstar sérstak- lega á næstu vikum. Landsbanki íslands mun annast fjárvörslu sjóðsins. -aþ Fyrsta frjálsa framlagið Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, er verndari Vildarbarna og afhenti hún Siguröi Helgasyni, forstjóra Flugleiöa, fyrsta frjálsa framiagiö t umslagi merktu sjóönum á Hótel Nordica í gær. Á myndinni eru einnig Peggy Helgason, eiginkona Siguröar, sem ötullega hefur unniö aö málefnum langveikra barna á síöustu árum, og Kári Kárason, hóteistjóri Nordica og einn stjórnarmanna í ViIdarbörnum. Mál Þróunarfélagsins í Vestmannaeyjum: Kært tl efnahagsbrotadeikfai’ Sjávarútvegsfyrir- tæki svartsýnust í könnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir fjármálaráðuneytið og Seðlabankann kemur fram að 51,2% fyrirtækja vænta þess að velta verði meiri í ár en í fyrra, en 17,3% telja að velta muni dragast saman. Sjáv- arútvegsfyrirtæki gerðu helst ráð fyrir samdrætti. Um 53% fyrirtækj- anna áætla samdrátt og sami fjöldi að hagnaður yrði minni. Aðeins 9% fyrirtækjanna gerðu ráð fyrir meiri hagnaði í ár. -GG „Fólk á rétt á að fá fulla vitneskju um hvað varð um allt það mikla fé, tugi milljóna króna, sem farið hafa í gegnum Þróunarfélagið. Það er því alveg ljóst að bæjarstjóm mun sam- þykkja að senda málefni Þróunarfé- lagsins til rannsóknar hjá efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra, hjá því verður ekki komist," sagöi Andr- és Sigmundsson forseti bæjarstjómar í samtali við DV í morgun. Stuttar fréttir Sjálfsvörn hjá Framsókn Framsóknarflokkurinn fer ótroðnar slóðir í kosningabarátt- unni í Norðvesturkjördæmi því þar verður konum boðið upp á sjáífs- vamamámskeiö í iþróttasalnum í Sundhöll ísafjarðar sem hefst í dag kl. 17. Leiðbeinandi er Eydís Líndal Finnbogadóttir sem skipar 4. sæti á framboðslista flokksins í kjördæm- inu, en hún er jarðfræðingur og lið- tækur karate-iðkandi. BB greindi frá. Styrkur og bjórafsláttur Nokkur stúdentsefni frá Mennta- skólanum við Sund bám vörur sem tengdust tveimur bjórheildsölum í nýafstaðinni dimmisjón og fengu í öðru tilvikinu afslátt af bjór fyrir Félagsmálaráðuneytið gerði í ársbyrjun athugasemdir við starf- semi og rekstur Þróunarfélagsins á 13 vélrituðum síðum. Þar var fundið að mörgu og talað um brot á lögum um bókhald og ársreikn- inga, en bókhaldsgögn félagsins týndust sem frægt er orðið. Ráðu- neytið telur að sveitastjórnarlög hafi verið brotin þegar félagið upp á eindæmi skuldsetti bæjarfélagið en í hinu fjárhagslegan styrk. Fyr- irtækin vora Ölgerðin Egill SkaÚa- grímsson og Austurbakki. Bara tímaspursmál Sigurður Guð- mundsson land- læknir segir það eingöngu tíma- spursmál hvenær hin dularfulla bráðalungnabólga greinist hér á landi. Nú þegar hefur á þriðja hundrað manns lát- ist úr veikinni víða um heim. RÚV greindi frá. Mikill skógræktaráhugi Um 300 landeigendur era á um tugi milljóna króna. „Ráðuneytið er í raun að fela bæj- arstjóm að taka endanlega ákvörðun um framhald málsins, það er hvort það verður sent lögreglu til rann- sóknar. í áliti ráðuneytisins er bent á að verði sveitarstjóm ekki við áskor- un ráðuneytisins sé heimilt að stöðva greiðslur til sveitarsjóðs úr jöfnunar- sjóði sveitarfélaga," sagði Andrés Sig- mundsson. -JBP biðlista eftir aö taka þátt í lands- hlutabundnu skógræktarverkefhi ríkisins en nú þegar taka rúmlega 500 landeigendur þátt í verkefninu. Stærstur hluti er bændur sem hafa verið að draga saman í hefðbundn- um búskap. Mbl. greindi frá. Háskóli í garöyrkjunni Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra undirritaði í gær nýja reglugerð í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj- um í Ölfusi sem gerir skólanum kleift að útskrifa nemendur á háskólastigi með B.Sc.- gráðu. -HKr. Sjávarútvegur: Fæneyingar íhuga hvalveiðap Svo kann að fara að Færeying- ar hefji hvalveiðar á nýjan leik en fyrir utan grindhvalaveiðar á sumrin hafa Færeyingar ekki stundað hvalveiðar í atvinnu- skyni frá því að hvalveiðar voru bannaðar á miðjum níunda ára- tug síðustu aldar. Haft er eftir Jakob Vestergaard, sjávarútvegs- ráðherra Færeyinga, að til að byrja með vilji hann að hafnar veröi hvalveiðar í vísindaskyni til þess að finna út hvort grund- völlur sé fyrir veiðum í atvinnu- skyni. Einkum er horft til hrefnu- veiða en að auki kemur til greina að veiða aðra stærri hvali ef stofnarnir þoli veiðar. Færeyingar veiða árlega nokk- ur hundruð grindhvali á ári og komið hefur í ljós að sá stofn þol- ir ágætlega að hann sé nýttur. Bent er á að umhverfisverndar- sinnar hafi leyft Færeyingum að stunda þessar veiðar í friði ef undan séu skilin öfgasamtök á borð við Sea Shepherd. Green- peace hefur ekki beint sjónum sínum sérstaklega að hvalveiðum Færeyinga en fullvíst má telja að Greenpeace-samtökin muni ekki sætta sig við að Færeyingar hefji hvalveiðar í atvinnuskyni. -GG Femínistafélagiö: Á móti fegupðap- samkeppnum Staðalímyndahópur Femínista- félags íslands er á móti því að fólk keppi í fegurð. Segir í tilkynningu frá hópnum að enda sé fegurð afstætt hugtak. „Okkar skoðun er sú að fegurð- in felist í margbreytileika mann- lífsins og að útlit sé aðeins einn lítill hluti af mörgum sem móta persónuna og gera okkur að því kraftaverki sem við erum. Það er álit okkar að þær staðalímyndir sem haldið er á lofti í dag, og er m.a. viðhaldið með fegurðarsam- keppnum, hafi óæskileg áhrif á bæði konur og karla,“ segir í til- kynningunni. Til að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri hefur staðalhópur- inn útbúið bækling þar sem bent er á óæskileg áhrif staðalímynda og leiðir til eflingar sjálfstæðis. „Þetta er í raun sögufræg stund. í 35 ár hafa femínistar staðið fyrir utan fegurðarsam- keppnir og mótmælt en í þetta sinn verða femínistar uppi á sviði í beinni útsendingu," segir í tilkynningunni. -hlh í mi+Æ helgarblað Söngfugl í nýjum ham í Helgarblaði DV á morgun er itarlegt viðtal við Bjöm Leifsson athafna- mann. Bjöm talar hispurslaust um harða samkeppni, sjálflærðan stjómunarstíl og setu á sakamannabekk. DV ræðir einnig við fjórar ungar konur i Femínistafélagi íslands sem ætla sér að hrista upp í umræðunni um jafnrétti kynjanna. DV fjallar um tilfinningabönd sem húseigendur tengjast íbúðum sínum og hve erfitt getur verið að rjúfa þau. Einnig talar blaðið við Geir Ólafsson söngvara sem nú haslar sér völl sem „dragdrottning“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.