Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 11
11
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003
DV____________________________________________________Útlönd
Ekkert lát á útbreiðslu SARS-vírussins í Asíu:
Sjúkrahúsum í Peking
og Taipei lokað með valdi
Lokaöir inni
Stórum sjúkrahúsum í Peking og Taipei var lokaö með valdi í gær og gætti
lögregla þess að enginn kæmist þar inn eöa út vegna smithættu.
REUTERSMYND
Leitaö í brakinu
ísraelskir björgunariiöar leita í braki
viö inngang brautarstöövar þar sem
sjálfsmorösliöi drap sig og annan.
Sjálfsmorösliði drap
sjálfan sig og annan tll
Palestínskur sjálfsmorðsliöi
sprengdi sjálfan sig í tætlur á
jámbrautarstöð í bænum Kfar
Saba í ísrael I gær. ísraelskur ör-
yggisvörður lét einnig lífið í
árásinni og þrettán særðust.
Mahmoud Abbas, skipaður for-
sætisráðherra palestínsku heima-
stjómarinnar, fordæmdi tilræðið.
Árásin þykir til marks um þann
mikla vanda sem Abbas stendur
frammi fyrir ef hann reynir að
ganga milli bols og höfuðs á harð-
línumönnum eftir að umbótasinn-
uð stjórn hans tekur við og frið-
artillögur Bandaríkjanna og fleiri
verða lagðar fram.
Nokkrum klukkustundum síðar
drápu ísraelskir hermenn sautján
ára gamlan námsmann og 22 ára
gamlan verkamann þegar þeir
voru grýttir í mótmælaaðgerðum
í litlu þorpi nærri borginni Ram-
allah á Vesturbakkanum. í þeim
mótmælaaðgerðum slösuðust
einnig tveir námsmenn aðrir.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin,
WHO, sendi í gær frá sér viðvörun
þar sem varað er við ferðalögum til
borganna Toronto í Kanada og Pek-
ing í Kína auk héraðanna Guang-
dong og Shanxi í Suður-Kína þar
sem flest smit hafa greinst.
í kjölfar viðvörunarinnar lokuðu
kínversk stjómvöld stóru sjúkra-
húsi í Peking og sendu lögreglusveit
á vettvang til þess að varna því að
fólk kæmist þar inn eða út.
Sjúkrahúsið er ekki meðal þeirra
sem fengist hafa við að sinna
smituðum en var lokað í gær eftir
að sextíu smittiifelli höfðu greinst
þar meðal sjúklinga og starfsliðs.
Heilbrigðisyfirvöld í Kina til-
kynntu í gær um 125 ný smittilfelli
á meginlandinu en 24 þeirra
greindust meðal lækna og
hjúkrunarliðs og þar af 17 í
höfuðborginni Peking.
Þar með er vitað um alls 2422
smittilfelli og 125 dauðsfoll á megin-
landi Kina og þar af era langflest
smittilfelli í Guangdong-héraði, alls
1359, en næst kemur höfuðborgin
með 744.
Á meðan kínversk stjómvöld
sýna Alþjóða heilbrigðisstofnuninni
fuilan samstarfsvilja gagnrýna borg-
aryfirvöld í Toronto stofnunina
harðlega vegna viðvörunarinnar og
segja ekkert hættulegra að ferðast
til Toronto heldur en annarra
sýktra svæði eins og Singapúr þar
sem nítján manns hafi þegar látist
af völdum SARS-veikinnar.
Samkvæmt skýrslu WHO höfðu
158 ný smittilfelli og þar af tólf
dauðsfoll greinst í öllum heiminum
í gær og fyrradag og voru staðfest
smittilfelli í heiminum þá orðin
4439 i 26 löndum og dauðfollin 363 í
átta löndum.
Utan Asíu hafa flest tilfelli verið
greind í Kanada, eða alls 140 og þar
af eru sextán látnir.
í Evrópu hefur SARS-vírusinn
greinst í tíu löndum og nýjasta
tilfellið i Búlgaríu í gær en auk þess
bárust fréttir af óstaðfestu tilfelli í
Litháen í gær.
Stjórnvöld á Filippseyjum til-
kynntu í gær um fyrsta dauðsfaliið
af völdum SARS-vírussins og á
Taívan voru meira en þúsund
manns lokuð inni á sjúkrahúsi í
höfuðborginni Taipei.
Fulltrúar heilbrigðisyfirvalda í
Asíulöndum auk fulltrúa frá Kan-
ada munu hittast á fundi í Kuala
Lumpur í Maiasíu í dag þar sem
hugsanlegar sameiginlegar aðgerðir
til þess að hægja á útbreiðslu SARS-
vírussins verða ræddar.
REUTERSMYND
Kelly á leið til fundar
James Kelly, aöstoöarutanríkisráö-
herra Bandaríkjanna, fékk aö heyra
það frá fyrstu hendi í Peking aö
Noröur-Kórea ætti kjarnorkuvopn.
Kjarnorkuviðræðurnar
í Peklng góð byrjun
Kínversk stjórnvöld sögðu í
morgun að allir væru sammála
um að þriggja daga viðræður
þeirra, Bandaríkjamanna og
Norður-Kóreumanna í Peking
væru góð byrjun á lausn deilunn-
ar um kjarnorkuvopnaáætlun
ráðamanna í Pyongyang.
James Kelly, samningamaður
Bandaríkjastjómar, hefur upplýst
að fulltrúi Norður-Kóreu hafi við-
urkennt að landið ætti kjarnorku-
vopn.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti lýsti fuilyrðingu norðan-
manna um þetta efni sem „gamla
fjárkúgunarleiknum" og banda-
rískir embættismenn sögðu að
viðurkenningin hefði ekki komið
á óvart.
„Þeir sögðu það sem við höfum
lengi vitað, að þeir eigi vopn. Það
kemur okkur ekki í opna
skjöldu," sagði bandarískur emb-
ættismaður sem ekki vildi láta
nafns síns getið.