Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 Freyr Brynjarsson skorar gegn Hallgrími Jónassyni, markveröi ÍR, í leiknum aö Hlíöarenda í gærkvöid. Annars reyndist Hallgrímur Valsmönnum erfiöur en hann varöi á köflum eins og berserkur. Hallgrímur varöi alls 22 skot og átti stóran þátt í sigri síns liðs. DV-mynd Teitur - þegar ÍR sigraöi Val á Hlíðarenda í framlengdum leik Það var ÍR sem sigraði Val, 34-31, að Hlíðarenda í fyrsta leik þessara liða í undanúrslitum ESSO-deildar- innar i handbolta í gærkvöld. Leik- urinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en i framleng- ingu. Sigra þarf í tveim leikjum til að tryggja sér sæti í úrslitaviður- eignum um íslandsmeistaratitilinn og Breiðhyltingar eru því komnir vel á veg með það. Leikmenn gestanna höfðu forystu í leiknum nærri allan leikinn og því hægt að segja að sigur þeirra hcdi verið verðskuldaður þó að munur- inn á liðunum í gærkvöld hafl ekki verið mjög mikill. Það var strax ljóst í upphafi leiks að mikið var í húfi. Bæði lið spiluðu framliggjandi vörn og hraustlega var tekist á. Góðir dómarar leiksins byrjuðu leikinn lika af krafti og höfðu góð tök á því sem fram fór. ÍR-ingar byrjuöu betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Mestur varð munurinn fjögur mörk en með mikilli baráttu náðu heima- menn að minnka muninn niður í eitt mark fyrir hlé. Gestirnir skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik. Eftir það leiddu þeir leikinn fram yfir miðjan hálfleikinn. Þá náðu Valsmenn að vinna muninn niður og jöfnuðu þeg- ar um tíu mínútur voru eftir. Þeir náðu einu sinni forystunni í stöð- unni 26-25 en eftir það voru ÍR-ing- ar alltaf á undan að skora. Mikil spenna var undir lokin er Einar Hólmgeirsson kom ÍR yfir þegar 40 sekúndur voru eftir. Valsmenn jöfn- uðu jafhharðan og gestimir fengu eina sókn í lokin sem endaði með því að þeir fengu aukakast sem ekki tóks að skora úr. I framlengingunni var ÍR á undan að skora en samt ekki fyrr en bæði lið voru búin að fara þrisvar i sókn en markmenn beggja liða vörðu án afláts. En þijú mörk á síðustu mín- útum fyrri hálfleiksins gerðu nærri út um leikinn. Valsmenn áttu erfitt uppdráttar eftir þaö og sigurinn tryggður. Hjá ÍR átti Hallgrímur Jónasson góðan leik í markinu. Einar Hólm- geirsson og Guðlaugur Hauksson voru atkvæðamiklir í sókninni ásamt Ólafi Sigurjónssyni sem kom inná í seinni hálfleik. Bjarni Fritz- son nýtti einnig sin færi vel. Vörnin var einnig mjög góð hjá þeim. Vals- menn voru í miklum vandræðum með að koma einhveijum takti í sinn sóknarleik gegn þessari gríðar- lega hvössu og sterku framliggjandi vöm sem sótti í sóknarmenn Vals- manna langt út fyrir punktalínu. Þar stendur þjálfarinn, Július Jón- asson, eins og herforingi i miðjunni og stýrir sínum mönnum. Hjá Val átti Snorri Steinn Guð- jónsson mjög góðan leik í sókn. Markús Máni náði sér einnig nokk- uð á strik en aðrir leikmenn liðsins áttu í nokkrum erfiðleikum í sókn- inni. Vamarleikur þeirra var nokk- uð góður. Þar fer fremstur meðal jafningja Ragnar Ægisson. Roland Eradze, markvörður Vals, náði sér ekki alveg á strik í þessum leik og munar um minna fyrir Valsmenn sem treysta mikið á þann frábæra markvörð. Það er mikiö eftir „Mjög ánægður með að hafa sigr- að hér á útivelli. Þaö er náttúrlega mikið eftir, það er bara hálfleikur. Við voram að spila vel meirihlutann af leiknum. Viö leiddum allan leik- inn en eram klaufar að hleypa þeim inn í þetta sem verður til þess að það er framlenging. Við höfum farið í framlengingu áður og hingað til sigrað og ætluðum okkur að sigra sem og við gerðum. Ég held að þessi framliggjandi vörn hafi hjálpað okk- ur, það er engin spurning. Sóknar- lega vorum við meirihluta leiksins mjög skynsamir og póstamir hjá okkur að spila virkilega vel. Vorum að rúlla vel á skiptingum og hvaða lið sem er þarf að spila virkilega vel til að sigra hér á Hlíöarenda," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR. Svekkjandi að tapa heima „Náttúrlega er svekkjandi að tapa hér á sínum heimavelli og nú erum við komnir með bakið upp við vegg og verðum að fara í Austurbergið og sækja sigur. Það er eitthvað sem við erum búnir að gera einu sinni í vet- ur og er eitthvað sem við getum gert aftur, engin spuming. Það eru of margir sterkir póstar ekki að skila sínu og maður er náttúrlega orðinn ágætlega kröfuharður á Roland greyið og hann var ekki að finna sig í leiknum og þá sérstaklega i seinni hálfleik. Það eru svona þættir sem snúa beint að okkur sem við verðum bara að laga. Þetta er ekki flóknara en það að við ætlum að vinna í næsta leik,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals. -MOS Guðnwndur Steinarsson genpn í raðir Fram Guðmundur Steinarsson, knatt- spymumaður úr Keflavík, mun á komandi tímabili leika með Fram í úrvalsdeildinni. Stjóm Knatt- spymudefldar Fram hefur átt í viðræðum við Guðmund að undan- fómu og í gærkvöld komust aðflar að munnlegu samkomu- lagi. Framarar gerðu Guð- mundi ákveðið tOboð sem hann gekk að og er hann væntanlegur tO landsins frá Danmörku í næstu viku. Guðmundur hefur sl. vikur leikið með danska 2. deOdarliðinu Branshoj og hefur skorað 3 mörk fyrir félagið sem er sem stendur í níunda sætinu í deOdinni. Guðmundur er 24 ára gamafl sóknarmaður og hefur aO- an sinn ferO leikið með Keflvíking- um. Hann skoraði fimm mörk í úr- valsdeOdinni í fyrra með Keflavík en aOs á hann að baki 82 leiki með liðinu í deOdinni. Ekki leikur vafi á að Guð- mundur kemur tO með að styrkja Framliðið mikið í sumar. -JKS Sport UaluHR 31-34 1-0, 1-3, 4-6, 6-9, 8-12, 12-13, (13-14). 13-17, 15-19, 18-22, 22-23, 24-24, 26-26, 27-28, 28-29-29-29. 29-32, 30-33, 31-34. Valur: Mörk/viti (skot/viti): Snorri Steinn Guöjónsson 11/2 (19/3), Markús Máni Mikaelsson 6/2 (10/3), Hjalti Pálmason 4 (4), Freyr Brynjarsson 4 (6), Ragnar Ægisson 2 (2), Ásbjörn Stefánsson 2 (3), Hjalti Gylfason 1 (4), Siguröur Eggertsson 1 (4), Roland Eradze (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 7 (Snorri Steinn 3, Hjalti P., Ásbjörn, Markús, Freyr). Vitanýting: Skoraö úr 4 af 6. Fiskuö vitú Freyr 2, Markús, Snorri Steinn Hjalti G., Ragnar. Varin skot/viti (skot á sig): Roland Eradze 15 /3 (48/5, hélt 2, 31%, eitt víti stöng. Brottvísanir: 4 mínútur, Ásbjörn rautt fyrir brot. Dómarar (1-10): Gunnar Stefán Arnaldsson (9). Gœöi leiks (1-10): 9. Áhorfendur: 500. Maöur Hallgrímur Jónasson, ÍR ÍR: Mörk/víti (skot/víti): Einar Hólmgeirsson 9 (17), Bjarni Fritzson 6 (7), Guölaugur Hauksson 6/1 (11/2), Ólafur Sigurjónsson 5/1 (7/1), Ingimundur Ingimundarson 3 (11), Fannar Þorbjömsson 2 (2), Ragnar Helgason 1 (2), Kristinn Björgúlfsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5/3). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Bjami 2, Fannar, Ólafúr). Vitanýting: Skoraö úr 2 af 6. Fiskuö vítL Ingimundur 2, Ólafúr 2, Einar, Bjami. Varin skot/viti (skot á sig): Hallgrímur Jónasson 22/1 (52/5, hélt 8, 42%, eitt víti í stöng). Brottvisanir: 10 mínútur. Valun-ÍR Víðavangshlaup ÍR: fljöpnkom fypstur ímapk Víðavangshlaup ÍR var þreytt í 88. skiptið í gær en hlaupið er á götum í nálægð við Tjömina. Það var Bjöm Margeirsson úr Breiðabliki sem kom fyrstur i mark í karlaflokki og hljóp á 15,43 mínútum. Burkni Helga- son, ÍR, varð annar á 15,49 mín- útum og Ólafur Ámason, HSV, lenti á þriðja sæti á 16,05 mínút- um. Martha Ernstdóttir, ÍR, kom fyrst kvenna í mark á 16,59 mín- útum. Gerður Rún Guðlaugsdótt- ir, ÍR, varð í öðru sæti á 17,42 mínútum og Fríða Rún Þórðar- dóttir, ÍR, hljóp á 18,23 mínútum og hreppti þriðja sætið. -JKS Brooking stýrir West Ham Stjóm enska úrvalsdeildar- liðsins West Ham United komst að samkomulagi við Trevor Brooking um að hann stjórnaði liðinu í þeim þremur leikjum sem eftir eru í veikindaforforföll- um Glenns Roeder. Trevor Brooking er einn þekktasti leik- maður enskrar knattspymu og lék allan sinn feril með West Ham. Hann átti um árabil fast sæti í enska landsliðinu en hann hætti knattspymuiðkun endan- lega 1984. Hann hefur sinnt við- skiptum og einnig unnið hjá BBC við knattspyrnulýsingar. Glenn Roeder, knattspymu- stjóri West Ham, hefur legið á sjúkrahúsi í Lundúnum til rann- sóknar. Hann fékk verk fyrir brjóstið eftir leikinn gegn Midd- lesborough og var fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Rann- sóknir hafa leitt í ljós að svolítið hefur blætt inn á heila en búist er þó við að hann nái sér að lok- inni hvíld. West Ham er í alvarlegri fall- hættu en aðeins þremur umferð- um er ólokið. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.