Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 12
12 Menning Ósýnanlegt og ópródúserandi - segir Hávar Sigurjónsson um nýtt leikrit sitt sem veröur frumsýnt á Sæluviku Á Sœluviku Skagfiröinga verður meöal annars frum- sýnt glœnýtt íslenskt gaman- leikrit, Ertu hálf-dán? eftir Hávar Sigurjónsson, leik- stjóra, leikritaskáld og menn- ingarblaöamann. Þetta er framlag Leikfélags Sauöár- króks til hinnar sœlu viku sem að vanda er þrungin skemmtilegum menningar- viöburöum. Leikstjórn er í höndum Þrastar Guöbjarts- sonar. Smám saman fer allt í handaskolum ... Mynd úr Ertu hálf-dán? í uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks. eins leikarans og vill gera upp ákveðin mál við hann inni á sviði. Hún er lögregluþjónn og má ekkert vera að því að bíða eftir að eiginmaðurinn komi heim. Þegar hún er beðin um að láta hann í friði í vinnunni bendir hún á að hann hringi til hennar þeg- ar hún er í vinnunni! Mér finnst gaman að hugsa um þessar aðstæður - að leikarar séu bara í vinnunni sinni þegar þeir eru að leika. Leikarinn er kannski önnum kafinn við að leika hlutverkið sitt þegar sýningar- stjórinn kemur og segir: Það er síminn til þín! Og eiginkonan tekur ekkert mark á því þó að hann sé að vinna, hann getur alveg talað við hana samt.“ Hávar viðurkennir fúslega að hann hafi skemmt sér undir drep meðan hann var að skrifa verkið. „Hugsunin hjá mér var alltaf sú að þetta ætti að vera leikrit sem mér þætti gaman að horfa á sjálfur," segir hann, „og ég mok- aði inn í það öllum hugsanlegum effektum þannig að það er eiginlega alveg ósýnanlegt og ópródúserandi! Menn margdeyja og rísa jafnharðan upp aftur, eru jafnvel höggnir í herðar niður - þetta er nefnilega splatter í bland. í lokin fer það svo í áttir sem ekkert benti til í upphafi að það færi. Þess vegna getur alveg eins verið að ég hafi fengið hug- myndir úr Jóni og Hólmfríði og Kysstu mig Kata eða Allir á svið!“ Frumsýning á Ertu hálf-dán? verður í Bifröst á Sauðárkróki sunnudaginn 27. apr- íl kl. 21 og eru 5 sýningar í viðbót áætlaðar í Sæluvikunni: 29. og 30. apríl, 1. og 2. maí kl. 21 og kl. 17 laugardaginn 5. maí. Miða- sala og upplýsingar um sýningar eru í síma 849-9434. „Ég var kominn um það bil hálfa leið með að skrifa þetta leikrit þegar ég sendi handritið norður og spurði hvort þeir hefðu áhuga,“ seg- ir Hávar. „Þetta er í fyrsta skipti sem áhugaleikfélag setur upp verk eftir mig en það er kannski engin tilvilj- un að ég valdi leikfélagið á Króknum. Foreldrar mínir rekja báðir ættir sínar þang- að og víðar í héraðið og svo hóf ég feril minn þar. Ég fór beint á Sauðárkrók þegar ég kom heim frá námi 1983 og var þar í tvö ár. Ég kenndi, gaf út blaðið Feyki og setti upp einar sex-sjö sýningar með Leikfélagi Sauðárkróks. Það var því eðlilegt að mér dytti ekkert annað leikfélag í hug þegar ég var allt í einu kominn meö hálft leikrit!" Bara í vinnunni sinni - Samkvæmt fréttatilkynningu að norðan fjallar Ertu hálf-dán? um leikhúsið og er eins konar leikrit inni í leikritinu - svona eins og Kysstu mig Kata og Allir á svið - er það rétt? „Já, stykkiö gerist í leikhúsi þegar kom- ið er alveg að sýningu. í þessari uppsetn- ingu eru það áhugaleikarar sem eru að sýna gamaldags breskt leikrit - ekki bein- línis klassík - en ekkert segir að þetta verði að vera áhugaleikarar, það er alveg opið. Þarna koma fram svona erkitýpískir leikar- ar sem eru að fást við mjög dæmigert leik- rit en smám saman fer allt í handaskolum af því að utanaðkomandi áreiti truflar ein- beitinguna. Til dæmis kemur eiginkona Bókmenntir íslensk menningarfræði Forlagið Bjartur hefur á vordögum hrint af stokkunum nýrri ritröð, Svörtu línunni. Hefur þar vel tekist til. Þetta eru smáar svartar og aölað- andi bækur sem draga kaupendur að sér, þ.e. þá sem kaupa bækur handa sjálfum sér en ekki til gjafa. Ekki dregur úr að fyrstu bækurnar eru all- ar innblásnar af nýjum menningar- straumum. Þær eru raunar allar eftir karlmenn á sama aldri en það er smá- atriði, að vísu býsna lýsandi. Sjónhverfingar Hermanns Stefáns- sonar og Einkavegir Þrastar Helga- sonar eru söfn tiltölulega nýrra greina sem eiga margt sameiginlegt. Vett- vangirn Hermanns hefur einkum verið vefritið Kistan en Þrastar Morgun- blaðið. Báðir eru undir miklum áhrif- um frá heimspekilegum menningarfræð- ingum, ekki síst Roland Barthes (1915-1980). Hann varð frægur á sínum tíma fyrir að greina menningarfyrirbæri sem texta, jafnt bíla, svita og andlit. Þröst- ur og Hermann feta báðir í fótspor hans en á sjálfstæðan og skapandi hátt og raunar eru bækur beggja á mörkum skáldskapar og fræðimennsku, eins og nýtískuleg menn- ingarfræði er gjaman. Samkenni með Hermanni og Þresti eru fleiri. Báðar hækurnar skiptast í hluta, og í báðum er orðabók sem er talsvert á skjön við hefðbundin rit af því tagi. Munurinn er sá að greinar Hermanns eru lengri og lík- ari háskólaritgerðum en form Þrastar er dagblaðspistillinn. Báðir reyna þeir þó tals- vert á þanþol síns forms. Þröstur er ekki þræll þeirra heimspek- inga sem hann er undir mestum áhrifum frá, manna eins og Barthes, Baudrillard, De Certau, Foucault og Marshall McLuhan. Hann hefur brotist undan áhrifavaldinu og er á sinni eigin ferð, fjarri því hræddur viö að vera huglægur. Kannski er Einkavegir fyrst og fremst ferðasaga, um Reykjavíkur- borg og önnur lönd, um afþreyingarheim- inn og stjömuþoku fjölmiðlaheimsins. Þröstur les þessa heima eins og hvern ann- an texta en gleymir því aldrei að sjálfur er hann inni í textanum sem hann er að lesa. Bók Hermanns er blandaðri og líka misjafnari að gæðum. Auk Barthes og Baudrillard er spænskur keimur af stíl hans. Titill bókarinn- ar er torræður en Hermann er greinilega upptekinn af fjarverunni: týndum skáldverkum sem voru kannski aldrei til, frumkvöðlum í ís- lenskri málaralist sem ekki þekkjast úr öðrum heimildum og tilvist há- hyrningsins Keikos sem Hermann kallar „hermilíkan" að hætti Baudrillards. Hermann stimdar líka „aflestra" að hætti Barthes og grein- ir m.a. auglýsingar á athyglisverðan hátt. Áberandi er hvemig báðir þessir menningarrýnar eru að fást við sama heim út frá sams konar kenningum en á ólíkan hátt. Menningarfræöi sú sem þeir beita er mjög huglæg og listræn, þó að hún sé líka heimspekileg og gagnrýnin. Stundum er eins og þeir séu báðir á leið frá fræðunum yfir í skáldskapinn, kannski á þeim for- sendum að þar sé ekki síður og jafnvel fremur hægt að finna einhvern sannleika. Bæði eru greinasöfnin áleitin og óskandi að Bjartur láti Svörtu línuna lengjast sem mest. Ármann Jakobsson Hermann Stefánsson: Sjónhverfingar. Bjartur 2003. Þröstur Helgason: Einkavegir. Bjartur 2003. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 _____________________________x>v Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Vika bókarinnar Þegar þetta blað kemur til lesenda stendur bókaþing sem hæst í Iðnó og lýkur ekki fyrr en 17.30. Á morgun kl. koma stjórn- málamenn í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. og segja frá uppáhaldsbókunum sínum og töframaðurinn Jón Víðis kemur í Foldasafn í Grafarvogi og skemmtir gestum kl. 15. Svo minnum við á bókina Skáld um skáld sem fæst sem kaupbætir ef keyptar eru bækur fyrir þúsundkall eða meira í vikunni. Þar skrifa þekktir bókamenn greinar um eftirlætisskáld sín. Einþáttungaröð Hugleiks Einþáttungaröð Hugleiks, Þetta mánað- arlega heldur áfram í Kafflleikhúsinu kl. 20 á morgun og sunnudaginn. Þá verða frumsýndir sjö einþáttungar eftir fimm höfunda og kennir þar ýmissa grasa enda höfundum Hugleiks ekkert mannlegt óvið- komandi. Leikstjórar og leikarar eru sem fyrr úr röðum félagsmanna. Verkin sem sýnd verða að þessu sinni eru Aftur á svið eftir Fríðu Bonnie Ander- sen, Á hjólum eftir V. Kára Heiðdal, Árs- hátíð og Gestur eftir Þórunni Guðmunds- dóttur, Brot og Ég hefði ekki átt að segja þér þetta eftir Júlíu Hannam og Höfuðhögg eftir Árna Hjartarson. Aðeins þessar tvær sýningar. Tónleikar Önnu Áslaugar Á sunnudagskvöldið kl. 20 heldur Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari tónleika í Salnum í Kópavogi. Þar flytur hún meðal annars Fimm prelúdíur sem Hjálmar H. Ragnarsson bróðir hennar samdi fyrir hana en auk þess stóru B dúr sónötuna KV 333 eftir W.A. Mozart, lagaflokk eftir Leos Janácek og Fantasíu op 49 eftir Fr. Chopin. Anna Áslaug er búsett í Múnchen og er nýfarin að koma aftur fram sem meðleik- ari með ljóðasöng og nú sem einleikari eft- ir tónleikahlé í rúman áratug Sýningalok Athugið að á sunnudaginn lýkur sýningum í öllum sýn- ingarsölum Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsi, fastasýningu hússins á verk- um eftir Erró sem ber yfir- skriftina Erró og listasagan, sýningu norska listamanns- ins Patriks Huse, Penetration, og sýning- unni Heilbrigði, hamingja og friðurÝá sov- éskum veggspjöldum frá 7. og 8. áratugn- um. Þær eru opnar kl. 10-17 þessa daga og leiðsögn er á sunnudaginn kl. 15. Síðan verður húsið lokað þar til útskrift- arsýning nemenda Listaháskóla íslands verður opnuð þar 10. maí. Fyrirlestur um Steinu Vasulka Á sunnudaginn kl. 15 held- ur Halldór Björn Runólfsson listfræðingur erindi um víd- eólist Steinu Vasulka þar sem ferill hennar er rakinn í máli og myndum. Fyrirlest- urinn er haldinn í tilefni sýningar Listasafns íslands á verki hennar Mosi og hraun og Halldór talar einmitt í sal 2 þar sem verkið er sýnt. Auk þess standa nú yfir í safninu yfir- litssýning á verkum Georgs Guðna Hauks- sonar og landslagsmálverkum eftir Ásgrím Jónsson. Á þriðjudaginn kl 12.10-12.40 verður hádegisleiðsögn um sýningarnar í fylgd Dagnýjar Heiðdal listfræðings. Vortónleikar Fyrstu vortónleikar Karlakórs Selfoss voru í gærkvöldi í Selfosskirkju en í kvöld kl. 20 syngur kórinn ásamt Jórukórnum í tónleikahúsinu Ými í Reykjavík. Fimmtu- daginn 1. maí kl. 20.30 verður kórinn með aðra tónleika í Selfosskirkju og laugardag- inn 3. maí kl. 21 verða tónleikar og ball á Flúðum. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda. Stjómandi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlingsson og undirleikari Julian Edward Isaacs. Einsöngvarar eru Gunnar Þórðar- son, Jónas Lilliendahl og Helga Kolbeins- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.